Morgunblaðið - 12.03.1986, Page 21
MORGUNBLABIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. MARZ 1986 .
21
dBASE III
Mest notaða gagnasafnskerfið á markaði í dag er dBASE II
sem fæst á flestar einkatölvur.
Nú er dBASE III komið á markað, enn fullkomnara en fyrri kerfi
og auðveldara er að læra notkun þess.
Markmið: Á þessu námskeiði fá þátttakendur þjálfun í notkun
dBASE III í því skyni að setja upp gagnasöfn, skipuleggja
gagnameðhöndlun og gagnaúrvinnslu og útbúa hvers konar
prentlista.
Efni: Um gagnasafnskerfi • Skipulag gagna til tölvuvinnslu •
Uppsetning gagnasafns • Fyrirspurnir • Samfléttun gagnasafna
• Útreikningar og úrvinnsla • Útprentun.
Þátttakendur: Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem vilja
tileinka sér hagkvæmni sem fylgir notkun gagnasafnskerfa við
alls kyns gagnavinnslu.
Tími og staður
17.-19. mars
kl. 13.30-17.30
Ánanaustum 15
Stiórnunarfélag Islands
Ánanaustum 15 • S ími: 6210 66
Ollum ágóða verður varið til baráttu gegn eiturly fjum
Forsala aðgöngumiða er í Úlfarsfelli v. Hagamel, Heimilis-
tækjum, Sætúni og hjá Gunnari Ásgeirssyni, Suðurlands-
braut.
Ásbjörn Ólafsson hf.
Pólar rafgaymar
MJólkuraamaalan
Qunnar Áagelraaon hf.
oUs
Sambandlð kjötlðnaðardaild
Vörumarkaðurlnn
Brunabótafél. tal. hf.
Atlantlk
S. Árnaaon
BJÖm Kriatjánaaonhalldveral.
T. Tómaaaon af.
Hlfn hf.
I. Pélmaaon hf.
Ólafur Gfalaaon og oo hf.
Tudor rafgaymar
Ofnaamlöjan hf.
Parduahf.
Bflalelga Moafellaavaitar
Faateignamarkaðurlnn
Prentsmiðja Ama Valdim.
AfuröasalaSambandsins
Guðmundur Jónaason hf.
Heklahf.
Samvf nnuferðlr Landsýn
Lionessuklúbburinn Eir
Höfundur er fyrrverandi borgar-
fuiltrúi Framsóknarflokkaina í
Reykjavík.
Mikligarður
og Hagkaup
— hver er munurinn?
eftir Alfreð
Þorsteinsson
„Ekkert hefur komið
fram, sem sýnir að
starfsemi Miklagarðs
hafi truflað hafnar-
starfsemi...
í Morgunblaðinu sl. laugardag
er spurt, hvort Mikligarður verði
sviptur starfsleysi, en fyrirtækið
hafði sótt um starfsleyfi til fram-
búðar í núverandi húsakynnum í
Holtagörðum. Samk'væmt frétt
Morgunblaðsins höfðu bæði hafnar-
stjóm og skipulagsnefnd lagst gegn
erindinu, en umferðamefnd sá hins
vegar ekki ástæðu til athugasemda.
Núverandi borgarstjómarmeiri-
hluti undir stjóm Davíðs Oddssonar
hefur aldrei farið í launkofa með
það, að Mikligarður væri óæskileg-
ur á núverandi stað, og virðist að
nú eigi að láta sverfa til stáls, og
hrekja þennan stórmarkað burtu
af svæðinu. Rökin em býsna hald-
góð að mati Davíðs, þar sem meiri-
hluti hafnarstjómar og skipulags-
nefndar hafa gefíð „faglega" um-
sögn um málið.
En hér býr fleira að baki. Ekkert
hefur komið fram, sem sýnir að
starfsemi Miklagarðs hafi truflað
hafnarstarfsemi, og þvert ofan í
fyrri fullyrðingar um mikla um-
ferðarörðugleika samfara þessum
stórmarkaði, setur umferðamefnd
borgarinnar sig ekki á móti núver-
andi staðsetningu.
Hér virðast því aðrar hvatir liggja
að baki, enda hefur það áður gerst
athugasemdalaust, að stórmarkað-
ur í Reykjavík hafi ámm saman
fengið að vera í friði með starfsemi
sína, þó að hann væri starfræktur
á lóð, sem ætluð var undir aðra
starfsemi en verzlun. Er þar átt við
Hagkaup í Skeifunni, en Davíð
Oddssyni og núverandi borgar-
stjómarmeirihluta til upprifjunar
skal á það minnt, að lóðunum í
Skeifunni var upphaflega úthlutað
til iðnaðarstarfsemi, en ekki til
verzlunar. Miðað við staðsetningu
Miklagarðs er Hagkaup þó miklu
verra dæmi hvað varðar umferðar-
erfiðleika vegna þess, að miklu
þrengra er um starfsemi Hagkaups
í Skeifunni.
Ekki þarf að fara mörgum orðum
um það, að með tilkomu Miklagarðs
lækkaði vömverð vemlega, þar sem
samkeppni milli stórmarkaðs sam-
vinnumanna og kaupmanna hófst
þá fyrst fyrir alvöru á Stór-Reykja-
víkursvæðinu. Vissulegahefurþessi
samkeppni farið í taugamar á
kaupmannsvaldi Sjálfstæðisflokks-
ins, en hún hefur orðið til að vænka
hag hins almenna borgarbúa, sem
nýtur þessarar samkeppni með
lægra vömverði, eins og fyrr segir.
Það er illt til þess að vita, ef nú
á að leggja stein í götu þess stór-
markaðar, sem mestan þátt hefur
átt í því að lækka vömverð í Reykja-
vík. Sú vöruverðslækkun hefur
komið öllum til góða, hvar í fíokki
sem þeir kunna að standa. Eg vil
alvarlega aðvara meirihluta borgar-
stjórnar að misbeita ekki valdi sínu
í þessu máli, og raunar ætti Davíð
Oddsson borgarstjóri að gefa yfir-
lýsingu um, að ekki verði hróflað
við starfsemi Miklagarðs í Holta-
görðum, svo lengi sem samvinnu-
menn óska eftir að vera með verzlun
sína þar.
FRUMSÝNING
föstudaginn 14. mars kl. 20.
vimu efm, nei takk !
Sigrún Hjálmtýsdóttir (Diddú) syngur
kl. 20-fyrirsýningu.
ii
!
(
?
|
i
1
I
i