Morgunblaðið - 27.04.1986, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 27.04.1986, Blaðsíða 52
agei jdha .vs KUOAau^Mua .aiQAjaMUDaoM MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. APRÍL1986 oG 52 t Eiginmaður minn, faöir okkar, tengdafaðir og afi, SIGURGARÐAR STURLUSON, Hrauntungu 8, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju, þriðjudaginn 29. apríl kl. 15.00. Ina Böðvarsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Útför, FRÍÐU GÍSLADÓTTUR, Hjarðarhaga 46, sem lést 17. apríl, verður frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 29. apríl kl. 13.30. Halldór Haraldsson, Susan Haraldsson, Ragnheiður Haraldsdóttir, Hörður Arinbjarnar. t Öllum þeim er heiöruöu minningu föður okkar, ANDRÉSAR EYJÓLFSSONAR fyrrv. bónda og alþingismanns, Síðumúla f Hvftársfðu og sendu okkur samúðarkveðjur þökkum við innilega. Sérstakar þakkir til Hvitsíðinga og ungmennafélags Reykdæla. Þorbjörg Andrésdóttir, Ingibjörg Andrésdóttir, Eyjólfur Andrésson, Magnús Andrésson, Guðrún Andrésdóttir. t Innilegar þakkir fyrir samúö og hlýju við andlát og útför eigin- manns míns, föður okkar, tengdafööur og afa, . SIGURÐAR JÓNSSONAR deildarstjóra. Hildur Bjarnadóttir, Svanhildur Sigurðardóttir, Markús i. Magnússon, Bjarni Sigurðsson, Jónas Sigurðsson, Elsa Nfna Sigurðardóttir, Ásta Sigurðardóttir, Gunnlaugur J. Magnússon, og barnabörn. t Systir okkar og mágkona, KOLBRÚN JÓNSDÓTTIR, Laugavegl 133, veröur jarðsungin frá Dómkirkjunni mánudaginn 28. apríl kl. 15.00. Þeir sem vildu minnast hennar láti liknarstofnanir njóta þess. Bára Vilbergs, Bjarni ísleifsson, Alda Acre, Sólveig Vilbergs, Reynir Vilbergs, Steinunn Þorsteinsdóttir og frændsystkin. ! Eiginkona min, móðir og tengdamóöir, ANDREA HELGA INGVARSDÓTTIR, Hamarsbraut 12, Hafnarfirði, sem lést 21. apríl, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju, mánu- daginn 28. apríl kl. 13.30. Þeim sem vilja heiöra minningu hinnar látnu skal bent á systra- sjóð St. Jósefsspítala, Hafnarfirði. Ámundi Eyjólfsson, Gunnar Ámundason, Auður Skúladóttir, Ingólfur Halldór Ámundason, Ragnheiður Sigurbjartsdóttir. t Systir min og frænka okkar, ELÍN JÓHANNESDÓTTIR fyrrverandi hjúkrunarkona, Patreksfirði, Áfheimum 22, Reykjavfk, sem lést 19. apríl, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudag- inn 28. apríl kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á líknarstofnanir. Sigríður Jóhannesdóttir, Agnes Ágústsdóttir, Hannes Ágústsson, Jóhannes Árnason, Herdfs Heiðdal, Haukur Heiðdal, Elfn Heiðdal, Elín H. Þorkelsdóttir, og fjölskyldur. Minning: Sigurður Arnason skrifstofusijóri Sigurður Árnason frá Siglufirði, skrifstofustjori Sfldarverksmiðja ríkisins, lézt að morgni fostudagsins 18. apríl síðastliðins, 66 ára að aldri. Útför hans verður gerð frá Fossvogskirkju á morgun, mánu- dag, klukkan hálf tvö miðdegis. Sigurður fæddist að Kúskerpi í Húnavatnssýslu 17. dag aprílmán- aðar árið 1920. Foreldrar hans voru Guðrún Jónasdóttir og Árni Sig- urðsson. Ungur að árum fór hann í fóstur til Kristjönu Sigfúsdóttur og Sigmundar Sigurðssonar í Siglu- fírði, sem eldri Siglfírðingar muna vel og virtu mikils að maklegheit- um. Siglu^örður varð síðan, lengst af, heimabyggð Sigurðar heitins og starfsvettvangur, sem hann bar hlýjar tilfínningar til. Hann sótti nám í Verzlunarskóla íslands og brautskráðist þaðan árið 1940. Hann vann nokkur ár við heildverzlun í Reykjavík en lagði síðan leið sína heim í Siglufjörð. Hann réðst sem gjaldkeri til Sfldar- verksmiðja ríkisins árið 1948, sem þá vóru veigamikill hlekkur í „sfld- arævintýrinu", sem Qármagnaði að hluta fárra áratuga hraðferð þjóð- arinnar frá fátækt til velmegunar. Sigurður varð síðan skrifstofustjóri SR árið 1959 og gegndi því starfi til dauðadags. Sigurður flutti með fjölskyldu sinni til Reykjavíkur árið 1982 er aðalbókhald fýrirtækisins var flutt til Reykjavíkur. Sigurður Amason var einn af eigendum Verzlunarfélags Siglu- íjarðar hf. og stjómarformaður þess fyrirtækis um iangt árabil. Hann kenndi um árabil bók- færslu við Gagnfræðaskóla Siglu- Qarðar og sinnti því starfi af sömu samviskusemi sem öðrum. Kynni mín og Sigurðar hafa lengi staðið. Við störfuðum saman í stjóm Félags ungra sjálfstæðis- manna í Siglufírði endur fyrir löngu og var hann þá, sem löngum síðar, hollráður, glöggsýnn og gætinn. Var ekki laust við hann hefði taum- hald á okkur hinum, sem þar störf- uðu með honum, vórum yngri og kunnum ekki ævinlega skil á því, að kapp er bezt með forsjá. Sigurð- ur vann Sjálfstæðisflokknum í Siglufírði farsælt starf. Hann var um íangt árabil oddviti kjörstjómar á staðnum. Við Sigurður áttum og samleið í Lionsklúbbi Siglufjarðar í rúma tvo áratugi. Þar var hann sami ljúfí félaginn og hvarvetna og sat oft í stjóm klúbbsins. Við áttum einnig samleið í bridge-klúbbi í tæpa tvo áratugi, ásamt tveimur góðvinum okkar norður þar. f þessum félagsskap var Sigurður hrókur alls fagnaðar og sýndi á sér hliðar sem hann hampaði ekki hvunndags. Ekki dró það úr kynnum okkar Sigurðar að dóttir hans, Guðrún, og sonur minn, Kjartan, gengu í hjónaband og við urðum afar sömu bamanna. Það var raunar kórónan á löng kynni okkar. Sigurður Árnason kvæntist eftir- lifandi konu sinni, Sigríði Sigurð- ardóttur, árið 1949. Hjónaband þeirra var eins og bezt verður á kosið og margra ánægjustunda nutum við, vinir hans, á vistlegu heimili þeirra hjóna. Þeim hjónum varð þriggja bama auðið: Guðrún Kristjana, gift Kjartani Stefánssyni, ritstjóra. Þau eiga tvö böm. Klara gjft Þresti Lýðssyni, framkvæmda- stjóra. Eiga þau þrjú böm. Ámi Geir, nemur rafmagnsverkfræði. Unnusta hans er Pálína Magnús- dóttir, nemi íbókasafnsfræðum. Sigurður Ámason var um margt eftirtektarverður persónuleiki. Það sem einkenndi hann öðru fremur var vinnusemi, vandvirkni og sam- vizkusemi. Vinnuframlag hans ( þágu Sfldarverksmiðja ríkisins var langt umfram það sem venjulegt getur talizt. Allir, sem áttu við hann samskipti, virtu hann og báru til hans velvilja. Ég held að hann hafí ekki átt einn einasta óvildarmann. Hann kveður því þetta tilverustig með þá einkunn í lok lífsgöngunnar sem allir gætu vel við unað. Ég og fjölskylda mfn þökkum ljúfmennsku og vináttu Sigurðar Amasonar. Megi hann eiga góða heimkomu sem hann hefur til unnið. Sigríði og bömum þeirra sendum við samúðarkveðjur. Stefán Friðbjamarson Fréttin um lát Sigurðar Ámason- ar, skrifstofustjóra, á föstudags- morgun, 18. apríl sl., kom öllum, sem hann þekktu mjög á óvart og ekki síst okkur sem unnum með honum. Undanfarið hafði hann verið að vinna að lokauppgjöri reikninga SR fyrir árið 1985 og hafði hann orð á því daginn áður en hann lést, að það væri á loka- stigi. Á þessum degi átti Sigurður 66 ára afmæli. Þegar Sigurður fór heim að lokinni vinnu á fímmtudeg- inum talaði hann um einhveija vanlíðan en gerði lítið úr, enda var Sigurður ekki vanur að kvarta yfír hlutunum. Sigurður Ámason lauk verslun- arskólaprófí frá Verslunarskóla ís- lands árið 1940. Hann réðist til Sfldarverksmiðja ríkisins í Siglufirði 1948, er hann tók þar við starfí gjaldkera. Sigurður hafði unnið áður við skrifstofustörf í Reykjavík, en fluttist nú til síns heimabæjar, Siglufjarðar, en þar ólst hann upp hjá fósturforeldrum sínum, Sig- mundi Sigurðssyni og Kristjönu Sigfúsdóttur. Árið 1959 tók Sigurð- ur Ámason við starfí skrifstofu- stjóra, sem hann gegndi til dauða- dags. Fyrir utan fjögur sl. ár starf- aði Sigurður á Siglufírði, en hann fluttist til Reykjavíkur 1982, þegar aðalbókhald SR var flutt á skrifstof- una í Reylqavík. Með Sigurði er genginn einn mætasti starfsmaður Síldarverk- smiðja ríkisins, sem vann sín störf af alúð, trúmennsku og framúrskar- andi vandvirkni. Hann bjó yfir mikilii bókhaldsþekkingu, sem hann hafði ánægju af að miðla öðrum og hefur undirritaður heyrt það frá mörgum nemendum hans úr Gagn- fræðaskóla Siglufjarðar að hann hafí verið frábær kennari, en Sig- urður kenndi bókfærslu við skólann í mörg ár. í starfi sínu hjá Sfldarverksmiðj- um ríkisins þurfti Sigurður eðlilega að hafa samskipti viið hina mörgu viðskiptamenn fyrirtækisins og þá ekki síst við hina ýmsu útgerðar- menn, sem lögðu upp afla hjá SR. Á síldar- og loðnuvertíðum var oft mikið um að vera og stundum heitt í kolunum og þeir, sem til þekkja, Skreytingar vid öll tækifæri E i ð i s t o r g i simi 61 12 22 Nnr. 6568-3822 170 Seltjarnarnes í s I a n d vita að samskipti við útgerðarmenn og sjómenn á annatímum eru ekki vandalaus. Með prúðmennsku sinni ogrósemi leysti Sigurður vandamál, sem upp komu í þessum samskipt- um á farsælan hátt, þannig að báðir máttu vel við una og hefur sá sem þetta skrifar ekki heyrt Sigurði hallmælt af neinum hinna fjölmörgu viðskiptavina fyrirtækisins. Maður eins og Sigurður, sem svo lengi hefur unnið hjá sama fyrir- tækinu verður hluti af því sjálfur og fyrirtækið hluti af manninum. Það er því erfitt að hugsa sér SR án Sigurðar Ámasonar og geta ekki lengur slegið á þráðinn til hans til að fá upplýsingar af ýmsu tagi, sem hann ætíð gaf fúslega og fljótt. Sfldarverksmiðjur ríkisins hafa verið lánsamar að hafa mann eins og Sigurð Ámason svo lengi í sinni þjónustu, en kallið er komið og það verður ekki aftur tekið. Starfsmenn Síldarverksmiéja ríksins kveðja góðan vin og félaga, samstarfs- mann, sem ekki mátti vamm sitt vita og ætíð var reiðubúinn að leysa hvers manns vanda með einstæðri prúðmennsku. Við, samstarfsmennimir, vottum eiginkonu Sigurðar, Sigríði Sigurð- ardóttur, bömum þeirra, tengda- bömum og bamabömum samúð okkar vegna hins skyndilega frá- falls ástríks eiginmanns, föður og afa. Jón Reynir Magnússon Mánudaginn 28. apríl verður til moldar borinn Sigurður Ámason. Það er ekki ætlun mín að rekja æviferil Sigurðar, til þess eru aðrir miklu hæfari, en ég get ekki látið hjá líða að minnast hans nokkmm fátæklegum orðum. Fundum okkar Sigga bar fyrst saman 1973 er ég kom til Siglu- fjarðar í heimsókn á heimili hans. Það sem þá strax vakti athygli mína f fari Sigga var hógværð, ljúf- mennska og vinnusemi. Þessir eig- inleikar komu æ skýrar í ljós eftir því sem ég kynntist honum betur. Aldrei heyrði ég hann hæla sjálfum sér né miklast- af sínum verkum. Öll böm sem hann umgengust, löðuðust að honum og sú þolinmæði og hlýja sem hann sýndi þeim var mikil. Vinnusemi hans var með ólík- indum og það sem honum féll verst var að hafa ekkert fyrir staftii. Þannig maður var Siggi. Eitt af því sem hann hafði mikið gaman af, var að setjast að tafli. Sennilega skipta þær þúsundum skákimar sem við Siggi tefldum saman og einhvem veginn fínnst mér ótrúlegt að við eigum ekki eftir að taka nokkrar skákir á næstunni, en öraggt er að er ég hverf yfír móðuna miklu, mun Síggi bíða mín með uppraðað tafl. Það hvarflaði ekki að mér að kvöldi 17. aprfl, er ég drakk kaffí hjá Sigga og Sirrý í tilefni 66 ára afmælis hans, að morguninn eftir yrði hann allur. Tíminn sem honum var skammtaður í skák lífsins, rann út öllum að óvörum og eftir standa eiginkona hans, Sigríður Sigurðar- dóttir og böm þeirra hjóna, Guðrún, Kiara og Ámi Geir. Þeirra huggun eru ljúfar minn- ingar um góðan dreng, minningar sem aldrei verða frá þeim teknar. Megi góður Guð veita ykkur styrk í ykkar sorg svo og öllum þeim sem Sigurði unnu. Þ.L.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.