Morgunblaðið - 13.03.1986, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 13.03.1986, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLADID, FIMMTUDAGUR13. MARZ1986 Guðmundur Fylkisson lðgreglumaður, sem heiðraður var fyrir að bjarga barni úr eldsvoða á ísafirði nýlega, við 1. bifreið Slökkviliðs ísafjarðar, en búnaður hennar gerði það mögulegt að hefja strax hinar árangursríku björgunaraðgerðir. ísafjörður: Guðmundur Fylkisson lögreglumaður heiðraður íaafirði, 10. mars. LÖGREGLUMAÐURINN ungi Guðmundur Fylkisson var heiðraður af Lögreglufélagi Vestfjarða í athöfn á Hótel ísafirði sl. laugardag, fyrir frækilega framgöngu í brunanum á Engjavegi 33 viku áður. Óskar Sigurðsson rannsóknar- lögreglumaður á ísafirði og stjórn- armaður í Lögreglufélagi Vest- fjarða færði Guðmundi viðurkenn- ingarskjöld við athöfnina. I ræðu sem hann hélt við það tækifæri gat hann þess að full ástæða væri til að geta annarra sem að björgunaraðgerðunum unnu s.s. ungmennanna 5, sem uppgötvuðu eldinn, slökkviliðsmannanna tveggja, sem fyrst komu á vettvang, og hinna reykkafaranna flögurra, sem leituðu bamanna í eldinum, þótt ákveðið hafi verið að heiðra Guðmund Fylkisson sérstaklega. Óskar Sigurðsson lagði áherslu á í ræðu sinni hversu mikilvægt væri að sólarhringsvakt væri á slökkvistöðinni, því ólíklegt væri að slík röð heppilegra tilviljana sem áttu sér stað í brunanum á Engja- vegi um síðustu helgi gæti endur- tekið sig. En þá voru tveir starfs- menn slökkviliðsins fyrir tilviljun staddir á slökkvistöðinni, en þar er engin næturvakt. FVéttaritari Morgunblaðsins á ísafírði ræddi stuttlega við Guðmund Fylkisson í dag. Hann sagðist hafa byrjað í lögreglunni 1. október sl. en áður starfaði hann um tíma hjá Slökkvi- liði ísafjarðar. þar fór hann á nám- skeið sem slökkviliðsmaður af Keflavíkurflugvelli hélt hér vestra í fyrravor í notkun eldköfunar- búnaðar. Hann sagði að samvinna og þjálfun hefðu ráðið mestu um hve vel tókst til. Hann sagðist hafa komið að brennandi húsinu í sömu tíð og Flosi Jónsson slökkviliðsmað- ur á svokölluðum fyrsta bíl slökkvi- liðsins, en hann er búinn háþrýsti- slöngum, reykköfunarbúnaði og öðru sem að jafnaði er mikilvægast við fyrstu aðgerðir. Á meðan Guð- mundur klæddi sig í reykköfunar- búnaðinn rúllaði Flosi út háþrýsti- slöngu, svo Guðmundur gat vaðið beint inní brennandi húsið með há- þrýstislönguna í hendinni. Hann vissi ekki í hvaða herbergi bömin voru svo hann varð að leita þeirra. Annar slökkviliðsmaður, sem býr þama nærri, Tryggvi Sigtryggsson, kom aðvífandi og var kominn skömmu sfðar inn að leita, en þeir fundu síðan sitt bamið hvor um svipað leyti, en þar sem álitið var að fleiri væru eftir inni lét Tryggvi bamið í hendur Jóni Ólafí Sigurðs- syni sem einnig var kominn inn, en hélt sjálfur áfram leitinni. Guðmundur sagði að lokum, að hann hefði verið mjög ánægður með stjómun hins nýja slökkviliðsstjóra, Þorbjamar Sveinssonar, en þetta var hans fyrsta útkall. Hann vildi að lokum þakka starfsfélögum sínum í Lögreglufé- lagi Vestfjarða fyrir viðurkenning- una og þann góða hug sem þar stendur að baki, og sagði að það væri alltaf ánægjulegt að geta komið samborgurum sínum til hjálpar, þó að forsjónin hafí kannski átt jafnmikinn þátt í að svo vel fór við þessi björgunarstörf. Þess má að lokum geta að örfáum stundum eftir að Guðmundur Fylkisson, sem er aðeins tvítugur að aldri, veitti viðurkenningunni viðtöku varð hann með snarræði sínu fyrstur á vettvang með brunabíl í bmna á Mjógötu 7a, eins og komið hefur fram í annarri frétt Morgunblaðs- ins. Þess má að lokum geta að nokk- IjAsmynd/Ulfar Agústsson Skjöldurinn sem Óskar Sigurðs- son stjómarmaður í Lögreglufé- lagi Vestfjarða afhenti Guð- mundi Fylkissyni við athöfn á Hótel ísafirði si. laugardag. uð magnað slökkviliðsblóð rennur sennilega í æðum Guðmundar, því faðir hans, Fylkir Ágústsson, hefur verið í Slökkviliði ísafjarðar frá tví- tugsaldri eða í yfír 20 ár og faðir hans, Ágúst Guðmundsson bygg- ingameistari, var í liðinu í áratugi, þar af í nokkur ár sem slökkviliðs- stjóri. Úlfar raöauglýsingar — raöauglýsingar — raðauglýsingar Reykjaneskjördæmi Aðalfundur Kjördœmisráðs Sjálfstœðis- flokksins / Reykjaneskjördœmi verður haldinn í Safnaðarheimilinu Kirkjuhvoll i Gerðabœ laugardaginn 22. mars 1986 og hefst kl. 10.30 stundvíslega. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Stjórnmálaviðhorfin. Framsögumaður: Þorsteinn Pálsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. 3. Sveitarstjómarkosningarnar. Hádegismatur verður snæddur á fundarstað. Stjórnin. Bessastaðahreppur Aðalfundur Sjálfstæðisfélags Bessastaðahrepps verður haldinn að Bjarnastöðum i kvöld 13. mars kl. 20.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Kosningaundirbúningur. önnurmál. Stjórnin. Sjálfstæðisfél. Kjalnesinga heldur fund mánudaginn 17. mars í Fólkvangi kl. 20.30. Dagskrá: Komandi sveitarstjórnarkosningar. HFIMDALI.UR Eiturhressir og allir aðrir Nú höldum við ræðunámskeið fyrir byrjendur, verður það i neðri deild Valhallar, þriðjudaginn 18. mars og fimmtudaginn 20. mars frá kl. 20.00-23.00 bæöi kvöldin. Námskeiðið er öllum opið og hvetj- um við fólk við að vera ófeimið við að koma. Þátttökugjald er ekk- ert. Nánari upplýsingar í síma 82900. Heimdallur. HFIMDALUJR F U • S Heimsókn í Rangárþing Farið verður í dagsferö í Rangárvallasýslu laugardaginn 15. mars nk. Lagt verður af stað frá Valhöll kl. 9.00 árdegis og hádegisverður snæddur á Hvolsvelli. Stórbýlið Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum verður heimsótt og byggðasafniö í Skógum skoðað. Þátttaka tilkynnist í síma 82900. Félagsmenn hvattir til að fjölmenna. Stjórn Heimdallar. Kópavogur — Kópavogur Sjálfstæðiskvennafélagið Edda Kópavogi heldur félagsfund mánudaginn 17. mars 1986 kl. 20.30 í Hamraborg 1, 3. hæð. Gestur fundarins verður Þórunn Gests- dóttir formaður Landssambands sjálfstæð- iskvenna. Kaffiveitingar. Stjórnin. HEIMDALLUR Skólanefnd Kosningabarátta Fundur verður i skólanefnd Heimdallar fimmtudagskvöldið 13. mars kl. 20.00. Fundarefni: Kosningabaráttan. Skólafólk sem er áhugasamt um þátttöku í kosningabaráttunni er hvatt til aö mæta. Einnig er mikilvægt að allir miðnefndarmenn láti sjá sig. Nefndin. Egilsstaðir Sjálfstæðismenn á Egilsstöðum lýsa eftir framboðum til prófkjörs vegna komandi sveitarstjórnarkosninga. Tilkynningar berist Jónasi Jóhannssyni, Brávöllum 9, simi 1465, fyrir kl. 18.00,16. mars nk. Sjálfstæðisfélagið Egilsstöðum. Patreksfjörður — prófkjör Prófkjör Sjálfstæðisflokksins á Patreksfiröi, vegna sveitarstjórnar- kosninga 31. maí, verður haldiö laugardaginn 15. mars nk. i Félags- heimili Patreksfjaröar. Kjörfundur hefst kl. 10.00 og lýkur kl. 18.00. Rétt til þátttöku i prófkjörinu hafa allir 18 ára og eldri: a) flokksbundnir sjálfstæðismenn, b) þeir sem sækja um inngöngu i sjálfstæöisfélagiö Skjöld fyrir lok kjörfundar, c) þeir sem undirrita stuðningsyfirlýsingu. Við hvetjum alla sjálfstæðismenn og stuöningsmenn þeirra til að taka þátt í prófkjörinu. Kjörnefnd. Stjórnin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.