Morgunblaðið - 12.03.1986, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR12. MARZ 1986
23
Stöðugt eins og horfir. Sfga f bakborða. Stöðva.
Akkeri falla. Olafur Valur Sigurðsson skipherra
stjómar Ægi inn á leguna framan við Hombjargs-
vita. Baldvin Þorláksson 3. stýrimaður og Loftur
Emil Ólafsson háseti við stjórntækin.
Það kom sér vel að hafa æfðan mann úr hjálpar-
sveit skáta um borð. Hann lagði gangstfg upp nærri
þverhníptan klakavegginn úr fjörunni og upp á
bakkann þar sem vitinn stendur.
Hombjargsviti. Örin bendir á Klakabrynjaðan uppganginn.
tvö ungaböm til Sri Lanka á sl.
sumri og flutti með sér að Hom-
bjargsvita. Álfhildur sagði að það
hefði verið með ólíkindum hvað þau
hefðu þurft að fyila út af skýrslum
vegna bamanna. Sennilega um 30.
Ein umsögnin sem liggja átti fyrir
var frá heilbrigðisnefnd á staðnum
sem að sjálfsögðu er ekki til og
sveitastjómarskrifstofur þeirra em
í Snæíjallahreppi, en enginn sam-
gangur er þar á milli vegna ijar-
lægðar og algjörs samgönguleysis.
Hún sagði líka að einhver vanda-
mál hefðu verið hjá Vita- og hafnar-
málaskrifstofunni vegna þessa, en
þeir virtust óttast dýra þjónustu
vegna ungbamaeftirlits, en heii-
brigð böm þurfa víst lítið annað en
góða umönnun og greinilegt var að
bömin á Hombjargsvita skorti
hvorki umönnun né ástúð. Halldór,
sá elsti þeirra bamanna, var svo
ósköp rólegur og góður, en það
fyrsta sem hann spurði vin sinn
FViðgeir, 1. stýrimann, var hvort
afí og amma væm ekki með.
Vitavarðarhjónin una hag sínum
vel þama norður frá og hafa nú sótt
um að vera næsta ár í vitanum.
Ragnar er reyndar heimavanur
þama, því hann bjó þar í nokkur ár
í æsku með foreldrum sínum.
Eina fólkið sem þau sjá yfír
veturinn em varðskipsmennimir
sem koma að jafnaði einu sinni í
mánuði með vistir og Þóra bryti er
fyrsta konan sem komið hefur á
þessum vetri. Áifhildur var að
vonast eftir vinkonu sinni í heim-
sókn um páskana og lagði hún
áherslu á það við varðskipsmennina
að þeir kæmu með hana. Helst fyrir
páskana því páskaeggin vom ekki
komin í búðir á ísafírði þegar hún
pantaði núna, því alltaf væri nú
meira gaman að fá páskaegg á
páskunum og jólagjafímar á jólun-
um en hún var einmitt að fá síðustu
jólagjöfína í þessari ferð.
En nú vom vömmar komnar f
hús svo halda varð til skips.
Nú var stefnan tekin í vestur
aftur. Næsti áfangastaður, Keflavík
viðGaltarvita.
I grýttri fjömnni tók Henrý
Bæringsson vitavörður á móti okk-
ur. Byrðamar vom axlaðar og hald-
ið eftir stórgrýttri fjörunni heim að
vitanum. Þar tók Jóna Benedikts-
dóttir og dætur þeirra tvær, Kristín
Þóra og Guðný Harpa, á móti
okkur. Lítið var stoppað, þar sem
sjór fór vaxandi og taka þurfti
radíóstöð frá flugmálasijóm um
borð. Fjórir menn roguðust með
stöðina á milli sín og var það ekkert
áhlaupaverk í stórgrýttri og sleipri
fjömnni. í lendingunni barðist 1.
stýrimaður við að halda gúmmí-
bátnum réttum þar til við komum.
Þrátt fyrir nokkra undiröldu sem
brotnaði í fjömnni tókst að koma
stöðinni um borð ásamt sendimastri
og aukabúnaði.
Strax og allir vom komnir í
þurrbúningana og björgunarvestin
var ýtt frá landi, en þá neitaði
utanborðsmótorinn að fara í gang.
Það var sama hvað reynt var, vélin
haggnðist ekki. Það var í raun stór-
kostlegt fyrir landkrabbann að
fylgjast með fumlausum hand-
brögðum skipveijanna við þessar
erfíðu aðstæður. Á meðan tveir
menn bogmðu yfír mótomum vom
tveir skipveijanna í sjónum og
reyndu að halda bátnum frá gmnn-
brotinu, aðrir tveir héldu bátnum í
horfínu með ámm, en 3 stýrimaður
gerði akkeri klárt ef leggjast þyrfti
fyrir. Báturinn barst frá landi og út
með skeijunum sem em á báðar
hendur við innsiglinguna. Skipveij-
unum tveim var kippt um borð
þegar þeir botnuðu ekki lengur,
meðan róið var með einni og hálfri
ár frá landi. Ekkert fum, enginn
hávaði, hver maður á réttum stað
í fullkomnu þjálfuðu samstarfí. Það
hvarflaði að fréttaritara Morgun-
blaðsins þama í gúmmítuðmnni,
að líklega væri yfírstjóm Land-
helgisgæslunnar nær að fylgjast
betur með þeim búnaði varðskip-
anna sem skipveijar og fjöldi ann-
arra á líf sitt undir margoft á ári,
en að eyða orku í að veltast með
hvort dáður og ástsæll skipherra úr
þorskastríðum okkar við Breta, þar
sem hann lagði líf sitt margoft að
veði, drykki einni brennivínsflös-
kunni meira eða minna á kostnað
gæslunnar.
En nú kom önnur tuðra frá varð-
skipinu og dró okkur út að því. Við
sigldum svo inn á Prestabugtina
aftur síðla kvölds og stórkostlegur
dagur á Ægi konungi var liðinn og
ekkert eftir nema þakka Ólafí Vali
Sigurðssyni og skipshöfn hans
samvemna.
Myndir og texti:
ÚlfarÁgústsson
Innilegar þakkir fœri ég öllum þeim sem glöddu
mig meÖ heillaóskum, blómum og gjöfum á
áttræÖisafmœli mínu 1. mars sl. Hjartans
þakkir vil ég fœra börnum mínum, tengdabörn-
um, barnabörnum og barnabarnabörnum.
GuÖ blessi ykkur öll _ , .. , „
Ragnheiður Ólafsdóttir,
Helgafelli, Eyrarbakka.
SHANNON
DATASTOR
SKJALASKAPAR
NÚ EINNIG HIRSLA FYRIR TÖLVUGÖGN
Nú eru fáanlegir rekkar
fyrir segulspólur/ diska.
Segulspóluupphengjur
og síöast en
ekki sist upphengjur
fyrir tölvumöppur.
Sem áöur er haegt
aö fá skápana
útbúna meö föstum
hillum, hillustoðum,
útdregnum hillum,
upphengjum bæöi
Aö stafla tölvumöppum I hillur er nú ekki föstum og útdregnum fyrir skjalapoka,
lengur nauösyn. útdregnum spjaldskrárhillum og
Möppunum er einfaldlega rennt I þar til útdregnu vinnuborði til að leggja á þá
l geröar brautir. hluti sem er unnið við hverju sinni.
ALLT Á SÍNUM STAÐ
OlAfUS OlSlASOfi 4 CO. Hf.
SUNDABORG 22 104 REYKJAVÍK SÍMI 84800
Miele
uppþvottavél G562I
Verð fyrir kjarasamninga
Verð eftir kjarasamninga
kr. 60.590.-
kr. 48.385.-
Mismunur
kr. 12.205
ÞETTA DÆMI SÝNIR AÐ EINMITT NÚNA
ER TÆKIFÆRIÐ TIL AÐ EIGNAST HIN
HEIMSÞEKKTU MIELE HEIMILISTÆKI
Veldu Míele -
annað er málamiðlun.
rSl JÓHANN ÓLAFSS0N & C0
■ 43 Sundaborg 104 Reykjavík. S: 688588.