Morgunblaðið - 13.03.1986, Page 55
MORGUNBLAÐH), FTMMTUDAGUR13. MARZ 1986
........U9
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
10100 KL. 14—15:
FRÁ MÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
Ýta undir
fordóma
14 ára skrifar:
Kæri Velvakandi.
Eins og svo margir aðrir á mínum
aldri horfði ég á þáttinn „Popp-
kom“, sem var á dagskrá sjón-
varpsins 24. febrúar sl. í byijun
þáttarins var annar umsjónarmann-
anna sýndur þar sem hann „stjóm-
aði“ alheimshljómsveitinni, sem
stofnuð var á síðastliðnu ári. Hinn
háttvirti umsjónarmaður sagði „bíð-
ið þið, ekki fara“ og meinti að okkur
unglingunum eigi að þykja sinfón-
íur leiðinlegar og að sinfóníur séu
nokkuð, sem verður að slökkva á
eða flýja. Mér fannst þetta mjög
illa gert, sérstaklega í garð þeirra
fjölmörgu unglinga, sem stunda
hljóðfæranám og hafa nokkurt vit
á sinfóníunum alræmdu. Þetta ýtir
undir þá fordóma, að öllum ungling-
um og þeim eldri eigi að þykja þær
leiðinlegar.
Að síðustu langar mig til að
varpa fram þeirri spumingu, hvort
sjónvarpið hafði leyfí til að sýna
brot úr sinfóníuþættinum með al-
heimshljómsveitinni.
Tillitslaus-
ir ökumenn
Kristinn Guðmundsson skrifar.
Ég skammast mín fyrir að vera
íslendingur. í rigningunni um dag-
inn bilaði bíllinn minn á mótum
Lönguhlíðar og Bólstaðahlíðar. Ég
gat ekki komi honum út af veginum
og í heila klukkustund sat ég í bfln-
um án þess að nokkur sem framþjá
fór rétti mér hjálparhönd. í stað
þess flautuðu bflstjóramir miskunn-
arlaust og ætluðust til þess að ég
fjarlægði bifreiðina. Loksins tókst
mér að hlaupa niður á Kjarvalsstaði
og hringja á bfl mér til aðstoðar.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þetta
kemur fyrir og alltaf eru ökumenn
jafn tillitslausir.
Losnar hann úr
burðaliðnum?
Ég sendi þessa vísu vegna þess
hversu Steingrímur Hermannsson
virðist „sannfærður" um að þetta
eða hitt takist og einnig vegna þess
að flest hans mál erú í „burðarliðn-
um“.
Sannfærður hangir Hermannsson
heima í móður kviðnum.
Löngu mér fínnst það liðin von
hann losni úr burðarliðnum.
Asta Sigurðardóttir
Kveikjari tapaðist
Cartier-kveikjari tapaðist 20.
febrúar sl. Ekki er Velvakanda
kunnugt um hvar en fínnandi er
beðinn að hringja í síma 22807 eða
23912. Fundarlaunum er heitið.
10m>
fjmr
Þessir hringdu
Löng bið eftir
áríðandi bréf i
Breiðholtsbúi hringdi
„28. febrúar var áríðandi bréf
góstsett á Laugaveginum.
Áfangastaður þess var í Breið-
holtinu en 11. mars, ellefu dögum
síðar hafði það enn ekki dottið inn
um bréfalúguna hjá viðtakanda."
Öryggiá
íslenskum flugvöllum
vel viðrar, ef marka má reykja-
bólstrana sem stíga frá Öskjuhlíð-
inni á góðviðrisdögum. En slysin
verða þegar veður er verst. Hvem-
ig stendur á því að slökkviliðið
hafði ekki sérstaka vakt þegar
flugskilryði vom jafn slæm og
síðastliðinn mánudag.
Ólagá
bj örgunar málum
Sigurður hringdi.
„Mig langar að ræða ástand
björgunarmála hér, eftir leitina
um síðastliðna helgi. Það er ótækt
að senda 140 menn, 7 snjóbfla
og 37 vélsleða eftir tveimur full-
frískum mönnum. Er enginn
greinarmunur gerður á því hvort
um er að ræða börn sem hafa
Þórir B. Guðjónsson hringdi:
Mér fínnst ástæða til að vekja
athygli á öryggismálum á íslensk-
um flugvöllum eftir óhappið sl.
mánudag. Þegar slys á borð við
þetta gerast í Reykjavík þar sem
öryggið á að vera best, hvemig
er þá öryggi háttað á flugvöllum
úti á landi.
Af fréttum að dæma kom
slökkviliðið seint á vettvang. Ég
hefði haldið að þegar rigning og
vatnselgur væri á flugvöllum væri
ástæða til að hafa sérstaka vakt
á vellinum sem kannaði aðstæður
áður en flugvélum væri veitt
heimild til flugtaks. Þessari gæslu
hefur augsýnilega verið ábóta-
vant. Það virðist einkenna bmna-
gæslu hér í borginni að bmnaæf-
ingar em aðeins haldnar þegar
villst eða vel útbúna fjallamenn?
Leitunum fylgir óheyrilegur
kostnaður og oft er lífí leitar-
manna stofnað í hættu, samanber
snjóflóðahættuna á Ieitarsvæðinu
um síðastliðna helgi.
Hingað til hef ég talið það
skyldu mína að styrkja björgunar-
sveitimar á þá lund sem mér er
unnt; með því að kaupa merki,
happdrættismiða o.fl. En nú end-
urskoða ég afstöðu mína, því ég
vil ekki sóa fé í þann leikaraskap,
sem farinn er að einkenna leitar-
mál hér á landi.
Einnig fínnst mér ummæli
annars mannsins sem týndist óaf-
sakanleg. Hann þakkaði sérstak-
lega einni björgunarsveitinni. Þær
vom a.m.k. 3 sem stóðu að leit-
inni.
Frá leitinni i Botnssúlum um síðastliðna helgi.
Dónaskapur við íslenzkar konur
Kona skrifar:
Rétt einu sinni varð ég alveg
undrandi á þeim dónaskap sem
blaðamenn sýndu konu, sem þeir
þó birtu mynd af. í DV sl. mánudag
birtist mynd af komu handknatt-
leiksliðsins og þar með ein með
undirskriftinni: „Þeir Sveinn
Bjömsson forseti íþróttasambands
íslands og Jón H. Karlsson frá
HSÍ taka hér á móti eiginkonu
Matthíasar Á. Mathiesen utanríkis-
ráðherra við komuna til Keflavík-
ur.“ Konan, Sigrún Þorgilsdóttir
Mathiesen er ekki nefnd á nafn eins
og það taki þvf ekki. Þó virðist það
hún sem verið er að heilsa. Matthías
Á. Mathiesen sem nefndur er f
textanum er hvergi nærri og vand-
lega er gerð grein fyrir hinum
tveimur á myndinni og hvaða hlut-
verki þeir gegna. Kannski hefur
blaðamanninum fundist að blessuð
konan hefði ekkert að gera á hand-
knattleikinn, en því þá að vera að
birta mynd af henni.
Þetta er ekki í eina skiptið sem
konum er sýndur slíkur dónaskapur
í blöðunum, allir karlar taldir upp
með nafni, en þær bara nafnlausar
eins og þær skipti engu máli. Prægt
er dæmið af forsíðu Morgunblaðsins
sem ég heyrði f ræðu sem dæmi
um þessa svívirðu. „Forseti íslands,
Kristján Eldjám og forsetafrú,
ásamt hundinum Snata á tröppun-
um á Bessastöðum." Snata og
Kristjáns er getið með nafni, en sú
eina sem ekki þótti vert að nefna
var Halldóra Eldjám.
Blessaðir hættið þið nú þessu. Út
af fyrir sig er mynd ekki nógu
merkileg til að birta hana ef enginn
veit hver á henni er, hvort sem það
er karl eða kona.
ABA disklingageymslur fyrir 8",
5Va" og 31/2" disklinga. Þœr
fdst bœöi meö og ón lœs-
ingar. Fást í öllum helstu bóka-
verslunum landsins og einnig
hjá tölvusölum.
Grensásvegi 7, Reykjavík, Símar 681665 og 686064
í
Það er ekki bara
leðrið sem við leggjum áherslu á.
Satt að segja er hvergi hægt að finna
á einum stað stærra úrval af sófa-
settum og sófahornum í áklæðum.
Þessi fallegu vönduðu sófasett bjóð-
um við á besta verði sem þekkist
og svo góðum greiðslukjörum að
jafnvel strangasta fjárhagsáætlun
heimilisins ræður við að kaupa sett.
paHas 3+1+1
Hvernig *** Þér á?
Aðeins
4.580
Aðeins
13.000
á mánuði.
útborgun.
Við tökum að sjálfsögðu
greiðslukortin bæði sem útborg-
un á kaupsamninga og sem stað-
greiðslur með 5% afslætti.
BDS6A6NAB0LLIN
BÍLDSHÖFÐA 20-110 REYKJAVÍK ! 91-6811 99 og 681410
/