Morgunblaðið - 13.03.1986, Side 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR13. MARZ1986
• Lokaðir.olíu-
kældir
og sjálfsmyrj-
andi
• Vatnsþétting-
IP 66
• Fyllsta gang-
öryggi,
lítið viðhald
= HÉÐINN =
VÉLAVERSLUN, SÍMI 24260
SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA- LAGER
Flísar
flísaefni
verkfæri
Komiðl sýningarsal okkar
og skoðíð möguleikanaá
notkun Höganás flísa í húsið.
Veljið síðan
Högahás
fyrirmynd
annarraflísa
= HÉÐINN =
SELJAVEGf 2, REYKJAVIK
V^terkurog
hagkvæmur
auglýsingamiöill!
Fríverslunarsamn- #
ingur við Bandaríkin
eftir Gunnar
G. Schram
Þau mistök urðu í blaðinu
í gær að grein Gunnars G.
Schram alþingismanns um
skatta- ogg tollalækkanir
birtist undir rangri fyrir-
sögn. Fyrirsögnin átti að
vera: SKATTAR OG TOLL-
ARLÆKKAÐIRUM
MILLJARÐ KRÓNA. - Hér
á eftir ferð grein Gunnars
um fríverslunarsamninginn
við Bandaríkin. — Blaðið
biðst afsökunar á þessum
mistökum.
/ Fyrir skömmu bar ég fram á
Alþingi tillögu um að ríkisstjómin
he§i könnun á gerð fríverslunar-
samnings við Bandaríkin með hlið-
sjón af því hver yrði viðskiptalegur
hagur af slíkum samningi fyrir ís-
lenska atvinnuvegi og útflutnings-
starfsemi.
Fríverslunarsamningur við
Bandaríkin myndi opna okkur ís-
lendingum nýja markaði í auðug-
asta landi veraldar og gæti, ef vel
tekst til, orðið til verulegra hags-
bóta fyrir útflutningsatvinnuveg-
ina, ekki síst iðnaðinn.
Mikilvægasta
viðskiptasvæðið
f Bandaríkjunum er að fínna
mikilvægasta markaðinn fyrir ís-
lenskar útflutningsafurðir. Ekkert
eitt ríki kaupir jafnmikið af fram-
leiðslu okkar og Bandaríkin en
þangað fóm 29% útflutningsins árið
1984.
Nú er hér fyrst og fremst um
að ræða útflutning á ýmiss konar
sjávarafurðum. En það er álit þeirra
sem gerst þekkja til að á komandi
áram verði unnt að stórauka út-
flutning íslenskra iðnaðarvara til
Bandaríkjanna en þar fæst einna
hæst verð fyrír slíkar vörar. Mikil-
væg forsenda þess er þó að tollar
á slíkum vöram fáist þar lækkaðir.
Ef slíkt tækist gæti það orðið mikil
Gunnar G. Schram
,;Um langan aldur hafa
Islendingar átt náið og
gott samstarf við
Bandaríkin í stjórn-
málum og varnarmál-
um. Slíkt skref, sem hér
er um að ræða, mundi
enn treysta sambandið
við þessa forustuþjóð
þar sem mikilvægustu
markaðir okkar eru.“
lyftistöng fyrir íslensk iðnfyrirtæki
sem ættu þá auðveldara með að
vinna þar nýja markaði fyrir fram-
leiðsluvörar sínar. Er hér því um
að ræða mjög mikilvægt hagsmuna-
mál fyrir íslenskan iðnað og vöxt
hans og viðgang í framtíðinni.
í stóram dráttum má segja að
ávinningurinn af gerð fríverslunar-
samnings við Bandaríkin yrði eftir-
farandi:
1. Tollar á íslenskum framleiðslu-
vöram yrðu lækkaðir og felldir
niður. Sú upphæð nam 129
millj. kr. árið 1984.
2. Samkeppnisaðstaða íslenskra
útflytjenda á bandaríska mark-
aðnum mundi mjög batna gagn-
vart öðram þjóðum.
3. Bandarískar vörar mundu lækka
í verði hér á landi.
4. Möguleikar mundu skapast á
samvinnu erlendra og íslenskra
fyrirtækja til framleiðslu hér á
landi til útflutnings, bæði til
Bandaríkjanna og Evrópu
(EFTA- og EBE-landanna).
5. Viðskiptatengsl og efnahags-
samvinna Islands og Bandaríkj-
anna mundi vaxa í veralegum
mæli.
Árið 1984 var útflutningsverð-
mæti vöra, sem flutt var frá íslandi
til Bandaríkjanna, 6686 millj. kr.
eða um 211 millj. dollara. Hér var
um 107 vörategundir að ræða og
var tollur sá, sem af þeim var
greiddur, 129 millj. ísl. kr. Innflutn-
ingur frá Bandaríkjunum nam á
sama ári 1806 millj. ísl. kr. Tollar
af honum vora 323 millj. kr.
Hætta á fisktollum
Sjávarafurðir era stærsti hluti
útflutningsins til Bandaríkjanna en
af þeim era einnig greiddir lægstu
tollamir. Rúmlega þriðjungur af
útflutningi sjávarafurða er tollfijáls
í Bandaríkjunum. Annars eru lágir
tollar af honum, t.d. um 2 sent á
pund af frystum flökum. Miklu
hærri toilar era á unnum fískafurð-
um og hefur það hindrað útflutning
þeirra. Alls voru árið 1984 greiddar
57 millj. kr. í tolla af íslenskum
sjávarafurðum sem til Bandaríkj-
anna vora fluttar en verðmæti
þeirra var 5657 millj. kr. Má ætla
að á þessu ári verði tollamir a.m.k.
70-80 millj. kr.
Hér er þó á það að líta að í
Bandaríkjunum er nú vaxandi
þrýstingur á að lagður verði inn-
flutningstollur á frystan físk frá
austurströnd Kanada. Þegar hefur
verið lagður tollur á ferskan físk
sem kemur frá Kanada og er hann
6,85%. Munu bandarísk stjómvöld
taka ákvörðun um það síðast í
marsmánuði hvort tollur verður
einnig lagður á frystan físk frá
Kanada. Augljós hætta er á því að
kröfur komi fram um að slíkir tollar
verði lagðir á sjávarafurðir í Banda-
ríkjunum frá fleiri samkeppnisaðil-
um en Kanada og gæti það haft
afdrifaríkar afleiðingar fyrir ís-
lenskan sjávarútveg. Fríverslunar-
samningur íslands og Bandaríkj-
anna mundi hins vegar bæta stöðu
okkar í þessum efnum.
Landbúnaðarafurðir vora fluttar
út til Bandaríkjanna árið 1984 fyrir
41 millj. kr. á þáverandi gengi. Af
þessum útflutningi vora greiddar 3
milj. kr. í tolla eða 7%. Hæstur er
innflutningstollurinn á ostum eða
9,1% af verðmæti, en lægri á öðram
vörutegundum. Það er ljóst að ef
draumar manna í landbúnaði eiga
að rætast um stóraukinn útflutning
íslenskra landbúnaðarafurða til
Bandaríkjanna yrði fríverslunar-
samningur mikilvægur í því efni.
Nýir markaðir
fyrir iðnaðinn
Hæstu tollamir era greiddir af
íslenskum iðnaðarvöram sem flutt-
ar era út til Bandaríkjanna. Er þar
um að ræða næststærsta útflutn-
ingsflokkinn, en hann nam 525
millj. kr. árið 1984. Jafnframt er
þetta sú framleiðsla sem mestar
vonir era bundnar við að unnt verði
að auka útflutning á til Bandaríkj-
anna í framtíðinni. Af iðnaðarvör-
um vora árið 1984 greiddar 68
millj. kr. í tolla við innflutning til
Bandaríkjannaeða 11,4%.
Þar sem tollar af iðnaðarvöram
era mun hærri en af öðram vörateg-
undum sem við flytjum út til Banda-
ríkjanna er full ástæða til þess að
leggja sérstaka áherslu á lækkun
tolla á þessum vöram ef upp verða
teknar viðræður um fríverslunar-
samning milli landanna. Að mati
Verslunarráðs íslands og samtaka
iðnrekenda draga þessir háu tollar
til muna úr samkeppnismöguleikum
íslenskrar iðnaðarvöra á Banda-
ríkjamarkaði en einmitt þar er að
vænta aukinnar fjölbreytni í út-
flutningi í framtíðinni. Má í þessu
sambandi nefna að um þessar
mundir á íslenski ullariðnaðurinn í
veralegum erfiðleikum en Banda-
ríkin hafa verið besti markaðurinn
í þeim efnum. Tollalækkanir á ullar-
vöram mundu verða mikil hagsbót
fyrir þá iðngrein sem tvímælalaust
á enn mikla möguleika fyrir sér.
Stofnfundur Félags aldraðra undirbúinn:
Tuttugu þúsund íbúar á höfuð-
borgarsvæðinu sextíu ára og eldri
LAUGARDAGINN 15. mars
verður haldinn stofnfundur
Félags eldri borgara í Reykja-
vík og nágrenni. Undirbúning-
ur að stofnun félagsins hefur
verið unninn af fólki tilnefndu
af aðildarfélögum Alþýðusam-
bands íslands í Reykjavík og
Hafnarfirði, frá Starfsmanna-
félagi Reykjavíurborgar auk
fólks úr sérstökum áhuga-
mannahópi um þessi mál. Fé-
laginu er ætlað að gseta hags-
muna eldri borgaranna i hvi-
vetna.
Á fundi með undirbúnings-
nefndinni kom m.a. fram að lagt
er til að inngönguskilyrði í félagið
verði bundið við aldur, félagar
verða að vera 60 ára eða 60 ára
á árínu, makar félagsmannna
hafí þó rétt á inngöngu í félagið
þó þeir séu yngri. Styrktarfélagar
geta allir orðið, einstaklingar, fé-
lög og fyrirtæki. Talið er að um
20.000 manns séu 60 ára og eldri
í Reykjavík og nágrenni, lífaldur
manna lengist í sífellu og sögðu
Morgunblaðið/Emilla
Undirbúningsnefnd að stofnun Félags aldraðra, frá vinstri Hrafn Magnússon, Guðríður Elíásdóttir,
Snorri Jónsson, Haraldur Hannesson, Bergsveinn Sigurðsson, og Jón Hjálmarsson.
félagar í undirbúningsnefndinni
nauðsynlegt að búa fólk undir
efri árin með nokkram fyrirvara
og því æskilegt að það gerist fé-
lagar áður en það hættir vinnu
sökum aldurs. Meðal hlutverka
félagsins er að vinna að efnahags-
legu öryggi aldraðra, vinna að
úrbótum í húsnæðismálum þeirra,
koma á vinnumiðlun aldraðra,
skipuleggja tómstundastarf,
stuðla að líkamsþjálfun og útivist
eldra fólks, leitast við að hafa
áhrif á lagasetningu og ákvarðan-
ir sem varða hagsmuni þessa
hóps. Þá sögðu félagar f undir-
búningsnefndinni það verðugt
verkefni að vinna að úrbótum í
lífeyrismálum og koma á upplýs-
ingastarfsemi um ýmiss réttindi
og skyldur sem eldra fólk vissi
oft á tíðum lítið um. Lögð var
áhersla á þær breytingar sem
orðið hafa á undanfömum áram,
nú vinna um 80% kvenna utan
heimilis og því í fáum tilfellum
hægt að hýsa fullorðna foreldra
eða ættmenni á heimilum. Félag-
inu er einnig ætlað að draga úr
einmanaleika sem efri ár hafa oft
í för með sér, og sögðu félagar í
undirbúningsnefndinni að þeir
vonuðu að fjölmennur hópur kæmi
á stofnfundinn sem haldinn verður
í Súlnasal Hótel Sögu kl. 13.30
nk. laugardag, því með sameigin-
legu átaki væri auðveldara að
gæta hagsmuna eldri borgaranna.