Morgunblaðið - 13.03.1986, Page 34

Morgunblaðið - 13.03.1986, Page 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR13. MARZ1986 Alþingi í gær: Atta varaþingrnenn Tveir varaþingmenn tóku sæti á Alþingi í gær, Jóhanna Leó- poldsdóttir (Abl.-Vl.) í stað Skúla Alexanderssonar og Siggeir Björnsson (S.-Sl.) f stað Þorsteins Pálssonar. Átta varaþingmenn sátu á Alþingi í gær. Auk þeirra tveggja sem að fram- an greinir vóru eftirtaldir varaþing- menn á Alþingi í gæn Guðmundur H. Garðarsson (S.-Rvk.) í Qarveru Ragnhildar Helgadóttur, Guðrún Tryggvadóttir (F.-Al.) í fjarveru Halldórs Ásgrímssonar, Sverrir Sveinsson (F.-Nv.) í flarveru Páls Péturssonar, Jón Sveinsson (F.-Vl.) fyrir Alexander Stefánsson, Tryggvi Gunnarsson (S.-Al.) fyrir Albert Guðmundsson: Lausnin ertil Albert Guðmundsson, iðn- aðarráðherra, tók þátt í umræðu um lánamál hús- byggjenda í fyrirspurnatíma Sameinaðs þings í gær. Hann komst svo að orði: „Þetta er kannski með stærstu vandamálum þjóðarinn- ar. Ég vil segja í fáum orðum að þetta misgengi á verðlagn- ingu peninga milli verðtrygging- ar og verðgildis orkunnar sem býr í lántakandanum sjálfum verður ekki leiðrétt nema orkan, sem ég minntist á, í lántakand- anum, verði virt til jafns við verðlagningu peninganna sem fólkið fær að láni. Lán sem tekið var 1980 að upphæð 150 þúsund krónur og aldrei hefur fallið í vanskil stóð á gjalddaga 1985 í tæpum 500 þúsund krónum. Hér kemur ráðgjafarþjónusta ekki til bjargar þótt hún finni kannski leið til frestunar á gjaldþroti. Eins og er vinnur fólk ekki fyrir eðlilegri lánsfjárþörf. Hér er verk að vinna. Lausnin er til. Spurningin er: Hvenær viður- kennum við hana og hvenær verður sú rétta leið valin?" Sverri Hermannsson og Magnús Reynir Guðmundsson (F.-Vf.) í stað Steingríms Hermannssonar. Framangreindir varaþingmenn víkja úr sæti fyrir aðalmönnum í byrjun næstu viku, utan Jóhanna og Siggeir. Hinsvegar tekur Vigfús Jónsson (S.-Ne.) sæti á Alþingi nk. mánudag í Qarveru Bjöms Dag- bjartssonar. Alvara íaugum Þeir eru þungir á brún, þingmennirnir, sem hér sjást ieggja eyru við máli samþingmanns, sem sýnilega hefur náð athygli félaga sinna. Standandi: Halldór Blöndal og Hjörleifur Guttormsson. Sitjandi: Helgi Sefjan ogSkúIi Alexandersson. Bjórinn til þingnefndar: Þjóðin eigi síðasta orðið - segir flutningsmaður bjórfrumvarps Þingmannafrumvarp um heimild til bruggunar, innflutnings og sölu 4-5% bjórs í útsölum ÁTVR, ef staðfest verður við þjóð- aratkvæði, kom til fyrstu umræðu í efri deild Alþingis og var vísað til allsheijarnefndar þingdeildarinnar, að lokinni stuttri umræðu. Aðeins tveir þingmenn tóku til máls í umræðunni. Björn Dagbjartsson (S.-Nv) mælti fyrir frumvarpinu sem hann flytur ásamt Stefáni Benediktssyni raun að afgreiða málið með þessum (Bj.-Rvk). Hann sagði markmiðið með flutningi frumvarpsins vera það að freista þess að Alþingi af- greiði þetta mál fyrir sitt leyti en þjóðin öll fái þó jafnframt tækifæri til þess að staðfesta niðurstöðu eða hafna henni. Framsögumaður tók fram að ákvæðið um þjóðaratkvæði væri ekki höfuðatriði, að mati flutnings- manna. Það hafi verið sett hér vegna þess að líkur hafí staðið til að þingdeildin gæti sætzt á þá til- hætti frá Alþingi. Þetta mál er gamall kunningi, sagði Bjöm, og þaulrætt oftsinnis. Málawextir væru þingmönnum í fersku minni frá umfjöllun á síðustu vikum næstliðins þings, þó þær hafi ekki verið þingheimi til mikils sóma, vægast sagt. Af þeim sökum, hve málið hafi verið mikið rætt á síðasta þingi, væri óþarfi að fjölyrða um það nú. ítrekuð umfjöllun þings- ins og tiltæk gögn gerðu það kleift fyrir það að taka afstöðu til málsins á þessu þingi, ef vilji stæði til, þó áliðið væri þingtímans. Davíð Aðalsteinsson (F.-Vl.) minnti m.a. á að efri deild hafí samþykkt þjóðaratkvæði um þetta mál á gengnu þingi. Þá hafl hins- vegar verið gert ráð fyrir þvi að þjóðaratkvæðið yrði leiðbeinandi - og málið gengi aftur til þingsins til endanlegrar ákvörðunar. Nú er hinsvegar gert ráð fyrir þvf málið fái endanlega afgreiðslu við þjóðar- atkvæði. Á þessu tvennu er mikill munur, sagði þingmaðurinn. Þingmaðurinn kvað engin ný rök hafa komið fram í máli framsögu- manns. Þögn hafí ríkt hjá þjóðinni um bjórmálið undanfarið. Hún hafl sennilega talið, eftir málalyktir á síðasta þingi, að þetta mál ætti að liggja kyrrt það sem eftir lifði þessa kjörtímabils. Málið gekk, sem fyrr segir, til allsherjamefndar efri deildar. For- maður þeirrar nefndar er Jón Krist- jánsson (F.-Al.). Fyrirspurnir: Tekjur af nauðungarsölum RlÞlflG Fyrirspurnir frá þingmönnum halda áfram að streyma til ein- stakra ráðherra. Hér verður nokkurra getið: Tekjur af nauðungarsölum. Svavar Gestsson (Abl.-Rvk) spyr dómsmálaráðherra, hveiju tekjur fógetaembætta af nauðungarsölum og hótunum um nauðungarsölur hafl numið í höfuðborginni og stærstu kaupstöðum landsins 1983-1985. Ennfremur um greiðsl- ur af sama tagi til viðkomandi embættismanna. Ferðaþjónusta. Kristín Hall- dórsdóttir (Kl.-Rn) spyr mennta- Eiður Guðnason: Hæggeng þingnefnd Eiður Guðnason (A.-Vl.) kvaddi sér hljóðs um þingsköp í efri deild Alþingis í gær. Hann sagði menntamálanefnd þing- deildarinnar aðeins hafa haldið þrjá fundi það sem af væri þingtímans. Nefndin hafi ekki komið sainan til fundar á nýju ári. Þrem máium hafi verið vís- að til nefndarinnar 17. febrúar sl. en hún hafi ekki enn tekið þau til meðferðar. Átaldi þing- maðurinn vinnulag af þessu tagi. Haraldur Ólafsson (F.-Rvk.), formaður nefndarinnar, var ekki viðstaddur þá þessi umvöndunar- orð Eiðs Guðnasonar vóru mælt. Salome Þorkelsdóttir, forseti þing- deildarinnar, minnti á ákvæði nýrra þingskapa, þessefnis, að forsetum beri að hafa eftirlit með störfum þingnefnda. Hún myndi því taka orð þingmannsins til taf- arlausrar athugunar. Kiftur Guðnason málaráðherra: 1) Hvaða nám er nú í boði yrir þá sem starfa í ferðaþjón- ustu? 2) Er einhverra breytinga að vænta í þeim efnum? Hringrot í kartöflum. Stefán Valgeirsson (F.-Ne) spyr landbún- aðarráðherra: 1) Hafa verið gerðar ráðstafanir til að hindra útbreiðslu á hringroti í kartöflum? 2) Hefur verið leitað álits sérfræðinga um hvaða leiðir séu vænlegastar til að útrýma þessum sjúkdómi? Áætlun um hafnarfram- kvæmdir. Magnús Reynir Guð- mundsson (F.-Vf.) spyr samgöngu- ráðherra: l)Hvenær má vænta þess að ný fjögurra ára áætlun um hafn- arframkvæmdir verði lögð fram? 2) Hefur farið fram úttekt á þjón- ustumöguleikum íslenzkra hafna með hliðsjón af nýrri og breyttri flutningatækni (gámaflutningum)? 3) Hve stór hluti af fjárveitingum hafna á fjárlögum þessa árs gengur til greiðslu skulda? Flugrekstur Landhelgisgæzlu. Skúli Alexandersson (Abl.-Vl.) og fleiri þingmenn spyija dómsmála- ráðherra margra spuminga um flugrekstur gæzlunnar, m.a., hve háa leigu Flugleiðir greiði fyrir Fokker Friendship-vélina TF-SYN? Er leigan breytileg eftir árstíma? Þá er spurt um söluverð þyrlu Landhelgisgæzlunnar TF-GRO og kaupverð Aerospatiale Eurcil-þyrlu frá Frakklandi. Frumvarp að sveitarstj órnarlögum: Mál í tímaklemmu Stjómarfrumvarp til sveitar- stjórnarlaga, sem var tíl þriðju umræðu í fyrri þingdeild (neðri deild) í gær, virðist vera komið í klemmu eða tímaþröng. Nokkr- ir stjóraarliðar úr stijálbýliskjör- dæmum telja annmarka á frum- varpinu, einkum að því er varðar sýslunefndir (sem frumvarpið gerir ráð fyrir að víki fyrir hér- aðsnefndum) og stöðu minni sveitarfélaga, sem þeir te(ja þrengt að. Það er hinsvegar mikilvægt að frumvarpið, eða hlutar þess (þ.e. ákvörðun kjör- dags og aldursmarks í sveitar- stjóraarkosningum), verði af- greiddir sem allra fyrst og ekki seinna en fyrir páska, vegna undirfoúnings sveitarstjóraar- kosninga væntanlega í maímán- uði næstkomandi. Það eru þingmennimir Friðjón Þórðarson (S.-Vl.), Ólafur Þórðar- son (F.-Vf.) og Pálmi Jónsson (S.-Nv.) sem halda uppi andófí úr hópi stjómarliða. Karvel Pálmason (A.-Vf.) leggur til að frumvarpið verði geymt og tekið til gagngerðr- ar endurskoðunar að öðm leyti en því, að samþykkt verði ákvæði um kjördag og aldursmark til kjörgeng- is og kosningaréttar (18 ár).

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.