Morgunblaðið - 27.04.1986, Síða 28

Morgunblaðið - 27.04.1986, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. APRÍL1986 Þróunin verður ekki stöðvuð eftir Kristján Ragnarsson Nýlega birtist í Morgunblaðinu erindi, sem Friðrik Pálsson, forstjóri Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, hafði flutt á ráðstefnu Fiskiðnaðar þá skömmu áður. Efni þessa erindis hefur sætt mjög mikilli gagnrýni í hópi útvegs- manna og ekki að ástæðulausu. I erindinu eru útvegsmenn sakaðir um óþjóðhollustu og mjög hafí verið misráðið að miða núverandi físk- veiðistjóm við aflakvóta eða sókn- arkvóta, er útvegsmenn hefðu ráð- stöfunarrétt á, því þeir misnotuðu þessi réttindi sér í hag. Veiðiréttur- inn ætti að vera í höndum físk- vinnslunnar. Er því erfítt að átta sig á, hvert hann er að beina spjót- um sínum, nema að þeim hópi manna sem haft hefur það að at- vinnu að gera út skip til fískveiða, og selt öðrum aflann. Fiskvinnsla og útgerð Ég hef ávallt verið þeirrar skoð- unar að útgerð og fískvinnsla séu sjálfstæðar atvinnugreinar, þótt reka megi þær í sama fýrirtæki, og að þessar greinar eigi að hafa sjálfstæð starfsskilyrði og geti verið reknar án stuðnings frá hinni. Það er út í hött að tala um að fískveiðamar séu hráefnisöflun fyrir fískvinnsluna sem engu skipti um sjálfstæða afkomu. Það má alveg eins tala um fískvinnsluna, sem úrvinnslugrein fyrir útgerðina og hámörkun tekna útgerðarinnar skipti öllu máli því það hvetji til sem hæstra útflutningstekna og virki sem hvati á fískvinnsluna til spam- aðar í rekstri og til þess að fá sem hæst útflutningsverð. Ég efast heldur ekki um, að hagkvæmni út- gerðar sé hér hlutfallslega mun meiri en fískvinnslunnar, enda mun það vera sú vanmáttartilhneiging, sem hvetur forstjórann til þess að setja fram þessi sjónarmið. Það sjónarmið forsljórans að út- hluta eigi fískvinnslunni veiðiréttin- um, hefur komið hvað mest á óvart í máli hans, því í allri umræðunni um fískveiðistjómun á undanföm- Kristján Ragnarsson „Okkur er öllum hætt við að hafa áhyggjur af breytingum. Teljum að þær geti valdið rösk- un á þvi sem við erum vön. I atvinnugrein eins og sjávarútvegi verðum við að vera opin fyrir breytingum og þróun. Það mun gerast hvort heldur okkur líkar bet- ur eða verr. Það er því tilgangslaust að ætla að setja þróuninni skorð- ur. Ungir menn í for- ystuhlutverki þurfa öðrum fremur að hafa þetta í huga.“ um ámm hefur þetta sjónarmið varla komið fram. Ætla má að skreiðarhjallurinn fái þá sama rétt og frystihúsið. Hvaða rök eiga að hníga að því, að við nauðsynlegar takmarkanir á fískveiðum eigi veiðirétturinn að flytjast frá þeim sem ávallt hafa lifað af því að draga físk úr sjó? Hveijum er betur treystandi til þess að umgangast fískimiðin af var- fæmi og hófsemi en þeim, sem á þeim eiga að byggja afkomu sína um ókomin ár eins og hingað til. Fram til þessa hefur þurft skip (skipsskrokka á máli forstjórans) til þess að draga björg í bú og er óeðlilegt með öllu, að þeir þurfí að sælcja veiðirétt til annarra en stjóm- valda í samræmi við markmið um fískveiðistjórnun. Af löngum kynnum af fískverk- endum, hvort heldur þeir eiga skip eða ekki, þekki ég ekki nokkum mann, sem vildi sitja þannig yfír rétti annarra, að þeir vildu hafa einokun á úthlutun á veiðiréttindum til annarra. Ég er því þess fullviss að hvorki stjóm þeirrar stofnunar, sem forstjórinn starfar hjá, eða nokkur annar fískverkandi stendur á bak við þessi sjónarmið hans. Útflutningur í gámum Forstjórinn telur að sú nýjung að selja ferskan físk í gámum eigi að valda því, að nauðsyn sé á gjör- breyttri fískveiðistjómun. Þetta er fjarri lagi. Sala á ferskum físki í gámum kemur fískveiðistjómun ekkert við. Fiskur yrði seldur með þessum hætti, hvort heldur veiði- stjóm er með kvótakerfí eða ein- hveiju öðm fyrirkomulagi. Aðalat- riðið er að fískseljendur fá mun hærra verð fyrir fískinn en hér heima. Ég get ekki greint á milli þess hverjir selji meiri ferskan físk, þeir sem eiga skip og einnig verka físk í landi, eða þeir sem eingöngu veiða físk. Mikið hefur verið rætt um ís- físksölu í gámum frá Vestmanna- eyjum í vetur. Helmingur þess afla hefur verið koli sem fiystihúsin í Vestmannaeyjum greiða 9.00 krón- ur fyrir en þessi fískur selst fyrir 50—60 kr. í Englandi. Þar em 70% af þessum kola flökuð og síðan fryst. Á sama tíma er talað um, að það sé verið að flytja vinnuna frá fólkinu til útlanda. Sé þessi sami koli unninn héma er hann heilfryst- ur til sölu í Rússlandi. Hvar em skýringamar á því, að þennan kola er ekki hægt að vinna héma og borga sambærilegt verð? Hvort er heppilegra fyrir þjóðfélagið að selja þennan kola fyrir 50—60 kr. fersk- an eða heilfrysta hann fyrir Rúss- land? Hvers vegna getur SH ekki selt fryst kolaflök fyrir sambærilegt verð og frystihúsin í Bretlandi fá fyrir fískinn? Fleiri sambærilegra spuminga mætti spyija. Hvað veld- ur svo miklum mun á karfaverði í Þýzkalandi og hér, eða allt að fímmföldu verði? Hvers vegna geta frystihús í Bretlandi greitt 50 kr. fyrir þorsk sem flakaður er og frystur í blokk, þegar verðið hér er 25—30 kr? Hvers vegna selja fískvinnslufyrirtæki, sem jafnframt gera út fískiskip, jafnmikið af fersk- um físki og raun ber vitni erlendis? Sölumál Hér emm við komin að kjama málsins. Það er ýmislegt að athuga í rekstri fískvinnslunnar og um sölumál hennar, sem nær væri að athuga en gera tilraun til að keyra niður á hnén þá, sem um tíma hafa getað staðið uppréttir, vegna þess að þeir hafa fundið leið til þess að fá hærra verð fyrir fískinn sem þeir afla. Hugleiðingar forstjórans um breytt valdahlutföll í Verðlagsráði sjávarútvegsins vegna veiðistjóm- unar fá ekki staðist. Hveiju á það að breyta, að sóknarmark eða afla- mark fylgi skipi varðandi verðlagn- ingu á físki? Hinsvegar hefur það verið svo um langan tíma að hagur fískvinnslunnar hefur verið mun betri en útgerðar, og ætti það ekki að koma að sök þótt hagur útgerðar batni. Fijáls verðmyndun Með þeirri breytingu, sem nú hefur verið gerð á sjóðum sjávarút- vegs, verður samanburður á verði á ferskum fiski hér og erlendis ljós- ari. Möguleikar til fijálsrar verð- myndunar hér á landi verða því meiri. Ég tel að fiskmarkaður geti ekki leyst fískverðsákvarðanir af hólmi, vegna takmarkaðrar samkeppni víða á landinu. Hinsvegar hlýtur að koma að því, að fiskkaupendur fallist á tillögur fískseljenda um ftjálst verð á þeim fisktegundum, þar sem samkeppni er fyrir hendi og eðlilegt markaðsverð á að geta myndast. Vel má vera, að unnt verði að hafa fijálsari verðmyndun en við höfum búið við, ef reynsla af þeim nauðsynlegu tilraunum, sgm geraþarf, verður jákvæð. Opnun landhelginnar Lengst frá veruleikanum kemst forstjórinn þegar hann líkir saman veiðum útlendinga í landhelgi okkar og sölu á ferskum físki úr fískiskip- um erlendis. Þetta er svo ljarstæðu- kennd fullyrðing að furðu sætir. Ég hef vikið að því áður að við fáum oft margfalt hærra verð fyrir fersk- an físk erlendis en hér heima, og við fáum hærra verð fyrir hausinn, hrygginn og roðið en sölusamtökin fyrir fryst flök. Hvort er þjóðhags- lega hagkvæmara? Framtíðin Sjávarútvegurinn stendur nú á vissum tímamótum. Fellt hefur verið niður allt millifærslukerfi, og við stefnum að fijálsari verðmynd- un. Víðtækt samstarf hefur tekist um fískveiðistjórnun, sem byggist á því að efla fískistofnana. Heimil- aður hefur verið á ný innflutningur á skipum, en þó með verulegum takmörkunum, vegna þess að sókn- armáttur flotans er meiri en af- rakstur fískistofnanna gefur. Þjóð- arsátt er í kjaramálum. Við þurfum því frekar á öðru að halda en inn- byrðis átökum í sjávarútveginum, þar sem menn etja saman veiðum og vinnslu. Tökum heldur höndum saman og leysum þau vandamál sem upp koma. Fiskveiðar eru háð- ar fískvinnslu og fískvinnslan út- gerðinni. Þessar greinar eru háðar sjómönnum og fiskvinnslufólki og öfugt. Engum kemur til hugar að selja allan físk ferskan erlendis, hinsvegar er sjálfsagt og eðlilegt að nýta ferkfískmarkaði eins og aðra markaði, þegar þeir gefa betra verð fyrir þjóðfélagið. Okkur er öllum hætt við að hafa áhyggjur af breytingum. Teljum að þær geti valdið_ röskun á því sem við erum vön. í atvinnugrein eins og sjávarútvegi verðum við að vera opin fyrir breytingum og þróun. Það mun gerast hvort heldur okkur líkar betur eða verr. Það er því tilgangs- laust að ætla að setja þróuninni skorður. Ungir menn í forystuhlut- verki þurfa öðrum fremur að hafa þetta í huga. Höfundur er formaður LÍÚ. Rey ðarfj örður: Framboðslisti óháðra borgara Reyðarfirði. SAMÞYKKTUR befur verið F-listi óháðra borgara við sveit- arstjómarkosningarnar í Reyð- arfjarðarhreppi 31. maí 1986. Efstur á listanum er Sigfús Þ. Guðlaugsson rafveitustjóri. Listinn er að öðru leyti þannig skipaður: Jón Guðmundsson framkvæmda- stjóri, Einar Baldursson fram- kvæmdastjóri, Ásthildur Jóhanns- dóttir húsmóðir, Bjöm Egilsson bifvélavirki, Guðný Kjartansdóttir verkakona, Sigurbjöm Marinósson kennari, Guðmundur F. Þorsteins- son bifreiðastjóri, Rúnar Halldórs- son múrari, Bjami Garðarsson raf- virkjameistari, Ríkarður Einarsson húsvörður, Sæmundur Valtýsson rafvirki, Anna Frímannsdóttir hús- móðir, Guðjón Þórarinsson rekstr- arstjóri. F-listinn býður Jón Guðmunds- son framkvæmdastjóra fram til sýslunefndar og til vara Jón Vig- fússon bónda, Hólmum. — Gréta cf arcopal Mtu frönsku eldkúspottarnir eru bylting í mataráhöldum. Pottana notar þú: á rafmagnshelluna á gashelluna íbakaraofninn í örbylgjuofninn og svo berðu matinn fram í pottunum. 8 stærðir af pottum og 1 af pönnu. íslenskur kynningar- bækingur og verðlisti. Póstsendum. TEKK* KltlSTlll Laugavegi 15 simi 14320 XJöfðar til XJL fólks í öllum starfsgreinum!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.