Morgunblaðið - 12.03.1986, Page 29

Morgunblaðið - 12.03.1986, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. MARZ 1986 29 Markmið nýrra kjarasamninga: Verðbólffa 7-8% UIIN rtmlttl W búflunfl Uunlff I Uulúu /*l_I /11.1_ _ Umm ASl ltUf kwík. ,m ml "^“ín • hT?—■‘~.Í?*..TT ' UW|11« rr eÍMÍg p/t fvr» >lm J’ruilSj .. JawIU £iu 'f"”*** “*»•*■/. rt.HkjlHn iMÍúMWWkl. I rtnJ rtb. Kjarasamn-;2?tt~r£S£ ingafrum- “í£&,i2,o£SEt varpið orð- ið að lögum I FT" —i Wíl íHl ~-bMÚ. UlMrt. Mt*. ■»* fyrtrTMm — ..■»>bbl rO /vuHriodWturff ;úrúWÍ' ,dV. i*vig'“" SKSSSr vfí\ir L.eyi\a ,^ð - 1 r' «nv , ■ ^Þorateinn P&lsson, Q&rmálarAðherra á Alþíngi: 5?tí^ JWÍ« r0'aðtó rm2S2Í| Áng^. Heilladijúgt samstarf ríkis og samningsaðila| SHninintrurínn eripinn á lofti .^ 1 1 \ T-r’T’brú r" " N>'pjoðhagsspá ■ kjölfar kjarasamninga: Fjármálarártherm uni kjanuleilu ríkisins og BSHB: Verðhækkanir um| Stefnt að sömueðainnan við 8% •11* . Ka,lPl>'alli>i‘atviniiuíeknaeykstum3—4% mgum og milli irr'?s>3= S:ít liif iiiuliir * •l«*iliifiiii lí'Miadui i «. . i r ’• .r Aðgerðir hins opinbera Sú leið sem farin er í þessum samningum til þess að reyna að koma Islendingum í hóp þróaðra ríkja m.t.t. verðbólgu og hagvaxtar er í meginatriðum í þrem áföngum. Fyrsti áfanginn er samningurinn sjálfur og ýmsar opinberar aðgerðir sem aðeins er hægt að gera einu sinni. í þessum áfanga verða miklar breytingar á högum fólks og mjög mikilvægt er að fólk verði vart við og skynji breytingamar. Annar áfanginn er á síðari hluta ársins þegar fyrirtæki þurfa að takast á við þann vanda að hækka laun á gmndvelli aukinnar framleiðni, í stað þess að velta öllum kostnaðar- hækkunum út í verðlagið. Vonast er eftir því að verðbólguhraðinn á síðari hluta ársins verði á bilinu 6%—8% og ef allt gengur að óskum ætti neðri talan að vera líklegri en sú efri. Þriðji áfanginn er svo á næsta ári þá er markmiðið að geta samið um svipaðar launahækkanir og í viðskiptalöndunum en samt bætt lífskjörin áfram með þolin- mæði en af öryggi. Aðgerðir ríkisins í fyrsta áfang- anum hafa í meginatriðum þríþætt- an tilgang. í fyrsta lagi að ná fram áhrifum til Iækkunar framfærslu- vísitölu og aukins kaupmáttar með skattalækkunum. Þessar aðgerðir hafa ekki áhrif á hraða verðbólg- unnar þegar frá líður en eru nauð- synlegar til þess að unnt sé að gera upp við fortíðina. í öðru lagi er tilgangurinn sá að gera útflutnings- og samkeppnisiðnaðinum mögulegt að bera launakostnaðarhækkanim- ar án þess að grípa þurfi til gengis- fellinga. Og í þriðja lagi er staðið þannig að verki að fólk taki eftir ( því og trúi að það sé verið að gera markverða tilraun til þess að breyta efnahags- og kjaramálunum til i betri vegar. í þvi skyni hafa miklar i lækkanir á verði ýmissa tegunda vöru og þjónustu úrslitaþýðingu, sérstaklega lækkunin á bflum og i heimilistækjum. i Aðgerðir ríkisins felast í því að breyta áformum um tekjuöflun og útgjöld í samræmi við breyttar verðlagsforsendur og endurskoða i verðlagningu á opinberri þjónustu á sömu forsendum. Lækkaðir eru tollar af ýmsum vörum, launaskatt- ur er felldur niður af útflutnings- og samkeppnisiðnaði og verðjöfnun- argjald af rafmagni er fellt niður. Ríkið ábyrgist þak á búvöruhækk- unum og Seðlabankinn gengst fyrir lækkun nafnvaxta. Kostnaðurinn við þessar aðgerðir er um 1250 milljónir króna á þessu ári en það er án tillits til kostnaðarins við að halda hækkunum búvömverðs í skefjum. Miklar umræður hafa farið fram um það hvort aðgerðir ríkisins vegna kjarasamninganna hafi verið viðeigandi og þá ekki síður um það hvort tillögugerð aðila vinnumark- aðarins um þessar aðgerðir hafi verið viðeigandi. Þessar umræður eiga vissulega rétt á sér og því er til að svara að uppgjörið við fortíð- ina, þá verðbólgu sem þjóðin hefur alltaf verið að velta á undan sér, gat ekki farið fram nema að ríkið stuðlaði að lausn málsins með af- gerandi hætti. Ennfremur hlaut lausnina að þurfa að bera þannig að af samningatæknilegum ástæð- um að aðilar vinnumarkaðarins gerðu tillögur um aðgerðimar. Ef málið hefði þurft að þróast í flókn- um þríhlíða viðræðum hefðu samn- ingaviðræðumar dregist mjög á langinn, formleg tilboð hefðu þurft að fljóta fram og til baka, þröng flokkapólitík hefði fengið einhveiju að ráða (en flokkapólitíkinni var algjörlega ýtt til hliðar í samninga- viðræðunum), og öll meðferð samn- inganna hefði verið viðkvæmari og hættara við því að ekki gengi saman um þessa leið. Eins verður að segjast að aðilar vinnumarkaðarins hafa tillögurétt í þessu þjóðfélagi eins og aðrir. Ut á það gengur lýðræðið. Ríkisstjóm- in átti þess kost að hafna tillögum aðila vinnumarkaðarins og slíkt hefði hún eflaust gert ef einhver betri leið væri fyrir hendi til þess að sigrast á verðbólgunni, ná sátt- um á vinnumarkaðnum og hefja nýja sókn til betri lífskjara. Fjármögnun innanlands Aðilar vinnumarkaðarins lögðu mikla áherslu á það í viðræðum sín á milli og við ríkisstjómina að aukinn hallarekstur ríkissjóðs yrði ekki fjármagnaður með erlendum lánum heldur innanlands. Ef þessi aukni hallarekstur hefur í för með sér meiri erlendar lántökur, þá er það aflvaki þenslu og launaskriðs og grefur undan samningnum. Þess vegna er það liður í tillögu- gerð aðila vinnumarkaðarins að líf- eyrissjóðimar stórauki kaup sín af skuldabréfum ríkissjóðs á þessu ári eða kaupi fyrir 925 milljónir króna í viðbót við þær 1730 milljónir sem ráðgert var að þeir keyptu sam- kvæmt lánsfjáráætlun. Af þessum auknu kaupum var gert ráð fyrir að 300 milljónum króna yrði varið til sérstakrar fyrirgreiðslu við hús- byggjendur í greiðsluerfiðleikum en 625 milljónum yrði varið til þess að fjármagna skattalækkanir. Það sem á vantar hyggst ríkið fjármagna af innlendu fé sem feng- ið er að láni frá bönkunum. Afar mikilvægt er að þessi áform um innlenda fjármögnun gangi eftir eins og til er stofnað. Þessari auknu lánsfjárþörf ríkisins verður að full- nægja á innlendum markaði, annars er árangri af aðgerðunum teflt í hreinan voða. Húsnæðismál o g lífeyrismál í samningunum var ennfremur reynt að leita lausna á tveimur erfiðum málum, húsnæðismálum og lífeyrismálum. Aðilar vinnumarkað- arins hafa löngum látið sig hús- næðismál miklu skipta og má í því sambandi minnast samninga á sjö- unda áratugnum og upptöku launa- skatts, sem upphaflega var settur á með samþykki aðila vinnumarkað- arins og í tengslum við kjarasamn- inga til þess að fjármagna hús- næðislánakerfið. Þær tillögur sem aðilar vinn- markaðarins gera nú um húsnæðis- málin grundvallast á því að lífeyris- sjóðimar láti meira að sér kveða við fjármögnum húsnæðislánakerf- isins, en dragi sem mest úr lánum beint til sjóðsfélaga. Markmiðið er að þeim sem byggja í fyrsta sinn sé veitt eitt sórt lán sem sé um 70% af verði staðalíbúðar. Eftir er að athuga ýmislegt í sambandi við þessar tillögur. Það skýrist á næstu vikum hvað þarf að gera til að breyta húsnæðislánakerfinu í sam- ræmi við samningana. í lífeyrismálinu náðist mikilvæg- ur áfangi, en í grundvallaratriðum er nú samkomulag milli aðila vinnu- markaðarins um tillögur um fram- tíðarskipan lífeyrismála lands- manna. Miðað er við það að hver kynslóð spari fyrir sig, að fé það sem fólk leggur til hliðar á vinnuár- um verði til ráðstöfunar að starfsæ- vinni lokinni. í tengslum við þessa niðurstöðu var ákveðið að auka framlög til lífeyrissjóðanna á næstu árum, þannig að í áföngum verður farið að greiða í lífeyrissjóði iðgjald um allt að 1500 milljónir króna og svigrúm myndast til að draga úr erlendum lántökum á móti. Ahættan Engan veginn er öruggt að allir hlutir gangi eftir eins og til er stofnað í samningunum. Tækifærið til þess að semja á þennan veg kom þegar viðskiptakjör þjóðarinnar bötnuðu að mun. Versni viðskipta- kjörin á nýjan leik, t.d. með því að dollaragengið lækki öllu meira en orðið er, þá veikjast forsendur samninganna. Hækki olían aftur má ennfremur búast við vandræð- um. Þegar á allt er litið þá virðist þó svo sem hlutimir geti tæpast farið mikið úr skorðum. Jafnvel þótt eitt- hvað aðeins bregðist þá má ganga mikið á til þess að verðbólgan fari úr böndum og lífskjarabatinn á að vera jafn tryggur og yfirleitt er hægt að tryggja lífskjör. Afkomu útflutnings- og sam- keppnisiðnaðarins er ekki hægt að tryggja fyrirfram fremur en kaup- mátt heimilanna. Allir eru að sjálf- sögðu á sama báti þegar þjóðin verður fyrir áföllum. Samningar á grundvelli stöðugs gengis setja þessar greinar í spennitreyju og með því að semja á þessum forsend- um var á vissan hátt verið að gefa verkalýðshreyfingunni nokkra for- gjöf í samningunum. Stöðugt gengi skapar ekki aðeins erfiðleika fyrir sjávarútveginn heldur og ekki síst fyrir ullariðnaðinn en hann er nú í lægð vegna erfiðleika á erlendum mörkuðum. En áhættu við hveija einstaka leið verður alltaf að meta með hlið- sjón af áhættunni við aðrar leiðir. Það virðist nokkuð augljóst að menn hætta síst meiru með þessum samningum en hefðu venjulegir verðbólgusamningar verið gerðir. Reyndar er hollt að minnast ársins 1977 í þessu sambandi. Nýjar aðstæður Kjarasamningamar skapa al- gjörlega nýjar aðstæður fyrir inn- lent atvinnulíf ef allt gengur eftir eins og reiknað er með. Islenskir stjómendur verða ekki aðeins að gera sér grein fyrir þeim breyting- um sem stöðugleiki í verðlagi hefur í för með sér, héldur líka því sem gerist á lánsfjármarkaðnum, þegar aukinn halli ríkissjóðs verður fjár- magnaður með innlendum spamaði. Stöðugt verðlag þýðir að verð- skyn almennings og viðskiptavina almennt stóreykst. Ekki síst vegna þess að aðilar vinnumarkaðarins og hið opinbera munu gera sérstakar ráðstafanir til þess að efla upplýs- ingastarfsemi um verðlagsmál og rækta upp verðskynið. Fjármögnun aukins halla ríkis- sjóðs með innlendum spamaði hefur jaftivel enn róttækari áhrif. Þótt gera megi ráð fyrir að innlendur peningalegur spamaður aukist á þessu ári vegna margra ástæðna, þá stefnir allt í samkeppni um sparifé landsmanna og að raun- vextir verði allir jákvæðir, þrátt fyrir að nafnvextir lækki. Þótt ekki þurfi að gera ráð fyrir teljandi breytingum á raunvöxtum á verð- tryggðum lánum, þá hækka raun- vextir að meðaltali vegna þess að raunvextir af óverðtryggðum lánum verðajákvæðir. Aðhald í peningamálunum og minni erlendar lántökur hafa í för með sér að fyrirtæki sem ekki gæta sín í fjármálastjórn eiga á hættu að lenda í miklum erfiðleik- um. Aðhald af þessu tagi þvingar einnig mjög liklega frarn stífa verðsamkeppni milli fyrirtækja sem beijast á innlenda markaðnum, hvort sem þau selja vöru eða þjón- ustu og hvort sem þau selja á neytendamarkaði eða til annarra fyrirtækja. Varfæmi við verðhækkanir er snýst því ekki um að vera með í einhveiju átaki útí bæ til þess að ná tökum á verðbólgunni, heldur má gera ráð fyrir því að þeir sem hækka verð séu að stofna stöðu sinni á markaðnum í hættu. Að taka framtíðina í eigin hendur Oft hefur verið á það minnst í tengslum við þessa samninga að þeir séu timamótasamningar, ein- stæður atburður, sögulegt sam- komulag, þjóðarsátt, þáttaskil og svo framvegis. Allt af þessu getur svo sem átt við. En mikilvægast er, að menn átti sig á því í sam- bandi við þessa samninga og reynd- ar allar aðra samninga að það er hægt að hafa áhrif á þróun mála; það er alltaf hægt að snúa hlutun- um til betri vegar. Þjóðin er sem betur fer ekki lokuð inni í einhverri blindgötu. þar sem tilveran er óum- breytanleg. Þessir samningar sýna þetta fyrst og síðast. Með þeim eru samningsaðilar og ríkisvaldið að sameinast um að taka framtíðina í sínar eigin hendur og leyfa sér að nýta þau tækifæri sem hafa verið, eru og munu alltaf verða fyrir hendi til þess að skapa skilyrði fyrir fram- farir í landinu. Höfundur er hagfrœðingur Vinnuveitendasambanda íslands Dregur úr aukningu mjólkur- framleiðsl- unnar — Búið að framleiða helming búvöru- samnings ríkis og bænda Mjólkurframleiðslan hefur minnkað verulega í kjölfar mjólkurkvótans sem menn fengu tilkynningu um í lok janúar. í febrúar var aukning innveginnar mjólkur frá sama mánuði í fyrra rúmir 500 þúsund lítrar, sem er helmingi minni aukning á milli ára en verið hefur að undan- förnu. Prá septemberbyrjun til janúarloka hefur mjólkurfram- leiðslan aukist um milljón lítra á mánuði miðað við sömu mánuði ífyrra. í febrúar var innvegin mjólk hjá mjólkursamlögunum 7.430.000 lítr- ar, samkvæmt bráðabirgðatölum Framleiðsluráðs, sem er 507 þúsund lítrum eða 7,32% meira en var í febrúar í fyrra. Ef litið er á tvo fyrstu mánuði ársins er framleiðsl- an 16 milljónir lítra, sem er 1,5 milljón (10%) meira en sömu mán- uði í fyrra. í lok febrúar er verðlagsárið hálfnað. Framleiðslan þetta tímabil er 52,4 milljónir lítra, eða rúmlega 6 milljón lítrum (13%) meira en sama tímabil árið áður. Á þessu hálfa ári er búið að framleiða 49% af búvörusamningi ríkis og bænda, og er því ljóst að bændur verða að draga verulega saman framleiðsl- una á síðari helmingi verðlagsárs- ins, vegna þess að besti framleiðslu- tíminn er eftir. Háskólinn leig- ir húsnæði af Verzlunar- skólanum HÁSKÓLI íslands hefur tekið hluta af húsnæði Verzlunarskóla íslands við Grundarstíg á leigu í nokkra mánuði. Háskólinn leitaði eftir afnotum af húsnæðinu og er verið að kanna hvaða leiðir eru færar en Háskóiinn á við mikil húsnæðisvandræði að stríða. „Við höfum mikinn hug á að fá húsnæðið til afnota næstu ár á meðan við erum að komast úr verstu húsnæðiskröggunum," sagði Sigmundur Guðbjamarson rektor Háskóla íslands. Til veiða á Breiðafirði Húsavík, 10. mars. ÞRÍR af stærri bátum Húsvík- inga, Sigþór, Geiri Péturs og Björg Jónsdóttir, eru famir til veiða á Breiðafirði og gera út frá Ólafsvik. Miðað við árstima hefur afli hér á heimamiðum verið sæmilegur nú undanfarið, þó ekkert í likingu við það sem fréttir eru fluttar af frá Breiða- firði. Menn hér sjá eftir kvótanum, sem bátamir flytja með sér til fjarlægra staða. Fréttaritari.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.