Morgunblaðið - 12.03.1986, Page 28

Morgunblaðið - 12.03.1986, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR12. MARZ1986 lurgmtiMtótfo Útgefandi Framkvœmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fróttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baidvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 450 kr. á mánuöi innanlands. f lausasölu 40 kr. eintakiö. í þágu tónmenntar og tónlistar Iöllu mennta- og skólastarfí skiptir miklu, að nemendur fái verðug viðfangsefni undir forystu þeirra, sem gera þeim kleift að sigrast á vandanum. Þetta á ekki síst við í listum og menningu, þar sem markmiðið hlýtur að vera að gera alla og ekki síst þá, sem yngri eru, hæfa til að njóta hins besta og fágaðasta. Á þann hátt er helst tryggt, að jafnan sé sótt á brattann. Þetta hefur verið markmiðið með Sinfóníuhljóm- sveft æskunnar, eða eins og Paul Zukofsky, stjómadi hennar, sagði í Morgunblaðsgrein fyrir viku: „Framfarir á námsferli eru í því fólgnar að seilast - eftir því sem maður sér ekki, skynjar ekki, nær ekki í og skilur ekki til fullnustu. Þegar búið er að ná tökum á þessu tiltekna atriði og komast að raun um að lausnin lá í augum uppi, kemur í Ijós að a.m.k. tvær miklu flóknari ráðgátur búa þar að baki (og lausn þeirra reynist síðan vera bamaleikur líka). Þannig gengur það endalaust." Síðastliðinn laugardag vann Sinfóníuhljómsveit æskunnar það þrekvirki að frumflytja níundu sinfóníu Gustavs Mahler hér á landi. Það eitt er umhugsunarefni, að þessi hljómsveit, sem skipuð er nemendum úr tónlistarskólum víðsvegar af landinu, skuli takast á við þetta stórvirki á undan Sinfóníuhljómsveit íslands. Hér skal ekki staldrað við þetta en rifjað upp, sem Jón Ásgeirsson, tónlistargagnrýnandi Morgun- blaðsins, sagði að tónleikunum loknum: „Þessir tónleikar eru um margt mjög merkilegir, ekki að- eins fyrir þá sök að flutt var eitt af meiriháttar hljómsveitarverk- um tónlistarsögunnar heldur og að þama ber fyrir augu og eyru árangur þess starfs sem tónlistar- skólamir í landinu eiga sameigin- lega þátt að og iyft hefur tónlist- arlífí íslendinga upp úr ládeyðu kunnáttuleysis." Sinfóníuhljómsveit æskunnar var formlega stofnuð fyrir einu ári. Áður hafði Paul Zukofsky, sijómandi hennar, efnt hér tii námskeiða fyrir nemendur tónlist- arskóla og lauk þeim að jafnaði með tónleikum, sem í hvert sinn hafa „markað þáttaskil í tón- menntasögu íslands" eins og Jón Ásgeirsson orðar það hér í blaðinu í gær. Framhald á þessu starfí er síður en svo öruggt. Markmiðið var, að ^árhagslegur bakhjarl þess yrðu 7000 kr. styrkir frá hverjum hinna 60 tónlistarskóla í landinu. í fyrra bárust styrkir frá 11 skólum en í ár aðeins frá 7. Hér er því við ramman reip að draga. Einstaklingar og fyrirtæki hafa og stutt við bakið á hljóm- sveitinni og þakklátir gestir hafa sýnt henni mikinn áhuga með því að sækja tónleika hennar. Samstarfíð við Sinfóníuhljómsveit íslands hefur ekki verið uppörv- andi, ef marka má lýsingu Zukof- sky og raunar segir hann í fyrr- neftidri Morgunblaðsgrein: „Nú- verandi staða okkar kemur f veg fyrir samræmdar ráðagerðir um framtíðina." Sinfóníuhljómsveit æskunnar er ekki ijárfrekt fyrirtæki. Hér er ekki um neina stofnun að ræða, heldur tveggja vikna samvinnu og æfíngar tónlistamema víðsvegar af landinu. Með hliðsjón af þeim árangri, sem þegar hefur náðst, og þeirh vonum, sem við menning- arstarf sveitarinnar eru bundnar, hvetur Morgunblaðið til þess, að forráðamenn tónlistar og aðrir frumkvöðlar tónmenntar í landinu taki höndum saman um að tryggja örugga framtíð Sinfóníuhljóm- sveitar æskunnar. Brottrekstur Sovétmanna Löngum hefur íslendingum blöskrað og ekki að ófyrir- synju, hve margir sovéskir sendi- ráðsstarfsmenn eru í Reykjavík. Vekur fjöldi þeirra, en alls eru milli 80 og 90 Sovétmenn í höfuð- borginni, athygli langt út fyrir landsteinana. Ekki er með nokkru móti unnt að skýra það með vísan til stjómmálasambands okkar við Sovétmenn eða viðskipta milli landanna, að nauðsynlegt sé að hér séu jafn margir sovéskir sendi- ráðsmenn og raun ber vitni. Þótt umsvif sovéska sendiráðs- ins í Reykjavík hafí oft sætt gagnrýni, hefur hún aldrei dugað til þess að ráðamenn í utanríkis- ráðuneytinu, hvort heldur stjóm- málamenn eða embættismenn, hafí tekið af skarið og beitt sér fyrir fækkun Sovétmanna. Engin alþjóðalög eða samningar eru hindrun í því efni. Þvert á móti er ráð fyrir því gert í Vínarsamn- ingnum um stjómmálasamband milli ríkja, að gagnkvæmni og jafnræði setji svip sinn á slíkt samband. Þrír íslendingar starfa í sendiráði íslands í Moskvu, með mökum em þar 5 íslenskir sendi- ráðsmenn á móti 80 til 90 Sovét- mönnum hér. Bandaríkjastjóm hefur skipað Sovétmönnum að fækka í „óeðli- lega ftölmennu starfsliði" þeirra hjá Sameinuðu þjóðunum úr 275 í 170 á næstu tveimur árum. Gæti þessi ákvörðun ekki oröið íslenskum stjómvöldum til fyrir- myndar? Að loknum samningum eftir Vilhjálm Egilsson Að loknum samningum Lækkun verðbólgunnar í eins stafs tölu og upphaf sóknar til betri lífskjara í landinu voru megin við- fangsefni þeirra kjarasamninga sem gerðir voru á vinnumarkaðnum 26. febrúar sl. Samningamar fela í sér 13%—14% almenna launa- hækkun á árinu, allt að 3%—4% til viðbótar fyrir þá lægst launuðu, og kveða auk þess á um ýmsar aðrar kjarabætur sérstaklega fyrir físk- vinnslufólk og konur á vinnumark- aðnum. Samningamar byggja á þeirri forsendu að gengi krónunnar verði stöðugt á árinu og að ýmsar vörur og þjónusta lækki í verði vegna aðgerða opinberra aðila. Þess er vænst að framfærsluvísitalan hækki ekki nema um 7%—8% á árinu. Aðilar vinnumarkaðarins og rík- isvaldið lögðu mikið á sig til þess að ná þessum sameiginlegu mark- miðum að kæfa verðbólguna og ganga fyrstu skrefin til raunveru- legrar aukningar kaupmáttar. Út- flutnings- og samkeppnisgreinam- ar taka á sig stöðugt gengi og atvinnulífíð í heild býr sig undir aðhald í peningamálum sem birtist m.a. í því að innlendar Iántökur rík- issjóðs verða stórauknar. Verka- lýðshreyfíngin slær af kröfum sín- um um miklar prósentuhækkanir launa og leggur frekar áherslu á hæga og örugga kaupmáttaraukn- ingfu heldur en snögga og ótrygga. Ríkisvaldið tekur mikla áhættu í þessum samningum með því að lækka skatta án þess að hækka aðra í staðinn eða að lækka útgjöld. Horfur um áramót Illa horfði um lok þessara samn- inga þegar fyrst var byijað að vinna að þeim fyrir áramótin. Efnahags- áætlanir ríkisstjómarinnar miðuðu við að verðbólgan á árinu yrði 20%—30%, flest fyrirtæki í landinu gengu út frá 30%—40% verðbólgu og fyrstu kröfur verkalýðshreyfíng- arinnar gengu út á 40%—50% launahækkanir. Svo virtist sem vinnuveitendur þyrftu að hefta samningaviðræðumar á kröfu um 10% gengisfellingu. Segja má að steftit hafí í ein mestu átök á vinnu- markaði um langan tíma og öruggt er að öllum þeim sem að þessum samningum stóðu hryllti við til- hugsunni um hver útkoman úr þessum slagyrði. Verðbólgusamningar í kjölfar átaka á vinnumarkaðnum hefðu ekki aðeins gert vonir um batnandi lífskjör og stöðugleika á þessu ári að engu. Afleiðingar slikra samn- inga hefðu fyrst komið að fullu fram á næsta ári. Ef samningamar nú hefðu haft 30%—40% verðbólgu í for með sér á þessu ári þá er víst að verðbólgan hefði farið vaxandi og varla verið undir 40%—50% á næsta ári. Þá hefði þjóðin verið í þeirri stöðu um mitt næsta ár að verðbólgan hefði verið svipuð og á árinu 1982, halli hefði verið á ríkis- sjóði og erlendar skuldir þriðjungi til helmingi hærri en þá. Ljóst er að slíkt ástand hefði leitt af sér enn eina kjaraskerðinguna og hörmung- artíma fyrir íslenskt atvinnulíf. Betri tíð En happdrættisvinningurinn kom. Olía tók skyndilega að lækka Dr. Vilhjálmur Egilsson „Illa horfði um lok þessara samninga þeg’- ar fyrst var byijað að vinna að þeim fyrir ára- mótin . . . Segja má að stefnt hafi í ein mestu átök á vinnumarkaði um langan tíma og öruggft er að öllum þeim sem að þessum samningum stóðu hryllti við tilhugsuninni um hver útkoman úr þessum slag yrði.“ í verði, fískverð hækkaði á erlend- um mörkuðum og viðskiptakjör þjóðarinnar breyttust með því til batnaðar um 2% m.v. þjóðartekjur frá því sem útlit var fyrir um ára- mótin. Þessi snöggu umskipti opn- uðu möguleika til þess að nálgast kjarasamningana á allt annan hátt en áður hafði verið reynt. Sú hug- mynd varð til að semja á grundvelli stöðugs gengis. Með því var verið að taka gífurlega áhættu fyrir út- flutningsgreinamar. En þegar hugmyndin var rædd frá sjónarhóli útflutningsgreinanna, þá varð nið- urstaðan sú að auðveldara væri að veija afkomubata þeirra á grund- velli þess sem væri fast í hendi og stöðugleika heldur en að semja um launahækkanir uppá tugi prósenta og treysta á samsvarandi gengis- breytingar til þess að bjarga hlutun- um frá degi til dags. Með því að miða við stöðugt gengi gafst líka tækifæri til þess að semja um stígandi kaupmátt út árið í stað þess að verðbólgusamn- ingar hefðu leitt af sér einhverja kaupmáttaraukningu rétt til að byija með en síðan hefði hún verið tekin aftur með holskeflu verð- hækkana. Vandi fastgengis- samninganna Samningar á grundvelli stöðugs gengis voru engan veginn vanda- lausir og þessi vandi var dreginn fram með því tilboði sem vinnuveit- endur lögðu fram hinn 12. febrúar. þar var gert ráð fyrir 7% launa- hækkun á árinu og svipaðri verð- bólgu. En þá var staðið frammi fyrir því að verðhækkanir höfðu orðið miklar á síðustu mánuðum ársins 1985 og í janúarmánuði, þannig að kaupmátturinn var í febrúar orðinn meira en 4% lægri en að meðaltali á síðasta ári. Hefð- bundinn verðbólgusamningur hefði kveðið á um miklar launahækkanir í upphafí til þess að bæta upp verð- hækkanimar á síðustu mánuðum en um leið vakið upp nýja verð- bólguöldu sem hefði sett alla í verri stöðu við lok samningstímans. Viðfangsefni samninganna var að fínna leið til þess að komast út úr þessum vítahring. Finna leið sem veitti kaupmáttaraukningu án þess að verðbólgan færi af stað. Launa- hækkanimar urðu að vera nógu miklar til þess að skila lífskjarabata en ekki of miklar til þess að út- flutnings- og samkeppnisiðnaður- inn gætu risið undir þeim án gengis- fellinga. Tekist á við vandann Allir aðilar samninganna þurftu að taka á honum stóra sínum til þess að ná samkomulagi. Það þurfti að tileinka sér nýjan hugsunarhátt. Atvinnurekendur þurftu að útiloka úr sínum hugarheimi þann mögu- leika að gengið yrði fellt á móti launakostnaðarhækkunum. Verka- lýðhreyfíngin varð að hætta að hugsa í mánuðum heldur í árum og velta því fyrir sér hvemig ætti að ná lífskjarabata frá ári til árs í stað þess að lifa hátt í nokkra mánuði og fá svo allt í hausinn aftur,- Þetta krafðist þess að samnings- aðilamir tækju upp nýjar viðmiðan- ir, sem von væri til að viðsemjend- umir gætu samþykkt. Verkalýðs- hreyfíngin setti sér það mark að auka kaupmáttinn milli 1. og 2. ársfjórðungs um 2,5%, milli 2. og 3. ársfjórðungs um 1% og milli 3. og 4. ársfjórðungs um 1%. Með þessum hætti og með sérstökum aðgerðum fyrir þá lægst launuðu máttí segja að sóknin til bættra lífs- kjara væri hafín og að þetta væri sókn sem myndi ekki snúast uppí skipulagslaust undanhald eftir nokkra mánuði. Atvinnurekendur litu einkum til þess hversu launakostnaður hafði hækkað í viðskiptalöndunum að undanfomu og hvemig launakostn- aður innlends atvinnulífs myndi verða í samanburði við kostnað erlendra keppinauta. Launakostn- aðurinn erlendis hækkar nú víðast um 4%—8% á ári þar sem gengi gjaldmiðlanna er stöðugt og þær tölur hlutu að vera viðmiðun fyrir atvinnurekendur. Launakostnaðar- hækkanir hérlendis höfðu reyndar verið í lægri kantinum á áranum 1984 og 1985 þegar tillit er tekið til gengisbreytinga og því var svig- rúm til þess að fara í efri kantinn nú á þessu ári þegar ytri aðstæður bötnuðu. Það sem olli mestum erfiðleikum við að samræma sjónarmið verka- lýðshreyfíngarinnar og atvinnurek- enda var að gera upp við verðbólgu síðustu mánaða. Ef slíkt uppgjör hefði alfarið átt að fara fram með almennum launahækkunum hefði það þýtt mun meiri hækkanir en útflutnings- og samkeppnisiðnaður- inn þolir. Þá hefði gengismarkmiðið ekki haldið og þá hefði verðbólgan farið af stað og allt í sama farveg á nýjan leik. Þetta var meginástæð- an fyrir því að samningsaðilar leit- uðu eftir því við hið opinbera að það léti að sér kveða.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.