Morgunblaðið - 12.03.1986, Síða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR12. MARZ1986
Kirlian-ljósmyndun og
orkustöðvar líkamans
Rætt við Ævar Jóhannesson um leiðir til
aukinnar vellíðunar í heilnæmara samfélagi
Ævar Jóhannesson hefur
fengist við Kirlian-ljósmyndun;
smiðað appartat til þeirra nota
og tekið myndir. Vissulega hófst
hið eiginlega viðtal á heimatil-
búnum spurningum um áhuga
hans á Kirlian-ljósmyndun,
tæknilegum atriðum varðandi
þessa ljósmyndatækni svo og
gildi Kirlian-ljósmyndunar. En
áður en viðtalið hófst voru þegar
uppi einhverjar efasemdir um
hversu aðkallandi það væri að
setjast niður og ræða um
Kirlian-ljósmyndun. í loftinu
lágu önnur umræðuefni sem
knúðu á; almenn rannsóknar-
störf og tækjasmiði, kvikasilfurs-
eitrun af völdum amalgam-tann-
fyllinga, sveppasýkingar, kvöld-
vorrósarolían, sérfræðingavald-
ið ... í stuttu máli: leiðir til
aukinnar vellíðunar í heilnæm-
ara samfélagi. Reyndar getur
Kirlian-ljósmyndun komið þar
við sögu.
„Þetta hefur stundum verið ka.ll-
að hátíðni-ljósmyndun. Upphafs-
maðurinn var króatíski vísindamað-
urinn Nikola Tesla en hann var
afar merkur vísindamaður; fann
m.a. upp riðstraumsrafmótora og
þriggja fasa rafstraum. Hann var
brautryðjandi í rafmagnstækni
þeirra tíma. Hann smíðaði hátíðni-
tæki einhvem tíma upp úr aldamót-
um, sem hann notaði til að taka
sams konar myndir og síðar voru
kenndar við Kirlian. Tesla upp-
götvaði af ef fólk var sett í hátíðni-
svið mynduðust ljósfyrirbæri í
kringum það. Til eru ljósmyndir sem
Tesla tók eða voru teknar með hans
tækjum um 1905. En svo gleymdist
þessi tækni þegar Tesla snéri sér
að öðrum hlutum.
Rússnesk hjón, Kirlian að nafni,
endurvöktu þessa aðferð; fundu upp
svipuð tæki og fóru að gera tilraunir
með þau. Sennilega hafa þau ekkert
vitað um tilraun Tesla. Kirlian þessi
var rafeindatæknifræðingur og
mun upphafið af tilraunum þeirra
hjóna vera rakið til þess að komið
var til hans með bilað hátíðnitæki.
Hann gerði við það og tók þá eftir
því að einhver ljómi kom út frá
fingurgómum hans þegar hann var
í hátíðnisviðinu. Honum fannst
þetta dálítið einkennilegt og tókst
að festa á filmu. Þetta þróaði hann
svo í mörg, mörg ár án þess að
fara hátt með það. Síðan birtist í
tímaritinu Soviet Union árið 1961
löng grein og myndir þar sem fyrst
var sagt frá þessu. Það sem þótti
merkilegast við þetta, og þykir
sjálfsagt enn, er að þessi ljómi sem
myndast er ekki eingöngu háður
tæknilegum atriðum eins og tíðni
rafstraumsins, spennu og öðru
slíku, heldur einnig líffræðilegum
aðstæðum; þannig að t.d. hugar-
ástand og líkamlegt heilsufar þeirra
sem taka þátt i tilrauninni virðist
vera einhver þáttur sem skiptir
máli. Þess vegna hefur þetta vakið
þá athygli sem raun ber vitni.
Áður var vitað um þessi ljósfyrir-
bæri og þau kölluð „corona-effect"
en þau myndast oft í kringum leið-
ara sem eru hlaðnir mjög hárri
spennu. Reyndar er stundum hægt
að sjá þetta fyrirbæri í kringum
háspennulínur þegar loft er rakt.
Þá er þetta og skylt því sem kallað
er hrævareldar. Þeir myndast
stundum þegár mikið rafsvið er í
Ævar Jóhannesson
loftinu umhverfis möstur á skipum,
jafnvel umhverfís tijátoppa. Þetta
er nú frekar sjaldgæft hér á landi,
þó er það til.
Kirlian notaði háa tíðni, a.m.k.
nokkra tugi kílóriða og þá verða
þessi fyrirbæri öflugari. Þetta tæki
sem ég er með er byggt á teikning-
um sem ég fékk frá Háskólanum í
Moskvu einhvem tíma í kringum
1970. Þessi teikning er gamaldags
miðað við nútímatækni en hug-
myndin er sú sama.
Rússamir telja það fullsannað
að hugarfar og líkamlegt heilsufar
hafi áhrif á það ljós sem myndast.
Kirlian sjálfur taldi sig hafa upp-
götvað það. Einhveijir sérfræðingar
við háskóla skammt þar frá sem
Kirlian vann að rannsóknum sínum,
fréttu af þessu. Þetta voru sérfræð-
ingar í jurtasjúkdómum og þeir
komu með tvö laufblöð sem þeir
voru búnir að klippa, sitt af hvoru
trénu, þar sem annað tréð var sýkt
en hitt heilbrigt. Laufblöðin litu
nákvæmlega eins út. Þeir létu Kirl-
ian taka myndir af báðum lauf-
blöðunum og þá kom fram mjög
greinilegur munur. Laufblaðið af
heiibrigða trénu gaf frá sér miklu
bjartari og skærari ljóma. Tilraunin
hefur oft verið endurtekin að þeirra
sögn og virðist því ekki vera tilvilj-
un.
Samkvæmt upplýsingum frá
Sovétríkjunum er þessi tækni mikið
notuð til að greina bæði jurtasjúk-
dóma á byrjunarstigi og sjúkdóma
í húsdýrum, jafnvel í mönnum.
Segja Sovétmenn að þeir geti greint
krabbamein á byijunarstigi með
þessari tækni. Vissulega segi ég
þetta með þeim fyrirvara að upplýs-
ingar mínar séu réttar. Ég hef sjálf-
ur ekki neitt fyrir mér í því.
Sennilegt er að það komi fram
breytingar á útgeisluninni sem eru
einkennandi fyrir einhvem ákveð-
inn sjúkdóm. Það er ábyggilega
mikill vandi að lesa út úr þessu en
næst ekki tækni í því nema maður
sé búinn að prófa sig áfram eða
læra það beinlínis. Þá þarf maður
að hafa aðgang að þeim upplýsing-
umsem til eru.“
Orkustöðvar
— Nú hefur því verið haldið fram
að þetta flæði í kringum líkamann
sé út frá ákveðnum orkustöðv-
um ...
„Rússar, þeir eru nú dálítið tregir
til að gleypa við þess háttar hug-
myndum úr austurlenskri dulspeki
— vilja helst hafa dálítið fastara
land undir fótum. Þeir bjuggu til
orðið bio-plasma. Líklega er það
annað orð yfir það sem kallað hefur
verið líforkusvið, prana eða eitthvað
slíkt í austurlenskum fræðum.
Plasma getur yfírleitt ekki verið til
nema við mjög háan hita, en gæti
þó verið til við vissar aðstæður við
lágan hita. Og það gæti hugsast
að frumur geti sent frá sér pínulítið
af plasma sem verði sýnilegt við
hátíðnisviðið — kannski. Þetta er
tilgáta.“
— Er hugsanlegt að hægt sé að
nýta þessa tækni í tengslum við
nálastunguaðferð þeirra kínversku?
„Jú, einmitt. Rússar hafa verið
að tengja þetta við akupúnktúr og
það hefur komið í ljós ef fólk er
skoðað með svona tækni, þá sjást
nálastungupunktamir sem ljósir
blettir. Það er að vísu hægt að fínna
þá með fleiri aðferðum. Það er nú
dálítið mikið vesen að nota Kirlian-
tækni til að fínna punktana, því það
verður að gerast í niðamyrkri,
þannig að það er ekki þægilegt í
meðförum. Aftur á móti eru til
mjög handhæg rafeindatæki til að
fínna þá. Sovétmenn hafa verið að
reyna að fínna út hvort unnt sé að
nota Kirlian-tæknina til að finna
Framleiðslustjórn í landbúnaði
eftírElvar
Eyvindsson
Nýlega hefur landbúnaðarráð-
herra gefíð út reglugerð um fram-
leiðslu á landbúnaðarvörum og
hefur hún valdið talsverðu fjaðra-
foki. Það er ekki undarlegt, því hún
er að mörgu leyti gölluð og ég tel
að hún muni leiða til meiri vanda
ef til lengri tíma er litið. Það virðist
nefnilega vera orðið einkenni á ís-
lenskum stjómmálamönnum að ýta
vandamálunum á undan sér út í hið
óendanlega. Samt vilja þeir stjóma
öllu og ráðskast með alla hluti.
Ég ætla að nefna helstu afleið-
ingar þessarar reglugerðar, sem ég
tel að auki vandann í stað þess að
minnka hann.
— Reglugerðin kom allt of seint
og er óþarfí að fjölyrða um það hve
erfítt er fyrir bóndann að ákveða
mjólkurframleiðslu sína aftur í tím-
ann, þegar hann er búinn að selja
vömna. Þetta atriði gæti m.a. leitt
til mjólkurskorts í haust. Þeir §em
taka að sér að stjórna hljóta að
taka á sig þá ábyrgð, að hægt sé
að fara eftir ákvörðunum þeirra.
— Þeir sem höfðu hlýtt kalli stjóm-
valda og drógu úr framleiðslunni,
vom flengdir fyrir asnaskapinn.
Þetta er óþolandi, því þessir menn
töldu sig eiga sama hlutfallslega
rétt til gamla kvótans og þeir sem
framleiddu of mikið.
— Kjör bænda em skert það mikið
að atvinnuvegurinn getur ekki leng-
ur fylgst með tæknivæðingu og
þróun, sem á sér stað í öðrum lönd-
um. Hann dregst því hratt aftur úr.
— Það er einnig mikil hætta á því
að ungt fólk og duglegt sjái enga
möguleika, þegar allir em sveltir
og ekkert svigrúm er. Eftir sitji
þeir sem hafa ekki að neinu öðm
að hverfa.
— Fjárfestingar í landbúnaði
standa víða hálfnotaðar, sem er
auðvitað þjóðhagslega mjög óhag-
kvæmt.
— Það lítur út fyrir að það eigi að
„svæla" menn úr starfí eins og
Gunnar Bjamason komst að orði í
grein í Mbl. um daginn. Það er eins
og ráðamenn vonist til að bændum
fækki, bara einhvem veginn —
veslist upp. Það er ekki frekar en
fyrri daginn gengið hreint til verks.
(Getur verið að þetta séu stjóm-
málamenn?)
— Reglugerðin færir landbúnaðinn
enn í átt til miðstýringar og sam-
yrkjubúskapar, skrifræðis og of-
stjómar. En það er gömul saga og
ný, að óstjóm fylgir ofstjóm. Ég
viðurkenni þó að þetta er alltaf
hættan, þegar stýrt er ofan frá, en
ég býst við að það verði að gera
að einhveiju marki.
Þetta er nokkuð harður dómur
sem ég felli, en hann er því miður
réttur. Menn mega ekki skjóta sér
á bak við það að það sé svo erfítt
að lagfæra þetta að það sé ógerlegt
— það verður einfaldlega að gera
það.
En hvað er hægt að gera? Það
er Ijóst að ekki er hægt að fram-
leiða meira. En þó verður að gera
ráð fyrir einhverri umfram fram-
leiðslu í góðærum, ef fullnægja á
eftirspum.
Mínar tillögur em þessar í gróf-
um dráttum:
1. Framleiðslunni verði skipt á
verðlagssvæði eftir neyslu á því
svæði. Dugi framleiðslan ekki til,
fái önnur svæði að sjálfsögðu að
bæta hana upp. Verði þessi réttur
ekki nýttur í ákveðinn tíma, t.d. 5
Elvar Eyvindsson
ár, þá verði honum deilt út til
annarra svæða og litið svo á, að
um varanlega búsetubreytingu sé
að ræða.
2. Innan hvers svæðis verði fram-
leiðslunni skipt á bændur í hlutfalli
við kvótann eins og hann var á síð-
astliðnu ári og sá framleiðsluréttur
tryggður. Menn gætu þó framleitt
eitthvað meira í þeirri von að ein-
hveijir aðrir væm neðan við mörkin.
Sú framleiðsla væri hins vegar
algerlega á þeirra ábyrgð og veitti
engan rétt. Skuldugir bændur
fengju vægari skerðingu en hinir,
en samt þarf það að koma fram,
að ekki er hægt að ganga endalaust
á rétt þeirra sem byggðu fjós þegar
beðið var um meiri framleiðslu.
Þeir hljóta líka að eiga sinn rétt,
þar sem þeir em einnig með hag-
kvæmustu framleiðsluna í mörgum
tilvikum. Þar að auki hafa margir
bændur ráðist í framkvæmdir án
þess að sjá fyrirfram nokkra mögu-
leika á því að ráða við þær. Það
er ekki endalaust hægt að hlaða
undir þá.
„Er það t.d. byggða-
stefna að búa sem
strjálast og víðast, gera
sveitirnar máttvana og
hafa bændurna í
spennitreyju fátæktar,
einsemdar o g skuld-
breytingalána? Eða er
það byggðastefna að
hafa sveitirnar sterkar
sem félagslegar og
fjárhagslegar einingar
þar sem býr sjálfstætt
og sjálfbjarga fólk?
Þetta eru pólitískar
spurningar sem menn
verða að svara. Við því
er samt ekki að búast
af stjórnmálamönn-
um.“
Noti bóndi ekki sinn rétt í ákveð-
inn tíma, t.d. 3 ár, þá verði því sem
umfram er skipt jafnt á þá bændur,
innan svæðisins, sem sótt hafa um
stækkun.
3. Ákveðin verði hámarksstærð
búa. T.d. 110.000 ltr. á einyrkja
og 150.000 ltr. á félagsbú. Ekki
verði þó tekið af þeim sem þegar
eru yfír þessum mörkum. Auðvitað
mun líða langur tími þangað til öll
bú hafa náð þessum stærðum, en
þessi mörk mætti síðan hækka eða
afnema.
4. Notuð verði öll tiltæk ráð til að
hjálpa mönnum að hætta búskap,
eða til búháttabreytinga.
5. Bannað verði með lögum að
leggja verðjöfnunargjald, gjald til
jöfnunar á flutningskostnaði, eða
önnur gjöld sem dreifa kostnaði, á
vörumar. Þess í stað jafni ríkið
verðið með misháum niðurgreiðsl-
um, ef því sýnist svo.
Það er skrýtin velferðarstefna,
að láta bamafjölskyldur og aðra
mjólkumeytendur standa undir
byggðastefnunni. Þetta fólk á ekki
heldur að borga kjarnfóðurskatt,
sem einu sinni var til þess að draga
úr mjólkurframleiðslu, en enginn
veit til hvers er núna. Hann ber
því að afnema. Þessi vara er í
samkeppni við aðrar vömr og því
verður hún að vera eins ódýr og
kostur er.
Þegar rætt er um landbúnaðar-
mál, er óhjákvæmilegt að ræða um
byggðastefnuna um leið. Ég held
að menn geti ekki lengur komist
hjá því að skilgreina hvað hún í
raun er, eða hvað menn vilja að hún
sé. Er það t.d. byggðastefna að búa
sem stijálast og víðast, gera sveit-
imar máttvana og hafa bænduma
í spennitreyju fátæktar, einsemdar
og skuldbreytingalána? Eða er það
byggðastefna að hafa sveitimar
sterkar sem félagslegar og fjár-
hagslegar einingar þar sem býr
sjálfstætt og sjálfbjarga fólk? Þetta
em pólitískar spumingar sem menn
verða að svara. Við því er samt
ekki að búast af stjómmálamönn-
um.
Vandinn er mikill og ekki auð-
leystur, en ég tel það vera algert
skilyrði að hann verði leystur á
þann hátt að bændur geti í framtíð-
inni staðið uppréttir og óstuddir,
en séu ekki olnbogabörn á framfæri
ríkisins. Menn verða að hætta að
ýta vandanum á undan sér, því með
sama áframhaldi mun þróttmikill
landbúnaður á Islandi leggjast nið-
ur.
Höfundur er kennari við Sam-
vinnuskótann á Bifröst.