Morgunblaðið - 12.03.1986, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. MARZ 1986
19
orkustíflur í punktakerfínu, en hins
vegar vitum við hér á Vesturlöndum
ósköp lítið hvert þeir eru komnir í
þessum rannsóknum. Við erum sjálf
á algjöru byijunarstigi. Litlu fé er
veitt í þannig athuganir og menn
yfirleitt að dunda við þetta í frí-
stundum sínum.
Margir hafa látið sér detta í huga
að þessi ljósfyrirbæri séu einhver
hluti af því em kallað hefur verið
blik eða ára. Þeir sem skyggnir eru
telja að áran sé dálítið flókið fyrir-
bæri. Hún sé samsett úr mörgum
þáttum sem séu ekki allir sama
eðlis. Það er talað um tilfínninga-
áru, hugsanaáru og jafnvel andlega
áru. Það verður að fara út í dulspeki
til að ræða þau mál eitthvað frekar.
Þeir sem ekki eru skyggnir geta
lítið um þetta sagt. En það er trú-
legt, ef þetta er í einhveijum tengsl-
um við áruna, þá sé þetta sem
kallað hefur verið heilsublik, þar
sem það segir til um ástand efnis-
líkamans."
— Telur þú þá, að það séu einhver
önnur tæki sem megi smíða og nýta
þannig að unnt sé að sjá hinar ár-
umar?
„Já, það er nú erfítt að segja til
um það, náttúrulega. Því að ef þetta
er heilsublikið, þá er það eiginlega
nánast efniskennt, þó að við sjáum
það ekki venjulega. Það vantar
bara herslumuninn á að svo sé,
jafnvel má vigta það, eða allt að
því. Hinar tegundirnar af árum eru
meira á hinum ósýnilegu sviðum
sem dulspekin talar um. Sovétmenn
hafa búið til ákveðnar ljóssíur, sem
sía burt hluta af þessum Ijósfyrir-
bærum til að sundurgreina þau í
þætti. Þeir segja lítið gagn í þessum
upplýsingum nema það sé gert.
Þegar búið er að sía út ákveðna
þætti verður meira eftir af gagnleg-
um upplýsingum vegna þess að
rafmagnsfyrirbæri mynda ákveðin
ljósfyrirbæri sem eru í beinum
tengslum við frumefni andrúms-
loftsins og við höfum náttúrlega
engan áhuga á að skoða hvaða ljós-
fyrirbæri andrúmsloftið sem slíkt
framleiðir. Það eru fyrst og fremst
þessir líffræðilegu þættir sem við
viljum athuga og þegar búið er að
sía burt bylgjulengdir sem eru í
beinum tengslum við t.d. súrefni
og köfnunarefni, þá verða eftir þeir
þættir sem við viljum athuga.
Það var nú mest að gamni mínu
að ég fór af stað með þetta tæki.
Ég var búinn að ætla mér, strax
er ég sá þessa grein í Soviet Union,
að prófa þetta einhvem tíma og
þegar ég náði í þessa teikningu lét
ég af þessu verða; smíðaði tækið
og náði strax ágætis myndum. Þessi
teikning hefur verið birt víða á
Vesturlöndum og sjálfsagt hafa
fleiri smíðað eftir henni. Eg lít nú
ekki á þessar athafnir mínar sem
neinar vísindalegar athuganir,
meira gert til gamans. Ég vann sem
ljósmyndari í mörg ár og var sér-
fræðingur í ýmis konar ljósmynda-
tækni og það var m.a. út frá því
sem ég hafði gaman af að prófa
þessa tækni — og svo hef ég haft
talsverðan áhuga á ýmsum undar-
legum hlutum ..."
— Sérðu einhveija takmörkun á
því hvað hægt væri að mynda stór-
an hlut?
„Tesla setti upp, skömmu eftir
aldamótin, svo sterkt svið að hægt
var að hafa heila manneskju í því.
Enginn hefur þorað að endurtaka
þessa tilraun núna, að því er ég
best veit, því að allir halda að þeir
muni drepa manneskjuna. Það
fylgdi nú ekki sögunni að Tesla
hafí drepið nokkurn. Ég hefði samt
ekki viljað láta gera þetta við mig,
en af ljósmyndinni að dæma virðist
manneskjan vera hin brattasta
þama. Það hefur þurft marga millj-
ón volta spennu til að gera þetta."
Tækið umrædda, sem Ævar
smíðaði, er ferhymdur kassi; gerður
úr tré með nokkmm rofum á og
lætur lítið yfir sér.
I vinstri hönd tók Ævar jarðskaut
og á litla plötu ofan á kassanum
lagði hann fingurgóma hægri hand-
ar. Spennuna gat hann hækkað að
nokkurri vild og sjá: út frá fingur-
gómum mynduðust bláleit ljósfyrir-
bæri.
Kvikasilfur og
tannfyllingar
Þá barst talið að Hollefni og
heilsurækt, tímariti sem Heilsu-
hringurinn svonefndi gefur út.
„A síðasta ári skrifaði ég greinar
í tímaritið um sveppasýkingu, lágan
blóðsykur og ofnæmi. Ég er yfirleitt
með eina grein í hveiju blaði um
efni sem getur valdið einhveijum
deilum."
Stærstu deilumar hingað til og
mestu blaðaskrifin hafa verið um
grein Ævars um kvöldvorrósarolíu
sem birtist 1982. Þá hefur einnig
staðið styr um grein hans frá því
í hittifyrra um kvikasilfurseitrun út
frá tannfyllingum.
„Ég er búinn að láta skipta um
allar tannfyllingar í mér. Og aðrir
sem hafa gjört slíkt hið sama hafa
tjáð mé að heilsufarð hafi gjör-
breyst eftir það. Þó er erfítt að
sanna svona nokkuð, því það má
alltaf segja að það hefði lagast
hvort eð var. Aftur á móti hefur
það komið í ljós í rannsókn sem
fram fór í Bandaríkjunum 1984 að
það er beint samband milli fjölda
amalgam-tannfyllinga — sem em
45—55% kvikasilfur — í munni fólks
og kvikasilfurs í blóði. Og banda-
ríska tannlæknafélagið er búið að
viðurkenna að um 5% fólks hafi
ofnæmi fyrir kvikasilfri. Þá er líka
vísindalega sannað að þessar fyll-
ingar smá-leysast upp. Aftur á móti
má endalaust rífast um hvað við
megum éta mikið af kvikasilfri án
þess að verða veik af. Ekki deila
menn um það að kvikasilfrið leysist
upp, því það er alla vega fullsannað.
Svo mikið losnar af kvikasilfri úr
tannfyllingum hjá fólki með 10—20
fyllingar, að á löngum tíma er það
að öllum líkindum farið að skipta
grömmum. Þetta er staðreynd, á
því leikur ekki nokkur vafí. Maður
veit nú ekki hver þróunin verður, ég
geri ráð fyrir að amalgam-tann-
fyllingar verði leyfðar í nokkur ár
ennþá. Ef í ljós kemur að gerviefna-
fyllingar sem nú er verið að taka í
notkun endast jafnvel betur en
amalgam, þá vill náttúrlega enginn
nota það lengur.“
Þegar hér var komið var greinar-
höfundi farið að líða illa; rækilega
minnugur allra þeirra amalgam-
tannfyllinga sem árin hafa safnað
í tennur mínar. Varð því hlé á frek-
ari orðaskiptum, en ég hugsaði þeim
mun meir; hvenær skyldi maður
hafa efni á að láta bora út þetta
eitur og öðlast enn betri líðan . . .?
Starfsfólk nýju rakara- og hárgreiðslustofunnar, Sesselja Sigurðardóttir, snyrtifræðingur, Þórdís Krist-
jánsdóttir afgreiðslustúlka, Leif Osterby rakarameistari, Ævar Österby rakari, Elísabet Pálsdóttir
rakari og Inga Birna Ingólfsdóttir hárgreiðslukona.
Selfoss;
Ný rakara- og hárgreiðslustofa
SelfossL 6. mars.
LEIF Osterby hárskerameistari
á Selfossi opnaði 1. mars sl. nýja
og vistlega rakarastofu á Austur-
vegi 21, í gamla Landsbankahús-
inu. Auk rakarastofunnar starf-
rækir Leif í sama húsnæði hár-
greiðslustofu og snyrtivöruversl-
un.
Leif Österby hefur starfrækt
eigin rakarastofu á Selfossi síðan
4. júlí 1964 og alltaf að Austurvegi
34 þar til nú að hann flytur sig um
set._
A nýju stofunni starfa auk Leifs
tveir rakarar, ein hárgreiðslukona,
afgreiðslustúlka og Sesselja Sigurð-
ardóttir snyrtifræðingur gefur við-
skiptavinum góð ráð varðandi
snyrtivörur.
Eins og gerist um rakara hefur
Leif sinn fasta og trygga viðskipta-
hóp og andinn er léttur í umræðunni
eins og tilheyrir á slíkum stofum.
Sig. Jóns.
Morgunblaðið/Ól.
Leikendur ásamt leikstjóranum Arndísi Þorvaldsdóttur.
Egilsstaðir;
Velheppnuð árshá-
tíð grunnskólanema
Eplsstöðum, 9. mars.
HUSFYLLIR var í Valaskjálf í gær þegar grunnskólanemend-
ur buðu gestum og gangandi til skemmtunar, árshátíðar
sinnar — og virtust áhorfendur njóta skemmtiatriða og hverfa
glaðir í bragði heim á leið að skemmtun lokinni. Auk nemenda
fjölmenntu f oreldrar til þessarar árshátíðar.
Allar bekkjardeildir skólans Þorvaldsdóttur. Leikendur voru
lögðu sitt af mörkum til
skemmtunarinnar. Bar þar
margt á góma svo sem stutta
ieikþætti, söng, dans og söng-
leiki. Stærsta atriði á þessari
sýningu var flutningur nemenda
7.-9. bekkjar á leiknum „Á 3ju
hæð“ eftir Vilhelm nokkum
Mejo undir leikstjóm Amdísar
þau Ragnar Öm Egilsson, 7.,
bekk, Hjalti Þorkelsson og
Auður Vala Gunnarsdóttir, 8.
bekk, og 9. bekkingamir Amar
. Páll Guðmundsson, Guðrún
Marta Ásgrímsdóttir og Katrín
María Magnúsdóttir. Leikendum
og leikstjóra var vel fagnað.
— Ólafur.
Kuina
ha
co
op
yVyvARUD
70 g
KARTÖFLUSKRÚFUR
I venjulegar með salti og pipar með papriku
400 g
SPAGHETTI
TEKEX 200 g
...vöruverö í lágmarki
SAMVINNUSOLUBOÐ NR. 4
HVEITI 2 kg
'ír%* 500 g
SMjÖRLÍKI