Morgunblaðið - 27.04.1986, Síða 2

Morgunblaðið - 27.04.1986, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. APRÍL1986 Mælitæki sett upp við Miklubraut: Meiri mengun en reiknað var með NÝLEGA voru sett upp við Miklubraut, skammt frá Mikla- torgi, tæki til að mæla loft- mengun í Reykjavík. Fyrstu mælingar benda til þess að loft- mengun í borginni sé meiri en reiknað hefur verið með. Ólafur Pétursson, forstöðumaður mengunarvama Hollustuvemdar ríkisins, sagði að tækin hefðu verið sett upp 26. mars og yrðu þar í að minnsta kosti eitt ár. Tilgangurinn væri að mæla loftmengun í Reykja- vík til að hafa upplýsingar um ástandið nú til samanburðar við seinni tíma. Einnig væri verið að safna upplýsingum vegna útgáfu á viðmiðunarmörkum fyrir loftgæði hér á landi. Hann sagði að þennan stutta tíma, sem liðinn væri, hefði mælst töluverð mengun, meiri en menn áttu von á fýrirfram. Ólafur sagði að ekki væri hægt að draga miklar ályktanir af þessum fyrstu tölum, mælingar þyrftu að fara fram í lengri tíma. Mengunarvamimar eiga tvö tæki til að mæla loftmengun. Hitt tækið er á Akranesi að mæla mengun Nakinn maður og annar í f ötum LÖGREGLAN í Reykjavík leitaði nakins manns í Vogahverfi að- faranótt laugardagsins. Fannst maðurinn eftir stutta leit og var fluttur heim til sín. Maðurinn mun fyrr um nóttina hafa farið húsavillt og lagst allsnak- inn til svefns í rúmi, sem hann taldi vera sitt. Þegar hinn rétti húsráðandi kom heim til sín brá honum að vonum við að sjá hinn óboðna gest í rúmi sínu. Bera manninum brá ekki síður þegar hann vaknaði og sá alklæddan mann standa yfir sér og er hann uppgötvaði mistök sín varð honum svo mikið um að hann hljóp út úr húsinu án þess að hirða um að klæða sig. Lögreglan kom á vettvang skömmu síðar, fann manninn í ná- grenninu og flutti hann heim. vegna Sementsverksmiðjunnar. Tækin hafa undanfarin ár verið á Sauðárkróki vegna Steinullarverk- smiðjunnar og á Reyðarfirði vegna fyrirhugaðrar Kísilmálmverk- smiðju. Verkföll á farskipum að skella á ÁRANGURSLAUS samning^- fundur var á föstudag hjá rikis- sáttasemjara í kjaradeilu undir- manna á farskipum og skipafé- laganna. Ríkissáttasemjari mun athuga með grundvöll frekari samningaviðræðna eftir helgina en Sjómannafélag Reykjavikur hefur boðað ótímabundið verk- fall undirmanna á farskipum frá ogmeð l.maí. Skipstjórar á farskipum hafa boðað tveggja sólarhringa verkfall sem hefst á hádegi næstkomandi þriðjudags, 29. aprfl, ef ekki hafa þá tekist samningar. Annað þriggja daga verkfall er boðað nokkrum dögum síðar. Ekkert hefur verið ákveðið með framhald viðræðna í deilu skipstjóranna og skipafélag- anna. Ríkissáttasemjari hefur boðað samninganefndir Bflstjórafélagsins Sleipnis og vinnuveitenda þeirra til samningafundar á miðvikudags- morgun. Sleipnir hefur boðað verk- fall frá og með 1. maí næstkomandi. © INNLENT Dómsmálaráðherra: JÓN Helgason, dómsmálaráð- herra, sagði í setningarræðu á þingi Landssambands lögreglu- manna, að ákveðið hefði verið af framlengja uppsagnarfrest lögreglumanna um þrjá mánuði. Ákvörðun þessi er tekin sam- kvæmt heimild í lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna, þegar um hópuppsagnir er að ræða. Ekki hefur enn verið gefín út opin- ber tilkynning um þessa ákvörðun af hálfu dómsmálaráðuneytisins, en samkvæmt upplýsingum, sem Morgunblaðið fékk í ráðuneytinu á föstudag, mun það verða gert á næstu dögum. Uppsagnir lögreglu- manna áttu að taka gildi um mán- aðamótin júní/júlí næstkomandi. Mælitæki mengunarvaraa við Miklubraut. Morgunblaðið/Bjami Stefnt að útflutningi 1.000 neta á þessu ári - segir Pétur Th. Pétursson, framleiðandi björgunarnetsins Markúsar Framlengir uppsagnarfrest lögreglumanna um þrjá mánuði „VIÐ íslendingar erum með Markúsarnetinu enn að leggja fram björgunartæki, sem veldur byltingu í björgun manna úr sjó. Á sýningunni „Safety at Sea“ í London nýlega og ráðstefnu þar um björgunarmál kom fram skortur á björgunartækjum eins og Markúsametinu. Menn voru sammála um það, að með tilkomu netsins, væri kominn grundvöll- ur til setningar alþjóðlegra reglna um björgunartæki til að ná mönnum úr sjó. Nú stefnum við að útflutningi 1.000 neta á árinu,“ sagði Pétur Th. Péturs- son, framkvæmdastjóri Markús- araetsins, í samtali við Morgun- blaðið. „Sú tilraun, sem við höfum verið að gera í björgunarmálum, meðal annars með framleiðslu Markúsar- netsins, hefur sýnt og sannað að við erum á réttri leið og höfum stigið stórt skref fram á við í örygg- ismálum sjómanna. Þessi sýning snerist fyrst og fremst um öryggi á sjó og þar komu fúlltrúar sam- gönguráðuneyta ýmissa landa, björgunarsveita, hernaðaryfírvalda og sjómanna og útgerða. Þar kom fram mikill fjöldi björgunartækja, en fátt nýtt annað en netið. Beinn árangur að mínu mati er sá, að netið hefur náð fótfestu í Bretlandi og hugmyndin hefur verið kynnt þeim aðilum, sem fjalla um öryggi á sjó víða um heim. Sala á netinu er þegar hafín á þessum mikilvæga markaði í Bretlandi og fyrstu 50 netin fara þangað í næstu viku. Ennfremur eru samningar við umboðsmenn um dreifíngu víða um heim hafnir í kjölfar sýningarinnar. Framleiðsla á netinu getur þvl hafizt með markvissan útflutningi í huga. Á þessu ári er stefnt að því að selja um 1.000 net erlendis. Þó það sé ég, sem vinn að sölu og kynningu netsins, er það íjarri því að ég eigi heiðurinn af því að koma Markúsametinu á alþjóðlegan markað og stuðla með því að auknu öryggi sjófarenda. Það hafa miklu fleiri lagt hönd á plóginn og sér- takalega eiga íslenzkir sjómenn þakkir skyldar fyrir að hafa í upp- hafi tekið netinu vel og sannað notagildi þess. Það er alltaf ánægju- legt, þegar íslenzkt hugvit nær langt í heiminum, sérstaklega þegar það getur orðið til þess að bjarga mannslífum," sagði Pétur TH. Pét- ursson. Bandarísk samsteypa tveggja skipafélaga fær leyfi til að sigla til íslands: Höfum ekki í hyggju að sigla til íslands í náinni framtíð Byggðastofnun til Akureyrar: Spurning um kjark og þor manna til að beita sér að byggðamálum - segir Sigurður J. Sigurðsson bæjarfulltrúi „Það er ljóst að ákvörðunin um staðsetningu Byggðastofnunar verð- ur pólitísk. Þetta er spuming um kjark og þor manna til að beita sér fyrir byggðamálum," sagði Sigurður J. Sigurðsson, bæjarfulltrúi Sjálf- stæðisflokkins á Akureyri, í samtali við Morgunblaðið, í framhaldi af umræðunni um staðsetningu stofnun- arinnar. í samþykkt bæjarráðs segir að ráðið taki undir „þau atriði sem fram koma í skýrslunni og mæli með því að Byggðastofnun verði staðsett á Akureyri. Því skorar bæjarráð á stjóm Byggðastofnunar að taka ákvörðun um að staðsetja stofnunina á Akur- eyri og stíga þar með stórt skref í byggðamálum." Akureyri. BÆJARRÁÐ Akureyrar telur ekkert koma fram í skýrslu Hag- vangs um „kosti og galla staðsetn- ingar Byggðastofnunar á Akur- eyri“, sem bendi til þess að stofn- unin þurfi að starfa á höfuðborg- arsvæðinu. Sem kunnugt er hefur það verið rætt í vetur að færa Byggðastofnun og var Hagvangi falið að gera nefnda skýrslu. seg-ir forstjóri American Automar Inc. í FRÉTT í bandaríska viðskiptablaðinu Jouraal of Commerce þann 23. þessa mánaðar er skýrt frá því að samsteypa tveggja bandarískra skipafélaga hafi fengið heimild þarlendra yflrvalda til að sigla tveimur flutningaskipum tvisvar í viku tíl nokkurra hafna í Evrópu, þar á meðal til hafna á íslandi. Heimildin tók gildi 15. april síðastliðinn. Fyrirtækin tvö heita Automar VI Corporation og Crowley Atl- antic Inc., en þau eru bæði dóttur- fyrirtæki American Automar Inc. Rekstrarlejrfí skipanna nær til hafna fyrir botni Miðjarðarhafs og ýmissa hafna í Evrópu. Er sérstaklega tekið fram að leyfíð nái til hafna á Atlandshafsströnd Spánar, auk hafna á Grænlandi, Azoreyjum og íslandi. Forstjóri American Automar, J.W. Charriar, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að skipafélög- in hefðu sem stæði ekki í hyggju að sigla til íslands. American Automar hefði um nokkuð langan tíma haft eitt skip í vöruflutning- um milli hafna í Evrópu og Banda- ríkjunum, og til að byija með hefði samsteypan aðeins áhuga á að auka umsvifin í þeim flutning- um, en myndi fara varlega í sak- imar að leita á ný mið. Þó hefðu félögin tekið upp reglubundnar siglingar til Azoreyja. Hann kvaðst ekki vera f stakk búinn til að svara því hvort samsteypan hygðist í framtíðinni keppa við Rainbow Navigation Inc. um sjó- flutninga fyir herliðið á Keflavík- urflugvelli, en ítrekaði að það væri ekki ætlun samsteypunnar nú að sigla til íslenskra hafna. Siglufjörður: Erfið sigling til heimahafnar SIGLING skuttogarans Sigluvíkur SI-2 til heimahafnar á Siglufirði hefur gengið erfiðlega en togarinn fékk á sig brotsjó þar sem hann var að veiðum f Víkurál. Sigluvík SI-2 og Stálvík SI-1, sem kom til aðstoðar og fylgdi togaranum með landi til Siglufjarðar, voru stödd út af Barða í vonskuveðri í gær- morgun. Engin slys hafa orðið á áhöfn skipsins. _ Fréttaritari

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.