Morgunblaðið - 13.03.1986, Side 1

Morgunblaðið - 13.03.1986, Side 1
72 SÍÐUR B STOFNAÐ1913 59. tbl. 72. árg. _______________________FIMMTUDAGUR13. MARZ 1986___________________Prentsmiðja Morgunblaðsins Spánverjar völdu NATO Þingnefndin hvatti til, að hætt yrði að kasta geislavirkum efnum í sjóinn og einnig, að það yrði at- hugað hvort það borgi sig ekki að geyma geislavirkan úrgang í stað þess að endurvinna hann. Þá segir einnig í skýrslu nefhdarinnar, að Sellafield sé orðin samnefnari fyrir sóðaskap og mengun og mikil hneisa fyrir Breta, sem hafi tiltölu- lega lítinn kjarnorkuiðnað. flokkinn, sem hafa banst einarðn baráttu fyrir því, að Spánveijar taki þátt í vömum vestrænna þjóða. Ósigurinn er að sama skapi mikill fyrir stjómarandstöðu hægri- manna, sem eru í sjálfu sér hlynntir aðildinni að NATO, en leiðtogi þeirra, Manuel Fraga, taldi, að það gæti komið sér að gagni í væntan- legum kosningum ef stjómin biði lægri hlut í þjóðaratkvaeðagreiðsl- unni. Þessi úrslit þykja ekki síst merki- leg fyrir þá sök, að allar skoðana- kannanir mánuðum saman og sú síðasta fyrir viku bentu til, að aðild- in yrði felld með 4—7 prósentustiga mun. Áköfustu andstæðingar aðild- arinnar vom kommúnistar, róttækir vinstrimenn og friðarhreyfíngafólk. Spánverjar urðu aðilar að Atl- antshafsbandalaginu í maí árið 1982, þegar Miðflokkasambandið var við stjóm, og þá voru sósíalistar andvígir aðildinni og hétu að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um hana kæmust þeir til valda. Gonzalez og sósíalistum snerist hins vegar hugur til aðildarinnar og hafa skorað á Spánveija að taka sér stöðu við hlið vestrænna þjóða, jafnt í vömum sem efnahagslegu samstarfí. Rúmlega helmingur þjóðarinnar studdi áframhald- andi aðild þvert ofan í skoðanakannanir - Úrslitin einstakur sigxn* fyrir Gonzalez forsætisráðherra Madríd, 12. mars. AP. „ÚRSLITIN ERU sigur fyrir Spánveija, alla spánsku þjóðina," sagði Felipe Gonzalez, forsætisráðherra Spánar, þegar hann fagnaði því í kvöld, að Spánverjar verða áfram í Atlantshafsbandalaginu, varnar- bandalagi vestrænna þjóða. Það er niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðsl- unnar, sem fram fór í dag, þvert ofan í allar skoðanakannanir. Eru þessi úrslit mikill sigur fyrir Felipe Gonzalez, forsætisráðherra, og að sama skapi ósigur fyrir hægrimenn og kommúnista, sem tóku höndum saman í andstöðunni við aðildina. „Úrslitin em sigur fyrir Spán- veija, alla spánsku þjóðina. Þessi gleðilega niðurstaða vísar okkur áfram veginn að friði og framför- um, að því marki, sem spánska þjóð- in setti sér fyrir tíu árum,“ sagði Gonzalez í útvarpsávarpi til þjóðar- innar þegar ljóst var, að hún hafði sagt já við aðildinni að NATO. Alfonso Guerra, aðstoðarforsætis- ráðherra, skýrði frá á ellefta tíman- um í kvöld, að þá hefðu verið talin 32,4% atkvæða og af þeim hefðu 53,4% sagt já við áframhaldandi aðild Spánar að Atlantshafsbanda- laginu. 38,6% hefðu verið á móti, 6,8% skilað auðu og 1,2% atkvæð- anna ógild. Kosningaþátttaka var 58%. Skömmu eftir að kjörstöðum var lokað klukkan átta að staðartíma var birt tölvuspá einkaútvarps- stöðvar og einnig ríkissjónvarpsins og samkvæmt þeim hafði aðildin að NATO verið samþykkt með 49% atkvæða. Samkvæmt fyrstu tölum var stuðningurinn enn meiri og niðurstaðan þvi einstakur sigur fyrir Felipe Gonzalez, forsætisráð- herra, og flokk hans, Sósíalista- Beirut: Nýjar vonir um frelsi gíslanna Beirut, 12. mars. AP. SADDAM Hussein, forseti íraks, gaf i dag upp sakir tveimur stjóraarandstæðingum, sem Frakkar framseldu til íraks fyrír hálfum mánuði. Eru bundnar vonir við, að það geti greitt fyrir lausn þeirra Frakka, sem Jihad-samtökin hafa i gíslingu. Talið er, að framsal mannanna tveggja hafí verið ástæðan fyrir því, að Jihad-samtökin, félags- skapur öfgafullra múhameðstrúar- manna, sem hallast að írönum, rændu fjórum frönskum frétta- mönnum. Segjast þau hafa myrt einn mannanna en vonast er til, að ákvörðun íraksstjómar geti orðið til, að hinir verði látnir lausir. Foringi í franska hemum var i dag skotinn til bana í Beirut. Átti hann sæti í eftiriitsnefndinni, sem fylgist með því, að vopnahléssamn- ingar séu haldnir, og var við skyldustörf við Grænu línuna milli borgarhverfa kristinna manna og múhameðstrúar í Beirut þegar á hann var skotið. Var hann strax fluttur í sjúkrahús en ekki tókst að bjarga lífí hans. Frá því í mars árið 1984 hafa sex franskir her- menn, sem starfað hafa við vopna- hléseftirlit, verið skotnir í Beirut. Eftirmaður Olofs Palme valinn: Ap/Símamynd Felipe Gonzalez, forsætisráðherra sósíalistastjómarinnar, greiddi atkvæði snenuna í kjördæmi sínu i Madríd. Spánska þjóðin hlýddi kalli hans um að skipa sér á bekk með vestrænum þjóðum, jafnt í vörnum sem efnahagslegu samstarfi. AP/Símamynd Ingvar Carlsson tekur við hamingjuóskum eftir forsætisráðherrakjörið. Mikill stuðningur við Carlsson Stokkhólmi, 12. mars. AP. INGVAR Carlsson var í dag kosinn eftir- maður Olofs Palme sem forsætisráðherra Svíþjóðar og studdi stjórnarandstaðan kjör hans með því að sitja hjá. Yfirlög- reglustjórínn í Stokkhólmi skýrði frá því í dag, að ekkert nýtt væri að frétta af leitinni að morðingja Palme. Útför Palme fer fram á laugardag og er búist við miklurn fjölda erlendra fulltrúa. Carlsson, sem er 51 árs gamall og hefur gegnt embætti aðstoðarforsætisráðherra, var valinn forsætisráðherra mótatkvæða- laust. Stjómarandstöðuþingmenn borgara- flokkanna sátu hjá við atkvæðagreiðsluna og er litið á það sem stuðning við Carlsson þótt þeir séu eftir sem áður andvígir stefnu stjórnarinnar og Jafnaðarmannaflokksins. Carlsson hélt enga ræðu eftir kjörið en búist er við, að hann skýri frá skipan stjómarinnar og stefnu á morgun, fímmtudag. Hans Holmer, yfírlögreglustjóri í Stokk- hólmi, sagði á blaðamannafundi í dag, að ekkert nýtt væri að frétta af leitinni að morðingja Palme. Lögreglan hefði nú miklu ljósari mynd af aðdraganda morðsins en vissi þó ekki hvort einn maður var að verki eða fleiri. Útför Palme fer fram á laugardag og mun líkfylgdin fara um götur Stokkhólms. 60 rík- isstjómir hafa tilkynnt, að þær muni senda fulltrúa til útfararinnar en búist er við, að þeim fjölgi enn. Skýrsla breskrar þingnefndar: írlandshaf geisla- virkasti siór í heimi London, 12. mars. AP. BRESK þingnefnd segir í skýrslu, sem birt var í dag, mið- vikudag, að mengun frá kjarn- orkuverinu í Seilafield í Norð- vestur-Englandi sé svo mikil, að írlandshaf sé nú orðið geislavirk- asti sjór í heimi. Hafi merki um mengunina frá verinu fundist í fiski allt austur að Svíþjóðar- ströndum. Umhverfísmálanefnd Neðri deildarinnar, skipuð þingmönnum frá öllum flokkum, segir í skýrsl- unni, að Sellafíeld-stöðin, þar sem kjamorkuúrgangur er endurunn- inn, sé „mesta uppspretta geisla- mengunar, sem fyrirfínnist í heim- inum. Afleiðingin er sú, að írlands- haf er mengaðasti sjór í heimi". Sellafíeld-stöðin hefur verið starfrækt frá árinu 1952 og á þeim tíma, sem síðan er liðinn, hafa geislavirk efni lekið frá henni 300 sinnum, þar af þrisvar á þessu ári. Það er einnig venja í stöðinni að kasta lítt geislavirkum efnum beint í sjóinn. Þingnefndin lætur þess getið, að víða megi finna merki geislunarinnar frá Sellafield, t.d í fiski við Sviþjóð.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.