Morgunblaðið - 12.03.1986, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 12.03.1986, Qupperneq 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR12. MARZ1986 Karvel Pálmason á Alþingi: Eini tiltæki kosturinn - til að rétta hlut launþega Karvel Pálmason (A.-Vf.) tók þátt í umræðu í neðri deild Al- þingis um stjórnvaldsaðgerðir í tengslum við gerða kjarasamn- inga. Hann vék meðal annars að staðhæfingu Svavars Gestssonar (Abl.-Rvk.) fyrr í sömu umræðu, þess efnis, að verðbólga hafi ætt yfir á undanförnum árum og spurði: rHvenær var verðbólga mest á Islandi? Það var einmitt þegar hann (Svavar) var ráð- herra.“ Karvel Pálmason kvað það vekja athygli að þingflokkur Al- þýðubandalagsins væri klofínn í þessu máli. Auðvitað vildu menn, sagði Karvel efnislega, hafa sitt- hvað á annan veg en er í þessum samningum, en hvenær hefur allt, sem hugur gimist, fengist fram við slíka samningsgerð? Hvaða leið vilja þeir, sem hér andmæla, fara í stað þeirrar, er hér um ræðir? Vilja þeir fara sömu leið og BSRB fór 1984, leið mikillar prósentuhækkunar, sem búið var að taka nánast um leið og samning- ar vóm undirritaðir? Bauð staðan upp á það að launafólk væri betur sett að fara þá leið? Ég held ekki. „Ég tek undir það“, sagði Karvel, “sem menn hafa sagt hér, að hér er um tímamótaatburð að ræða, tímamótaatburð, sem hefði átt að gerast fyrr.“ Síðan vék ræðumaður að þingmönnum Bandalags jafnað- armanna og Samtaka um kvenna- lista, sem gagnrýndu samningana og sagði efnislega. Hvaða leið vildu þingmenn Bandalags jafnaðarmanna fara? (Hér kallar Jón Baldvin Hannibals- son fram í: Kjósa forsætisráðherra beint!) Og hvað Ieið vilja Kvenna- listakonur fara? Það er afskaplega slæleg afstaða í svona stórmáli að sitja hjá. „Það er nánast skoðana- laus samvizka sem slíkt gerir í stór- máli sem þessu... að láta við- fangsefnið lönd og leið. Slíkt er ekki ábyrg stefna. Og hvað vildu Kvennalistakonur í staðinn? Það er eðlilegt að um það sé spurt. Vildu þær fara sömu leiðina og 1984 sem hafði þær afleiðingar sem ekki þarf að tíunda hér? Launafólk var ver sett eftir en áður. Ég hygg að menn hafí ekki áttað sig nógu vel á því að þetta er sá eini kostur, sem var um að ræða, að gera tilraun til að rétta hlut launþega, - og að einhverju leyti, ef stjórnvöld standa við sitt, að bæta efnahag þjóðarinnar...“. Karvel gagnrýndi hinsvegar í lokaorðum sínum að ríkisvaldið hafí ekki nægilega tekið undir þær til- lögur aðila vinnumarkaðarins, sem lúta að fjárhagslegri hlið málsins. Hann kvað jafnaðarmenn vara við því að ríkisstjómin láti skeika að sköpuðu í því máli. Þingmannafrumvarp: Þj óðaratkvæðagreiðsla um sölu og bruggun bjórs Björn Dagbjartsson (S.-Ne.) og Stefán Benediktsson (Bj.-Rvk.) hafa lagt fram frumvarp í efri deild Alþingis sem heimilar bruggun og innflutning áfengs öls „sem er á styrkleikabilinu 4% til 5% að rúmmáli". Afengis- og tóbaksverzlun ríkisins annist innflutninginn. Áfengt öl, sem framleitt er til útflutnings skal ekki háð framan- greindum styrkleikatakmörkunum. Frumvarpið gerir ráð fyrir þvi, verði það samþykkt, að lögin öðlist gildi 1. marz 1987. „Lögin skulu þó ekki koma til framkvæmda nema þau hafi áður hlotið samþykki meirihluta atkvæða í þjóðaratkvæðagreiðslu, sem fari fram eigi siðar en 31. desember 1986.“ Samkvæmt frumvarpinu skal Áfengis- og tóbaksverzlun ríkisins annast dreifingu og sölu bjórs, sem frumvarp þetta §allar um, og hann „skal seldur í margnota umbúðum". Allar áletranir og upplýsingar á umbúðum áfengs öls, sem ÁTVR selur, aðrar en vörumerki, skulu vera á íslenzku. Árlega skal veija sem svarar 1% af skatttekjum ríkissjóðs vegna framleiðslu og sölu áfengs öls til fræðslu um skaðsemi áfengis. Menntamálaráðherra setur með reglugerð nánari fyrirmæli um Skammstafanir í stjórnmálafréttum í stjórnmálafréttum Morgunblaðsins eru þessar skammstafanir notaðar. Fyrir flokka: A.: Alþýðuflokkur Abl.: Alþýðubandalag Bj.: Bandalagjafnaðarm. F.: Framsóknarflokkur Kl.: Kvennalisti Kf.: Kvennaframboð S.: Sjálfstæðisflokkur Fyrirkjördæmi: Rvk.: Reykjavík VI.: Vesturland Vf.: Vestfirðir Nv.: Norðurland vestra Ne.: Norðurland eystra Al.: Austurland Sl.: Suðurland Rn.: Reykjanes fræðslu og ráðstöfun fjármagns í þessum tilgangi. Ákvæði laganna, verði frum- varpið samþykkt, „skulu endur- skoðuð í ljósi fenginnar reynslu af þeim fyrirárslok 1989“. Frumvarp sama efnis og þetta var flutt í neðri deild á síðasta þingi. Fyrsti flutningsmaður var Jón Baldvin Hannibalsson (A.-Rvk.) „Fá mál fengu lengri né ítarlegri umflöllun, bæði á Alþingi og þó ekki síður í íjölmiðlum og meðal þióðarinnar," segir í greinargerð. „I meðferð neðri deildar tók frum- varpið allmiklum breytingum en var að lokum samþykkt út úr deildinni 23. maí 1985.1 efri deild var málinu aftur á móti vísað til neðri deildar aftur með ákvæðum um þjóðarat- kvæðagreiðslu um efni þess. Þar var málið svo endanlega fellt í þeim búningi." f greinargerð með frumvarpinu segir áfram, orðrétt: „Frumvarp það sem hér liggur fyrir er orðrétt samhljóða frumvarpi um sama efni eins og það var afgreitt til neðri deildar við þriðju umræðu á síðasta þingi, að við- bættu því ákvæði 7. greinar að lögin komi ekki til framkvæmda fyrr en að aflokinni þjóðaratkvæðagreiðslu. Það er alveg ljóst að þessi mynd frumvarpsins naut ekki fylgis meiri- hluta í neðri deild áður en málið var sent til afgreiðslu efri deildar sl. vor. Eftir að ljóst var um afstöðu efri deildar reyndi ekki beinlínis í neðri deild á fylgi við skilyrta gildis- töku með þjóðaratkvæðagreiðslu eins og hér er gert ráð fyrir. Markmiðið með flutningi þessa frumvarps nú er að freista þess að Alþingi afgreiði þetta mál fyrir sitt leyti en þjóðin öll fái þó jafnframt tækifæri til að láta í ljósi álit sitt. Alþingi þarf þá ekki að láta málið til sín taka á nýjan leik. Frekari athugasemdir eru raunar óþarfar. Sú málamiðlunarlausn, sem ofan á varð í neðri deild, var auðvitað ekki öllum að skapi. Þó verður að ætla að þeir, sem gátu fellt sig við þetta orðalag frum- varpsins þá geti það enn. Ekki ætti að vera ástæða til langrar umfjöll- unar heldur, svo rækileg sem hún var fyrir ári.“ Frumvarpið er talið eiga meiri- hlutafylgi, lítt eða ekki breytt, í efri deild. Hins vegar er óvíst um framgang þess í neðri deild, einkum vegna ákvæðisins um þjóðarat- kvæði, að því er þingmaður, kunnur málavöxtum, tjáði fréttamanni Morgunblaðsins. Verður bjórinn leyfður á þessu ári? Veiting lektorsstöðu í íslenskum bókmenntum: Má næst búast við „karlabók- menntum“ og,, kar lamál verkum ‘ ‘ ? - spurði menntamálaráðherra. Sigríður Dúna telur ráðherra sýna háskólanum lítilsvirðingu SVERRIR Hermannsson, menntamálaráðherra, lýsti því yfir í fyrirspumatíma á Alþingi í gær, að hann gæti ekki lagt mikið upp úr atkvæðagreiðsl- um í heimspekideild Háskóla íslands, „þar sem jafnvel ný- ráðnir Márar eiga atkvæðisrétt um stöður í íslenskum bók- menntum“ eins og hann komst að orði. Til umræðu var fyrirspum frá Sigríði Dúnu Kristmundsdóttur (KI.-Rvk.) um ráðningu í stöðu lektors í íslenskum bókmenntum við heimspekideildina 27. desem- ber sl. Vildi þingmaðurinn vita hvaða forsendur menntamálaráð- herra hefði lagt til grundvallar er hann réð í stöðuna og með hvaða rökum hann teldi sig ekki þurfa að taka tillit til sérstakra meðmæla dómnefndar né til vilja heimspekideildar í málinu. Sverrir Hermannsson sagði, að hann hefði ráðið Matthías Viðar Sæmundsson í stöðuna til þriggja ára í rannsóknarleyfí Vé- steins Ólasonar vegna þess að með því fengi Háskólinn vel menntaðan mann til að gegna stöðunni. Hann sagði, að í áliti dómnefndar skæru tveir umsækj- endur, Matthías Viðar og Helga Kress, sig úr. Helga gegndi nú þegar dósentembætti og með Matthíasi bættist skólanum verð- mætur starfskraftur. Ráðherra kvaðst sem fyrr segir ekki geta tekið mikið mark á atkvæðagreiðslum heimspeki- deildar. Benti hann á, að Örn Ól- afsson, sem ekki hlaut meðmæli dómnefndar, hefði þar fengið fleiri atkvæði í stöðuna en Matthías Viðar. Ef Helga Kress hefði verið sett í lektorsstöðuna hefði hún lækkað í stöðu og launum. Það kynni að vera hennar mál að óska eftir slíku, en það væri ráðherra sem réði. Sigríður Dúna Kristmundsdótt- ir benti á það er hún fylgdi fyrir- spum sinni úr hlaði, að umrædd staða væri nær rannsóknarsviði Helgu Kress, þ.e. kvennabók- menntum, en Matthíasar Viðars. Sverrir Hermannsson kvaðst hins vegar vilja vara við tali um „kvennabókmenntir“ og spurði hvort næst mætti ekki búast við karlabókmenntum og karlamál- verkum? Taldi hann þetta út í hött og sagði, að um væri að ræða stöðu í íslenskum bókmennt- um, en ekki Torfhildi Hólm eða Guðrúnu frá Lundi. Ráðherra færi eftir mati dóm- nefndar, þar sem Helga Kress og Matthías Viðar hefðu verið metin hnífjöfn, enda þótt Helgu væri raðað í fyrsta sæti og væri það líklega vegna starfsreynslu henn- ar. Þá gagnrýndi ráðherra mál- flutning Kvennalistans og sagði að þær hefðu ekki uppi mörg orð um kynjamismunun þegar hann réði kvenfólk til starfa. Vakti hann í því sambandi athygli á því, að hann hefði nýverið skipað konu í prófessorsstöðu í lyfja- fræði, enda þótt karlmanni væri samkvæmt áliti dómnefndar rað- að í fyrsta sæti. Sigríður Dúna Kristmundsdótt- ir taldi svör ráðherra útúrsnúning. Hann hefði sýnt Háskóla íslands fullkomna lítilsvirðingu og mis- beitt valdi sínu og hlotið fyrir það gagnrýni m.a. frá háskólaráði. Þingmaðurinn las einnig upp ályktun jafnréttisráðs frá því í fyrradag, þar sem komist er að þeirri niðurstöðu að með ráðningu sinni í stöðu Iektors í íslenskum bókmenntum í desember sl hafí ráðherra gerst brotlegur við ný- settjafnréttislög.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.