Morgunblaðið - 13.03.1986, Page 48
ffclk í
fréttum
STEMN THORARF.NSEM
e<*"pv T4Mb«rtlv. T*r.'p»*t4
tatflMtfdft. Hirvs-niu*-
H*rpir»*4«
~ ‘ ' ‘^iV
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR13. MARZ1986
a»r
„Hef alltaf haft gaman af því
að halda gömlum eða
sjaldséðum hlutum til haga“
- segir Óiafur Jónsson húsasmiður
Af ýmsum toga er yndi manna,
það sem gefur fyllingu í
marga stund og frið í sáiina.
Ólafur Jónsson er einn þeirra sem
á sér „friðarkrók" á heimili sínu,
þar sem hann handfjatlar og býr
um „bömin" sín mörgu, sem hann
hefur eignast um árin. Ólafur er
safnari, á flölbreytilegustu hluti er
hann geymir af fágætri vandvirkni
og hirðusemi og tíðum í hirslum,
sem hann hefur sjálfur smiðað af
miklum hagleik.
„Það er svona eitt og annað sem
ég held til haga, og ber mig eftir,"
segir Ólafur. „Ég á nokkuð af ís-
lenskum pijónmerkjum og einkenn-
ismerkjum, eggjum, skeljum, og
kuðungum. Það sem ég fór síðast
að halda saman og hafa áhuga á
eru lyfseðlaumslög sem eru frá ár-
unum 1920 og áfram. Fýrir utan
þetta hef ég svo afskaplega gaman
af grasafræði og iðulega þegar mér
gefst færi, fer ég út í náttúruna
með myndavélina mína og tek
myndir af blómum og fleiru. Ég á
orðið dágott safn mynda úr íslenskri
náttúru."
— Þegar blaðamaður fer að
skoða sig um kemur í ljós að það
er ýmislegt fleira sem Ólafur á í
pokahominu. Hann hefur þurrkað
ýmsar jurtir og komið J)eim snyrti-
lega fyrir í bókum. Ólafur tekur
mikið af myndum ogtil dæmis hefur
hann komið sér upp vöntunarlista,
það er að segja hann hefur tekið
myndir af þeim pijónmerkjum sem
hann vantar í safn sitt. Allt ber
þetta vott um mikla vinnu og fyrir-
höfn.
„Mestur frítími minn fer í þetta.
En ég hef gaman að þessu og sér-
staklega að ganga vel frá þeim
hlutum sem ég safna. Ég sæki
reglulega safnarafundi og hef
kynnst §ölda fólks í gegnum þessa
áráttu mína.
Þetta er afskaplega tímafrekt ef
vel á að vera, en ég uni mér svo
vel í þessu og nýt þess að vera að
dunda í hominu mínu.“
Safnið er mjög snyrtilegt og ber vott um mikla vinnu og
fyrirhöfn.
Moi-gunblaðið/Árni Sæbcrg
Kassana undir einkennismerkin hefur Ólafur sjálfur smidað
og hann fékk hann vin sinn til að grafa utan á hann myndir.
„Það síðasta sem ég fór að halda
til haga eru gömul lyfseðlaum-
slög sem eru frá árunum 1920
ogáfram.
Ólafur Jónsson húsasmiður við skáp sem hann smíðaði sérstaklega
undir söfnunargripi sína. Skápurinn er mjög fallegur, alsettur litlum
hólfum, skúffum og skápum.
Ein
ungog
efnileg
atsy Kensit sem er sautján
ára gömul, syngur og dansar í
mynd Davids Bowie, „Absolute
Beginners".
Patsy er engin nýgræðingur. Hún
hefur komið fram ótal sinnum í
þáttum hjá BBC, og hefur leikið
meðal annars með Robert Redford
i „The Great Gatsby". Þá hefur hún
líka unnið með Elizabeth Taylor í
myndunum „Another Street" og
„Blue Bird“.
Leikkonunni er spáð frægð og
frama og Patsy er sögð svipa til
Brigitte Bardot en hafa kraft og
dugnað Madonnu.
Þegar Ólafur er spurður hvað sé
nú merkilegast í safninu hans segir
hann að líklega sé íslenska pijón-
merkjasafnið hans forvitnilegast,
þar kenni ýmislegs sem ekki sé
hægt að finna á hveiju strái. Hann
kveðst eiga um 1400 íslensk pijón-
merki og einkennismerkin séu um
200.
Hann segir fólk vera iðið að
gauka að sér hlutum í safnið þó
auðvitað kaupi hann líka, reyndar
telur hann ástæðuna fyrir því að
fólk sé svona iðið við að gefa honum
hluti vera þá að hann gengur snyrti-
lega frá öllu sem í hendur hans
kemur. En af hveiju skyldi hann
safna og hveiju skyldi hann hafa
byijað að halda til haga.
„Ég byijaði nú sem drengur að
safna súkkulaðibréfum að mig
minnir og fór svo að fara út í frí-
merkin.
Frímerkin eru það dýr að ég hef
minnkað það við mig að bera mig
eftir þeim.
Ég veit enga sérstaka ástæðu
fyrir því að ég byija á þessu. Alveg
frá bamsaldri hef ég haft ánægju
af því að halda gömlum og/eða
sjaldséðum hlutum til haga.
Fólk hefur líka gaman af því að
skoða þetta hjá mér þegar það
kemur í heimsókn og kannski get
ég með þessu móti bjargað ein-
hveiju se(h annars færi forgörðum."
Tenmstilþrif
-ZSS*
áhuga á tenms WQg hefur Þ"fengfe
íþróttarinnar a Eng„. kin> stevens og »
seinni árum • • •
Hann safnar íslenskum prjónmerkjum,
einkennismerkjum, eggjum ...