Morgunblaðið - 13.03.1986, Síða 22
22_____________MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13.MARZ 1986_
Hvað er fj amám?
eftir Ásgeir Friðgeirsson
Frá í haust hafa verið talsverðar
umræður í blöðum hér á landi um
flamám og fjarkennslu. Hafa þar
kvatt sér hljóðs jafnt áhugamenn
sem fagmenn. Umræðan hefur fyrst
og fremst snúist um ágæti og
hagkvæmni náms með þessum
hætti og þá þörf sem skapast hefur
fyrir þetta námsform. (Sbr. R.
Fleckenstein: Morgunblaðið
20.12.’85.)
Kvennaframboðskonur gáfu frá
sér í haust yfirlýsingu um nauðsyn
þess að hagnýta með skipulögðum
hætti sjónvarp og hljóðvarp til
uppfræðslu og fyrrum ráðherra
mennta- og fjármála, Ragnar Am-
alds, lagði í haust fram frumvarp
á Alþingi um opinn háskóla að
breskri fyrirmynd. í umræðunni um
frumvarp þetta kom fram stuðning-
ur þingmanna úr öllum flokkum og
er það augljóst merki þess að hér
sé á ferðinni hið mesta framfara-
mál.
í þessari grein hyggst ég reyna
að svara spumingunum „Hvað er
Qamám og hvemig fer það fram?“
I upphafí greini ég frá þeim náms-
og samskiptaleiðum sem eru fjar-
skólanum sæmilega færar en síðan
lýsi ég í stuttu máli hvemig Opni
háskólinn skipuleggur og hagnýtir
þessar leiðir. Ég fjalla síðan sér-
staklega um sjónvarps- og hljóð-
varpskennslu og líklega eru þessir
miðlar einna efst í huga þeirra er
hugleiða fjarnám. Umfjöllunin er
fýrst og fremst kennslufræðileg en
einnig má greina þekkingar- og
táknfræðilega þræði. Að lokum segi
ég fáein orð um aðrar leiðir en
greiðfærur sjónvarps og hljóðvarps.
Hvað er fjarskóli?
í Qarskóla fer fram fjamám og
íjarkennsla. í grundvallaratriðum
er Qamám ekkert svo frábrugðið
venjulegu eða hefðbundnu námi.
Fjamám byggist að miklu leiti á
lestri nemandans og glímu hans við
verkefni af ýmsu tagi. Það sem
gerir ijarnámið frábrugðið er af-
staða nemandans gagnvart kenn-
ara og öðrum nemendum og form
samskiptanna sem fram fara milli
þessara aðila.
Nemandinn þarf ekki að sækja
tíma eða setjast á skólabekk í eigin-
legri merkingu þessara hugtaka. í
fjarnámi á nemandinn að geta að
mestu leiti stundað námið heima
fyrir og er því upplýsingum miðlað
milli nemanda og skóla með marg-
víslegum hætti. Leiðir samskipt-
anna eru sumar hverjar hefðbundn-
ar en aðrar eru nýjar af nálinni.
Þær helstu eru: — útsendingar í
hljóðvarpi og sjónvarpi — heimsend-
ingar mynd- og hljóðbanda — út-
sendingar sjónvarps á rituðum
og/eða grafískum upplýsingum —
heimsendingar á efni fyrir gagnvirk
myndbönd — birting greina eða
tilkynninga í blöðum eða tímaritum
— póstsendingar bréfa, bæklinga
og bóka — símasamband — viðtöl
eða fundir með leiðsagnakennurum
og námsráðgjöfum — nemenda-
fundir — stutt námskeið.
Eins og sjá má eru sumar þessara
samskiptaleiða einstefnur og aðrar
tvístefnur og nýtast þær því sem
slíkar.
Opni háskólinn í Bretlandi er frá-
brugðinn öðrum háskólum þar í
landi um tvennt. í fyrsta lagi hefur
hann engin inntökuskilyrði en þrátt
fyrir það eru próf frá honum jafn-
gild öðrum breskum háskólapróf-
um. í öðru lagi er Opni háskólinn
fjarskóli og sem slíkur er hann trú-
lega sá þróaðasti í heiminum í dag,
en nú býr skólinn yfír 18 ára reynslu
á sviði fjamáms.
Til að koma í veg fyrir misskiln-
ing þá er rétt að geta þess að fjar-
nám á ekki einungis við háskóla-
nám. Allskonar nám getur farið
fram með þessum hætti — endur-
menntun hverskonar, iðn-, fram-
halds- og grunnskólanám og nám-
skeið margskonar.
Nám í Opna háskólanum byggir
á §órum meginþáttum. í fyrsta lagi
eru tilteknar greinar eða bækur
lesnar. í öðru lagi er horft eða
hlustað á út- eða heimsent efni. í
þriðja lagi er sambandi haldið við
kennara m.a. með símtölum, bréfa-
skiptum og fundum. I íjórða lagi
fer fram námsmat og verkefni eru
unnin, ýmist skriflega (ritgerðir,
próf og sjálfsmat sem er unnið
heima og póstsent) eða verklega
(t.d. tilraunir og tölvuþjálfun sem
fram fer ýmist heima eða á nær-
liggjandi stöðum þar sem Opni há-
skólinn á inni).
Það er mat manna hjá Opna
háskólanum að fjölbreytni náms-
leiða og jafnræði meginþáttanna
ijögurra sé nauðsynlegt ijarkennsl-
unni. Áður en við lítum nánar á þá
staðhæfíngu er rétt að fjalla um
hinar einstöku leiðir í fjamámi.
Útsendingar í hljóð-
varpi og sjónvarpi
Strax í upphafí er rétt að gera
greinarmun á formlegri og óform-
legri menntun. Að þessu sinni get-
um við sagt að munurinn sé svipað-
ur og á kennslu og fræðslu. Ríkisút-
varpið, bæði hljóðvarp og sjónvarp,
hefur alla tíð lagt mikla áherslu á
fræðslu í dagskrárgerð sinni og oft
hefur það lagt metnað sinn í að
vera menntandi. Gott dæmi þess
er Málstefna Ríkisútvarpsins frá í
haust en þar segir m.a. að allt
málfar í rfkisútvarpinu eigi að vera
til fyrirmyndar. Einnig má nefna
einstaka þætti eins og t.d. þætti
um ferðamál, umferðarmál eða
Ásgeir Friðgeirsson
„I grundvallaratriðum
er fjarnám ekkert frá-
brugðið venjulegu eða
hefðbundnu námi. Fjar-
nám byggist að miklu
leiti á lestri nemandans
og glímu hans við verk-
efni af ýmsu tagi.“
daglegt mál. Þetta framlag ber að
hafa í huga og virða en þegar er
talað um íjamám í hljóðvarpi og
sjónvarpi er einnig átt við formlegt
nám eða beina kennslu, en þar er
hljóðvarps- og sjónvarpskennsla
skilgreindur hluti af skipulögðu
námi, sem að líkindum er þroskandi,
fræðandi og göfgandi eins og
margir fræðsluþættimir em en leið-
ir einnig til prófa og réttinda.
Það er mikilvægt að greina í
sundur formlegt og óformlegt nám,
en það er ekki síður mikilvægt að
greina á hvem hátt hvort formið
þjóni öðru þ.e. að t.d. kennsluþáttur
í hljóðvarpi sé þannig úr garði
gerður að hann svali öðrum en þeim
sem eru í skipulögðu námi og þá
sömuleiðis að fræðsluþættir geti
þjónað nemendunum.
Kennsluefnið er bæði hægt að
senda út á sérstökum kennslurásum
eða á rásum þeirra stöðva sem fyrir
em. Það gefur auga leið að nám
af þessu tagi krefur nemendur
einungis um aðgang að sjón- eða
hljóðvörpum og að þeir hafí tíma
aflögu á meðan á útsendingum
stendur.
Kennsla af þessu tagi hentar vel
í stijálbýlu landi eins og íslandi þar
sem dreifíkerfíð er til staðar.
Heimsendingar mynd-
og hljóðbanda
í stað útsendinga er hægt að
heimsenda kennsluefnið á hljóð- eða
myndböndum til einstaka nemanda
eða nemendahópa. Þessi kostur
hefur það helst framyfir útsending-
ar að nemandinn sjálfur ræður
námshraðanum. Hann getur stöðv-
að bandið, endurtekið, farið hægt
og hratt, aftur á bak og áfram,
allt eftir sínum eigin þörfum. Vegna
þess hefur það orðið raunin t.d. í
Bretlandi, að heimsent efni er fram-
leitt öðmvísi. Efnið er samanþjapp-
aðra, spumingum er oftar varpað
fram, kaflaskil em tíðari en á kafla-
skilum er ætlast til að bandið sé
stöðvað og námsefnið riQað upp.
Raunar er engin ástæða til að ein-
skorða heimsent efni við sérstaka
eða sérsniðna þætti. Það er heil-
margt í dagskrám hljóðvarps og
sjónvarps sem reynst getur mjög
gagnlegt fyrir nemendur að líta eða
hlusta á og því væri æskilegt að
íjarskóiinn gæti boðið upp á slíkt
efni til heimsendinga.
Heimsendingar hljóðbanda hafa
mjög mikið mtt sér til rúms í Ijar-
skólum Evrópu og N-Ameríku og
einmitt vegna þess hversu vel það
hentar nemendum auk þess sem
það er ódýrari kosturinn ef nemend-
ur í hveijum einstaka námsáfanga
em fáir. í Opna háskólanum í
Bretlandi em útsendingar hljóð-
varps nú sáralitlar því í flestu tilliti
koma heimsendingamar miklu bet-
ur út. Menn þar áætla að í byijun
næsta áratugar muni útsendingar
kennsluþátta í sjónvarpi vera marg-
falt færri en nú gerist en að heim-
sendingar myndbanda muni stór-
aukast jafnhliða aukinni mynd-
bandstækjaeign heimilanna.
Hvenær hentar sjónvarp
og hvenær hljóðvarp?
Ástæða er til að fjalla um sér-
kenni þessara miðla, hljóðvarps og
sjónvarps, og þá sérstaklega í ljósi
þess hvers konar nám og hvemig
námsmarkmiðum er best að vinna
að í hljóðvarpi annars vegar og sjón-
varpi hins vegar.
Sjónvarp hentar vel við kennslu
og þjálfun handbragða og líkam-
legra hreyfínga eða þegar markmið
námsins em fæmi og leikni á ein-
hveiju sjáanlegu sviði. Einnig fer
vel á að sjónvarpa kennslu þegar
áhersla er á tengslum eða hreyfíng-
um hluta í rúmi og er mér þá efst
í huga viðfangsefni eins og hegðun
manna og dýra, eðlis- og efnafræði-
lögmál og hlutverk einstakra þátta
í flóknu samspili, eins og t.d. sagan
fæst oft við, sjónvarpsþættir um
söguleg efni em mjög áhrifaríkir
miðað við aðrar leiðir í sögukennslu,
en yfírleitt sæta slíkir þættir mikilli
gagnrýni og þá oftast vegna vals á
heimildum og efnistaka. Fyrir því
er yfírleitt sú ástæða að i sjónvarpi
em strangari takmarkanir á tíma
og lengd en í nokkmm öðmm miðli.
Athuganir á hvemig börn og
unglingar skynja, læra og leggja á
minnið sjónvarpaðri atburðarás og
atburðarás miðlaðri með öðmm
hætti, gefur til kynna að hugur
þeirra skynjar og nemur af sjón-
varpi með svipuðum hætti og ef þau
sjálf hefðu verið raunvemlegir
áhorfendur að raunvemlegum at-
burði. Þessar niðurstöður segja mér
að sjónvarpið geti aukið endurkast
raunvemleikans á skólann, en það
er sönn gagnrýni á alla skóla að
tengsl þeirra við lífíð sjálft, atvinnu-
lífíð, samfélagið, heimilið eða hvaða
afbrigði raunvemleikans sem við
kjósum að nefna, em veik. M.a.
vegna mikillar og meðvitaðrar notk-
unar á sjónvarpi í fjarskólanum,
ættu tengsl hans við raunvemleik-
ann að geta verið nokkuð traust.
Áðumefnd athugun leiddi einnig
í ljós að frásagnir, lesnar eða heyrð-
ar em ekki skynjaðar eða lagðar
á minnið sem hluti af persónulegri
reynslu. Hins vegar er túlkun á
efni þannig miðluðu, mun persónu-
legri eða eins og unnendur þjóð-
sagna vita best, að fátt hreyfir
hraustlegar við ímyndunarafli hvers
og eins en góð frásögn.
Þá er ég kominn að því sem
mætti nefna styrkur hljóðvarps
sem kennslumiðils.
I öllum skólum er lögð áhersla á
mælt mál og má að sjálfsögðu beita
ýmsum aðferðum við nám af því
tagi. Það er hins vegar mín vissa
að upplestur í hljóðvarpi eða hljóð-
bönd er fáfarin en góð og ódýr leið
að námsmarkmiðum tengdum máli,
málnotkun og bókmenntum. Upp-
lestur gefur orðum huglægari blæ
og merkingu en önnur miðlun.
Hversu oft skynjar maður t.d. ekki
ljóð á nýjan hátt við áheym. í
samanburði við sjónvarp er hljóð-
varp markvissari miðill á ákveðnum
sviðum máls og málnotkunar, því
skjár sjónvarpsins er hlaðinn tákn-
um sem skerpa tiltekna merkingu
en dreifa um leið athyglinni og útmá
hina fjölbreytilegu merkingaflóru
hinna einstöku orða. Með öðram
orðum þá er við upplestur hinni
persónulegu túlkun gert hátt undir
höfði og ef að í námi er áhersla á
slíku, þá er hljóðvarp eða hljóðband
ákjósanlegur miðill.
Eins og ég hef minnst á að fram-
an þá hefur Ríkisútvarpið — hljóð-
varp langa og góða reynslu af gerð
þátta um vort ástkæra mál og era
þessir þættir afþragðs dæmi um
hversu sá miðill hentar vel til
kennslu og fræðslu á þessu sviði.
Sambærilegir þættir vora í vetur í
sjónvarpinu og era þeir þættir vís-
4
Reykjavík:
Gjöf til líknar-
starfs í Reykjavík-
urprófastsdæmi
Á SAFNRÁÐSFUNDI í Reylqa-
vikurprófastsdæmi, sem haldinn
var 16. febrúar sl., var lesið upp
bréf sem Gísli Sigurbjörnsson
forstjóri skrifaði f.h. stjórnar
Elli- og hjúkrunarheimilisins
Grundar í Reylqavík. í bréfi
þessu er prófastsdæminu fært
fyrirheiti um framlag í Starfs-
sjóð safnaðarhjálparinnar í
Reykjavíkurprófastsdæmi og
það skilyrði eitt sett, að þeir
söfnuðir sem æskja framlags,
helgi einn dag safnaðarhjálpinni
heima fyrir og hafi uppi fjáröfl-
un til hennar. Safnaðarráðið
Frá vinstri; herra Pétur Sigurgeirsson biskup, sr. Ólafur Skúlason dómprófastur og Gísli Sigurbjöms-
son, forstjóri Elli- og hjúkrunarheimilisins Grandar, sem afhenti tveggja milljóna króna gjöf til sjóðs
fyrir safnaðarhjálp í Reylqavíkurprófastsdæmi.