Morgunblaðið - 13.03.1986, Qupperneq 57

Morgunblaðið - 13.03.1986, Qupperneq 57
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR13. MARZ 1986 57 Jón Páll sterkastur ÍSLAN DSMÓTIÐ í bekkpressu fór fram á sunnudaginn. Jón Páll Sigmarsson sigraði í stigakeppni mótsins í jafnri og skemmtilegri keppni. Sigurbjörg Kjartansdóttir jafnaði íslandsmetið í kvenna- flokki. Kári Elísson frá Akureyri, sem sigraði stigakeppnina í fyrra, varö annar með einu stigi minna en Jón Páll. Jón Páll fékk glæsilegan verð- launagrip fyrir þennan árangur. íslandsmeistarar í einstökum þyngdarflokkum í bekkpressu 1986 eru þessir: Fl. 75 kg. Kári Elísson, lyfti 160 kg. Fl. 82,5 kg. Halldór Eyþórsson, lyfti 145 kg. Fl. 90 kg. Alfreð Björnsson, lyfti 147,5 kg. Fl. 100 kg. Baldvin Skúlason, lyfti 170 kg. Fl.110kg. Hörður Magnússon, lyfti 180 kg. Fl. 125 kg. Matthías Eggertsson, lyfti 160 kg. Fl.yfir 125 kg. Jón Páll Sigmarsson, lyfti 215 kg. Kvennaflokkur. Sigurbjörg Kjartansdóttir lyfti 80 kg sem er jafnt (slandsmetinu. Aukagrein mótsins var svokall- að „kurling". þar var lyft 60 kg frá hnjám og upp að öxlum. Jón Páll var sterkastur allra í þeirri grein og tókst að lyfta þessari þyngd 29 sinnum. Hjalti Árnason lyfti 21 sinni og varð annar. Morgunblaðið/Bjarni • Þorglls Óttar Mathiesen f Borgarspítalanum f gær þar sem hann gekkst undir uppskurð á þriðjudags- morguninn. „Sársaukinn hefur verið mikill“ - sagði Þorgils Óttar Mathiesen eftir uppskurðinn ÞROGILS Óttar Mathiesen, landsliðsmaður f handknattleik, var skorinn upp við meiðslum sfn- um á hnó sem svo mjög hafa hrjáð hann að undanförnu, á Borgarspftalanum á þriðjudag. „Þetta er það versta sem óg hef lent í, sársaukinn hefur verið mik- ill," sagði Þorgils Óttar við blaða- mann Morgunblaðsins í gær. „Ég fæ að fara heim um helgina, en þarf að vera í gipsi í þrjár vikur svo verður tíminn að leiða það í Ijós hvenær ég get farið að æfa aftur." — Ætlar þú að leika með FH næsta vetur? „Já, ég er ákveðinn í því. Ég er í viðskiptafræði í Háskólanum og reikna með að klára næsta haust. Annars hefur farið lítið fyrir skólan- um hjá mér í vetur. Ég ætla mér þó að mæta eftir helgi. Ég hugsa að ég verði látinn skrifa nafn mitt í gestabók er ég læt sjá mig í skól- anum,“ sagði Þorgils Óttar og gerði að gamni sínu og var ekki að sjá á honum að hann hafi verið að gangast undir erfiða skurðað- gerð. Þorgils gat þess ennfremur að hann fengi alla þá bestu umönnun sem kostur væri á. Gunnar Þór Jónsson, læknir, sem einnig er læknir landsliðsins, skar hann upp. Andrés Kristjánsson, sjúkraþjálf- ari, muns síðan sjá um að gera Þorgils rólfæran aftur. Það er örugglega einsdæmi að landsliðs- maður hafi leikið átta landsleiki fyrir þjóð sína með annað kross- bandið slitið í hné. En þetta gerði Þorgils Óttar. Hann meiddist í leik gegn Pólverjum á Baltic-Cup í janúar. Hann lék síðan átta leiki í undirbúningnum fyrir HM og í heimsmeistarakeppninni. Sund: Evrópulágmörk Sundsamband íslands hefur ákveðið lágmörk fyrir heimsmeist- aramótið í Madrfd 1986. Kariar Konur lOOmskriö 0:52.20 0:58.70 200 m skriö 1:54.00 2:05.90 400 m skrið 4:02.50 4:25.00 800 m/1500 m skriö 16:02.00 9:05.00 100 m bak 0:59.50 1:06.00 200 m bak 2:08.00 2:23.00 100 m bringa 1:06.00 1:14.50 200 m bringa 2:26.00 2:41.00 100 m flug 0:56.40 1:04.00 200 m flug 2:06.00 2:21.00 200 m fjór 2:10.00 2:24.00 400 m fjór 4:39.50 5:03.00 Sundsambandið hefur einnig ákveðið lágmörkin fyrir Evrópu- meistaramót unglinga. Stúlkur Pittar 100 m skrið 1:01.50 (27) 0:55.70 (26) 200 m skrifi 2:09.00(27) 2:00.50(26) 1500/800 m skrið 9:28.00(19) 16:58.00(24) 100 m bak 1:08.60(24) 1:02.80(19) 200 m bak 2:27.00(24) 2:17.00(20) , 100mbringa 1:17.00 (25) 1:11.50(24) 200 m bringa 2:46.50(22) 2:33.50 (24) lOOmflug 1:07.00(24) 1:00.50(23) 200 m flug 1:07.00(18) 2:16.50(18) 200 m fjór 2:28.50(29) 2:18.50(22) 400 m fjór 5:21.00(20) 5:00.00(17) Velkomin íhiðeinasanna Heilsustúdíó Skeifunni 3C, s. 39123 Aerobic FYRIR ALLA Skeifunni 3, Reykjavík, simi 39123. Morgun- hádegis- og kvöldtímar alla daga vikunnar. Frúartímar og fram- haldstímar hjá Fríðu, íþróttakennara. Byrj- endatímar hjá Jórunni. Milli-stig hjá Mörtu. Púl- tímar hjá Magga, íþróttakennara. Hópafsláttur Hjónaafsláttur Skólaafsláttur Afslátturfyrir íþróttahópa Verð aðeins 1750 kr. fyrir einn mán. Aðgangur í fulkominn tækjasal innifalinn. Alltaf færir þjálfarar til staðar. Verð í tækjasal kr. 1500 einn mán. íþrótta- og afslöppunamudd hjá Brynjari og Svönu. Heitt ákönnunni og ígufunni Frábær World-Class íþrótta- og aerobicfatnaður Hinir heimsþekktu Recbok-skór

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.