Morgunblaðið - 12.03.1986, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. MARZ 1986
39
Siglufjörður;
Nýr kirkju-
garður við
Saurbæjarás
Siglufirði, 6. marz.
NÝLEGA var haldinn almennur
safnaðarfundur í safnaðarheim-
ili Siglufjarðarkirkju. Á fundin-
um voru kynnt ný lög um sóknar-
nefndir og sóknargjöld. Einnig
voru sýndar teikningar af nýjum
kirkjugarði, og voru fundar-
menn mjög ánægðir með stað-
setningu á horium, en hann á að
vera við Saurbæjarás. Á fundin-
um voru sýndar teikningar af
nýju orgeli, en núverandi orgel,
sem er ellefu radda, er orðið
nokkuð gamalt, og viðhalds-
kostnaður því allmikill.
Sóknarpresturinn Qallaði um
safnaðarstarfið á liðnu ári. Á það
setti svip heimsóknir nokkurra
kirkjukóra og sóknarpresta, en
einkum og sér í lagi heimsókn dr.
Sigurbjamar Einarssonar biskups
og konu hans, frú Magneu Þorkels-
dóttur. Koma þeirra hjóna var Sigl-
firðingum ómetanleg, og ógleyman-
leg, setti sinn svip á aðventuna.
Síðan var greint frá starfí Æsku-
lýðsfélagsins og starfí aldraða.
Áðstaðan í safnaðarheimilinu hefír
haft mikil og góð áhrif á það starf
sem og allt safnaðarstarfíð.
Sóknamefnd var öll endurkosin.
Hana skipa: Páll Helgason, formað-
ur, Regína Guðlaugsdóttir, ritari,
Hermann Jónasson, gjaldkeri og
Hinrik Andrésson og Jón Dýrfjörð,
meðstjórnendur. Safnaðarfundur
endurkaus einnig safnaðarfulltrúa
Júlíus Júlíusson.
Samkvæmt nýjum lögum var
kosin vara sóknamefnd. Hana skipa
Guðlaugur Karlsson, Brynja Stef-
ánsdóttir, Guðrún Ámadóttir, Sig-
urður Hlöðversson, Erla Svanbergs-
dóttir og Haraldur Ámason.
í lok fundarins þakkaði formaður
sóknamefndar höfðinglegar gjafír
sem kirkjunni hafa borist á liðnu
ári. Sérstaklega var sparisjóðnum
þökkuð aðstoð og styrkur.
Fundinum lauk með því að sókn-
arpresturinn, sr. Vigfús Þór Áma-
son, flutti ritningarorð og bæn.
Fréttaritarí.
Yfirlýsing
BLAÐINU hefur borist eftir-
farandi frá Gisla Gunnars-
syni:
Jón Kristvin Margeirsson fíl,-
lic. hefur í greinum í Morgun-
blaðinu 7. og 8. þessa mánaðar
fjallað um þá atburðarás þegar
tvær dómnefndir heimspeki-
deildar Háskóla íslands 1981
og 1984, töldu ákveðið óbirt
verk hans um einokunarverslun-
ina ekki hæft til doktorsvamar
við Háskólann. í greinum þess-
um víkur hann nokkuð að mér
persónulega, en ég var einn
þriggja manna í síðari dóm-
nefndinni. Ég tel því nauðsyn-
legt að benda á eftirfarandi
atriði:
1. Það kemur hvergi fram í
greinum Jóns Kristvins að for-
maður þeirrar dómnefndar, sem
ég átti sæti í, var Ólafur Bjöms-
son prófessor. Ólafur er með
hæfustu mönnum á íslandi til
að fjalla um hagsöguleg við-
fangsefni.
2. Það er nær ómögulegt að
fjalla um mál Jóns Kristvins á
nokkum vitrænan hátt á síðum
dagblaða meðan hann hefur
ekki komið fyrrgreindu hugverki
sínu á prent og þar með fyrir
almenningssjónir.
3. í seinni grein sinni í Morg-
unblaðinu 8. mars notar Jón
Kristvin gífuryrði um mig. Þau
koma efni málsins ekki við og
eru vítaverð.
10. mars 1986,
Höfundur er doktor í hagaögu.
Sigurvegari í einstaklingskeppn-
inni, Guðrún Júlia Jóhannsdóttir
frá Neskaupstað.
Auður Vala, Ólafía, Guðrún, Berglind og Lovísa.
Morpfunblaðið/Ol
Egilsstaðir:
Fjölsótt danskeppni
Egilsstöðum 9. mars.
ÞAÐ VORU þéttsetnir áhorf-
endabekkirnir í íþróttahúsinu
hér á Egilsstöðum í gær þegar
keppt var um Austurlandstitilinn
í svonefndri „freestyle-
danskeppni“ einstaklinga og
danshópa.
Til keppni mættu einstaklingar
og dansflokkar frá Hallormsstað,
Neskaupsstað, Eskifírði og Egils-
stöðum og er skemmst frá því að
segja að Guðrún Júlía Jóhannsdóttir
frá Neskaupsstað sigraði í einstakl-
ingskeppninni en dansflokkurinn
frá Egilsstöðum sigraði hins vegar
flokkakeppnina. Dansflokkinn
skipta þær Auður Vala Gunnars-
dóttur, Ólafía Marelsdóttir, Guðrún
Sveinsdóttir, Berglind Orradóttir og
Lovísa Sigurðardóttir.
Þessir Austurlandsmeistarar í
Frá danskeppninni í íþróttahúsinu.
J./'t*',: ,
-. e/ ■'
&
„freestyle-dansi" 1986 munu síðan
halda til Reykjavíkur um næstu
helgi og taka þátt í danskeppni í
„freestyler-dansi" sem væntanlega
mun fara fram í Tónabæ og hefjast
föstudaginn 14. mars.
Að lokinni danskeppninni í gær
var efnt til hljómsveitakeppni sem
þijár hljómsveitir tóku þátt í: Ru-
stikus og Strix frá Egilsstöðum og
Apollo frár Eskifírði og sigraði sú
síðasttalda.
Tómstundaráð Egilsstaðahrepps
annaðist framkvæmd þessarar
danskeppni. Formaður tómstundar-
áðsins er Guðlaug Ólafsdóttir en
Kolbrún Marelsdóttir er tómstunda-
fulltfui. _ Ólafur
Æskulýðsgnðsþjónusta
í Borgarfirði eystri
Bakkagerði, Borgarfirði eystra, 3. mars.
ÞANN 2. mars sl. var guðsþjónusta í Bakkagerðiskirkju, á æskulýðs-
degi þjóðkirkjunnar. Nokkuð var brugðið út af hinu hefðbundna
messuformi, þar sem segja má að presturinn og söngfólkið séu hinir
einu virku þátttakendur messunnar. Að sjálfsögðu þjónaði sóknar-
presturinn fyrir altari, nema hvað tvö ungmenni, Herdís Ingadóttir
og Áskell Heiðar Ásgeirsson, lásu pistil og guðspjall.
Ragnheiður Ólafsdóttir kennari Persónulega þykja mér alltof fáir
steig í stólinn og flutti snjallt erindi taka virkan þátt í guðsþjónustum í
sem fjallaði fyrst og fremst um
stöðu æskunnar í þjóðfélaginu. Auk
þess kom hún víða við í máli sínu
og vék að mörgu sem sérstaklega
átti við á æskulýðsdeginum og að
enduðu ári æskunnar.
Við Bakkagerðiskirkju er því
miður enginn fastur kirkjukór held-
ur fara einfaldlega þeir sem sungið
geta upp á söngloft og syngja þar
við athöfnina, þegar einhverjir slíkir
mæta. Eins var í þetta skipti nema
hvað hópur skólabama á aldrinum
.7—11 ára söng tvo sálma undir
stjóm kennara síns, Margrétar
Bragadóttur og tókst með ágætum.
kirkjunum okkar. Það ætti miklu
oftar að gefa leikmönnum kost á
að stíga í stólinn og æskilegt væri
að sem flestir kirkjugestir syngju í
sætum sínum. Þá fyrst yrði guðs-
þjónustan almenn í þess orðs bestu
merkinu en ekki, eins og ég heyrði
eitt sinn haft eftir vígðum presti,
að líkja mætti messunni við eins
konar knattleik þar sem knötturinn
gengi milli prests og kirkjukórs.
Að sjálfsögðu var þetta sagt í
gamni en öllu gamni fylgir jafnan
nokkur alvara.
Sverrir
Bjóöum nánastallar
stærðir rafmótora frá
EOF í Danmörku.
EOF rafmótorar eru í
háum gæðaflokki og á
hagkvæmu verði.
Ræðið við okkur um
rafmótora.
= HEÐINN =
SELJAVEGI 2, SÍMl 24260
Kynning
á lands-
móti hesta-
manna
FRÆÐSLUNEFND Fáks ef nir til
opins fundar fimmtudaginn 13.
mars í Félagslieimili Fáks, Víði-
völlum. Þar verður landsmót
hestamanna kynnt og haldin
kvikmyndasýning frá fyrri
landsmótum.
Á fundinum verður skýrt frá
framkvæmdum og undirbúnings-
störfum á mótssvæðinu, en lands-
mótið fer fram 2.-6. júlí nk. á
Gaddastaðaflötum á bökkum Ytri-
Rangár. Rætt verður um tilhögun
og framkvæmd mótsins, þátttöku-
skilyrði gæðinga, kappreiðahesta
og kynbótahrossa, aðstöðu fyrir
hesta mótsdagana, umferð að og
frá svæðinu, bflastæði, tjaldstæði,
snyrtiaðstöðu, veitingar, dagskrá
og fleira. Kynntar verða reiðleiðir
í nágrenni mótssvæðisins, fyrir-
huguð hópreið Fáksfélaga á mótið
og möguleikar á áframhaldandi ferð
að því loknu.
Áð loknum erindaflutningi verða
fyrirspumir og umræður. Gunnar
Jóhannsson Ásmundarstöðum, for-
maður framkvæmdanefndar lands-
mótsins, og Öm Ingólfsson, fulltrúi
Fáks í nefndinni, sitja fyrir svcmm.
Sýndar verða kvikmyndir frá lands-
mótinu ’78 á Skógarhólum og
landsmótinu ’82 á Vindheimamel-
um.
Fundurinn hefst kl. 20.30 og em
allir hestaunnendur velkomnir.
Úr fréttatilkynningu
RYÐFRIAR
HÁ-OG LÁGÞRÝSTI
ÞREPADÆLUR
1 0G 3JA FASA
Til stjórnunar
á vatnsrennsli,
hentugar í
þvottakerfi.
= HÉÐINN =
VÉLAVERSLJUN, SÍMI 24260
SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA- LAGER
*
«'