Morgunblaðið - 13.03.1986, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 13.03.1986, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. MAR2 1986---------------------------------------------7* Sjö sjómenn eiga Markús- arnetinu líf sitt að launa „Nýju hylkin mun meðfærilegri,“ segir Pétur Th. Péturs- son framkvæmdastjóri Björgunarnetsins Markúsar hf. „ÞAÐ ERU tvö ár síðan ný hylki utan um Markúsametin voru kynnt fyrst, sem eru mun auðveldari í meðförum en þau gömlu. Nú þarf aðeins eitt handtak til að losa hylki frá vegg og annað til að opna lokið. Eldri gerðin er með skrúfuðu loki, sem lengri tíma tekur að ná af. Það var eldri gerðin sem var um borð í rækjuveiðiskip- inu ms Guðmundi Einarssyni og því getur vel verið að lokið hafi verið til einhvers trafala. Það breytir hinu þó ekki að sjöundi maðurinn hefur nú bæst í hóp þeirra sem eiga Markúsarnetinu lífbjörg að þakka. Og það þrátt fyrir að netið sé iðulega ekki notað fyrr en önnur ráð þrýtur," sagði Pétur Th. Pétursson framkvæmda- stjóri Björgunarnetsins Markúsar hf. Eins og frá var greint í Morgun- blaðinu á þriðjudaginn hrökk skip- vetji um borð í Guðmundi Einars- syni útbyrðis þegar skipið var á rækjuveiðum norð-vestur af Kol- beinsey sl. föstudagskvöld, vegna bilunar í kraftblökk, sem notuð var við töku vörpunnar. Félagar hans köstuðu til hans björgunar- hring og spottum, en hvorugt dugði. Var þá brugðið á það ráð að henda til hans björgunametinu Markúsi og tókst skipveijanum að flækja sig nægilega vei í því til að hægt væri að draga hann um borð. Skipstjórinn á Guðmundi Ein- arssyni, Stefán Þór Ingason, full- yrti í samtali við Morgunblaðið á þriðjudaginn að björgunametið hefði bjargað lífi skipveijans. En hann sagði jafnframt að skrúfaða lokið á hólknum sem geymir björgunametið hafí orðið þeim til trafala og beindi þeim tilmælum til framleiðenda að þeir hönnuðu lokið þannig að hægt væri að ná því af með einu handtaki. „Tilmæli skipstjórans eru full- komlega eðlileg, því hann hefur ekki vitað um tilvist nýju gerðar- innar," sagði Pétur. „Og þau til- mæli hans, sem hann beindi til sjómanna, að þeir staðsettu Mark- úsametið á heppilegum stað í skipinu og æfðu sig í notkun þess, er tímabær. Það er mjög mikil- vægt að staðsetja hylkin á að- gengilegum stöðum í skipinu, svo ekki fari óþarfa tími í að komast að þeim. Ennfremur er mjög áríð- andi að sjómenn æfi sig í björgun með netinu, því þótt það sé tiltölu- lega einfalt í notkun getur reynsla af því skipt sköpum. Þegar óhöpp af þessu tagi eiga sér stað hafa menn ekki tíma til að hugsa," sagði Pétur. Hönnuður Markúsametsins, Markús B. Þorgeirsson, sem nú er látinn, kynnti það fyrst árið 1981. Siglingamálastofnun gerði það að skilyrði um síðustu áramót að slík net væm um borð í öllum jrfirbyggðum skipum. Að sögn Péturs höfðu þó yfír 300 skip komið sér upp Markúsameti fyrir áramótin. „Það sýnir að menn hafa trú á þessu björgunartæki," sagði Pétur. Hann sagði að hægt væri að fullyrða að netin hefðu bjargað a.m.k. sjö mannslífum. „Fjórir menn björguðust af þýska flutningaskipinu Kampen, sem fórst suður af Vestmannaeyjum í nóvember 1983, þegar bæði hafði mistekist að taka þá upp með björgunarhring og línu. Árið 1984 féll maður í höfnina í Eyjum og var bjargað í net. í október í fyrra fór skipveiji á loðnubátnum Gfgj- unni útbyrðis þegar verið var að taka inn nótina. Eins og endranær var byijað á því að kasta til hans hring og línu, en félagar hans náðu honum ekki upp fyrr en þeir gripu til netsins," sagði Pétur Th. Pétursson að lokum. Morgunblaðið/Bjami Pétur Th. Pétursson framkvæmdastjóri Björgunarnetsins Markús- ar hf. stendur við gömlu og nýju útgáfumar af hylkjunum utan um björgunametin. Pétur sýnir hvernig hægt er að kippa nýja hylkinu upp með einu handtaki. Lokið er smellt á og enga stund tekur að kippa því af. Við hylkið er tengd öryggislína, sem á að tryggja að hylkið týnist ekki þótt það losni frá í sjógangi. „Það er nauðsynlegt að hylkin séu staðsett útivið, helst við stýrishúsið, svo hægt sé að grípa til þeirra strax ef þörf krefur,“ sagði Pétur. I 1 i i i I t Volvo’86 Volvo’86 Volvo’86 340 DL 240DL 740 GL Áður: 563.000, Verð nú: Áður: 747.000 Verð nú: Áður: 926.000\- Verð nú: 399.000,- 561.000,- 699.000,- I 0 O m- mvMtmABm SUÐURLANDSBRAUT 16 - SÍMI 35200 I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.