Morgunblaðið - 13.03.1986, Page 44

Morgunblaðið - 13.03.1986, Page 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR13. MARZ1986 Jón I>. Arnason: Lífríki og lífshættir CVIII Spurningin er: Hvernig getur mannkynið öðlazt kjark og þrótt til að snúa af vinstri- vegum? Réttlæti er oftast harðhent Náttúruríkið er, og hefír frá upphafi verið, vígvöllur lífs og dauða. Það þóknast sér sjálfu, og sér sjálfu aðeins, í fullnustu hins eilífa stríðs gegn agaleysi og óreiðu. í þeirri baráttu þvinga frá- vikalaus lögmál þess allt, lifandi og dautt, til skilyrðislausrar und- irgefni. Ef ekki þegar í stað, þá í fyllingu tímans. Þetta hlýtur að gerast alveg án tillits til þess, hver úrslit hinna einstöku átakaþátta verða. Leiks- lok verða aldrei nema á einn veg. Alræði og algildi náttúrulögmál- anna fæst aldrei hnikað. Ofrumleg athugun Ástæða þessa er sú, að náttúr- an er ekki einungis frumlind, heldur og inntak og markmið allr- ar vizku. Hún er hið djúpúðga stjómvald gróanda og vaxtar, jafnt sem hnignunar og dauða. Samsömun hennar og lífs og dauða er svo ótjúfanleg, að hún hlýtur og henni ber að refsa, jafn- vel með hinum skelfilegasta hætti, fyrir uppsteyt og stjómleysi, ást sinni á sköpunarverkinu til dýrð- ar. Uppgjörið á sér stað á vígvelli hins heilbrigða lífs og hins réttláta dauða. Að sjálfsögðu era þessar vangaveltur hvorki nýjar upp- götvanir né framleg speki. Ef þær era í ætt við speki, þá er sú speki jafhgömul lífí og dauða, og ótal sinnum ítrekuð. Án teljandi ár- angurs. Það sannar m.a. helförin, sem sigur Sovétrílq'anna og Bandaríkjanna yfír menntum og menningu Evrópu árið 1945 og síðar hafði óhjákvæmilega í för með sér, og allir óttast nú, að ljúka muni með allsheijartortímingu líf- ríkis á plánetunni Jörð. Allt útlit sýnist fyrir, að á helför herði, því að engin teikn benda til að heimsherrar hvarvetna séu fúsari til að þýðast lærdóma sög- unnar nú en oftast áður. Enginn tekur eftir, að öli voðabál ólmast af mestum ákafa einmitt þar, sem engar hreinar línur eða traust landamæri skipta ríkjum, skilja á milli kynþátta, þjóða, ættbálka og trúarsafnaða. Samhræra eða blöndun óskyldra kynþátta og þjóða era, eðli málsins samkvæmt, ekki annað en eins konar púður- tunnur, sem máski kunna að vera áhugaverð rannsóknarefni og merkilegar út af fyrir sig, en fáir, býst ég við, munu halda fram, að þær geti talizt hentug húsgögn eða aðdáunarverð heimilisprýði, séu þær fluttar inn í viðhafnar- stofu. Reynslan af tilbrigðaríkum sambúðarháttum múlattaþjóða — og þeirra, sem það era hraðbyri að verða — er viðunandi vitnis- burður í þessum eftium. Enginn kvartar undan greindarskorti Fáum getur dulizt, að heim- skipan sú, er rann upp af rótum hins bandarísk/sovézka sigurs árið 1945 og einatt síðan hefír eflzt fyrirstöðulaust, allt fram á þennan dag, í anda óbeizlaðrar manndýrkunar og peningahyggju á Vesturlöndum, býður naumast upp á að til forystu veljist annað en sérhagsmunadrakknir greiða- salar, eða þá músgrár miðlungur, þegar bezt lætur. Þetta gerist einkum í krafti þeirra alkunnu sanninda, að leiki lýðurínn lausum hala um alla sali þjóðfélagsbyggingarinnar, kýs hann helzt það, sem honum fínnst sjálfum sér líkast. Viturlegra úrræða og karl- mannlegra viðbragða gegn ógn- völdum aldarinnar, sem sannar- lega era ekki meinlausari en sýn- ast, getur þegar af þessari ástæðu ekki verið að vænta. Það er því ekki út í bláinn mælt, þegar þannig er að orði komizt, að Margaret Thatcher sé eina karl- mennið, sem nú gefur að líta á Upphaf og endir alls stjómmálavettvangi hins vest- ræna heims. Á hinn bóginn væri villandi, eða beinlínis rangt, að bera á móti því, að fjöldinn sé yfírleitt fullfær um að leita leiðbeininga hæfustu samborgara sinna eða mynda sér skynsamlegar skoðanir á við- fangsefnum daglegs lífs, og hegða sér í samræmi við þær. En þegar kemur að málefnum, sem hann skortir bæði þekkingu og vit til að bijóta til mergjar, t.d. hinum dularfullu flækjum utanríkismála, gagni eða ógagni af kjamorku, landvömum, og vandamálum stríðs og friðar, þá hlýtur hann að verðá álfka ósjálfbjarga og kýr á svelli, og al gerlega á valdi skoðanaframleiðenda. Hirðuleysi hægra megin Hægrimönnum svonefndum á Vesturlöndum hefír gengið ákaf- lega illa að skilja og viðurkenna þá staðreynd, að þjóðfélag, sem á örlög sín undir „dómgreind" múgsins komin, ber dauðameinið í sér. Þeim hefír ekki einu sinni skilizt, að þrátt fyrir yfrínn auð atkvæða og stórfellda kosninga- sigra í kosningum eftir kosningar, hefir hvort tveggja reynzt nær einskisvert, og hlýtur að verða alla tfð á meðan vinstrafólki líðst -að móta stefnuna í uppeldis, mennta og menningarmálum.' Að „Dómgreind“ meirihlutans óbreyttu getur ekki öðravísi farið en að jafnvel hin skynsamlegustu úrræði — og ekki sízt þau — reynist vindhögg einber. Það liggur þess vegna í augum uppi, að stríðið fyrir heilbrigðum lífsháttum hvorki vinnst né tapast í þingsölum, heldur í skólum, kirkjum, dagblöðum, tímaritum, útvarpi og sjónvarpi. Eða á götum og torgum. Víst er og satt, að þótt margt skorti í óttaslegnum heimi 20. aldar, þá er vöntun á himinhróp- andi þverstæðum ekki þess á meðal. Hinir fræðilegu möguleik- ar til að sigrast á flestum vand- ræðum hafa ekki vaxið miklu minná en getan til að tortíma öllu. Vísindi og tækni hafa ótæpilega fært manneskjunni vopn og veijur til hvors tveggja. Vísinda og tækniþekking eykst með undrahraða, sem mörgum virðist óstöðvandi, og gengur í raun kraftaverki næst. Nútíminn skynjar nýjar hættur og skilur að bregðast þurfí við nýjum verkefn- um. Samtíminn stendur á öndinni andspænis syndaflóði nýrra upp- götvana og uppfinninga, sem ekkert lát virðist ætla að verða á. En — eins og ég hefí oft vakið athygli á áður — er vegurinn frá skilningi til viturlegra viðbragða óralengri en leiðin frá skynjun til skilnings. Og í því felst megin- hættan' á, að náttúraríkinu þijóti þolinmæði — og hefni sín. Fallöxin o g Fjallræðan Að þessu athuguðu minnist ég ósjálfrátt hinnar þörfu og skarp- legu áminningar Konrad Lorenz, sem — eins og önnur andans stór- menni — hafði hæfileikann til að rígbinda hina margbrotnustu málavexti í einni stuttri setningu. Hann mælti: „Atómsprengjan hefír breytt öllu, að undanteknum hugsanaferli mannsins." Staður fyrir sérhvern mann, sérhver maður á sínum stað Ástand og horfur sanna þessi orð með sársaukafullum hætti. Sérhver sá, sem leitast við að fínna svar við þeirri spumingu, hvers vegna ekki gerist, það sem gerast ætti og gerzt gæti, kemst ekki hjá að álykta, að hæfíleikar homo sapiens tij að leysa vísinda og tæknileg verkefni og vanda- mál, hafi þroskazt óendanlega miklu hraðar og heillavænlegar en hæfíleikinn til að ráða við til- tölulega einföld úrlausnarefni á sviði þjóðfélags og stjómmála. Því má og bæta við — og það með áherzlu , að þjálfun drengi- legra umgengnis og sambúðar- hátta, tryggð við þrautreyndar siðgæðisreglur og ræktun þeirra, hefír dregizt langt aftur úr fram- föram á sviði raunvísinda. Hér á ég fyrst og fremst við hæfnina, eða vanhæfnina, til að ná sæmandi sáttum við sjálfan sig, við nágrannana, við sam- þegnana, á milli þjóða og ríkja. Auðsýnt má öllum vera, að helztu skilyrði viðunandi sambúðarhátta hafa ætíð verið, að — með góðu eða illu — hafí tekizt að leiða þau meginsjónarmið til fullnaðarsig- urs, (1) að hinir jákvæðu, heil- brígðu eiginleikar skerí úr um hlutdeild í áhrífum og völd- um, og (2) að sérhverri mann- eskju verði ætlaður staður og hlutverk við hæfi, og ræki hlutverk sitt jafnan á sínum stað eins og til ber að ætlast. Ennþá, alveg eins og fyrir þús- undum ára, berast menn stjóm- laust á banaspjót út af öllu og engu. Vopn era smíðuð af sívax- andi vinnugleði með stöðugt geig- vænlegri tortímingarmátt fyrir augum. Árekstrar á milli einstakl- inga, stétta og skoðanahópa verða tíðari og illvígari. Villimennskan þenur sig yfír öll landamæri við- stöðulaust og býst til að ná varan- legri fótfestu í háloftunum. Hatri og lygi verður sífellt betur til vopna. Nú hamast vinstriprestar við að smíða skæraliðum sínum fallöxi úr Fjallræðunni. I öllum aðalatriðum hefír að þessu leyti fátt breytzt á þúsund- um ára. Nema kannski eitt: Smátt og smátt er fáliðaðan hóp hugsandi fólks tekið að grana, að við fáum ekki lifað, ef við höldum áfram á sömu braut og fyrir 100 eða 50 eða 10 áram. Sumir telja ekki útilokað, að óttinn við endalok mannkynssögunnar gæti orðið ástæða til vonarglætu. En ótti er, samkvæmt öllum þekktum lögum og reglum, afar varhugaverður ráðgjafi eins og reynslan og sagan hafa fyrir löngu gert kunnugt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.