Morgunblaðið - 12.03.1986, Síða 47

Morgunblaðið - 12.03.1986, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. MAJRZ 1986 Albert Pemitsch frá Graz í Austurríki er talinn þyngsti maður í heimi um þessar mundir, vegur um 395 kg, og Gabriel E. Monjane frá Mósambík sá hæsti, 245,7 sm. Þeir hittust í fyrsta sinn við sjónvarpsupptöku í Tókýó sl. sunnudag. Það fylgir sögunni, að þeir hafi undrast stórum vaxtarlag hvors annars. Ef einhver skyldi vera f vafa er Pemitsch lengst til vinstri á myndinni, Monjane í miðið og lengst til hægri er Shigeo Nagashima fyrrum framkvæmdastjóri homaboltaliðsins Yomiuri-risanna sem eiga ugglaust marga aðdáendur á Islandi. Caine tínir spörð Kvikmyndaleikarinn Michael Caine hefur yndi af sparðatín- ingi. Hann hefur sankað að sér svo miklu af einskis nýtri „þekkingu", að það nægir til að fylla tvö bindi. Skyldi einhver vita, að mýfluga hefur ellefu heila og gíraffi borinn árið 1937 bætti 30 sm við hæð sína á einum degi. Það veit auðvitað hver maður, að mannshjartað slær 2.500.000.000 — tveggja og hálfs milljarðs sinnum — á sjötíu árum og að tómatsósa var fyrst seld til lækninga. Og stórtíðindi: Elvis Presley bað sér síðast konu sitjandi á kamrinum — en dó svo skömmu síðar innan þeirra sömu veggja áður en hann komst með konuna upp að altarinu. Það er augljóst, að Caine yrði ekki auðveldur viður- eignar í tískuspilinu „Trivial Pursu- it“ — sem gjarnan mætti heita Sparðatíningur á íslensku — með svo yfirgripsmikla þekkingu. Jagger ájazzkvöldi Eg er kaldur klár og kræfur, gæti hinn aldurhnigni ofur- rokkari Mick Jagger verið að hugsa er hann brosir heimsmannslega. Rokkarinn lætur rokkið lönd og leið og lýtur að jazzinum. Myndin var tekin er hann heiðraði vin sinn og meðrokkara Charlie Watts, bumbu- slagara Rolling Stones, með því að líta inn á jazztónleika þess síðar- nefnda í Ronnie Scotts í London, Miðgarðijazzins. COSPER COSPER Hefur maðurinn þinn aldrei sagt þér frá þvi að hann á tvi- burabróður? ESAB RAFSUÐU- TÆKI,VIR 0G FYLGI- HLUTIR FORYSTA ESAB ER TRYGGING FYRIR GÆÐUM OG ÞJÓNUSTU = HÉÐINN = VÉLAVERSLUN, SÍMI 24260 SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA-LAGER ESAB NÝR OG FULLKOMNARI sjálfvirkum ofnhitastillum heldur orkukostnaði í lágmarki. Leitið ráða hjá okkur. = HEÐINN = VÉLAVERSUJN, SÍMI 24260 SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA-LAGER veniu\ego ALLT ER FERTUGUMJÆRT eoda oq júuus JSÍ***1?** DÖRSMCffTf í i Ptogiiiiftlttftlfr Metsölublad á hverjum degi!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.