Morgunblaðið - 13.03.1986, Side 5

Morgunblaðið - 13.03.1986, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. MARZ 1986 5 MIÐSTJÓRN Alþýðusambands íslands minntist þess í gær á hátíðarfundi að 70 ár voru liðin frá stofnun sambandsins. í til- efni dagBÍns voru boðnir til fundarins fyrrverandi forsetar Alþýðusambandsins og var myndin tekin af þeim í fundar- lok. Frá vinstri eru Hannibal Valdimarsson, Helgi Hannes- son, Ásmundur Stefánsson, nú- verandi forseti ASÍ, Guðgeir Alþýðusambandið sjötíu ára Morgunblaðið/Ljósm. Jónsson og Hermann Guð- mundsson. Fjarverandi var Snorri Jónsson, sem var fyrir- rennari Ásmundar á forseta- stóli. Ásmundur sagði í gær að ákveðið hefði verið að halda ekki sérstakiega upp á afmælið að þessu sinni, en gera þeim mun meira til að minnast 75 ára af- mælisins 1991. í tengslum við afmælið nú hefði þó verið gerð 20 mínútna kvikmynd um upp- byggingu, verkefni og stefnu Alþýðusambandsins. Asmundur kvaðst vonast til að sú mynd, sem gerð var af Þorsteini Jónssyni kvikmyndagerðarmanni, yrði sýnd í sjónvarpi, auk þess sem hún yrði notuð til fræðslu á nám- skeiðum og fundum aðildarfélaga ASÍ. Alþýðubandalagið: Ekki lengur það af 1 sem því var ætlað — segir Bjarnfríður Leósdóttir „Það hlýtur að koma að því fyrr eða síðar að gert verði upp við þá verkalýðsforystu sem fyrir er. Ef það verður ekki gert þá tel ég flokkinn glataðan," sagði Bjarnfríður Leósdóttir formaður verkalýðsmálaráðs Alþýðubandalagsins sem sagði sig úr Alþýðubandalaginu vegna óánægju með stefnu flokksins í launa- og kjaramálum. Af sömu ástæðu segja þær Dagbjört Sigurðardóttir, Stella Hauksdóttir og Margrét Pála Ólafs- dóttir, sem einnig eiga sæti í verka- lýðsmálaráði flokksins, sig úr flokknum. í bókun þeirra á fundi ráðsins lýsa þær yfir vantrausti á forystu verkalýðshreyfingarinnar, sem „Alþýðubandalagsmenn leiða og þeim afdráttarlausa stuðningi sem flokksforystán veitir þeim. Síð- ustu samningar sýna svo ekki verð- ur um villst, samtiyggingu þeirra við atvinnurekendur og óvinveitt ríkisvald." Þá kemur fram að núverandi stjóm verkalýðsmálaráðs hafi borið fram ákveðna stefnu í launa- og kjaramálum og flutt ályktanir þar að lútandi í flokknum. Samþykkt- imar hafí verið samþykktar nær mótatkvæðislaust en sniðgengnar af þeim sem halda völdum í flokkn- um. „Við höfum verið virkar í samtök- um kvenna á vinnumarkaðinum og ætli við reynum ekki að vinna áfram með kvennahreyfingunni,“ sagði Bjamfríður. „Þessir samningar koma konum hvað verst, þær hafa ekki sömu möguleika á launaskriði og karlmenn. Þannig að þegar allar hugsjónir manns og barátta er borin fyrir borð og flokkurinn tekur undir á Alþingi, þá er hann ekki lengur það afl fyrir verkafólk, sem maður hefur ætlað honum." Viö bjóðum fermingarbörnum og öörum tónlistarunnendum glæsilega hljómtækjasamstæðu frá Philips á sérstöku tilboðsverði - 28.400.- kr. staðgreitt. Þótt þessi stæða sé hvorki sú stærsta né háværasta í bænum skilar hún hlutverki sínu óaðfinnanlega. Enda vita þeir hjá Philips að ungt og auralítið fólk gerir síst minni kröfur en þeir sem eldri eru. Heimilistæki hf HAFNARSTRÆTI 3 S: 20455 - SÆTÚNI 8 S: 27500 I stæðunni eru 2x25 W magnari, útvarp með lang-, mið- og FM bylgju, tvöfalt kassettutæki, plötuspilari og tveir 25 W hátalarar. Hentar sérstaklega vel þar sem hvorki er hátt til lofts né vítt til veggja. FALLEG OG VONDUÐ HUÓMTÆKJASAMSTÆÐA FRÁ PHILIPS FYRIR AÐEINS 28.400.- KRÓNUR.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.