Morgunblaðið - 13.03.1986, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 13.03.1986, Qupperneq 6
s MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR13. MARZ1986 ÚTVARP / SJÓNVARP Öryggismál Það er nánast óbærilegt að hugsa um öll þessi slys er berast fregnir af f ríkisfjölmiðlun- um. Hér er um mjög viðkvæm mál að ræða og vandmeðfarin. Persónu- lega er ég þeirrar skoðunar að ætíð eigi að nálgast slysafregn í fréttum útvarps og sjónvarps með sama hætti. Ef svo hörmulega vill til að manneskja ferst af slysförum á að mfnu mati ætíð að hefja frétta- tíma á frásögn af slysinu og sfðan á að fylgja fréttinni örstutt þögn. Báta má smíða og kaupa nýja farar- skjóta en öðru máli gildir um manneskjumar og harminn í bijósti aðstandenda. Það skiptir í raun svo litlu máli hvort bátur ferst eða bíll klessist ef mannbjörg verður. Gleðifregn Sú gleðifregn barst úr viðtækinu þjá mér í gærmorgun að nemendur Stýrimannaskólans í Vestmanna- eyjum hygðust stinga sér til sunds þann 12. marz og ekki nema staðar fyrr en eftir 6 klukkustunda svaml f svokölluðu Guðlaugssundi. En sund þetta er að sjálfsögðu haldið til minningar um hið einstæða björgunarafrek Guðlaugs Friðþjófs- sonar er allur heimur ætti að þekkja. Þá vilja þeir stýrimanna- skólamenn leggja öryggismálum sjómanna lið með sundinu og er f fyrstu ætlunin að kaupa eldvamar- tæki fyrir áheit þau er kunna að berast Guðlaugi. Sannarlega þarft framtak og er ég ekki firá því að Vestmanneyingar standi fremstir í flokki þeirra hafsins hetja er nú berjast hvað ákafast fyrir öryggis- málum sæfara. Tilathugunar Ég verð að segja fréttamönnum sjónvarps til hróss að þeir hafa vikið nokkuð að örygmsmálum sjó- manna, þannig vék Omar Ragnars- son í síðasta þætti hinnar líðandi stundar að öryggisbúnaði báta hér við höfnina. Sú sjón er þar blasti við sjónvarpsáhorfandanum vakti ugg í bijósti. Er dálftið einkennilegt til þess að hugsa að á sama tfma og útgerðarmenn og skipstjórar veita fúlgum f rafeindastýrð örygg- istæki svo sem Firrðsjá þá em sára- ódýr björgunartæki á borð við bjarghringi nánast f felum f sumum bátum. Nú en Ómar hefir ekki bara beint sjónum okkar að hafsins hetj- um, hann hefir líka annast um umferðaröryggismál f sjónvarpi. Mætti gjaman leggja þyngri áherslu á þann þátt almennrar öryggisgæslu í ríkissjónvarpinu. Þá hafa fréttamenn vikið lftillega að undanfömu að slysum f heimahús- um. En einn þáttur hefir alveg gleymst í sjónvarpinu okkar bless- uðu og hann snýr að bömunum. Hér á ég við allar þær dauðagildmr er leynast á byggingarsvæðum borgarinnar, eða hafa fréttamenn beint myndauganu að hinum reyk- lituðu stöðuvötnum er myndast gjaman hér í rigningartfð á bygg- ingarlóðum og í húsgmnnum. Laus- beisluð smáböm em gjaman að leik við þessi stöðuvötn. Ég get ekki lokið þessari umræðu um öryggis- mál án þess að minnast á slysið á Reykjavíkurflugvelli. Eftir hveiju em menn eiginlega að bfða? Máski þvf að fullhlaðin Fokkervél steypist ofan í miðborg Reylgavfkur? Er ekki verið að reisa í skotfæri frá Reykjavík eitt glæsilegasta flug- skýli er um getur við viðurkenndan alþjóðaflugvöll. Væri ekki nær að efla móðurflugvellina úti á landi leggja af stórhættulega malarvelli en flytja fólk þess f stað á þyrlum líkt og gert er á Grænlandi beint að dymm Boeing 737 þotanna? Þessi mál mætti gjaman ræða í ríkisflölmiðlunum. Ólafur M. Jóhannesson. Lífsbarátta Félagslíf í Borgamesi á staðnum; ein af þeim er ísfirsk og skoðar félagslífið dálítið utanfrá, þá ræði ég við einn ungling, mann á miðjum aldri og eina eldri konu. Ætlunin er sem sé að reyna að fá þversnið af félagslífinu hér í Borgar- nesi.“ Þættir þessir verða hálfsmánaðarlega og næst verður tekið fyrir tónlistar- líf í Borgarfirði, að sögn Asþórs Ragnarssonar. plantna Karl Ágúst Úlfsson, Þorsteinn Ö. Stephensen, Sigrún Edda Björnsdóttir og Róbert Amfinnsson. í baksýn eru tæknimennimir Friðrik Stefánsson og Runólfur Þorláksson. ■■■■ Á dagskrá út- 1 jr 15 varpsins, rásar 1, f dag verður fyrst þátturinn í þáttaröð „Frá Vesturlandi". Um- sjónarmaður er Ásþór Ragnarsson sálfræðingur í Borgamesi. „Það er nú hálfgerður byrjendabragur á þessum fyrsta þætti," sagði Ásþór. „Hann verður helgaður fé- lagslífi í Borgamesi. Ég ræði við flórar manneskjur ■■■I í kvöld verður 90 00 flutt í útvarpinu, rás 1, leikritið „Á sumardegi í jurtagarði" eftir breska leikskáldið Don Harworth í þýðingu Karls Guðmundssonar. Leikritið gerist í heimi plantnanna á heitum sum- ardegi í jurtagarði. Allt virðist friðsælt á yfirborð- inu en ef dýpra er skyggnst má sjá að plöntumar beij- ast fyrir tilveru sinni. Þær veikbyggðu víkja fyrir þeim sterkari, sem aftur á móti óttast að maðurinn útrými þeim. Leikstjóri er Karl Ágúst Úlfsson og leikendur eru Þorsteinn Ö. Stephensen, Róbert Amfinnsson, Sig- rún Edda Bjömsdóttir, Pét- ur Einarsson og Guðrún Þ. Stephensen. Tæknimenn em Friðrik Stefánsson og Runólfur Þorláksson. Leikritið verður endur- flutt nk. laugardagskvöld kl. 20. Úr Borgaraesi ÚTVARP Barna- útvarpiö áárs- hátíð ■■■■ Á dagskrá rásar 1 7 00 1 * da£ er 1 1 ■" Bamaútvarpið í umsjá Kristínar Helgadótt- ur. „Við heimsóttum nem- endur Holtaskóla í Keflavík og fylgdumst með árshátíð 6.-9. bekkjar þar,“ sagði Kristín. „Við munum flytja leikþátt af árshátíðinni sem kallaðist „Mál málanna" og þar er leikið með alls konar afbrigði og samsetningar orðsins mál, þá er spennu- leikrit þar sem verið er að herma eftir útvarpsleikriti, þá er söngur, spuminga- keppni og viðtöl við for- menn nemendaráðs og krakka í salnum. Bömin vissu af okkur þama og sprelluðu sérstaklega fyrir útvarpið. Það var mjög gaman á þessari árshátíð og bömin í miklu stuði," sagði Kristín Helgadóttir. FIMMTUDAGUR 13. mars 7.00 Veöurfregnir. Fréttir Bæn. 7.15 Morgunvaktin 7.20 Morguntrimm 7.30 Fréttir. Tilkynningar 8.00 Fréttir. Tilkynningar 8.15 Veöurfregnir 9.00 Fréttir 9.05 Morgunstund bam- anna: „Dagný og engillinn Dúi" eftir Jóninu S. Guö- mundsdóttur. Jónína H. Jónsdóttir les (6). 9.20 Morguntrimm. Tilkynn- ingar. Tónleikar, þulur velur ogkynnir. 9.45 Þingfréttir. 10.00 Fréttir 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Lesiöúrforustugreinum dagblaöanna. 10.40 „Égmanþátíö" Hermann Ragnar Stefáns- son kynnir lög frá liönum árum. 11.10 Morguntónleikar a. Þrjú verk fyrir „blúsband" og sinfóníuhljómsveit op. 50 eftir Willliam Russo. Siegel-Scwall bandiö og Sinfóníuhljómsveitin í San Francisco leika: Seiji Ozawa stjórnar. b. „Keisaravalsinn" og „Suörænar rósir" eftir Jo- hann Strauss i umritun eftir Arnold Schönberg. Kamm- ersveitin í Baden-Baden leikur; Manfred Reichert stjórnar. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar 12.20 Fréttir 12.45 Veöurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 13.30 I dagsins önn - Um- hverfi. Umsjón: Anna G. Magnúsdóttir og Ragnar Jón Gunnarsson. 14.00 Miödegissagan: „Opiö hús" eftir Marie Cardinal. Guðrún Finnbogadóttir þýddi. Ragnheiður Gyöa Jónsdóttir les (10). 14.30 Á frívaktinni. Sigrún Sigurðardóttir kynnir óskalög sjómanna. (Frá Akureyri.) 15.15 Frá Vesturlandi — Borg- arnes. Umsjón: Ásþór Ragnarsson. 15.40 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 „Fagurt galaði fuglinn sá". Siguröur Einarsson kynnir. 17.00 Barnaútvarpiö Stjórnandi: Kristín Helga- dóttir. 17.40 Listagrip. Þáttur(um list- ir og menningarmál. Um- sjón: Sigrún Björnsdóttir. Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veöurfregnir Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.40 Tilkynningar. 19.50 Daglegtmál Sigurður G. Tómasson flytur þáttinn. 20.00 Leikrit: „Á sumardegi í jurtagaröi" eftir Don Hay- worth. Þýöandi Karl Guö- mundsson. Leikstjóri: Karl Ágúst Úlfsson. Leikendur: Þorsteinn Ö. Stephensen, Róbert Arnfinnsson, Sigrún Edda Björnsdóttir, Pétur Einarsson, Guörún Þ. Stephensen. (Leikritiö verð- ur endurtekiö nk. laugar- dagskvöld kl. 20.30). 21.00 Stúlknakórinn i Klarup i Danmörku syngur lög eftir Palestrina, Johann Crúger, G.B. Martini, Giuseppe Verdi, Björn Hjelmborg, Bengt Johannsson, Knut Nystedt og C.B. Agnestig. Stjórnandi. Jan Ole Mort- ensen. (Hljóöritun frá tón- leikum í Háteigskirkju 13. janúarsl. — fyrrihluti.) 21.30 „Keppinautarnir", smá- saga eftir Martin Arm- strong. Jónína Leósdóttir þýddi. Edda V. Guömunds- dóttirles. 21.40 Nokkur Ijóöakorn eftir Atla Heimi Sveinsson. Þur- iöur Baldursdóttir syngur. Kristinn Öm Kristinsson leik- urá píanó. 22.00 Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orö kvöldsins. 22.15 Veöurfregnir. 22.20 Lestur Passiusálma (40). 22.30 Fimmtudagsumræðan. FIMMTUDAGUR 13. mars 10.00 Morgunþáttur Stjórnendur: ÁsgeirTómas- son og Kristján Sigurjóns- son. f SJÓNVARP 19.15 Ádöfinni 19.25 Húsdýrin. 4. Sauðkindin. Barna- myndaflokkur í fjórum þátt- um. Þýðandi Trausti Július- son. (Nordvision — Finnska sjónvarpiö.) 19.35 Björninn og refurinn. Fjórði þáttur. Teiknimynda- flokkur i fimm þáttum. Þýö- andi Trausti Júlíusson. (Nordvision — Finnska sjón- varpiö.) 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veöur. 20.30 Auglýsingar og dag- skrá. 20.40 Unglingarnir i frumskóg- inum. FÖSTUDAGUR 14. mars Umsjónarmaöur Jón Gúst- afsson. Stjórn upptöku GunnlaugurJónasson. 21.10 Þingsjá. Umsjónarmað- urPáll Magnússon. 21.25 Kastljós. Þáttur um inn- lend málefni. Umsjónar- maður Helgi E. Helgason. 22.00 Ævintýri Sherlock Holmes. Lokaþáttur. Breskur myndaflokkur í sjö þáttum sem gerðir eru eftir smásögum Conan Doyles. Aöalhlutverk: Jeremy Brett og David Burke. Þýöandi Björn Baldursson. 22.50 Villta vestriö (Westworld) Bandarisk bíómynd frá 1973. Leikstjóri Michael Cricthon. Aöalhlutverk: Yul Brynner, Richard Benjamin og James Brolin. I skemmti- garöi framtiöarinnar býöst gestum að skylmast viö miðalda riddara, svalla meö hinum fornu Rómverjum og skemmta sér í villta vestr- inu. Vélmenni sjá gestum fyrir afþreyingu en eitt þeirra hættir aö láta aö stjórn og ofsækir mennska menn. Myndin er alls ekki við hæfi barna. Þýöandi Sigurgeir Steingrímsson. 00.30 Dagskrárlok. Stjórnandi: Hallgrimur Thor- steinsson. 23.00 Túlkun í tónlist. Rögn- valdur Sigurjónsson sér um þáttinn. 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. 12.00 Hlé 14.00 Spjallogspil Stjórnandi: Ásta R. Jóhann- esdóttir. 16.00 Ótroðnar slóöir Halldór Lárusson og Andri Már Ingólfsson stjórna þættl um kristilega popp- tónlist. 16.00 í gegnum tíðina Þáttur um íslenska dægur- tónlist i umsjá Jóns Ólafs- sonar. 17.00 Gullöldin Guðmundur Ingi Kristjáns- son kynnir lög frá sjöunda áratugnum. 18.00 Hlé 20.00 Vinsældalisti hlustenda rásartvö Páll Þorsteinsson kynnir tíu vinsælustu lög vikunnar. 21.00 Gestagangur hjá Ragnheiði Davíösdóttur. 22.00 Rökkurtónar Stjórnandi: SvavarGests. 23.00 Tangó Síöasti þáttur Trausta Jóns- son og Magnúsar Þórs Jónssonar um fslenska tangótónlist. 24.00 Dagskrárlok. Fréttir eru sagðar í þrjár minútur kl. 11.00, 15.00, 16.00og 17.00. SVÆÐISÚTVÖRP REYKJAVÍK ( 17.03—18.00 Svæðisútvarp . fyrir Reykjavík og nágrenni, — FM 90,1 MHz. AKUREYRI 17.03—18.30 Svæöisútvarp fyrir Akureyri og nágrenni — FM 96,5 MHz.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.