Morgunblaðið - 13.03.1986, Síða 59

Morgunblaðið - 13.03.1986, Síða 59
MORGUNBIAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. MARZ 1986 59 Valur Ingimundarson: Snerti ekki körfubolta fyrrená 16. árinu VALUR Ingimundarson byrjaði ekki að œfa körfuknattleik fyrr en hann varð 15 ára. Það var árið 1976, þegar hann flutti til Njarð- víkur frá Stokkseyri, þar sem hann ólst upp. Sigurganga hans hefur verið nœr óslitin síðan. “Eg hef enga sérstaka skýringu á því af hverju mér hefur gengið þetta vel í körfuboltanum," sagði Valur. “Eg hef alltaf æft mjög vel, og þegar ég var að byrja í þessu æfði ég öll sumur — alltaf þegar ég mögulega gat.“ Það hefur greinilega skilað árangri, því Valur hefur um árabil verið einn allra besti leikmaður Njarðvíkinga, liðsins sem krækt hefur í fleiri meistaratitla í íslensk- um körfuknattleik að undanförnu en nokkurt annað. Valur skorar sjaldan undir tuttugu stigum í leikj- um liðsins og oft yfir 30, þrátt fyrir aö andstæðingarnir leggi jafnan höfuðáherslu á að stöðva hann. "Körfuboltinn býður upp á allt sem ég sækist eftir í íþróttunum, fjölbreytileika, spennu og mikla hreyfingu. En ástæðan fyrir því að ég valdi körfuboltann, en ekki t.d. handbolta, er eflaust sú að hér í Njarðvíkunum voru allir í körfu- bolta. Meistaraflokksliðinu hefur gengið vel, á meðan handboltinn og fótboltinn hafa aldrei náð fót- festu hérna. Eg hef aldrei snert á handbolta en fótbolta dútlaði ég í í tvö sumur — spilaði með fjórðu deildar liði Hafna," sagði Valur. En hvernig stendur körfuknatt- leikurinn um þessar mundir að mati Vals? „Mér líst vel á þetta. Það koma alltaf einn eða tveir mjög góðir leikmenn fram á hverju ári hjá okkur hérna í Njarðvík, og líka í hinum liðunum. Körfuboltinn er í greinilegri framför. Það sést Bikarkeppnin íkörfu: Úrslitíkvöld Urslitaleikirnir í bikarkeppn- inni í körfuknattleik, í karla- og kvennaflokki, fara fram í Laug- ardalshöllinni f kvöld. Kl. 19.00 leika IS og KR í kvennaflokki og kl. 21.00 Haukar og UMFN f karlafiokki. Heiðursgestur á leikjunum verðir Arni Þór Arna- son, framkvæmdastjóri Austur- bakka, en það fyrirtæki hefur stutt Körf uknattleikssambandið f vetur. Arni Þór mun afhenda sigurlaunin að leikjunum lokn- um. Leikur Hauka og UMFN er viðureign tveggja bestu körf- knattleiksliða landsins, og útilok- að að segja fyrir um úrslitin. Sennilega verður leikurinn bæði spennandi og vel leikinn, enda hafa leikir liðanna verið þannig i vetur. Dómarar verða Jón Otti Olafsson og Hörður Túliníus og er leikurinn sá síðasti sem Hörð- ur dæmir á 25 ára ferli sínum. Við vinnum þrefalt í ár - segir Ágúst Líndal þjálfari KR „ÞETTA verður erfiður leikur, það er ekki nokkur vafi á þvf. Við KR-ingar munum koma jafn sterk- ar til þessa ieiks og við höfum gert f leikjunum í vetur, það er allar stúlkurnar heilar og við erum ákveðin f að vinna þrefalt í ár,“ sagði Ágúst Lfndal þjálfari KR-inga þegar við ræddum við hann í gær um bikarúrslitaleik KR og IS í kvennaflokki en leikur- inn verður í kvöld klukkan 19 f Laugardalshöll. KR og ÍS hafa leikið tvo leiki f vetur í íslandsmótinu og unnu KR-ingar báða leikina. Viö spurð- um Agúst hvort KR-ingar væru ekki sigurvissir vegna þessa. „Nei, stúdínur koma mjög sterk- ar til þessa leiks og við vanmetum þær alls ekki. Þó svo við höfum unnið leikina tvo í (slandsmótinu þá erum við alls ekkert sigurviss en ætlum okkur auðvitað að vinna." Kolbrún Jónsdóttir þjálfari ÍS: Á hreinu að við vinnum „ÞESSI leikur leggst bara vel í mig, það þýðir ekkert annað“, sagði Kolbrún Jónsdóttir þjálfari ÍS er við spurðum hana hvernig henni litist á úrslitaleikinn við KR í bikarkeppni KKÍ sem fram fer í kvöld klukkan 19 f Laugardals- höll. „Það er alveg á hreinu aö við vinnum þennan leik. Við erum bún- ar að tapa tvívegis fyrir KR í vetur og það er alveg nóg. Það kemur ekkert annað til greina en að vinna þennan leik.“ Stúdínur eru ekki óvanar að vera í úrslitum bikarkeppninnar því frá árinu 1978 hefur liðið leikið alla úrslitaleikina nema árið 1982 er KR og Njarðvík léku til úrslita. í fyrra vann ÍS lið ÍR í úrslitaleik og þar áður tapaði liðið fyrir Haukum en Kolbrún var einmitt þjálfari hjá Haukum þá. Stúdínur hafa fjórum sinnum unnið bikarinn frá því árið 1978 og eru ákveðnar, eins og KR-ingar reyndar einnig, í að vinna íkvöld. best á því að landsliðið er farið að vinna lið sem við töpuðum fyrir áður, eins og t.d. Austurríki sem við unnum í síðustu landsliðsferð," sagði Valur. Valur er margfaldur ísiands- meistari, landsliðsmaður og hefur verið valinn besti leikmaður lands- ins oftar en einu sinni. Er að nokkru að keppa lengur hér á Islandi fyrir svona mann? „Mér finnst nú orðið voðalega lítið eftir," sagði Valur, „þó ég sé alis ekki að hugsa um að hætta. Eg hef t.d. aldrei unnið bikarinn.'" Valur er 24 ára verslunarmaður. • Valur: Njarðvfkingar ætla að ná bikarnum af Haukum. Pálmar Sigurðsson: • Pálmar: Haukar ætla sór að halda bikarnum. Drengjalandsliðið kveikti áhugann PALMAR Sigurðsson byrjaði eins og flestir ungir Hafnfirðingar með fþróttaáhuga á þvf að æfa hand- bolta — og reyndar knattspyrnu og frjálsar íþróttir einnig. En eftir að hann var valinn f drengjalands- liðið í körfuknattleik komst ekkert annað að en karfan. “Það er án efa skýringin á því að ég valdi körfuboltann," sagði Pálmar. „Þegar maður fær slíka hvatningu verður áhuginn miklu meiri. Svo þegar ég náöi smám saman betri tökum á þessu og fann að ég fór að ná verulega góð- um árangri þá varð ekkert aftur snúið." Þegar Pálmar var að stíga sín fyrstu spor í körfuknattleik fullorð- inna voru Haukar í annarri deild. „Þessi hópur sem liðið byggist á núna hefur haldið saman alveg frá þeim tíma, og hefur fengið að þró- ast rétt og vel — þökk sé Ingvari Jónssyni, sem þjálfaði okkur fram- an af, og Einari Bollasyni sem tók seinna við iiðinu. Við byjuðum í annarri deild, fórum upp í fyrstu, vorum þar í tvö ár áður en úrvals- deildin tók viö. i fyrra urðum við svo bikarmeistarar og nú erum við alveg á toppnum og sættum okkur helst ekki við minna en sigur á þeim mótum sem við tökum þátt *i, sagði Pálmar. En eru Haukarnir þá blaðra sem AP/Sínuunynd • Hans Petor Briegel skorar hór fyrra mark V-þjóðverja f lelknum f gær gegn Brasilfu. Kærkominn sigur VESTUR-Þjóðverjar unnu kær- kominn sigur á Brasilfumönnum f Frankfurt f gærkvöldi með tveimur mörkum gegn engu. Þjóðverjarnir fengu óskabyrjun þegar Hans Peter Briegel skoraði gott skallamark strax á annarri mínútu leiksins. Þetta eina mark skildi liðin að í 86 mínútur, eöa allt þar til tvær mínútur voru til leiksloka að Klaus Allofs bætti öðru marki við. Það kom eftir hörmuleg varnarmistök hins fræga miðvallarleikmanns Brasilíu, Fal- cao. Leikurinn var liöur í undirbúningi beggja liða fyrir Heimsmeistara- keppnina í Mexíkó og eftir slakt gengi Vestur-Þjóðverja að undan- förnu er sigurinn uppreisn æru fyrir Franz Beckenbauer, lands- liðsþjálfara. springur þegar núverandi leik- menn heltast úr lestinni? „Nei, þvert á móti,“ sagði Pálmar. „Það er mikil uppsveifla í körfuboltanum hérna í Hafnarfirði, eins og sjálf- sagt er algengt á stöðum þar sem meistaraflokksliðinu gengur vel. Það tók Njarðvíkinga mörg ár að ná þeim stalli sem þeir eru núna á, og ég held að það veröi mörg ár þangað til Haukarnir fara að dala aftur." Njarðvíkingarnir létu Haukana ekki taka frá sér (slandsmeistara- titilinn um daginn, en láta Hauk- arnir þá ná af sór bikarnum, sem þeir unnu í fyrra? „Nei, það er ekki á stefnuskránni. Þetta verður mikill hörkuleikur, mikill baráttu- leikur tveggja jafngóðra liða. En við ætlum okkur að halda titlinum." Pálmar er 23 ára bankastarfs- maður. Oxford á Wembley DRAUMUR Henson um aö koma búningum sfnum á Wembley rættist ekki. Aston Viila tapaði f gærkvöldi fyrir Oxford 2:1 f und- anúrslitum Mjólkurbikarsins og leikur viö QPR f úrslitum. Everton vann Luton 1:0 og Sheffield Wednesday vann West Ham 2:1 f átta liöa úrslitum bikarsins. Þá vann Leicester Birmingham 4:2 f deildinni. Bogdan valdi hóp AÐUR en Bogdan landsliðsþjálf- ari hélt utan til Póllands í gær- morgun valdi hann 22 manna landsliðshóp til aö taka þátt í æfingum sem fyrirhugaöar eru snemma í sumar. f þessum leik- mannahópi eru allir sextán leik- mennirnir sem tóku þátt í HM f Sviss, þrátt fyrir yfirlýsingar sumra þeirra um aö þeir væru hættir að leika með liðinu. Auk sextánmenninganna eru í hópnum: Brynjar Kvaran, Valdimar Grímsson, Júlíus Jónasson, Karl Þráinsson, Gylfi Birgisson og Sig- urður Sveinsson. Að sögn Jóns Hjaltalíns Magnúsonar er þetta þó engan veginn endanlegur hópur fyrir ÓL 1988 og eiga örugglega fleiri leikmenn eftir að fá tækifæri til að reyna sig með landsliðinu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.