Morgunblaðið - 13.03.1986, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 13.03.1986, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR13. MARZ 1986 25 | Aðalfundur Samtaka um vestræna samvinnu: Andstæðingar vest- rænnar samvinnu eiga undir högg að sækja — sagði Björn Bjarnason, fráfar- andi formaður samtakanna lagsmanna og víðar, svo sem greinasafni eftir dr. Amór Hanni- balsson, sem gefíð var út sérprentað í bæklingi undir nafninu „Friður eða uppgjöf", greinaflokki eftir Birgi ísleif Gunnarsson um Nómenkiat- úra, bók rússneska sagnfræðingsins Michaels Voslensky um herrastétt- ina í Sovétríkjunum, tveimur heft- um af ársritinu „NATO-fréttum“ og „Handbók NATO“. Tvær fræðsluferðir voru fama á tímabilinu (til Belgíu og Hollands). Fráfarandi formaður kvaðst telja, að þau viðhorf, sem félagið berðist fyrir í utanríkis- og öryggis- málum, ættu traustu og vaxandi fylgi að fagna meðal þjóðarinnar. Bjöm Bjarnason sagði m.a.: „Ég er þeirrar skoðunar, að á þeim tveimur ámm, sem þessi skýrsla nær til, hafí þróun stjóm- mála í landinu ekki verið öndverð markmiðum félagsskapar okkar. Andstæðingar vestrænnar sam- vinnu eiga undir högg að sækja hér á landi, en ekki við, sem styðjum hana. Að sjálfsögðu geta alltaf gerzt þeir atburðir, sem breyta þessari stöðu, en þó á ég erfitt með að sjá, hveijir þeir gætu orðið. Lík- legasta þróunin er að mínu mati sú, að þeir, sem eru okkur ósam- mála, reyni að laga sig að því að sættast við okkur um meginstefn- una, þá meginstefnu, að íslendingar þurfí að gæta öryggishagsmuna sinna og það verði bezt gert með samstarfí við friðsamar nágranna- þjóðir. Á hinn bóginn er líklegt, að þeir reyni að fínna ágreiningsefni, sé þess einhver kostur, og snerta þau einkum allt, er lýtur að kjarn- orkuvopnum, eins og dæmin sanna.“ Bjöm Bjamason gaf ekki kost á sér til endurkjörs í formannssæti, en hann var hins vegar endurkosinn í stjóm. Jón Abraham Ólafsson, Ásgeir Jóhannesson ogGunnlaugur Claessen gáfu ekki kost á sér til endurkjörs í stjórn. Eftir stjómar- kjör er stjómin þannig skipuð: Hörður Einarsson (formaður), Hrólfur Halldórsson, Eiður Guðna- son, Bjöm Bjamason, Hörður Sig- urgestsson, Páll Heiðar Jónsson, Kjartan Gunnarsson, Jón Hákon Magnússon, Alfreð Þorsteinsson og Kjartan Jóhannsson. Félagsmenn em nú rúmlega hálft fímmta hundrað. Magnús Þórðar- son gegnir framkvæmdastjórastörf- umfyrir SVS. (Fréttatilkynning.) Iðngaðar á Akureyri: Gengið til samninga um kaup á húsnæði Akureyri, ll.marz. ÁKVEÐIÐ hefur verið að Akur- eyrarbær gangi til samninga við Aðalgeir og Viðar hf. um kaup á húsnæði fyrirtækisins við Aust- ursíðu, til starfrækslu iðngarða, á grundvelli tilboðs sem borist hefur frá fyrirtækinu. Reiknað er með að skrifað verði undir kaupsamning mjög fljótlega og sagði Helgi Bergs, bæjarstjóri, á bæjarstjórnarfundi í dag að samningur um kaup á húsnæðinu kæmi væntanlega til bæjarráðs til staðfestingar á næsta fundi þess. „Þetta húsnæði á að geta nýst til starfsemi ýmis konar iðnfyrir- tækja — hægt er að skipta hús- næðinu niður í einingar allt frá 70 fermetrum upp í 280 fermetra," sagði Helgi. Fram kom í máli bæjar- stjóra að húsnæðið yrði leigt nýjum fyrirtækjum og jafnvel yrði um kaupleigu að ræða, og þá til fímm ára. Bæjarfulltrúar sem tjáðu sig um málið lýstu ánægju með að iðngarð- ar væni nú í sjónmáli. AÐALFUNDUR Samtaka um vestræna samvinnu (SVS) var haldinn 27. febrúar síðastiiðinn í Kristalsal Hótel Loftleiða. Björn Bjarnason, fráfarandi formaður, flutti skýrslu um starfsemi samtakanna undan- farin tvö ár, en aðalfundur þeirra er haldinn á tveggja ára fresti. Ellefu fundir voru haldnir á tímabilinu og ein ráðstefna. Ræðumenn voru Sir Patrick Wall, Björn Bjarnason, ^ Geir Hallgrímsson (tvisvar), Ólafur Jóhannesson, Kjartan Jóhanns- son, Gunnar Gunnarsson, Guð- mundur Magnússon, Framjois de Hörður Einarsson, nýkjörinn formaður Samtaka um vestræna samvinnu. Trícornot de Rose, Jón Baldvin Hannibalsson, Roinan Smigi- elsky, Svenn Stray, dr. Christoph Bertram, dr. Michael Voslensky, Glenn R. Cella, Mary Dau og Matthías Á. Mathiesen. Á næst- unni verða haldnir fundir með Carrington lávarði, fram- kvæmdastjóra Atlantshafs- bandalagsins, og norskum gest- um á norsk-íslenzkri ráðstefnu, auk þess sem búizt er við fyrir- lestrum gesta frá Finnlandi og Portúgal. Samtökin stóðu að útgáfu 10. og 11. heftist „Viðhorfs". Öðru lesefni var einnig dreift meðal fé- 'V] Vestfrost FRYSflKISTUR DÖNSKgceéavara VESTFROST frystikisturnar eru búnar hinum viðurkenndu Danfoss frysti- kerfum. Hverri VESTFROST frystikistu fylgja 1-2 geymslukörfur. Aukakörfur fáan- legar á hagstæðu verði. VESTFROST frystikisturnar eru allar búnar sérstöku hraðfrystihólfi og einnig má læsa kistunum. Innrabyrði er úr rafgalvanhúðuðu stáli með inn- brenndu lakki. VESTFROST verksmiðjurnar í Esbjerg er ein af stærstu verksmiðjum sinnar tegundar á Norðurlöndum. 201 Itr. kr. 19.295,00 271 Itr. kr. 21.154,00 396 Itr. kr. 23.985,00 506 ,tr- kr.27.979:00 Afsláttarverð vegna smávægilegra útlitsgalla gkfScu Síðumúla 32 Sími 38000 LÍTRAR 201 271 396 506 BREIDD cm 72 92 126 156 DÝPT|Cm án HANDFANGS: 65 65 65 65 HÆÐ cm 85 85 85 85 FRYSTIAFKÖSTpr SÓLARHRING |kg. 15 23 30 30 ORKUNOTKUN pr. SÓLARHRING kWh 1,2 1,4 1,6 1,9 Við ósknm áhöfninni á ms. Guðmundi Ein- arssyni til hamingju með giftusamlega björgun, um leið og við tökum undir hvatn ingu skipstjórans rnn að áhafnir æfi sig reglulega í notkun Markúsarnetsins. BJÖRGUNARNETID MARKUS Markúsarnetið er fáan- legt í sérhönnuðu hylki á allar gerðir dekkbáta og skipa. Sérhönnuðu hylkin BJÚRGUIMARNETIÐ auka öryggið. MARKÚS HF. SKÚTAHRAUNI 13c, PÓSTHÓLF 13 222 HAFNARFIROI S (91)51465 S.- =4Wtír» \ L_ T J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.