Morgunblaðið - 13.03.1986, Qupperneq 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR13. MARZ1986
Rændí flugvél
og flúði vestur
Vestur-Beriín, 12. mars. AP.
PÓLSKUR flugmaður lenti á
þriðjudag i leyfisleysi á Tempel-
hof-flugvelli i Vestur-Berlín.
Kvaðst hann hafa flúið vestur
yfir þar sem pólsk yfirvöld hefðu
neitað sér um vegabréf, að þvi
er lögreglan segir.
Flugmaðurinn flaug YAK 12A-
vél, sem er eins hreyfíls og fram-
leidd í Sovétríkjunum. {tilkynningu
frá lögreglunni sagði að maðurinn
væri 32 ára gamall atvinnuflug-
maður. Hann hefði falið sig nærri
litlum flugvelli í Slésíu í suðvestur-
hluta Póllands og beðið þar til flug-
vél lenti. Þegar hann sá að enginn
stóð nærri vélinni sætti hann lagi
og tók hana traustataki.
Ekki er vitað hvort maðurinn
ætlar að sækja um pólitískt hæli.
( -
Italía:
Hefur eignast börn
til að losna við að
afplána refsidóm
Á von á fjórtánda barni sínu
Róm, 11. mars. AP.
SIGAUNAKONA, sem dæmd var
fyrir rán i bænum Precara við
Adríahaf fyrir 10 árum, hefur
notað einstaka aðferð til að losna
við að dveljast innan fangelsis-
múranna. Hún hefur verið bams-
hafandi.
Elisa Spinelli, en svo heitir kon-
an, á 13 bömum sínum, auk þess
sem er á leiðinni, það að þakka,
að úttekt fangelsisdómsins hefur
sífelldlega verið frestað, að því er
fram kom í ítalska sjónvarpinu um
síðustu helgi.
Það er bannað samkæmt ítölsk-
um lögum að setja vanfæra konu í
fangelsi, og nú fyrir helgina varð
dómarinn í Precara enn einu sinni
að fresta afþlánuninni, þegar full-
víst varð, að frú Spinelli fór ekki
einsömul, heldur vænti 14. bams
síns, að sögn dagblaðsins II Messag-
ero í Róm.
Þröngá þingi
Hver blettur á flugvélastæðum bandaríska
flugmóðurskipsins Saratoga er nýttur vel.
Mörgum f lugvélum þarf að koma þar fyrir og
ein lausnin er að hafa hjörulið á vængjum
flugvélanna, svo leggja megi þá saman. Myndin
var tekin á dögunum í æfingaferð Saratoga,
sem siglir nú á Miðjarðarhafi.
Frú Spinelli, sem er 42 ára að
aldri, sagði í viðtali við sjónvarpið,
að hún hefði hlotið dóminn fyrir
rimmu, sem hún hefði lent í, er hún
stai mat ofan í bömin sín. „Við
áttum enga peninga, og það var
ekki til matarbiti í kotinu," sagði
hún í viðtalinu, umkringd bömunum
13, bamabami og eiginmanni í
íbúðarholu flölskyldunnar. „Bömin
vom sársvöng, svo að ég stal
hænu.“
En eigandi hænunnar stóð frúna
að verki, og það kom til handalög-
máls. Yfirvöld ákærðu hana fyrir
ofbeldisrán.
Frá því að hún var ákærð og síð-
an dæmd skömmu síðar, hefur hún
eignast bam svo tii á hverju ári,
og er bamahópurinn nú á aldrinum
frá 2ja til 21 árs, sagði II Messag-
ero.
Sovésk aðstoð
við Nicarasfua
Washinirton. 12. mars. AP.
Washington, 12. mars. AP.
STARFSMENN bandarísku
leyniþjónustunnar CIA segja að
Sovétmenn ætli að veita Nic-
araguabúum 260 milljónir doll-
ara í efnahagsaðstoð á þessu árí.
Ekki er hægt að fá þessa upphæð
staðfesta, en hún er hærrí en
Bandaríkjamenn láta renna til
nokkurs bandamanns í þessum
heimshluta.
Ronaid Reagan hefur lagt til við
þingið að samþykkja að veita 100
milljónum dollara í aðstoð til skæm-
liðanna, sem beijast gegn stjóm
Nicaragua og þekktir em undir
nafninu „Contrar".
Auk Sovétmanna greiða Austur-
Þjóðveijar 35 milljónir dollara og
Kúbumenn 20 milljónir dollara í
aðstoð til Sandinistastjómarinnar í
Nicaragua, að því er haft er eftir
ónafngreindum starfsmönnum CIA.
Fjárframlög Sovétmanna til Nic-
aragua eru þó aðeins smáræði
miðað við það fé, sem rennur til
Kúbumanna. Talið er að Kúbumenn
hafí fengið íjóra milljarða dollara á
hveiju ári um nokkurt skeið.
Eiturlyf
José Alvaro Baldizon Aviles,
fyrrum rannsóknarlögreglumaður í
innanríkisráðuneyti Nicaragua,
sagði fyrir þingnefnd á þriðjudag
að Sandinistastjómin hefði um
langt skeið átt þátt í að smygla
suður-amerísku kókaíni til Banda-
ríkjanna. Hann sagði að Tomas
Borge, innanríkisráðherra, stjóm-
aði smyglinu ásamt yfirmanni lög-
reglunnar í Nicaragua.
Vegna fj ölda áskorana
Frá kl. 8—10 öll smábrauð með
Frá kl. 17—18 öll brauð með
50%
afslætti
50%
afslætti
NÝSMURÐAR SAMLOKUR, RÚNSTYKKI, LANGLOKUR OG HEITAR SAMLOKUR.
Bakaríið Kringlan
Dalshrauni 13, sími 53744.