Morgunblaðið - 13.03.1986, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. MARZ 1986
35
Samtök um jafnrétti milli landshluta:
Lagt til atlögu við
miðstýringnna
— segir Olafur Þórðarson um stjórnarskrá samtak-
anna, sem hann hyggst leggja fram á Alþingi
# Akureyri, 12. marz.
ÓLAFUR Þ. Þórðarson, alþingis-
maður Framsóknarflokks, fékk
í morgun formlega afhent drög
að stjóraarskrá, sem Samtök um
jafnrétti mUli landshluta hafa
látið semja - og hyggst Ólafur
leggja drögin fram sem frum-
varp á alþingi innan tíðar.
Það var Pétur Valdimarsson,
formaður Samtakanna, sem afhenti
Ólafi drögin í morgun á blaða-
mannafundi hér á Akureyri. Sam-
tökin sendu öllum alþingismönnum
drögin á sínum tíma til skoðunar
og væntu viðbragða frá þeim - en
þau urðu engin nema hvað Ólafur
skrifaði samtökunum bréf í janúar-
mánuði og óskaði eftir því að fá
að leggja drögin fram í sínu nafni
á alþingi. „Bréfið yljaði okkur um
hjartarætur því þá sáum við að
einhver alþingismanna hafði iesið
og kynnt sér drögin," sagði Pétur
Valdimarsson í morgun.
Stjómarskrámefnd Samtaka um
jafnrétti milli landshluta hefur
unnið að því undanfarin þijú ár að
útbúa drög að nýrri stjómarskrá.
Ólafur sagði að þessi drög fjölluðu
um stjómarskrána í heild - ekki
aðeins um kosningalögin. „Ástæðan
fyrir því að ég ákvað að leggja
drögin fram er sú að það þarf að
taka á stjómarskránni aliri. Ekki
bara kosningaiögunum - ég hef
alltaf mótmælt því að það eina sem
skipti máli sé hvemig alþingismenn
séu kjömir í þing. í þessum drögum
er lagt til atlögu við miðstýringuna
sem verið hefur allt of mikil. Hér
er verið að leggja til valddreifingu,“
sagði Ólafur. Hann tók skýrt fram
að ekki væri verið að vega að höfuð-
borgarsvæðinu á neinn hátt með
tillögunum. „Það er ekki sök Reyk-
víkinga að þróunin hefur orðið
svona - heldur fulltrúa landsbyggð-
arinnar. Það er ekki verið að búa
til fjandskap þama á milli en ég
er hræddur um að margir hafi litið
þannig á málið.“
Samtök um jafnrétti milli lands-
hluta eru „þverpólitfsk" eins og
forráðamenn þeirra orða það. Þeir
sögðu í gær að undanfarin ár hefðu
stjómmálamenn rætt allt of mikið
um stjómarskrárbreytingar með
því hugarfari hvort „sinn“ flokkur
kæmi vel eða illa frá breytingunni.
„Stjómarskrá verður ekki breytt
með tilliti til þessa eða hins flokks-
ins,“ sagði Ami Steinar Jóhanns-
son, einn forráðamanna Samtak-
anna, í morgun.
I drögunum er m.a. gert ráð fyrir
því að landinu verði skipt í fimm
fylki og í hveiju fylki verði sérstakt
fylkisþing. Gert er ráð fyrir því að
alþingismenn verði 46, 31 í efri
deild og er gengið út frá því að á
bak við hvem þingmann standi því
sem næst jafn margir kjósendur í
öllum fylkjum.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Pétur Valdimarsson, formaður Samtaka um jafnréttí milli lands-
hluta, afhendir Ólafi Þ. Þórðarsyni, alþingismanni, drög samtakanna
að nýrri stjóraarskrá, en Ólafur hefur ákveðið að leggja þau fram
á alþingi.
Kópavogur:
Tvö efstu sætin óbreytt
hjá Alþýðuflokknum
ENGAR breytíngar urðu á tveim-
ur efstu sætum í prófkjöri Al-
þýðuflokksins í Kópavogi, sem
haldið var um helgina vegna
bæjar- og sveitarstjóraarkosn-
inganna f vor. Prófkjörið var
opið öllum nema flokksbundnum
í öðram flokkum og tóku 409
mannsþáttíþvi.
229 atkvæði í fjórða sæti, 331
atkvæði samtals og Sigríður Ein-
arsdóttir kennari 312 atkvæði í
fimmta sæti.
Alþýðuflokkurinn á tvo fulltrúa
í núverandi bæjarstjóm, þau Guð-
mund Oddsson og Rannveigu Guð-
mundsdóttur.
Kirlian-
ljósmyndun
Guðni Rúnar Agnarsson skrifaði
samtalið við Ævar Jóhannesson
um Kirlian-ljósmyndun, sem birt-
ist i blaðinu i gær, en nafn hans
féll því miður niður. Ljósmynd-
ina tók Vala Haraldsdóttir.
í fyrsta sæti varð Guðmundur
Oddsson skólastjóri með 273 at-
kvæði í það sæti og 374 atkvæði
samtals. Rannveig Guðmundsdóttir
húsmóðir varð í öðm sæti með 312
atkvæði en 392 atkvæði samtals,
Hulda Finnbogadóttir umboðsmað-
ur í þriðja sæti með 235 atkvæði
og samtals 366 atkvæði, Kristinn Ó.
Magnússon verkfræðingur hlaut
Sigmar Jóhannsson i Sólheimum i Sæmundarhlið með úrvalskúna Freyju númer 28, sem mjólkaði
9.059 kllo 1 fyrra. Morgunblaðið/Kári
Metkýrin Freyja í Sólheimum:
Hefur mjólkað 60
þúsund kíló um ævina
— að verðmæti hálf önnur milljón kr.
„ÞETTA er geysigóð kýr og
hefur alltaf mjólkað vel. Hún
er lengi að bæta við sig eftir
burð,“ sagði Sigmar Jóhanns-
son, bóndi i Sólheimum i Sæ-
mundarhlið í Skagafirði, að-
spurður um metkúna Freyju
númer 28, sem mjólkaði mest
allra kúa á síðasta ári, eða 9.059
kfló, eins og fram kom i Morg-
unblaðinu á þriðjudag.
Sigmar sagði að Freyja fengi
enga sérstaka meðhöndlun. Hún
væri stór og mikil og gæti því étið
mikið fóður. Þá væri hún heilsu-
hraust og af góðum ættum.
Freyja mjólkar eins og tvær
meðalkýr og heldur betur. Hún
er fædd 17. mars 1975 og frá
því hún bar fyrst, 19. júní 1977,
hefur hún mjólkað nákvæmlega
59.650 kíló. Verðmæti þess er hálf
önnur milljón kr. miðað við grund-
vallarverðið í dag. Freyja hefur
því verið Sigmari betri en engin
þessi ár.
Ekki vildi Sigmar viðurkenna
að svona kýr væru óþurftargripir
á samdráttartímum f mjólkur-
framleiðslunni. Betra væri að hafa
góðar kýr og þá frekar færri ef
því væri að skipta. Það skilaði
meiru til bóndans. Það væri hins
vegar eins gott að ekki væru allar
kýr landsins eins og Freyja, því
þá þyrfti að fækka þeim allsnar-
lega.
Sigmar sagðist þurfa að draga
framleiðsluna saman um 17% frá
framleiðslu síðasta árs vegna
mjólkurkvótans, eða um 20 þús-
und lítra. Hann sagðist hafa áttað
sig á stöðu mála strax I haust
þegar búvörusamningar ríkis og
bænda voru undirritaðir og brugð-
ist við f samræmi við það. Skerð-
ingin dreifðist því á allt árið og
kæmi ekki eins illa niður og hjá
þeim sem ekkert hefðu gert og
fengju alla skerðinguna á seinni
helming ársins.
„Kann engin töfra-
brögð til að ná þessu“
— segir Sturlaugnr á Efri-Brunná, „besti kúabóndi ársins 1985“
Morgunblaðið/Matthlas Eggertsson
Sturlaugur Eyjólfsson og Bírna Lárusdóttír á Efri-Brunná með
dætrum sínum, frá vinstri: Sólveig, Biraa, Helga, Sturlaugur
og Sigríður. Fyrir framan liggur svo hundurinn Jobbi.
„NEI, ég tel mig ekki kunna
nein töfrabrögð til að ná þessu
út úr kúnuin," sagði „bestí kúa-
bóndi ársins 1985“, Sturlaugur
Eyjólfsson, bóndi á Efri-
Brunná i Saurbæ í Dölum,
þegar hann var spurður hvaða
töfrabrögðum hann beittí til að
fá kýraar til að mjólka meira
en nokkrum öðrum bónda hef-
ur áður tekist.
Kýmar á Efri-Brunná mjólkuðu
6.207 kg að meðaltali á árinu
1985_(miðað við árskýr), sem er
nýtt íslandsmet, samkvæmt upp-
lýsingum frá Búnaðarfélagi Is-
lands sem birtust í Morgunblaðinu
á þriðjudag. Nytin í kúnum hans
Sturlaugs hefur aukist smám
saman. Á árinu 1973 var innlögð
mjólk eftir árskú 2.977 lítrar, og
hefur hún því meira en tvöfaldast
á þessum 12 árum sem sfðan eru
liðin.
Sagt hefur verið um Sturlaug
og fleiri góða kúabændur að þeir
væru í sérstöku andlegu sambandi
við kýmar. Ekki vildi Sturlaugur
viðurkenna þetta, en sagðist
kunna vel við þær. Kýmar væru
rólyndar skynsemisskepnur. Hann
sagði að mikilvægt væri að fóðra
kýmar vel og hugsa vel um þær
allt árið. Gott væri að hafa reglu
á öllum hlutum, meðal annars
mjöltum. Hann nefndi einnig
árangursríkt ræktunarstarf, með
kynbótum og hörðu úrvali.
Annars sagðist Sturlaugur ekki
vita hvort það væri sérstaklega
eftirsóknarvert að vera með svona
bú á þessum síðustu og verstu
niðurskurðartímum. Hann sagðist
þurfa að draga framleiðsluna
saman svipað og aðrir, eða um
13% frá fyrra ári, sem samsvaraði
nærri tveggja mánaða fram-
leiðslu. Það væri afleitt að fá að
vita samdráttinn eins seint og
raun varð á og lítið hægt að gera
til að mæta samdrættinum á
þessu verðlagsári. Sagðist hann
hafa slátrað tveim kúm strax,
dregið úr fóðurbætisgjöfinni og
byijað að gefa kálfunum mjólk í
stað aðkeypts kálfafóðurs. Sagði
Sturlaugur að þrátt fyrir allt væri
betra að hafa góðar kýr og því
myndi hann fækka þeim næsta
haust til að mæta samdrættinum,
frekar en að draga mikið úr nyt-
inni.
v
X