Morgunblaðið - 13.03.1986, Side 39

Morgunblaðið - 13.03.1986, Side 39
39 _________________________ MORGUNBLABIÐ.FIMMTUDAGUR 13. MARZ 1986 Úr annál ársins 1985 eftir Jens í Kaldalóni Bæjum, Snæfjallahreppi. Þegar við lítum í fljótu bragði yfir annál ársins 1985, kemur margt í hugann sem vert væri að minnast, en verður engan veginn gerð hér tæmandi skil, en minnst á nokkur atriði, sem á daga þessa árs hefur drifíð. Kemur þá fyrst í hugann, að mesta sæmd þjóðarinnar á þessu ári voru einmuna og háleitar við- tökur hennar, í öllum viðbrögðum og viðtökum við Pétur Reyni Ingv- arsson, göngukappann mikla, er fyrstur allra íslendinga lagði í þá einstöku gönguferð sína kringum allt landið, og sigraði í þeirri ferð sinni með þeim einstaka sóma að lengi mun í minnum haft. Þama sýndi sig hvað hinn ódrepandi kjarkur, viljafesta og fómfýsi fyrir góðu málefhi getur áorkað og hinar geislablikandi viðtökur, sem maður- inn naut hvarvetna um landið, sýnir svo ekki verður um villst, hversu einlægt og kærleiksríkt hjartalag þjóðin ber í bijósti sér, til þeirra sem minnimáttar taldir eru, en sem þó oft ða telja megast til þjóðar- hetja, þegar tekið er mið af efnum þeirra og ástæðum. Hinar stórkostlegu sæmdar við- tökur sem Pétur Reynir fékk svo hjá Reykvíkingum í lok göngunnar, varð þeim borgarbúum svo til sóma, að aldrei mun gleymast, því svo sannarlega kórónuðu þeir svo allan fagnaðinn að þakkir og hughrif göngugarpsins fullkomnuðust svo í hinni dýpstu kærleiksgleði til fólks- ins, að af engra vörum hefir jafn djúpstæð þakkarkennd stunið, en er hann segist bara ekki vita hvað hann eigi að segja. En sólin var ekki lengi í paradís hamingjunnar því mesta smán sem þjóðin gerði sér, þó ekki megi þar þjóðina um saka alla sem slíka, var gerð er varðskip var sent á hálfátt- rætt gamalmenni útaf Akrane- stöngum, einum á báttrillu sinni við drátt nokkurra bútungs titta, sem þó ekki gekk nærri því eins langt til eyðingar fískistofnanna við Is- land eins og þó drepin hefði verið ein mýfluga við Mývatn á sólbjört- um sumardegi þegar mýið er þar þéttast. Þama var í svo naktri einfeldni sinni verið að sýna vald sitt á hinum snauðasta smælingja í því formi að geta borið hönd fyrir höfuð sér, og að sekta svo þessa saklausu sjálfsbjargarsál fyrir lög- brotaverknað, jafnvel þótt svo mætti til sannsvegar telja var ekki ólíkt og að láta köttinn leika sér að músinni. Annað smánarmál var svo aug- lýst fyrir augum allra landsins bama, þegar dómur var á ísafirði kveðinn upp yfír einum 10 eða 11 Isfirðingum í rafvirkjafyrirtækinu Póllinn hf., Vestfirska fréttablaðinu o.fl. útaf smáþreifíngum til út- varpstilrauna í BSRB verkfallinu 1984. Þegar í þessu einstæða verk- falli að allt fréttakerfí þjóðarinnar var svo lamað og hinar hroðaleg- ustu gróusögur gengu óheftar um allar jarðir, án þess að nokkur lif- andi maður fengi nokkra greinar- gerð um hvað rétt væri og rangt og því síður nokkrar fréttir fengju af hinu daglega lífí, að nokkrir framtakssamir áhuga- og tækni- menn þama í Pólnum hf. og Vestf. fréttablaðsins, tóku á honum stóra sínum, meira til prófunar tækni sinnar, þekkingar og kunnáttu en til að bijóta lög og reglur útvarps- ins, enda engan áhuga í bijósti sér bera til þeirra hluta og enda aldrei til þeirra hluta hugsað í því formi að bijóta lög landsins á hinn minnsta máta. En svo sem hér um slóðir blasti við sjónum manna, var um svo alvarlegt neyðarástand að ræða í öllu formi frétta og daglegra samskipta í einum umfangsmesta árstíma tilveru okkar, um háslátur- tíð haustsins, smalamennskur og aðdrætti alla, að það gerir sér ekki utanaðkomandi fólk grein fyrir hvað hér var í raun um að ræða. Það eina sem um var að ræða til bjargar, og leysti stundum úr sár- ustu vandræðum, voru þó FR far- stöðvarnar, sem helst áttu að reitast útúr bæjunum hjá okkur af þeim fagurfágaða lýð, eða hitt þó heldur, sem þessum málum réðu. Nei, það hefði svo sannarlega mátt verðlauna þá menn er hér um ræðir, og þungan dóm hlutu, alger- lega að óverðskulduðu eins og á stóð, fyrir framtak sitt, tæknikunn- áttu og áhuga um nauðsynlegustu fréttaþjónustu í neyðartilfelli, þegar allir fréttamiðlar þjóðarinnar og síminn til okkar voru á einu bretti dauðadæmdir og úr öllu gildi sínu teknir, að komnir vorum við aftur í þjóðveldistíma í því formi, að senda yrðum boðbera eða sérstaka sendi- menn með skilaboð eða bréfsnepil á milli landshluta. En þetta ein- stæða framtak ísfírðinganna sýnir ekki síður þann veglega neista tækni og kunnáttu einstakra aðila, til bjargar í válegum tilfellum, í raun og veru sem geta gerst á sár- ustu neyðarstundum í tilveru okkar allra, en að dæma slíkar hendur, huga þeirra og dáð alla til bættra sakskipta í jafn afdrifaríku tilfelli og hér var um að ræða, er svo mikil þjóðarsmán, að lengi má minnast, og ekki þá síst þegar þess er gætt, að öll þau óhappaverk sem framin voru í þessu verkfalli önnur, voru undir stólinn sett í samninga- lokin og að engu gerð, og þá ekki síður sem og hitt, að þetta fyrirtæki pakkaði öllum þeim tólum og tækj- um orðalaust niður í kistur sínar um leið og frammá það var farið, en aðeins slitrur úr tveim dögum að þessi, svo að manni fannst tækni notuð. Svo er þessi gerð öll rík í huga mér, að mér var, af þeirri reynslu, sem ég fékk af þessum vandræðum öllum, manna ljósast hvar skórinn kreppti sárast að, þar sem segja mátti að stæði í þeirri eldlínu allra þeirra dýrmætu samskipta sem völ var á í þessu tilfelli, með eina FR-stöð til samskipta hér um Djúp- ið, enda fékk hann dánumannstitil sem höfðingjauppbót hjá forsprökk- um fullveldisins að vera kallaður Karlandskotinn í Djúpinu, og hótað að taka af mér FR-stöðina. En svo var hinn framsýni hugarfarsþáttur FR félagsmanna ríkum hugsjónum gæddur, fyrir nokkrum árum, að leggja af mörkum FR-stöð hér á þessum stað, sem einskonar mið- stöð hér í Djúpi, þar sem hér reynd- ust öll skilyrði til þess best fallin, að miðla boðum um Djúpbyggðir allar, enda komið í ljós að ótalin eru þau atriði, og djúpstæð nokkur, sem dijúgum hefur til kosta orðið í þeirri viðleitni þeirra FR-manna að skipuleggja á sem bestan hátt það öryggi sem þessar stöðvar veitt geta. En það á fleira í fórum sínum árið 1985, sem annáisvert mætti hér upp telja, því segja má að hinir stórbrotnustu þættir í íslandssög- unni hafí einmitt á því herrans ári okkar dagsins Ijós séð í ótal formi og fyrirbærum, sem hér ekki verða tíunduð í neinu formlegu mælikeri. Hitt er þó víst, að ekki verður komist hjá að minnast á hið stór- brotnasta okurmál, sem yfírskyggt hefur allt það sem til ranginda má telja hér á jörð. Stór fyrirtæki á hausinn dottið mitt í öllu góðærinu, en þó síðast en ekki síst, að við höfum étið okkur útá gaddinn, rétt svona einu sinni í viðbót, sem svo fyrir var, með kaupum og eyðslu á þeim skelfílegasta óþarfa sem flest- um þykir þó í raun og veru skömm að þegar upp er staðið, og upp er gerður reikningurinn fyrir árið í heild. En hinu skal þó ekki gleymt, að árferðið til lands og sjávar var með því allra besta sem munað verður. Metuppskera í heyskap og matvæl- um öllum, sem engan veginn er þó nýtt sem vera skyldi, en ekki síður hitt, að fiskigengd hefur svo borið af, að með afbrigðum má telja, en öll sú guðsblessun svo í ljötra saman reyrð í miðstýringarkerfi fáviskunnar, að hörmung er um að þola í allri þeirri siðgæðifijáls- hyggju, sem nú hæst trónir yfír huga öllum og höfðum þeirra hug- sjóna sem færa nær hamingjunni á okkur með sætabrauðssköttum og flugmálatollum. Eg óska svo landsmönnum öllum gleði og gæfu á byijuðu ári nítján hundruð áttatíu og sex. Jens í Kaldalóni öölnoðöLue AFMÆLISFAGNAÐUR ALÞÝÐUFLOKKURmN 70 ÁRA sunnudaginn 16. marz Alþýðuflokksfólk og aðrir jafnaðarmenn. Njótum samveru eina dagstund og fylkjum liði um kröfuna um frelsi, jafnrétti og brœðralag Það verða notalegar samkomur með góðu fólki síðdegis á sunnudag og sunnudagskvöld. Góða skemmtun. Hátíðarfundur Kl.: Dagskráratriði: 13:30 Lúðrasveit verkalýðsins leikur. 14:00 Hátíðarfundur settur: Jóhanna Sigurðardóttir varaformaður Al- þýðuflokksins. 14:10 Kristinn Sigmundsson syngur við undirleik Jónasar Ingimundarsonar. 14:30 Avörp erlendra gesta. 14:45 „Úr 70 ára sögu Alþýðuflokksins44. Leikarar flytja samfellda dagskrá. 15:05 Félagar úr íslensku hljómsveitinni leika. 15:25 Bergþóra Arnadóttir syngur. 15:45 Ávarp: Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins. 16:00 Átta Fóstbræður syngja og stjórna fjöldasöng. Kynnir: Gunnar Eyjólfsson. Verð kaffiveitinga er krónur 200. Miðasala í anddyri Súlnasalar alla daga kl. 14—17. Sími 20221 Kvöldsamkoma kl. 19:30 Sameiginlegur kvöldverður. Haukur Mortens skemmtir matargestum. Laddi flytur sina vinsælu dagskrá. Hljómsveit Magnúsar Kjartanssonar leikur fyrir dansi. Veisiustjóri: Birna Eyjólfsdóttir. Á matseðlinum verður skelfisksúpa, marinerað lambalæri og afmælisréttur. Verð aðgöngumiða á kvöldsamkomu er 1.650.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.