Morgunblaðið - 13.03.1986, Síða 45

Morgunblaðið - 13.03.1986, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR13. MARZ 1986 45 Lausn kjör- dæmamálsins eftirÞorvald Gunnlaugsson í stjórnarskrá íslands er tekið fram að kosið skuli í kjördæmum, þar er hins vegar ekkert sem bindur kjörgengi eða kosningarétt í ein- stökum kjördæmum við þá sem þar eiga lögheimili. í kosningalögunum eru ákvæði um kjörskrá og kosningar sem virð- ast útiloka að maður noti kosninga- rétt sinn í öðru kjördæmi en því þar sem hann er settur á kjörskrá sem virðist almennt ekki geta gerst annar staðar, en þar sem maðurinn á lögheimili. Þessu þyrfti að breyta þannig að menn geti beitt atkvæði sínu, þar sem þeir telja sig eiga mestra hagsmuna að gæta. Við það mundi tvennt vinnast. í fyrsta lagi aukið frelsi. Maður sem byggi t.d. utan Reykjavíkur en starfaði eða ræki atvinnurekstur þar gæti greitt þar sitt atkvæði. í öðru lagi gætu Reykvíkingar og fleiri ekki lengur kvartað undan misvægi atkvæða. Þeim sem þætti atkvæði sitt léttvægt í Reykjavík væri gefínn kostur á að segja sig í kjördæmi á Vestfjörðum og fara svo þangað og kjósa eða kjósa utan kjörstaðar, en það hefur lengi tíðk- ast að Reykvíkingar væru í kjöri í öðrum kjördæmum. Ég vona að menn íhugi þetta í fullri alvöru, þar sem hér er einung- is um lagabreytingu að ræða. Sú stjómarskrárbreyting sem liggur nú fyrir felur í sér fjölgun þing- manna, sem komið hefur skýrt fram að meirihluti þjóðarinnar er andvíg- ur. Það er erfitt að trúa því að Þorvaldur Gunnlaugsson Alþingi haldi slíku til streitu. Auk þess er sú breyting svo flókin að tölva verður nauðsynleg til að út- hluta þingsætum og með einu at- kvæði geta orðið stökkbreytingar á því hveijir ná kjöri í mörgum kjör- dæmum. Stjórnarskrárbreytingin er ófullnægjandi og ófullkomin lausn sem stefnir í sömu stöðu og í dag með áframhaldandi búsetu- breytingum. Höfundur er stærðfræðingur og sérfræðingur við Reikniatofnun Háskóla ísiands. « Gódan daginn! HAFA Rornl Sænskar baðinnréttingar í sérflokki og verðid er lægra en þú heldur. Einnig hreinlætistæki og baðáhöld í úrvali. VALD. POULSEN! Suðurlandsbrauf 10. Sími 686499. Innréttingadeild 2. hæð. TSítiMdnm I IÖP / Li rJi ~ I /B Bm ÚJti ImUSS JP mm L SP m. mmM(M Meðan mamma og pabbi flatmaga í sólinni tekur pjakkaklúbburinn á Mallorca til starfa. Barnafarar- stjórinn leiðir pjakkana á krabbaveiðar, í dýragarðinn og reistir verða glæsilegustu sandkastalar strandarinnar. Það er margt brallað í pjakkaklúbbnum enda eru hótel- garðarnir á Mallorca hrein paradís fyrir börn sem full- orðna. Hótelaðstaðan á Mallorca er einhver sú besta sem hægt er að hugsa sér á sólarlöndum og kjörin fyrir barnafjölskyldur. Heiðurspjakkaferðirnar eru þrjár og brottfaradagarnir ?ru 21/6, 8/7 og 9/9. 25 fyrstu fjölskyldurnar, 4ra nanna eða stærri fá frítt fyrir einn pjakk á aldrinum 2—11 ára, í tveim fyrri ferðunum. I pjakkaferðinni 9. sept. fá 25 fyrstu fjölskyldurnar, 3ja manna eða <stærri, frítt fyrir einn pjakk á aldrinum 2—7 ára. Heiðurspjakkurinn getur lækkað fargjaidið fyrir\ 4ra manna fjölskyldu niður í 20.837.- pr. mann. FERÐASKRiFSTOFAN I

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.