Morgunblaðið - 13.03.1986, Síða 60
Iflba
nr0ii®nWal»il>
...MBÐ Á
NOTUNUM...
©lónaðarbankinn
-mrhnu Kmfei
FIMMTUDAGUR13. MARZ 1986
VERÐ í LAUSASÖLU 40 KR.
Framfærsluví sitala lækk-
-ar í fyrsta skipti í 15 ár
Útlit fyrir lækkun lánskjaravístölu um miðjan mánuðinn — Besta atvinnuástand í þrjú ár
VÍSITALA framfærslukostnaðar lækkaði um 1,53% í mars-
byijun. Það er í fyrsta sinn sl. 15 ár eða frá því í ágúst
árið 1971, að vísitalan lækkar. Jafnframt bendir ýmislegt
til að lánskjaravísitalan sé að lækka, sem mun þá hafa i
för með sér að höfuðstóll Iána sem verðtryggð eru sam-
kvæmt þessari vísitölu munu þá væntanlega lækka einnig.
Samhliða þessu hefur félagsmálaráðuneytið birt tölur um
atvinnuleysisdaga, sem gefa til kynna að atvinnulausum
hefur fækkað um 1.300 manns frá þvi í janúar sl. og at-
vinnuástand hér á landi hefur ekki verið betra undanfarin
þijú ár.
í frétt frá Hagstofu íslands
kemur fram að samkvæmt útreikn-
ingum kauplagsnefndar reyndist
vísitala framfærslukostnaðar í
marsbyijun 1986 vera 165,19 stig
(miðað við 100 stig í febrúar 1984)
eða 1,53% lægri en í febrúarbyijun
1986. Hallgrímur Snorrason, hag-
stofustjóri, sagði í samtali við blm.
Morgunblaðsins i gærkvöld, að
ýmislegt benti til að lánskjaravísi-
talan myndi einnig lækka. Það á
þó eftir að koma í ljós eftir um það
bil viku, þegar vísitalan fyrir þenn-
an mánuð verður birt. Lánskjara-
vísitala byggist að 2/a hlutum á
framfærsluvísitölu og Va hluta á
vísitölu byggingakostnaðar og er
reiknuð um miðjan mánuð.
„Það er ljóst að byggingavísital-
an mun hækka eitthvað, því launa-
kostnaður vegur svo þungt í henni,"
sagði hagstofustjóri. „Ef bygginga-
visitalan hækkar um minna en 3%
mun lánskjaravísitalan lækka með
þeim afleiðingum, að höfuðstóll
lána, sem verðtryggð eru miðað við
þá vísitölu, mun væntanlega lækka.
Ýmislegt bendir til að hækkun
k byggingavísitölunnar verði undir
þeim mörkum án þess að ég vilji
fullyrða nokkuð um það að svo
stöddu."
Helsta ástæðan fyrir iækkun vísi-
tölunnar frá febrúar til mars er sú,
að því er segir í fréttatilkynningu
frá Hagstofunni, að verð á nýjum
fólksbifreiðum lækkaði að meðaltali
um 26,1% vegna lækkunar aðflutn-
ingsgjalda í marsbyrjun. Það hafði
í för með sér 1,44% lækkun vísi-
tölunnar. 5,9% lækkun á bensín-
verði olli 0,28% lækkun vísitölunnar
og lækkun á rafmagns- og hús-
hitunarkostnaði olli 0,52% vísitölu-
lækkun. Lækkun aðflutningsgjalda
á grænmeti, rafmagnstækjum,
sjónvarps- og myndbandstækjum
o.fl. olli um 0,3% lækkun á vísi-
tölunni.
A móti þessum lækkunum hækk-
uðu ýmsir vöru- og þjónustuliðir,
sem höfðu í för með sér um 1%
hækkun á framfærsiuvísitölu. Verð
á matvælum var að meðaltali svipað
í febrúar og í mars. Niðurgreiðslur
voru auknar til að koma í veg fyrir
verðhækkun á búvöru, en á móti
varð lítilsháttar hækkun á meðal-
verði annarrar matvöru.
Vísitala framfærslukostnaðar
hefur sl. 12 mánuði hækkað um
27,2% en undanfama þrjá mánuði
hefur vísitalan hækkað um 3,68%
og jafngildir sú hækkun 15,6%
verðbólgu á heilu ári.
Sjá nánar: „Betra atvinnu-
ástand . . .“ á bls. 16 í blaðinu
ídag.
Morgunblaðið/Einar Falur Ingólfsson
Aflabrögð hafa verið góð á vertíðinni. Hér má sjá Sævar Óskarsson skipstjóra á Sævari GK frá
Grindavik leggja bát að bryggju eftir vel heppnaða veiðif erð.
Ullariðnaðurínn þróar nýtt band:
Islenska ullin víkur
fyrir léttari efnum
ÍSLENSK fyrirtæki í ullariðnaði
eru að missa fótanna á aðalmark-
aðssvæði sinu, Norður-Ameríku.
Hinn hefðbundni fatnaður úr ís-
lenskri uil er ekki lengur sú
eftirsótta tískuvara sem hann
hefur verið I mörg ár. Léttari
fatnaður hefur sótt sig mjög og
hefur nú tekið forystuna. ís-
lensku fyrirtækin hafa brugðið
á það ráð að þróa nýtt band til
að geta framleitt samkeppnis-
Frysting sjávarafurða
nær 50% meiri en í fyrra
Mikill útflutningnr í gámum og framleiðsluaukning
fyrir Evrópu draga úr framboði á Bandaríkjamarkað
FRYSTING sjávarafurða er nú
40 til 46% meiri en á sama tíma
í fyrra á heildina litið og mun
meiri í einstökum tegundum, svo
sem þorski. Mikil saltfiskvinnsla
hefur einnig verið á þessu tíma-
bili og útflutningur meiri en áð-
ur. Fiskaflinn fyrstu tvo mánuði
ársins var mun meiri en á sama
■ tíma í fyrra, einkum þorskaflinn.
Útflutningur á fiski í gámum er
mismunandi eftir landshlutum
en hann hefur ennfremur aukizt
milli áranna.
Aukning frystingar hjá Sölumið-
stöð hraðfrystihúsanna er 40,4%.
Frysting þorsks hefur aukizt um
'67,2%, ýsu um 3,7%, ufsa um
30,5%, en samdráttur um 36,3%
hefur orðið á frystingu á karfa og
75% á grálúðu. Hjá frystihúsum
innan Sambandsins hefur heildar-
aukning orðið 46%, í þorski 59%
og 87% í ýsu. Samdráttur hefur
hins vegar orðið í frystingu karfa
og grálúðu. Fleiri frystihús innan
SH en Sambandsins eru á þeim
svæðum, þar sem gámaútflutningur
er mestur og því er mun minni
aukning á frystingu ýsu hjá þeim
en Sambandshúsunum.
Fyrstu tvo mánuði ársins var
þorskafli 72.400 lestir, 30.000 lest-
um meiri en í fyrra og annar botn-
fískafli 32.354 lestir eða 4.415
lestum meiri en í fyrra. A þessu
tímabili nú voru 2.058 lestir af
þorski seldar ferskar erlendis úr
fískiskipum samkvæmt tölum Fiski-
félags Islands, en 330 í fyrra. Af
öðrum botnfiski voru nú fluttar utan
3.223 lestir ferskar en 4.040 í fyrra.
Aukning samkvæmt þessum tölum
er 911 lestir. Samsvarandi tölur um
gámafisk liggja ekki ljósar fyrir.
Þrát.t fyrir þessa aukningu er
skortur á ýsu og karfa hjá fisksölu-
fyrirtækjunum vestan hafs. Stafar
hann fyrst og fremst af því, að
veiðar á karfa hafa dregizt saman
á tímabilinu og mikið af ýsunni
verið flutt utan í gámum. Enn-
fremur hefur aukningin í frysting-
unni orðið mun meiri á Evrópu en
til Bandaríkjanna vegna þróunar
gengis.
Stefán Runólfsson, forstjóri
Vinnslustöðvarinnar í Eyjum, sagði
í samtali við Morgunblaðið, að nær
öll ýsa, sem þar kæmi á land, væri
flutt utan í gámum og væri það
mjög bagalegt. Hann væri þeirrar
skoðunar, að einhveijar hömlur eða
kvóta þyrfti á útflutning þorsks,
ýsu og karfa, eða þeirra tegunda,
sem vantaði hjá fisksölufyrirtækj-
unum. Þennan útflutning ætti ekki
að stöðva, en það þyrfti að stýra
honum betur. Hvað varðaði aðrar
flsktegundir, eins og kola til dæmis,
fyndist sér sjálfsagt að flytja út.
Útflutningur á þorski í gámum
þyrfti alls ekki að vera arðbær og
væri í mörgum tilfellum vafasamur,
sérstaklega á netafiski. Ljóst væri
að verð á hveiju kílói mætti ekki
fara niður fyrir 50 krónur, ætti
útflutningurinn að skila hagnaði.
hæfan fatnað. En þá kemur upp
sú staða að ekki eru nema tak-
mörkuð not fyrir tslensku ullina,
sem fyrirtækin hafa byggt á í
öll þessi ár, því innflutt hráefni
eru uppistaðan í hinu nýja bandi.
Þetta kemur fram í viðtali Morg-
unblaðsins við Víglund Þorsteinsson
formann Félags íslenskra iðnrek-
enda sem birtist í blaðinu í dag.
Fram kom hjá Víglundi að ullariðn-
aðurinn er rekinn með verulegu
tapi og staða hans óviss um þessar
mundir. Saman fer tekjulækkun
vegna lækkunar dollarans og sölu-
erfiðleikar vegna tískubreytinga á
aðalmarkaðssvæðinu. Fyrirtækin
sjá möguleika á að ná frumkvæðinu
á markaðnum á nýjan leik með
framleiðslu úr hinu nýja bandi, en
það tekur nokkurn tíma. Iðnrekend-
ur hafa því lagt fyrir ríkisstjómina
tillögur um aðstoð við ullariðnaðinn
í þessu átaki.
Sjá viðtal við Víglund Þor-
steinsson: „Framleiðsla á nýju
bandi lykillinn að nýrri sókn“,
á blaðsíðu 24.
Áframhaldandi
umhleypingar
Áframhaldandi umhleyp-
ingum og sunnan- og suðvest-
anátt er spáð hér á landi
næstu daga. Ný lægð er
væntanleg yfir landið aðfara-
nótt föstudags með éljagangi.