Morgunblaðið - 13.03.1986, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 13.03.1986, Blaðsíða 60
Iflba nr0ii®nWal»il> ...MBÐ Á NOTUNUM... ©lónaðarbankinn -mrhnu Kmfei FIMMTUDAGUR13. MARZ 1986 VERÐ í LAUSASÖLU 40 KR. Framfærsluví sitala lækk- -ar í fyrsta skipti í 15 ár Útlit fyrir lækkun lánskjaravístölu um miðjan mánuðinn — Besta atvinnuástand í þrjú ár VÍSITALA framfærslukostnaðar lækkaði um 1,53% í mars- byijun. Það er í fyrsta sinn sl. 15 ár eða frá því í ágúst árið 1971, að vísitalan lækkar. Jafnframt bendir ýmislegt til að lánskjaravísitalan sé að lækka, sem mun þá hafa i för með sér að höfuðstóll Iána sem verðtryggð eru sam- kvæmt þessari vísitölu munu þá væntanlega lækka einnig. Samhliða þessu hefur félagsmálaráðuneytið birt tölur um atvinnuleysisdaga, sem gefa til kynna að atvinnulausum hefur fækkað um 1.300 manns frá þvi í janúar sl. og at- vinnuástand hér á landi hefur ekki verið betra undanfarin þijú ár. í frétt frá Hagstofu íslands kemur fram að samkvæmt útreikn- ingum kauplagsnefndar reyndist vísitala framfærslukostnaðar í marsbyijun 1986 vera 165,19 stig (miðað við 100 stig í febrúar 1984) eða 1,53% lægri en í febrúarbyijun 1986. Hallgrímur Snorrason, hag- stofustjóri, sagði í samtali við blm. Morgunblaðsins i gærkvöld, að ýmislegt benti til að lánskjaravísi- talan myndi einnig lækka. Það á þó eftir að koma í ljós eftir um það bil viku, þegar vísitalan fyrir þenn- an mánuð verður birt. Lánskjara- vísitala byggist að 2/a hlutum á framfærsluvísitölu og Va hluta á vísitölu byggingakostnaðar og er reiknuð um miðjan mánuð. „Það er ljóst að byggingavísital- an mun hækka eitthvað, því launa- kostnaður vegur svo þungt í henni," sagði hagstofustjóri. „Ef bygginga- visitalan hækkar um minna en 3% mun lánskjaravísitalan lækka með þeim afleiðingum, að höfuðstóll lána, sem verðtryggð eru miðað við þá vísitölu, mun væntanlega lækka. Ýmislegt bendir til að hækkun k byggingavísitölunnar verði undir þeim mörkum án þess að ég vilji fullyrða nokkuð um það að svo stöddu." Helsta ástæðan fyrir iækkun vísi- tölunnar frá febrúar til mars er sú, að því er segir í fréttatilkynningu frá Hagstofunni, að verð á nýjum fólksbifreiðum lækkaði að meðaltali um 26,1% vegna lækkunar aðflutn- ingsgjalda í marsbyrjun. Það hafði í för með sér 1,44% lækkun vísi- tölunnar. 5,9% lækkun á bensín- verði olli 0,28% lækkun vísitölunnar og lækkun á rafmagns- og hús- hitunarkostnaði olli 0,52% vísitölu- lækkun. Lækkun aðflutningsgjalda á grænmeti, rafmagnstækjum, sjónvarps- og myndbandstækjum o.fl. olli um 0,3% lækkun á vísi- tölunni. A móti þessum lækkunum hækk- uðu ýmsir vöru- og þjónustuliðir, sem höfðu í för með sér um 1% hækkun á framfærsiuvísitölu. Verð á matvælum var að meðaltali svipað í febrúar og í mars. Niðurgreiðslur voru auknar til að koma í veg fyrir verðhækkun á búvöru, en á móti varð lítilsháttar hækkun á meðal- verði annarrar matvöru. Vísitala framfærslukostnaðar hefur sl. 12 mánuði hækkað um 27,2% en undanfama þrjá mánuði hefur vísitalan hækkað um 3,68% og jafngildir sú hækkun 15,6% verðbólgu á heilu ári. Sjá nánar: „Betra atvinnu- ástand . . .“ á bls. 16 í blaðinu ídag. Morgunblaðið/Einar Falur Ingólfsson Aflabrögð hafa verið góð á vertíðinni. Hér má sjá Sævar Óskarsson skipstjóra á Sævari GK frá Grindavik leggja bát að bryggju eftir vel heppnaða veiðif erð. Ullariðnaðurínn þróar nýtt band: Islenska ullin víkur fyrir léttari efnum ÍSLENSK fyrirtæki í ullariðnaði eru að missa fótanna á aðalmark- aðssvæði sinu, Norður-Ameríku. Hinn hefðbundni fatnaður úr ís- lenskri uil er ekki lengur sú eftirsótta tískuvara sem hann hefur verið I mörg ár. Léttari fatnaður hefur sótt sig mjög og hefur nú tekið forystuna. ís- lensku fyrirtækin hafa brugðið á það ráð að þróa nýtt band til að geta framleitt samkeppnis- Frysting sjávarafurða nær 50% meiri en í fyrra Mikill útflutningnr í gámum og framleiðsluaukning fyrir Evrópu draga úr framboði á Bandaríkjamarkað FRYSTING sjávarafurða er nú 40 til 46% meiri en á sama tíma í fyrra á heildina litið og mun meiri í einstökum tegundum, svo sem þorski. Mikil saltfiskvinnsla hefur einnig verið á þessu tíma- bili og útflutningur meiri en áð- ur. Fiskaflinn fyrstu tvo mánuði ársins var mun meiri en á sama ■ tíma í fyrra, einkum þorskaflinn. Útflutningur á fiski í gámum er mismunandi eftir landshlutum en hann hefur ennfremur aukizt milli áranna. Aukning frystingar hjá Sölumið- stöð hraðfrystihúsanna er 40,4%. Frysting þorsks hefur aukizt um '67,2%, ýsu um 3,7%, ufsa um 30,5%, en samdráttur um 36,3% hefur orðið á frystingu á karfa og 75% á grálúðu. Hjá frystihúsum innan Sambandsins hefur heildar- aukning orðið 46%, í þorski 59% og 87% í ýsu. Samdráttur hefur hins vegar orðið í frystingu karfa og grálúðu. Fleiri frystihús innan SH en Sambandsins eru á þeim svæðum, þar sem gámaútflutningur er mestur og því er mun minni aukning á frystingu ýsu hjá þeim en Sambandshúsunum. Fyrstu tvo mánuði ársins var þorskafli 72.400 lestir, 30.000 lest- um meiri en í fyrra og annar botn- fískafli 32.354 lestir eða 4.415 lestum meiri en í fyrra. A þessu tímabili nú voru 2.058 lestir af þorski seldar ferskar erlendis úr fískiskipum samkvæmt tölum Fiski- félags Islands, en 330 í fyrra. Af öðrum botnfiski voru nú fluttar utan 3.223 lestir ferskar en 4.040 í fyrra. Aukning samkvæmt þessum tölum er 911 lestir. Samsvarandi tölur um gámafisk liggja ekki ljósar fyrir. Þrát.t fyrir þessa aukningu er skortur á ýsu og karfa hjá fisksölu- fyrirtækjunum vestan hafs. Stafar hann fyrst og fremst af því, að veiðar á karfa hafa dregizt saman á tímabilinu og mikið af ýsunni verið flutt utan í gámum. Enn- fremur hefur aukningin í frysting- unni orðið mun meiri á Evrópu en til Bandaríkjanna vegna þróunar gengis. Stefán Runólfsson, forstjóri Vinnslustöðvarinnar í Eyjum, sagði í samtali við Morgunblaðið, að nær öll ýsa, sem þar kæmi á land, væri flutt utan í gámum og væri það mjög bagalegt. Hann væri þeirrar skoðunar, að einhveijar hömlur eða kvóta þyrfti á útflutning þorsks, ýsu og karfa, eða þeirra tegunda, sem vantaði hjá fisksölufyrirtækj- unum. Þennan útflutning ætti ekki að stöðva, en það þyrfti að stýra honum betur. Hvað varðaði aðrar flsktegundir, eins og kola til dæmis, fyndist sér sjálfsagt að flytja út. Útflutningur á þorski í gámum þyrfti alls ekki að vera arðbær og væri í mörgum tilfellum vafasamur, sérstaklega á netafiski. Ljóst væri að verð á hveiju kílói mætti ekki fara niður fyrir 50 krónur, ætti útflutningurinn að skila hagnaði. hæfan fatnað. En þá kemur upp sú staða að ekki eru nema tak- mörkuð not fyrir tslensku ullina, sem fyrirtækin hafa byggt á í öll þessi ár, því innflutt hráefni eru uppistaðan í hinu nýja bandi. Þetta kemur fram í viðtali Morg- unblaðsins við Víglund Þorsteinsson formann Félags íslenskra iðnrek- enda sem birtist í blaðinu í dag. Fram kom hjá Víglundi að ullariðn- aðurinn er rekinn með verulegu tapi og staða hans óviss um þessar mundir. Saman fer tekjulækkun vegna lækkunar dollarans og sölu- erfiðleikar vegna tískubreytinga á aðalmarkaðssvæðinu. Fyrirtækin sjá möguleika á að ná frumkvæðinu á markaðnum á nýjan leik með framleiðslu úr hinu nýja bandi, en það tekur nokkurn tíma. Iðnrekend- ur hafa því lagt fyrir ríkisstjómina tillögur um aðstoð við ullariðnaðinn í þessu átaki. Sjá viðtal við Víglund Þor- steinsson: „Framleiðsla á nýju bandi lykillinn að nýrri sókn“, á blaðsíðu 24. Áframhaldandi umhleypingar Áframhaldandi umhleyp- ingum og sunnan- og suðvest- anátt er spáð hér á landi næstu daga. Ný lægð er væntanleg yfir landið aðfara- nótt föstudags með éljagangi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.