Morgunblaðið - 27.04.1986, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. APRÍL1986
Elín Jóhannesdóttir
fv. hjúkrunarkona
Fædd 15. febrúar 1895
Dáin 19. apríl 1986
Laugardaginn 19. apríl sl. lést í
Reykjavík Elín Jóhannesdóttir fyrr-
um hjúkrunarkona á Patreksfirði.
Elín fæddist í Flatey á Breiðafírði
15. febrúar 1895 og var hún því
91 árs er hún lést.
Foreldrar Elínar voru hjónin
Herdís Jónatansdóttir og Jóhannes
Ámason, sem ættuð voru af Snæ-
fellsnesi. Ung að árum, aðeins 7
ára gömul, eða árið 1902, fluttist
Elín með foreldrum sínum til Pat-
reksfjarðar. Þar stundaði faðir
hennar sjómensku á skútu að þeirr-
ar tíðar hætti. Á þessum ámm var
Patreksfjörður í miklum uppgangi
sem útgerðarbær og reyndist þá
þröngbýlt hjá mörgum sem þar
bjuggu. Svo reyndist einnig hjá
foreldrum Elínar, sem um þessar
mundir höfðu eignast 5 böm. Þau
vom bræðumir Ámi og Siguijón,
sem létust í bemsku úr bamaveiki,
og systumar Elín f. 1895, Ólafía
Þómý f. 1897 (d. 1961) og tengda-
móðir mín, Sigríður, f. 1903.
Fyrstu árin á Patreksfirði bjó
fjölskylda Elínar á tveimur stöðum,
fyrst í lítilli viðbyggingu við húsið
Gilsbakka, en síðar í sambýli við
þijár aðrar fjölskyldur í svonefndu
Sunnlendingahúsi. Árið 1915 festu
foreldrar hennar kaup á litlum bæ
innst á Geirseyrinni, sem Baldurs-
hagi nefndist. Fylgdu kaupunum
afnot af litlum túnbletti.
Á þessum ámm átti ungt fólk
ekki margra kosta völ um menntun.
Varð skólanám Elínar aðeins 2—3
vetur í bamaskóla, sem gott þótti
á þessum tíma, auk einhvers heima-
náins, sem stundað var þegar tóm
gafst frá öðmm störfum. Hugur
Elínar stóð til frekara náms, en af
því gat ekki orðið. Efni foreldra
Elínar vom lítil og starfskrafta
hennar orðin þörf til öflunar dag-
legs brauðs. Ekki var heldur um
auðugan garð að gresja um vinnu
fyrir ungar stúlkur í litlu sjávar-
plássi á þessum ámm. Fór svo, að
Elín fór í kaupavinnu að Guðlaugs-
vík í Strandasýslu mörg sumur og
oft iangt fram á vetur. Þannig
veitti Elín foreldmm sínum allan
þann stuðning sem hún mátti. Mér
er minnisstæð frásögn Elínar af
Iieimferð hennar frá Guðlaugsvík
til PatreksQarðar frostaveturinn
mikla 1918. Hugðist hún taka sér
far með farþegaskipi en skipið varð
frá að hverfa vegna ísalaga. Ekki
var gefíst upp, heldur bmgðið á það
ráð, að fá samfylgd hins kunna
landpósts, Sumarliða Guðmunds-
sonar frá Króksíjarðarnesi til
Bijánslækjar á Barðaströnd. Var
gengið á ísi yfír alla firði og fyrir
öll nes þessa löngu leið. Ekki er
mér gmnlaust um að ungt fólk í
dag mundi hugsa sig tvisvar um
áður en í slíkt yrði lagt.
Faðir Elínar lést árið 1917. Hélt
hún þá og æ síðan heimili með
móður sinni og systmm, fyrst í
gamla bænum að Baldurshaga og
síðar í húsi því sem byggt var á lóð
hans á stríðsámnum.
Snemma á ámm kom í ljós áhugi
Elínar á líknarmálum. Var hún oft
kvödd til, þar sem erfíðleikar vegna
sjúkleika eða annars steðjuðu að
og sparaði Elín lítt krafta sína til
að geta orðið öðmm að liði. Á
þessum ámm var komið sjúkrahús
með rúmum fyrir 10 sjúklinga á
Patreksfírði. Illmögulegt reyndist
að fá sérmenntaðar hjúkmnarkonur
til starfa. Var þess því farið á leit
við Elínu snemma árs 1929, að hún
aflaði sér þekkingar og starfs-
reynslu í hjúkrunarstörfum, með
það fyrir augum, að hún tæki að
sér hjúkmnarstörf á spítalanum.
Var Elín mjög til þess hvött af
þáverandi héraðs- og sjúkrahúss-
lækni, Áma Helgasyni. Fór Elín þá
til náms og starfa um nokkurra
mánaða skeið á hinu nýja og full-
komna sjúkrahúsi á ísafirði, sem
þá var nýbyggt. Var þetta öll
menntun Elínar á þessu sviði. Að
námskeiðinu loknu öðlaðist Elín
réttindi til starfa sem hjúkmnar-
kona á Sjúkrahúsi Patreksfjarðar.
Var hún þar í fullu starfí til 1946,
þar til er nýtt sjúkrahús var tekið
í notkun. Elín starfaði þar einnig
nokkuð hin fyrstu ár þess.
Á starfsámm sínum á „Gamla
spítalanum“ var oft starfað við
mjög erfíðar aðstæður. Skipakom-
ur, innlendar sem erlendar, vom
tíðar með slasaða skipveija sem á
sjúkrahúsvist þurftu að halda, auk
þeirra héraðsbúa sem í sjúkrahús-
inu vom. Var hjúkmn Elínar rómuð,
enda sparaði hún hvorki fyrirhöfti
né tíma til að sjúklingunum liði sem
best. Oft sat hún að loknum vinnu-
degi næturlangt hjá mikið þjáðum
sjúklingum, til að veita þeim styrk
á erfíðri stund. Aldrei var spurt um
vinnutíma eða laun, og því nær
óslitinn vinnudagur reyndist oft
nokkrir sólarhringar.
Sjálft sjúkrahúsið var að mörgu
leyti óhentugt og oft þurfti Elín
sjálf að bera sjúklinga á milli hæða
þegar nauðsyn bar til. Hefur það
eflaust stuðlað að þeirri bæklun í
fótum, sem háði henni öll efri ár
hennar.
Elín sgði, að oft hefðu verið
tungumálaerfíðleikar við hina er-
lendu sjómenn á sjúkrahúsinu, en
þeir vom einkum enskir. Aflaði Elín
sér nokkurrar kunnáttu í ensku,
þótt hún sjálf segði, að það væri
bara „togara“-enska sem hún
kynni. Hefði enskunám sitt þó orðið
að nokkm liði við umönnun hinna
erlendu sjómanna.
Móðir Elínar, Herdís, lést árið
1940. Fjölgað hafði á heimilinu og
vom bömin orðin sex. Gamli bærinn
að Baldurshaga var lélegur orðinn
og stóð hugur þeirra systra til
byggingar nýs húss á lóðinni, þótt
fjárráð væm nær engin. Með ein-
beitni sinni og viljastyrk tókst Elínu
að fá lánsfé til byggingarinnar og
naut hún þar velviljaðrar en hljóð-
látrar liðveislu Ásmundar B. Olsen
þáverandi hreppsnefndaroddvita.
Við byggingu hússins naut Elín
Iíknarstarfa sinna og lögðu þar
margir hönd á plóg, sem töldu sig
eiga henni þakkarskuld að gjalda.
Er Elín hætti störfum í sjúkra-
húsinu helgaði hún sig uppeldi
systurbama sinna og ungrar
frænku, sem á heimilið kom 1946.
Litu þau öll á hana sem aðra móður
sína. Systur hennar tvær, þær
Sigriður og Ólafía, unnu utan heim-
ilis, oftast fyrir mjög Iág Iaun.
Drýgði Elín þá tekjur heimilisins
með fæðissölu til „kostgangara".
Sem fyrr var Elín oft kvödd til
þar sem erfíðleikar vegna sjúkdóms
eða fráfalls steðjuðu að. Var hún
alltaf tilbúin til að hjálpa og líkna
þar sem þess var þörf. Hafa margir
eldri Patreksfiðingar haft á orði að
nærvera Elínar á þessum stundum
hafí verið ómetanleg.
Elín og tengdamóðir mín, Sigríð-
ur, seldu hús sitt á Patreksfiði og
fluttust til Reykjavíkur 1977.
Bjuggu þær í sambýli við mig og
ijölskyldu mína í Álfheimum 22.
Áttu þær litla en notalega íbúð í
kjallara hússins. Má segja, að
sambýlið hafí verið bæði þeim og
fjölskyldu minni til styrktar. Oft
gættu þær bama minna tveggja,
enda sóttu bömin mikið í að vera
hjá Elínu, sem las fyrir þau, sagði
þeim sögur og kenndi þeim ýmis-
legt, auk þess sem hún var svo
ósköp góð. Var svo einnig um önnur
frændsystkin Elínar, sem ung vom
að ámm, að þau nutu þess að koma
í heimsókn til hennar og vera
samvistum við hana. í þeirra hópi
var hún alltaf kölluð „Ella amma“.
Fyrstu árin sem Elín bjó í Reykja-
vík var hún yfirleitt við sæmilega
heilsu. Háði henni þó talsvert
bæklun í fótum, þannig að hún gat
ekki farið mikið um þótt fullur vilji
væri til. Síðasta eitt og hálfa árið
var Elínu þungt í skauti. Var hún
að mestu rúmliggjandi þennan
tíma. Hún vistaðist á öldrunardeild
Landspítalans í Hátúni 10 í október
sl. og átti þaðan ekki afturkvæmt,
utan örfárra daga um síðustu jól.
í Hátúni var henni hjúkrað af kost-
gæfni og hafi hjúkrunarfólk og
læknar þar þökk fyrir.
Elín hélt andlegu atgervi sínu og
sálarstyrk allt til hins síðasta, enda
var hún þess fullviss að sín biði góð
heimkoma í öðmm heimi. Trúar-
traust Elínar var mikið enda var
trúin á algóðan Guð leiðarljós henn-
ar allt hennar líf. Elín varð ekki rík
af þessa heims auðæfum, en hún
varð þeim mun ríkari af þeim auði
sem meira virði er, að hafa getað
orðið svo mörgum að liði á lífsferli
sínum.
Gengin er stórbrotin kona, sem
verðskuldar fyllstu þökk fyrir lífs-
starf sitt. Magnús Ólafsson
Hún Ella amma er dáin.
Það er eins og vanti hluta í tilver-
una, frá því ég var bam hefur hún
verið hluti af tilvem minni. Þó svo
að daglega hafí ég ekki verið í ná-
lægð hennar þá var hún alltaf til
staðar. Hún var eins og tákn þess
sem gott er og fallegt í þessum
heimi.
Frá því ég man eftir mér hef ég
elskað þessa gömlu konu. Þær era
ógleymanlegar allar sögumar sem
hún sagði okkur, og þá gjaman af
lífínu eins og það var hér áður fyrr
þegar fólkið þurfti að hafa mikið
fyrir lífinu. Það gaf okkur krökkun-
um, sem höfum alist upp í allsnægt-
um, innsýn inn í það líf sem áður
var og hvað það er að þurfa að
hafa fyrir lífinu.
Ella hefur alla tíð unnið hörðum
höndum og svo sannarlega þurft
að beijast í lífinu. En hún var alltaf
boðin og búin að rétta öðmm hjálp-
arhönd. Fómfysi og kærleikur hafa
einkennt allt hennar líf. Síðustu árin
eftir að hún gat ekki farið hjálpar-
laust ferða sinna þá var hún samt
alltaf með hugann hjá okkur og
fylgdist með hvemig gekk. Og hún
átti alltaf til bros og huggunarrík
orð ef á þurfti að halda.
Þegar ég hugsa til baka þá er
eins og Ella liafí alltaf hugsað fyrst
og fremst um aðra.
Eg minnist allra góðu stundanna
sem ég hef átt hjá Ellu. Ilún átti
til þessa sjaldgæfu þolinmæði gagn-
vart bömum, ég sá það best nú
seinni árin þegar dóttir mín sat hjá
henni. Og þeir em ófáir litlu köldu
fingumir sem hún hefur yljað við
barm sér. Og þeir sem hún hefur
huggað og hughreyst og fengið til
að líta bjartari augum á tilvemna.
Slla ásamt ömmu ól upp mömmu
og hennar systkini. Þó svo að alls-
nægtum hafí ekki verið fyrir að
fara, var nóg til af kærleika og ást,
enda þessi systkinahópur og þeirra
fjölskyldur ein stór og traust tjöl-
skylda sem gott er að eiga að.
Það er okkur öllum mikill missir
að Ella amma er ekki lengur hjá
okkur, en minning hennar mun
áfram lifa í hjörtum okkar allra sem
hana elskuðum. Guð varðveiti elsku
Ellu ömmu. Elín Anna
Vinkona mín, Elín Jóhannesdótt-
ir, oft kölluð Ella í Grýtu, er látin,
91 árs. Orð mín hér á eftir, fátæk-
lega búin en ætlað að endurspegla
hlýju og vinarþel, verða hinsta
kveðja mín til hennar.
Mörg myndbrot hrannast upp í
hugann frá þeim 52 ámm sem
vinátta okkar spannaði, sum reynd-
ar ósköp venjuleg úr hversdagslíf-
inu á Patreksfírði rétt eins og gerist
og gengur. En sé þeim raðað saman
kemur ætíð skýr og heildstæð mynd
af vinkonu minni í ljós: Elín, alltaf
tilbúin að liðsinna þeim sem hjálpar-
þurfi vora.
Það var einmitt þessi ríki eigin-
leiki í hennar fari, umhyggja í garð
náungans, sem umfaðmaði mig þá
kynni okkar hófust, árið 1934. Elín
starfaði þá við hjúkmn á svokölluð-
um „gamla spítala" á Patreksfírði
og undirritaður, rétt liðlega tvítug-
ur, gekk þangað dags daglega í ljós
til eflingar þreki eftir langvarandi
veikindi.
Og eitt er víst, að ljósaböðunum
verður ekki eingöngu þakkað að
heilsa náðist, heldur ahlynningu
þeirri og ástúð sem Elín lét sjálf í
té, líkt og móðir við son sinn.
Árin liðu. Elín hélí áfram hjúkr-
unar- og líknarstarfi sínu, jafnt á
spítalanum sem úti í bæ hefði hún
eitthvert hugboð um að hennar
væri þörf. Já, þeir em ófáir Patreks-
firðingamir sem notið hafa hjálp-
semi hennar. Undirritaður hleypti
aftur heimdraganum og fór suður.
Á stríðsámnum lágu leiðir okkar
saman á nýjan leik og þá við frekar
óvenjulegar aðstæður. Það var á
þeim tíma þegar komið var með lík
breskra hermanna í land og starfs-
fólk spítalans beðið að veita síðustu
aðhlynningu og það kom jafnan í
hlut Elínar. Hún bað undirritaðan
um aðstoð sem hann fúslega veitti
enda ljúft að geta orðið við bón
hennar. Hvort sem það hefur verið
vegna nálægðar við dauðann eða
viðleitni okkar beggja að hlú hvað
best að fyrir síðasta svefninn, nema
hvort tveggja sé, þá myndaðist á
milli okkar tveggja óijúfanlegt
vinarband sem hefur haldist allar
götur síðan enda þótt landshlutar
hafí skilið að og heimsóknir verið
stijálar.
Og nú er vinkona mín kær sofnuð
svefninum sínum langa. Þegar við
kvöddumst fyrir viku var hún ennþá
sama kempan með sína óbuganlegu
andlegu reisn; full æðmleysis sem
endranær, spyijandi um hagi mína
og minna og bíðandi þolinmóð með
þá ósk heitasta að biðin tæki að
styttast.
Systur hennar, Sigríði Jóhannes-
dóttur, bömum hennar, sem jafn-
framt vom Elínar böm, sendi ég
og kona mín, Jóhanna Þórarins-
dóttir, samúðarkveðjur, vitandi vits
að minning um stórbrotna konu
lifír. Ingimundur Halldórsson
Mig langar að minnast frænku
minnar, Elínar Jóhannesdóttur, sem
ég alltaf kallaði „Ellu-ömmu“ eins
og önnur frændsystkin mín.
Ella-amma var eldri systir Sigríð-
ar föðurömmu minnar og hafa þær
búið í sambýli alla mína tíð og höfðu
gert um langan aldur.
Ég átti því láni að fagna að alast
upp á Patreksfirði þar sem þær
bjuggu allt til ársins 1977, er þær
fluttust búferlum til Reykjavíkur.
Ég kynntist því Ellu-ömmu sem
lítil stúlka á Patró, og kærleikur
minn til hennar elfdist samfara
þroska mínum. Það þurfti lieldur
ekki þroskað bam t.il að sjá að þama
var kona sem svo sannarlega var
virðingar cinnar verðug. Enda var
hún elskuð og dáð af öllum sem til
hennar þekktu, ekki síst bömum,
sem undantekningarlaust hændust
að henni. Hún hafði einstakt lag á
að lialda þeim i'ólegum og glöðum,
með því að ræða blíðlega við þau,
segja þeim sögur og raula við þau
yngstu í ltjöltu sér. Þegar kalt var
úti, þá var unaðslegt að koma inn
til hennar í hlýjuna og láta hana
verma kalda fíngur með heitum
höndum sínum.
Ella-amma bjó í Baldurshaga á
Geirseyri við Patreksfjörð og þang-
að kom ég oft, því ég vissi að þar
yrði tekið á móti mér opnum örm-
um. Þar var líka alltaf nýbakað
„bakkelsi" á borðum, sem enginn
getur komst hjá að bragða á. Það
fór líka svo, að er ég var að leik
ásamt vinkonu minni nálægt Bald-
urshaga, bauð ég henni í kaffí með
mér til ömmu og þá var nú kökubit-
inn vel þeginn.
Ella-amma var afar handlagin
kona og pijónaði sokka og vettlinga
á okkur öll frændsystkinin, svo
lengi sem hún gat. Hvert bam fékk
a.m.k. tvö til þijú sokkapör og jafn
mörg vettlingapör í afmælisgjöf og
eða jólagjöf ár hvert. Það brást
aldrei.
Mér þótti ætíð mikið til þessara
gjafa koma, enda valdi Ella-amma
alltaf mjúkt garn og fallega liti í
hannyrðir sínar. Hún pijónaði líka
svo vel að það var sem úr pijóna-
vél væri. Ég man hvað ég var alltaf
forvitin að vita, á hvem hún væri
nú að pijóna. Stundum spurði ég
hana og oft bað hún mig að máta
fyrir sig.
Ég tók hana mér til fyrirmyndar
og vildi snemma læra að pijóna. Ég
53
-----------------------------------
ætlaði auðvitað að pijóna eins vel
og hún, en þar sem æfíngin skapar
meistarann, þá átti ég langt í land
en hún var meistarinn.
Ég mun ætíð minnast EIlu-
ömmu, sem var sjötíu ámm eldri
en ég, sem gamallar konu með
unga og heilbrigða sál. Hún horfði
bjartsýn fram á við og lífshamingj-
an geislaði af henni í orðsins fyllstu
merkingu. Hún bar hlýhug til allra,
var óspör á fallegt bros og innileg
kveðjuatlot allt til síðustu stundar.
Aldrei vantaði Ellu-ömmu
skemmtilegt umræðuefni og það
var hrein unun að hlusta á frásagnir
hennar, en hún var líka með ein-
dæmum skemmtiiegur hlustandi.
Ég var 12 ára er þær systumar
fluttu búferlum til Reykjavíkur og
síðan þá hef ég heimsótt þær reglu-
lega inn í Álfheima 22, þar sem
þær komu sér vel fyrir í lítilli en
snoturri kjallaraíbúð.
Ella-amma hafði einstakt að-
dráttarafl, það gleymir henni eng-
inn sem á annað borð hefur orðið
þeirrar hamingju aðnjótandi að fá
að kynnast henni.
Það er erfítt að skýra með fátæk-
legum orðum þá hlýju sem Ella-
amma sendi frá sér, en hún hitti
mig í hjartastað. Það að koma úr
hemsókn frá henni var líkt og að
koma úr kirkju, ég fylltist alltaf ró,
varð hamingjusöm og sátt við sjálfa
mig. Þvílík vom áhrif hennar.
Ella-amma var gáfuð kona og
mat alla menntun mikils, þó hún
hefði sjálf ekki átt þess kost að
ganga lengi í skóla. Hún reyndi
hins vegar eftir mætti að mennta
sig af sjálfsdáðum. Ekki vantaði
hana trúna og viljann til að Iæra,
það er eitt sem víst er. Hún varð
sér úti um kennslubækur í ensku
og lærði a.m.k. það mikið að hún
var vel fær um að bjarga sér á
þvímáli.
Ég fann að það gladdi hana mikið
að við systkinin gætum gengið
menntaveginn fúsum og ftjálsum
vilja og nytum til þess styrktar
föður míns, Jóhannesar Ámasonar
sýslumanns, sem hún á sínum tíma1
hafði styrkt til náms.
Ella-amma sagði mér oft frá
þeirri ensku sem hún lærði í sjúkra-
húsinu á Patreksfirði þar sem hún
á ámm áður starfaði sem hjúkmn-
arkona. Þar hjúkraði hún oft erlend-
um sjómönnum. Hún var fús til að
læra mál þeirra og það sem hún
einu sinni hafði lært því gleymdi
hún ekki.
Ella-amma lagðist inn á öldmn-
ardeild Landspítalans, Hátúni lOb, .
síðastliðið haust. Þá var ég stödd í
París og eftir nokkurra mánaða
övölheimsótti ég hana þangað eg
sagði henni frá ferðinni. Hún naut
þess að hlusta á frásagnir úr heims-
borginni og sagði mér að hún gæti
nú ekki talað frönsku en hefði þó
eitt sinn lært að segja eftir frönsk- ’
um sjómanni í sjúkrahúsinu: ?
„Bonjour mademoiselle et merci ;
laeacoup mademoiselle." Já, það em
ömgglega liðin nim 40 ár frá því
hún hjúkraði þessum Fransmanni
en þama talaði hún hreina frönsku
með fallegum framburði.
Ella-amma minntist oft á það við
mig hve sér þætti vænt um að ég
hygðist leggja fyrir mig fatahönnun
eftir menntaskólanám. Henni þótti
það áhugaverð og nytsöm iðn og
ekki efast ég um að hún hefði orðið
góður hönnuður ef hún hefði átt
þess kost að spreyta sig á því sviði,
eins handlagin og vandvirk sem hún"
var.
Ég þakka Guði fyrir að hafa mátt
njóta tilveru Ellu-ömmu þetta 21 ár
ævi minnar. Hún mun ætíð vera
andlegur meistari minn. Megi hún
hvíla í friði og ró hjá almáttugum
Guði. Blessuð sé minning þessarar
góðu konu sem gaf okkur öllum,
ættingjum hennar, svo ótrúlega
mikið með nærvem sinni.
Mig langar að minnast hennar
með þessari friðarbæn, sem eignuð
er heilugum Frans frá Assisi.
Veit þú, Drottinn, að ég sækist fremur eftir
að hugga en láta huggast,
skilja en njóta skilnings,
elska en vera elskaður,
því að okkur gefst ef við gefum,
viðfinnumsjálfokkur
ef við gleymum okkur sjálfum,
okkur fyrirtcfst ef við fyrirgefum
og fyrir dauðann fæðumst við til eilífs lífs.
Amen. Anna Berglind