Morgunblaðið - 13.03.1986, Blaðsíða 4
4____________
Sauðárkrókur:
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR13. MARZ1986
Oánægja með niður-
stöður skoðanakönn-
unar Framsóknar
Sauðarkróki, 12. marz.
EINN af bæjarfulltrúum Frarnsóknarflokksins hér, Steinar Skarp-
héðinsson, vélstjóri, hefur sagt af sér sem bæjarfuiltrúi eftir að
úrslit í skoðanakönnun um skipan framboðslista, sem flokkurinn
efndi til og lauk um síðustu helgi, lágu fyrir. Steinar hefir einnig
sagt af sér öðrum trúnaðarstöfum, sem hann hefur gegnt fyrir
Framsóknarflokkinn í nefndum bæjarins og sagt sig úr stjórn og
fulltrúaráði flokksins.
Frambjóðendur í skoðanakönnun-
inni voru 11 talsins, en 187 greiddu
atkvæði. Leitað var eftir röðun í
fimm efstu sæti framboðslista
flokksins við kosningamar í vor.
Niðurstöður könnunarinnar eru ekki
bindandi. Úrslit voru eftirfarandi:
1. Magnús Siguijónsson, vöruhús-
stjóri. 53'atkvæði í 1. sæti, samtals
81. 2. Pétur Pétursson, trésmiður,
81 atkvæði í 2. sæti, alls 144, 3.
Sighvatur Torfason kennari, 83
atkvæði í 3. sæti, samtals 103. 4.
Magnús Sigfússon, trésmiður, 108
Hlutafé Oddeyrar hf.:
30 milljón-
ir króna
atkvæði í 4. sæti, samtals 128. 5.
Bjöm Mikaelsson, yfirlögreguþjónn,
92 atkvæði í það sæti.
Það er óhætt að segja að ekki séu
allir framsóknarmenn sáttir við úr-
slitin. Steinar hafnaði í 11. og neðsta
sætinu og hefur það vakið nokkra
furðu með tilliti til starfa hans í
bæjarstjóm. Steinar var aðalfulltrúi
í bæjarstjóminni, en Framsóknar-
flokkurinn á þar 4 af 9 fulltrúm.
Hann sagði í samtali við fréttaritara,
að héðan í frá teldi hann sig engum
skyldum hafa að gegna, hvorki við
Framsóknarfélag Sauðárkróks né
Framsóknarflokkinn. Þá er fréttarit-
ara kunnugt um að annar frambjóð-
andi í skoðanankönnuninni hefur
sagt sig úr Framsóknarflokknum.
Uppstillingamefnd hefur tekið til
starfa og mun hún leggja til endan-
lega röð á lista flokksins.
Kári
*L r4n
—^ ,,j*,
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Árfari hífður af Suðurgötunni sl. mánudag.
Flugleiðir leita
að nýjum Fokker
FLUGLEIÐIR leita nú logandi ljósi að nýjum Fokker í stað
Árfara, sem hlekktist á í flugtaki á Reykjavíkurflugvelli á
mánudaginn. Að sögn Sæmundar Guðvinssonar blaðafulltrúa
Flugleiða hefur félagið leitað hófanna hjá nokkrum aðilum,
meðal annars finnska flugfélaginu Finair, og ættu línur að skýr-
ast í dag hvort tekst að fá nýja vél fyrir páskaönnina. Sæmund-
ur sagði að ennþá hefði skortur á farskjótum ekki valdið röskun
á áætlun í innanlandsflugi félagsins.
Ekki liggur fyrir enn hversu don em þessa dagana að vinna
miklar skemmdir urðu á Árfara í að því að reyna að gera sér grein
óhappinu á mánudaginn. Sérfræð- fyrir tjóninu. Ekkert nýtt hefur
ingar frá tryggingarfélagi í Lon- komið fram um orsakir óhappsins.
Sparisjóð-
imir með
TOPP-bók
SPARISJÓÐUR Reykjavíkur
og nágrennis, Kópavogs, Hafn-
arfjarðar og í Keflavik bjóða
viðskiptavinum sínum svokall-
aða TOPP-bók frá og með 11.
mars.
TOPP-bókin er 18 mánaða
bundinn reikningur í bókarformi
og er hún veðhæf. Hver innborgun
er bundin í 18 mánuði, en er þá
laus til útborgunar í einn mánuð,
þá binst hún á ný og er laus til
útborgunar í einn mánuð á sex
mánaða fresti.
TOPP-bókin er með föstum
vöxtum og leggjast þeir við höfuð-
stól tvisvar á ári, þ.e. 30. júní og
31. desember. Vextir eru nú 19%
og er hámarksávöxtun á ári allt
að 10,15%. Vextimir eru alltaf
lausir eftir að þeir hafa verið
færðir.
Sem trygging gegn verðbólgu
er ávöxtun TOPP-bókar borin
saman við 6 mánaða bundinn verð-
tryggðan reikning og þess gætt
að hún beri aldrei lægri ávöxtun
á ári.
Með TOPP-bókinni vilja ofan-
greindir sparisjóðir koma til móts
við hina mörgu sparifjáreigendur
sem binda vilja fé sitt til lengri tíma
gegn topp-ávöxtun.
(Fréttatilkynning)
- Samherji þriðji .. .
„stóri“ stofnaðilinn UllarvoruutflutnmgUK
Akureyri, 12. marz.
HLUTAFÉ Oddeyrar hf., hins
nýskipaða útgerðarfélags á
Akureyri, er 30 milljónir króna.
Helgi Bergs, bæjarstjóri, upp-
lýsti þetta í umræðum á bæjar-
stjómarfundi. Þar kom einnig
fram að þriðji aðili í stofnun
fyrirtækisins er útgerðarfélagið
Samherji hf. á Akureyri, sem
gerir út frystitogarann Akur-
eyrina.
Hlutaféð skiptist þannig að
Akureyrarbær (Framkvæmdasjóð-
ur) mun eiga 11 milljónir, Samheiji
hf. 8 milljónir og K. Jónsson og co.
hf. 7,8 milljónir króna. Auk þess
munu tveir einstaklingar, Jón Kr.
Kristjánsson og Gísli Már Olafsson,
eiga 100.000 krónur hvor í hlutafé-
laginu.
Bæjarstjóm samþykkti formlega
á fundi sínum með 11 samhljoða
atkvæðum að taka þátt í stofnun
fyrirtækisins.
Samningar hafa ekki
náðst við Sovétmenn
Alafoss hefur lokið verkefnum sínum fyrir Rússa
ENN HAFA ekki verið gerðir
samningar um ullarvömútflutn-
ing til Sovétríkjanna á þessu ári.
Rammasamningur er á milli þjóð-
anna um þessi viðskipti en á
hveiju ári er samið um verð og
magn, venjulega í desember fyrir
árið á eftir. Það hefur enn ekki
verið gert fyrir þetta ár og hefur
Álafoss lokið við þau verkefni
sem það var með fyrir Sovétríkin
samkvæmt eldri samningum.
Viðskiptin við Sovétríkin eru
mlkilvæg fyrir ullariðnaðinn og
er ljóst að þessi dráttur á samn-
ingsgerð kemur sér illa fyrir
fyrirtækin í greininni.
Pétur Eiríksson forstjóri Álafoss
Alþýðuflokkurinn 70 ára:
Heimildarmynd um
flokkinn o g söguna
segir Bryndís Schram, framleið-
andi 35-40 mínútna langrar myndar
UM HELGINA verður lokið við að afla efnis í 35-40 mínútna
langa heimildamynd um Alþýðuflokkinn, sem heldur upp á 70
ára afmæli sitt á sunnudaginn. Það er Bryndís Schram, frambjóð-
andi A-listans til borgarstjórnar Reykjavíkur I vor, sem var
upphafsmanneskja þessarar myndar og vinnur hún að gerð
hennar fyrir framkvæmdastjórn flokksins, og ætlar að „sækja
endapunktinn" til Stokkhólms með því að eiga þar viðtal við
Benedikt Gröndal sendiherra, fyrrum formann Alþýðuflokksins.
Myndin - sem tekin er upp á
myndsegulband - verður byggð
upp á viðtölum við fyrrverandi og
núverandi forystumenn Alþýðu-
flokksins, þar á meðal tvo menn
um nírætt, Guðmund Jónsson og
Elías Sigfússon, sem tóku þátt í
stofnun hans fyrir 70 árum. Áðrir,
sem leitað heftir verið fanga hjá,
eru Hannibal Valdimarsson, fyrr-
um formaður Alþýðuflokksins og
Alþýðusambands íslands, Helgi
Sæmundsson, Björgvin Guð-
mundsson, Eggert G. Þorsteins-
sonogfleiri.
„Hugmyndin er að nota þessa
mynd til kynningar á flokknum
og steftiumálum hans í gegnum
tíðina," sagði Bryndís í samtali
við blm. Morgunblaðsins. „Það
kemur vel fram í samtölum við
þessa menn hve mikil áhrif Al-
þýðuflokkurinn hefur haft á ís-
lenskt þjóðlíf - ég get nefnt sem
dæmi almannatryggingar og
vökulögin, sem hvort tveggja voru
baráttumál Alþýðuflokksins á sín-
um tíma. Svo fer ekki hjá því, að
ýmsir þeir sem segja frá f mynd-
inni segi jafnhliða sögu ASÍ, því
flokkurinn og sambandið voru eitt
og hið sama fram til 1940.“
Bryndís Schram sagði að hún
myndi Ijúka við gerð myndarinnar
á næstu dögum og þá færa hana
framkvæmdastjóm Álþýðuflokks-
ins. „Upphaflega var ætlunin að
geta afhent frumeintakið á af-
mælishátíð flokksins á sunnudag-
inn en af því getur því miður ekki
orðið," sagði hún. „Það er svo í
valdi framkvæmdastjómar hvað
verður um þessa mynd. Hún verð-
ur væntanlega notuð til kynningar
á flokknum og stefnumálum hans
út um land og svo væri ósköp
gaman að fá hana sýnda í sjón-
varpi, ef íhaldsöflin sem þar ráða
nú um stundir treysta sér til þess.“
sagði að beðið væri eftir svari frá
Sovétmönnum. Þessi dráttur á
samningsgerð væri farinn að valda
erflðleikum hjá fyrirtækinu og
þegar fyrirsjáanlegt verkefnaleysi
þess vegna. Sagði hann að ef
ekkert gerðist í þessum samning-
um næstu tvær vikumar væri ekki
hægt að gera ráð fyrir þessum
viðskiptum og yrði þá að gera ráð-
stafanir í samræmi við það. 50-60
manns hafa atvinnu af framleiðslu
fyrir Rússlandsmarkað og sagði
Pétur að starfsfólki hefði verið
fækkað töluvert undanfamar vik-
ur.
Jón Sigurðarson framkvæmda-
stjóri iðnaðardeildar SÍS sagði að
iðnaðardeildin hefði næg verkefni
fram á vor. Byggðust þau aðallega
á viðbótarsamningi sem iðnaðar-
deildin gerði við Sovétmenn í des-
ember. Hann sagði að atvinna
margra tuga manna byggðist á
þessum verkeftium og ef ekki
næðust samningar yrðu veraleg
vandræði. Taldi Jón engar líkur á
að til þess kæmi og vonaðist til
að geta farið til samninga í Moskvu
um næstu helgi.
Fyrirtækin hafa selt ullarvörar
til Sovétríkjanna fyrir 8,5 milljónir
dollara á ári, eða 350 milljónir kr.
Álafoss er með rúman helming
þessarar upphæðar, og era treflar
aðaluppistaðán í útflutningi þess.
Iðnaðardeildin flytur mest fatnað
til Sovétríkjanna.
Jóhaim Friðriksson
frá Efri-Hólum látinn
JÓHANN Friðriksson frá Efri-
Hólum lést í Reykjavík laugar-
daginn 8. mars síðastliðinn.
Jóhann fæddist á Efri-Hólum í
Núpasveitþann 21. maí 1914. Hann
var sonur Friðriks Sæmundssonar
bónda þar og konu hans Guðrúnar
Halldórsdóttur. Jóhann ólst upp á
Efri-Hólum. Hann stundaði nám í
Reykholti og íþróttaskólanum í
Ollerap á Fjóni og lauk prófl frá
Iðnskólanum í Reykjavík árið 1942.
Ári síðar stofnaði Jóhann sauma-
stofuna Kápuna hf. og nokkram
árum síðar Kápubúðina. Hann
starfaði við þessi fyrirtæki um
þriggja áratuga skeið, þar til hann
dró sig í hlé. Þá seidi hann búðina
og lagði niður saumastofuna.
Jóhann var landskunnur hesta-
maður.
Jóhann Friðriksson var tvíkvænt-
ur. Fyrri kona hans var Oddný
Ingimarsdóttir. Þau skildu. Eftirlif-
andi kona Jóhanns er Gunnlaug
Eggertsdóttir.