Morgunblaðið - 13.03.1986, Side 21
" MORGUNBLAÐH), FIMMTUDAGUR13. MARZ 1986 21
Samvinna við
erlend fyrirtæki
Þá skal á annað atriði minnst sem
hér getur skipt miklu máli. Ef frí-
verslunarsamningur yrði gerður við
Bandríkin gætu skapast möguleikar
á því að erlend fyrirtæki verði reiðu-
búin til þess að setja upp fyrirtæki
hér á landi í samvinnu við íslenska
aðila. Slík fyrirtæki mundu fram-
leiða vöru sem ætti þá greiðan
aðgang að markaði bæði í Evrópu
(vegna EFTA- og EBE-samninga
okkar) og í Bandaríkjunum. Hér er
um mjög áhugaverða iðnaðarkosti
að ræða en slík fyrirtækjasamvinna
(Joint ventures") mundi bæði
skapa aukna atvinnu hér á landi
og stuðla að innflutningi á flár-
magni ogtækniþekkingu.
Loks skal þess getið að fríversl-
unarsamningur við Bandaríkin
mundi mjög treysta og efla við-
skiptatengsl og efnahagssamvinnu
landanna tveggja. Um langan aldur
hafa íslendingar átt náið og gott
samstarf við Bandaríkin í stjóm-
málum og vamarmálum. Slíkt
skref, sem hér er um að ræða,
mundi enn treysta sambandið við
þessa forastuþjóð þar sem mikil-
vægustu markaðir okkar era. Væri
það-tvímælalaust íslensku þjóðinni
í hag og í samræmi við þau sjónar-
mið sem efst era á baugi í sam-
starfi vestrænna vinaþjóða.
Fríverslunarsamningar
Bandaríkjanna og
annarraþjóða
Árið 1983 vora gerðir einhliða
fríverslunarsamningar af hálfu
Bandaríkjanna við nokkur eyríki í
Karíbahafinu og ríki í Mið-Ameríku.
Er markmiðið með þessum samn-
ingum að örva útflutning til Banda-
ríkjanna frá þessum löndum og
bæta með því efnahag þeirra, Qölga
atvinnutækifæram og bæta
greiðslujöfnuð. Er hér um að ræða
einhliða samning við þessi lönd til
12 ára.
Þá hafa Bandaríkin gert fríversl-
unarsamning við ísrael sem undir-
ritaður var 22. apríl 1985. Hann
kveður á um lækkun og síðar niður-
fellingu tolla á mörgum vöraflokk-
um sem ísraelsmenn flytja út til
Bandaríkjanna.
Kanadamenn hafa að undan-
fömu sýnt mikinn áhuga á því að
fríverslunarsamningur verði gerður
milli þeirra og Bandaríkjamanna.
Hefur Mulroney, forsætisráðherra
Kanada, beitt sér mjög fyrir form-
legum viðræðum við Bandaríkja-
stjóm um málið. Samkvæmt upp-
lýsingum frá sendiráði íslands í
Washington er búist við því að
gengið verði til formlegra viðræðna
af hálfu Bandaríkjamanna við
Kanadamenn í apríl á þessu ári að
fengnu samþykki Bandaríkjaþings
um slíkar viðræður. Könnunarvið-
ræður um fríverslunarsamning hóf-
ust í febrúarmánuði sl.
Við aðrar þjóðir hafa Bandaríkin
ekki enn gert fríverslunarsamninga
en full ástæða er til þess að íslend-
ingar kanni slíka samningagerð,
eins og fram var tekið i upphafi
þessarar greinar, vegna þeirra
augljósu viðskiptahagsmuna íslend •
inga sem þar era í húfi.
Höfundur er einn afþingmönnum
Sjálfstæðisflokks fyrir Reykjsnes-
kjördæmi.
í dag opnum við á nýjum stað að Skipholti 50c,
gegnt Tónabíói. Við munum áfram keppast við að
veita sem besta þjónustu og bjóðum eldri viðskipta-
vini sérstaklega velkomna á nýja staðinn. Snyrtifr-
æðingurinn María Kristmanns hefur nú gengið til
liðs við okkur og mun því stofan hér eftir heita
Hárgreiðslu- og snyrtistofan Safír.
Veríð velkomin
Hárgreiðslu- og
snyitistofan
VIÐ FLYTJUM OKKCIR UM SET
OG FACJM MVTT SÍMAMÚMER: 68-85-80
Rolex Oyster Quartz
er verðmœíasta Rolex úr sem fœst á íslandi.
Pað er handunnið
úr 18 karata gulli og skurðlceknastáli.
Urið kostar
101.885 krónur út úr búð.
| Síríus Gullið
| er verðmesta rjómasúkkulaði sem steypt er
| hjá Nóa Síríus.
ö Uppskriftin er gamalreynd, hráefnin fyrsta flokks
og Gullið fœst bœði sem hreint rjómasúkkulaði
og með hnetum, rúsínum,
rice crispies eða hnetum og rúsínum.
Gullið kostar innan við
60 krónur út úr búð.
Veldu íslenskt... JMOÐ^MDHdílS ef það er betra!