Morgunblaðið - 13.03.1986, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR13. MARZ 1986
Garðar Júlíusson
frá Felli—Minning
Fæddur 20. júlí 1901
Dáinn 20. febrúar 1986
Það hafði verið sæmileg síldveiði
um sumarið og í bytjun september
kom enskt skip að bryggju Síldar-
verksmiðjunnar á Dagverðareyri til
að lesta þar síldarmjöl. Útskipun
þurfti að ganga fljótt og því var
fenginn hópur verkamanna úr Gler-
árþorpi til aðstoðar við lestun skips-
ins. Fyrir okkur strákana sem
unnum í sfldarverksmiðjunni sumrin
1946—1950 var lestun á síldarmjöli
í skip ánægjuleg tilbreyting frá
hinum daglegu störfum í verksmiðj-
unni. Önnur störf að vinna og nýir
menn að vinna með til viðbótar
þeim ágætu og traustu körlum sem
við störfuðum með daglega. Það
var undir þessum kringumstæðum
sem ég sá Garðar Júlíusson frá
Felli í fyrsta sinn, en hann var einn
í hópi þeirra manna sem komu
innan úr „Þorpi“ til þessara starfa.
Síst bar meira honum en öðrum
sem þarna voru við vinnu. Hann
gekk að störfum sínum hljóðlega
og umsvifalítið en með þeirri verk-
lægni sem þeir hafa sem kunna að
vinna. Þarna á þessum stað áttum
við Garðar engin samskipti og
ræddum ekkert saman, en ein-
hverra hluta vegna festist hann
mér í minni meir en aðrir þeir sem
komu til vinnu á Dagverðareyri
þennan dag.
Ekki flaug mér þá í hug að dóttir
hans ætti eftir að verða örlagavald-
ur í mínu lífi og ég ætti eftir að
Leiðrétting
í minningargrein hér í blaðinu
í gær um sr. Jón Thorarensen,
féllu niður linur, sem gerðu það
að verkum að málsgreinin skilaði
sér ekki. Málsgreinin átti að vera
svohyóðandi:
Ég hlaut að kynnast frú Ingi-
björgu, konu hans, þar sem móðir
mín og hún störfuðu saman í Kven-
félagi Neskirkju og myndaðist ein-
læg vinátta sem alltaf hélst. Þessi
sæmdarhjón og dætur þeirra hafa
verið nágrannar mínir í mörg ár
og góðar minningar eru gulli betri.
Beðist er velvirðingar á þessum
mistökum.
eiga samskipti við hann, eiginkonu
hans og fjölskyldu um áratuga
skeið. Það voru góð samskipti og
mér dýrmæt enda var ég oftast
þiggjandinn.
Gestrisni, hlýja og einlægur
áhugi á því að öllum liði sem best
var þeirra aðalsmerki. Garðar Júl-
íusson fæddist í Glerárholti í Glerár-
þorpi 20. júlí 1901 og var því 84
ára þegar hann lést 20. febrúar sl.
Hann var sonur hjónanna Júlíusar
Kristins Jónssonar og Sigríðar
Sigurðardóttur, sem þá voru til
heimilis í Glerárholti. Garðar var
eitt fjögurra bama þeirra hjóna, en
hin voru tvíburasystir hans Lára,
sem lést á fyrsta ári, Valdimar sem
lést 1963 og Bergsteinn sem lést
16 ára gamall. Garðar var um hríð
komið í fóstur til Steinunnar móður-
systur sinnar á Sámsstöðum, en ólst
síðan upp hjá foreldrum sínum í
Glerárholti og síðar í Felli. Garðar
byijaði snemma að ganga að allri
almennri vinnu.
Hann var m.a. sex sumur á
Sámsstöðum og tvö ár vinnumaður
hjá Davíð Eggertssyni á Möðruvöll-
um. Þó átti sjórinn og sjómennskan
hug hans allan hvað vinnu snerti
og fór hann því fljótt að starfa á
bátum og sfldarskipum, en gekk að
ýmsum störfum í landi milli vertíða.
Um 1940 fór Garðar að vinna
að staðaldri í landi við ýmis verka-
mannastörf hjá setuliðinu, í Kross-
nesi og síðustu árin hjá Skinnaverk-
smiðjunni Iðunni, en þar vann hann
til 78 ára aldurs. Öll þau störf sem
Garðar vann voru unnin af dugnaði
og trúmennsku og mikilli ósérhlífni
og ávann hann sér traust yfirmanna
sinna. Hann var vinsæll meðal
starfsmanna, óáreitinn, jákvæður
og benti oftar en hitt á björtu hliðar
málanna og tók málstað þeirra sem
minna máttu sín.
Garðar kvæntist Sigurveigu
Jónsdóttur frá Krossanesi þann 4.
aríl 1925 og bjuggu þau í Felli fram
á síðustu ár er þau fluttu í íbúð á
Dvalarheimilinu Hlíð.
I Felli voru þau fyrst í sambýli
með foreldrum Garðars, ásamt
Valdimar Júlíussyni og eiginkonu
hans, Ingibjörgu Björnsdóttur. Þeir
bræður byggðu síðar viðbyggingar
Fyrsti aðalfundur Tón-
listarbandalags íslands
TÓNLISTARBANDALAG ís-
lands heldur sinn fyrsta aðalfund
laugardaginn 15. mars kl. 2 e.h.
i fundarsal veitingahússins
Gaukur á Stöng, á 2. hæð.
Tónlistarbandalag íslands var
stofnað fyrir einu ári, í mars 1985.
Meginmarkmið bandalagsins er efl-
ing tónlistar á íslandi. Að þessu
markmiði vinnur Tónlistarbandalagið
m.a. með því að: Efla tónlistarmennt-
un í landinu, stuðla að auknum
tækifærum íslenskra tónlistarmanna
til að semja og flytja íslenska tónlist
og til að kynna íslenska tónlist og
tónlistarmenn á erlendum vettvangi,
beita sér fyrir umfjöllun, ráðstefnum
og dreifingu upplýsinga um tónlist
og málefni hennar og halda uppi
samstarfi við erlenda aðila og samtök
sem starfa að svipuðum verkefnum.
í TBÍ eru nú 35 félög og samtök
sem hafa tónlist á stefnuskrá sinni.
Innan vébanda þessara félaga og
samtaka eru yfir 10.000 manns.
Þessi aðalfundur TBÍ er opinn öll-
um sem áhuga hafa á málefnum
bandalagsins.
(Úr fréttatilkynningu.)
t
Innilegar þakkir til þeirra sem auðsýndu vinóttu og hlýhug við
andlát og útför
GUÐBJARTS JÓNSSON AR
frá Skógi á Rauðasandi
til heimilis að Grenimel 26.
Kristfn Guðbjartsdóttir,
Bjarni Guðmundsson,
Guðsteinn Bjarnason,
Hermann Bjarnason,
Jóhanna Jónsdóttir,
Halldór Jónsson,
Trausti Jónsson,
Þorbjörg Jónsdóttir.
t
Alúðar þakkir til allra þeirra sem auðsýndu okkur samúö og hlýhug
við andlát og útför mannsins míns,
JÚLÍUSAR JÓHANNSSONAR
frá Sigiufirði,
Þórufelli 12.
Bryndfs Jacobsen.
báðum megin við Fellshúsið og var
samvinna þeirra bræðra alla tíð
óvenju sterk og náin og ríkti þarna
í Felli með fjölskyldum þeirra
bræðra mikil eindrægni og kærleik-
ur.
Þau Garðar og Sigurveig eignuð-
ust §ögur böm, sem öll eru búsett
á Akureyri. Þau eru Bergsteinn,
kvæntur Júdith Sveinsdóttur, Sum-
arrós, gift séra Birgi Snæbjöms-
syni, Júlía, gift Lárusi Zophonías-
syni safnverði Amtbókasafns og
Laufey, gift Sigurði Jóhannessyni
aðalfulltrúa.
Hjónaband þeirra Garðar og
Sigurveigar var hið farsælasta. Þó
húsakynni væm þröng fýrstu árin
og veraldarlegur auður knappur,
voru oft mikil umsvif á bammörgu
heimili. Reglusemi og heiðarleiki
sátu alls staðar í fyrirrúmi og gest-
risni þeirra hjóna og hartahlýja var
minnisstæð, enda margir sem áttu
viðdvöl á heimili þeirra hjóna.
Sigurveig starfaði mikið að fé-
lagsmálum, í stúku og kvenfélaginu
Baldursbrá og sem orgelleikari í
Lögmannshlíðarkirkju og Garðar
var sístarfandi að því að draga björg
í bú og sinna þeim ýmsu störfum
sem ætíð falla til í húsi og á heim-
ili. En alltaf í gegnum allt þeirra
líf og starf átt'u bömin, tengda- og
bamaböm og bamabamaböm
stærsta rýmið í hjarta þeirra og
hug. Fylgst var með gengi afkom-
endanna af einlægum áhuga og
tekið þátt í gleði þeirra og sorgum.
Það var hughreyst og huggað þegar
þess þurfti með, veittar viðurkenn-
ingar og hvatt til meiri átaka á
stundum.
Ég sem þessar línur skrifa vil
af einlægni þakka samvem við
Garðar og tel það mína hamingju
að hafa átt þess kost að kynnast
og starfa með slíkum manni. Garðar
lést að morgni 20. febrúar, þrotinn
heilsu og kröftum í faðmi eftirlif-
andi eiginkonu sinnar. Ég bið Guð
að blessa ævikvöld hennar. Þrátt
fyrir háan aldur og veikindi er
hennar styrkur mikill. Hann helgast
af einlægri trú á handleiðslu hins
hæsta og að hún muni njóta endur-
funda við ástvini sína þegar vegferð
hennar héma megin tjaldsins lýkur.
Jarðarför Garðars fór fram frá
Akureyrarkirkju laugardaginn 1.
mars sl.
Sigurður Jóhannesson
FALL STEFANSS0N
UMBOÐS & HEILDVERZLUN
BLIKAHÓLUM 12, R VlK
SlMI (91)-72530
á ný SIEMENS-heimilistæki. Þau
eru:
• Falleg og sparneytin.
• Þægileg í notkun.
• Búin fullkomnustu tækni.
• Þaulreynd vestur-þýsk gæðavara.
Smith og Norland
Nóatúni 4,
s. 28300.
47
RENOLD
kedjur
tannhjól
og girar
w
I
v
-Gt
m
PevnslA
pjÓN'
USTA
Pekkin0
FÁLKINN
SUÐURLANDSBRAUT 8
SÍMI 84670