Morgunblaðið - 13.03.1986, Side 2

Morgunblaðið - 13.03.1986, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR13. MARZ1986 Eurovision-söngkeppnin: Annað lag flutt opinberlega áður? VAFI er nú talinn leika á því, að lagið „Ég lifi í draumi" eigi rétt á því að vera með í söngva- keppni sjónvarpsins. Talið er af mörgum, að lagið hafi verið flutt í útvarpi 17. júní á síðasta ári í flutningi „Hálft í hvoru“. Björg- vin Halldórsson söng umrætt lag í fyrsta kynningarþætti keppn- innar. Stjómendur söngvakeppninnar hafa ekki tekið mál þetta til um- ræðu, þar sem þeim hafa ekki borizt ótvíræðar sannanir um þetta, en samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins mun lagið vera eftir fyrrum liðsmann fyrmefndrar hljómsveitar Eyjólf Kristjánsson og hefur alloft verið flutt af henni, meðal annars einu sinni í útvarpi. Stjómendur keppninnar hafa enn ekki tekið endanlega afstöðu til þess hvort lagið „Vögguvísa" telst lögmætt í keppninni, en samkvæmt reglum má þar ekki leggja fram lög, sem áður hafa verið flutt í út- varpi eða sjónvarpi. Þorvaldur Garðar Kristjánsson f orseti sameinaðs þings: Ekki hægt að kjósa um bjórinn 1 vor „ÞAÐ ER gott ef tekst að af- greiða bjórfrumvarpið á þessu þingi, en ef það tekst verður timinn alltént of knappur til að framkvæmanlegt sé að bera það undir þjóðina í atkvæðagreiðslu samhliða sveitarstjómarkosning- unum í vor,“ sagði Þorvaldur Garðar Kristjánsson, forseti sameinaðs þings, aðspurður hvort sá möguleiki væri fyrir hendi að þjóðin fengi tækifæri Menntamálaráðherra: 10 milljón- ir til kvik- myndasjóðs SVERRIR Hermannsson menntamálaráðherra hefur ákveðið að beita sér fyrir 10 milljóna króna lántöku til Kvikmyndasjóðs. Ráðstöfunarfé sjóðsins eykst sem því nemur á árinu og verður heildarfé til hans 26 milljónir á þessu ári. Ekki hefur endanlega verið gengið frá hvaðan féð verður fengið en Þorsteinn Páls- son fjármálaráðherra hefur fall- ist á þessa málsmeðferð fyrir sitt leyti, að sögn Sverris Her- mannssonar. til að kjósa um bjórinn strax í vor, ef Alþingi samþykkir frum- varp Stefáns Benediktssonar og Björns Dagbjartssonar um bruggun og innflutning áfengs öls. I frumvarpinu er það gert að skilyrði að það hljóti samþykki meirihluta þjóðarinnar í at- kvæðagreiðslu. Þorvaldur Garðar sagist enn- fremur telja það óheppilegt að láta kjósa um bjórinn samhliða sveitar- stjómarkosningunum, þar eð kosn- ing færi ekki fram á sama tíma alls staðar á landinu. „Ef kemur til þjóðaratkvæðagreiðslu er ekkert sem mælir á móti því að hún verði framkvæmd sérstaklega, eins og gert var þegar bannlögin voru sett og afnumin á sínum tíma,“ sagði Þorvaldur Garðar Kristjánsson. Píanóleikarinn ungi, Dmitris Sgouros, ásamt móður sinni, Marianti, að snæðingi í veitingahúsinu E1 Sombrero í gærkvöldi. MorgunbUðið/Bjarní Dmitris Sgouros, 16 ára píanósnillingnr: Ashkenazy búinn að fá mig til að koma á Listahátíð ’88 „ÉG ER svo spenntur að ég get varla beðið eftir því að sjá eitt- hvað af þessu landi sem ég er búinn að lesa svo mikið um. Auðvitað verð ég mjög önnum kafinn þessa þijá daga sem ég verð hér í þetta skipti en samt vonast ég til að fá tækifæri til að skoða mig um,“ sagði Dmitr- is Sgouros, gríski píanóleikar- inn, sem þegar hefur náð heimsfrægð þótt hann sé aðeins sextán ára að aldri, nýkominn til Reykjavíkur í gærkvöldi. „Einn aðalkosturinn við þetta starf er að maður fær tækifæri til að ferðast og ég nýt þess svo sannarlega. Það eru mikil forrétt- indi að fá þannig tækifæri til að skoða sig um í heiminum og kynnast siðum framandi þjóða,“ sagði Dmitris. Hann leikur einleik á tónleikum hjá Tónlistarfélagi Reykjavíkur í Austurbæjarbíói í kvöld þar sem verk eftir Beethoven, Scarlatti, Chopin o.fl. verða á efnisskránni, en á laugardaginn leikur hann píanókonsert eftir Tjsækovskí á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar íslands í Háskólabíói. Stjómandi á þeim tónleikum er grískur, Carolos Trikolidis. Dmitris Sgouros er hér í fylgd móður sinnar og héðan fara þau mæðgin rakleiðis heim til Grikk- lands þar sem pilturinn stundar nám í menntaskóla. „En þótt viðdvölin hér verði stutt að þessu sinni á ég sennilega eftir að fá betra tækifæri til að kynnast landinu og fólkinu sem hér býr því að Vladimir Ashkenazy er búinn að ganga frá því við mig að koma hingað á Listahátíð 1988. Hann vildi að ég kæmi í vor en það var ekki hægt af því að það er svo mikið að gera í skólanum og svo er löngu búið að ganga frá þeim tónleikum sem ég kem fram á næstu tvö árin.“ Ráðherrar til Sviss til viðræðna og til að horfa á handbolta: „Landsliðið átti það skilið að ég kæmi og sæi tvo leiki“ Iðntæknistofnun: Þrír sóttu um ÞRÍR sóttu um stöðu forstöðu- manns Iðntæknistofnunar ís- lands, en frestur til að sækja um stöðuna rann út hinn 11. mars síðastiiðinn. Þessir þrír eru: Páll Kr. Pálsson vélaverkfræðingur hjá Félagi ís- lenskra iðnrekenda, Rögnvaldur Gíslason efnaverkfræðingur hjá Iðntæknistofnun og Daníel Gests- son yfírverkfræðingur hjá Vita- og hafnarmálaskrifstofunni. — segir Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra FERÐ ÞEIRRA Steingríms Hermannssonar forsætisráðherra og Matthíasar Á. Mathiesen utanríkisráðherra ásamt eiginkonum til Sviss, þar sem þau voru meðal áhorfenda á heimsmeistaramótinu í handbolta, hefur verið umræðuefni manna á meðal að undanförnu. Af því tilefni sneri Morgunblaðið sér til ráðherranna og spurðist fyrir um tilgang ferðarinnar og hver stæði straum af kostnaði við hana. Steingrímur Hermannsson sagði að kostnaður við ferð hans hefði verði mjög lítill. „Ég hafði ákveðið að verða áfram í Kaupmannahöfn að loknu þingi Norðurlandaráðs en mér fannst okkar ágæta landsliði í handbolta ekki verða sýnd of mikil viðurkenning þó að ég kæmi og sæi tvo leiki. Þeir áttu það fullkomlega skijið. í öðru lagi tel ég að þær viðræður sem ég átti við Alusuisse hafí verið mér mjög gagnlegar. Þar kom fleira fram en ég hef sagt í fjölmiðlum. í ferðinni kynntist ég og ræddi við einn helsta forystumann í ríkis- stjóm Sviss, serh ég geri ráð fyrir að hitta aftur síðar. Ég gæti vel trúað að seinna kæmi eitthvað gagnlegt úr þeim viðræðum. Þá bar ég það undir ráðuneytisstjóra hvort það væri eitthvað óeðlilegt við að fara þessa ferð og hvort fyrirrenn- arar mínir í starfí hefðu gert eitt- hvað svipað. Hann fullvissaði mig um að ekkert óeðlilegt væri við Albert Guðmundsson iðnaðarráðherra: Viðræðurnar komu mér á óvart „ÉG VEIT ekkert um viðræður Steingríms við Alusuisse," sagði Albert Guðmundsson iðnaðarráðherra þegar hann var spurður um niðurstöður viðræðna Steingríms Hermannssonar við forráðamenn Alusuisse í Sviss fyrir skömmu. „Maðurinn fór til Sviss og talaði þar við einhverja, ég veit ekki hveija, það er mér og máiinu óvið- komandi," sagði Albert. Hann sem iðnaðarráðherra vissi ekkert um viðræðumar né heimild forætisráð- herra til þeirra. Málefni álversins væru í hans höndum og fylgdist hann vel með þeim. „Viðræður forsætisráðherra komu mér á óvart. Málið er ekki á því stigi að um viðræður sé að ræða. Þegar að þeim kemur verður forsætisráðherra ekki beðinn að leiða þær. Álverið heyrir undir iðnaðarráðuneyti sem til- heyrir Sjálfstæðisflokknum og mér sem iðnaðarráðherra," sagði Albert. Ákveðið hefur verið að iðnaðarráð- herra og forsvarsmenn Alusuisse ræðist við seinna í þessum mánuði um framhald viðræðnanna. ferðina. Ég hef því ekki nokkurt minnsta samviskubit yfír að hafa farið til Sviss og notað tímann til góðra hluta. Satt að segja finnst mér fárán- legt hvemig þið látið í fjölmiðlum. Ég á ekki orð yfír það. Auðvitað á maður ekki að svara svona spum- ingum en mín samviska er hrein.“ — Ferðalög ráðherra verða oft að umtalsefni. „Já, já, en ég mun meta það sjálf- ur hvenær ég tel slíkt eðlilegt, ég fer ekki eftir fjölmiðlum í þeim efnum.“ — Hver borgaði ferðina? „Ferðin er borguð í framhaldi af þingi Norðurlandaráðs í Kaup- mannahöfn af forsætisráðuneytinu að sjálfsögðu." — Hvað með dagpeninga? „Og dagpeningar einnig að sjálf- sögðu." — Finnst þér óeðlilegt að fólk vilji vita um ferðir ykkar? „Já mér fínnst það. Mér fínnst að oft hafi verið gert eitthvað verra heldur en að sýna landsliðinu okkar virðingu með því að koma og horfa á að leika. Og eins og maður les í blaði um að „ferðaglaðir ráðherrar fara f jarðarför Palme", þá mætti halda að við værum alltaf í skemmtiferð." — Átt þú ekki einhvem þátt f þessum umræðum með tali um ferðir Páls Péturssonar? „Jú, jú, en ég verð að segja eins og er að ég vildi losna við mikið af þessum utanferðum. Mér er boðið á tvo fundi á næstunni, sem ég hef hafnað og ég vildi gjaman losna við að fara á þing Norðurlandaráðs en það er talið nauðsynlegt. Héðan fóm 80 manns, kynntu þér það. Hitt er svo annað mál að það kostar að vera sjálfstæð þjóð í alheimsþjóðfélagi. Forsætisráð- herra Dana sagði mér að hann væri að fara aðra ferð sína til Austurlanda fjær með mikla fylgd- arliði til að „opna dyr fyrir danska viðskiptaaðila", hvað væri sagt ef ég færi?“ — Finnstþérþettasambærilegt? „Já, ég held að koma okkar Matthíasar til Sviss hafí ekki verið landinu til tjóns, frekar til góðs. Ég held til dæmis að viðræður sem við áttum einn eftirmiðdag við fyrrver- andi forsætisráðherra og forseta Sviss, hafi verið gagnlegar. Þá tel ég að samskipti ráðamanna vest- rænna þjóða séu mjög gagnlegar og mættum við taka meiri þátt f þeim en við höfum gert hingað til.“ Matthías Á. Mathiesen sagði f samtali við Morgunblaðið að hann greiddi úr eigin vasa ferðakostnað fyrir eiginkonu sína, svo og allan uppihaldskostnað þeirra beggja á meðan þau dvöldu í Sviss. „Sjálfur var ég á leið til Portúgal í erindum fyrir ríkisstjómina með viðkomu í Sviss,“ sagði Matthías.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.