Morgunblaðið - 27.04.1986, Page 60

Morgunblaðið - 27.04.1986, Page 60
SUNNUDAGUR 27. APRÍL 1986 VERÐ í LAUSASÖLU 40 KR. „Hreint bull að Viðey sé föðurleifð Reykjavíkur“ — segir Þór Magnús- son þjóðminjavörður „ÉG ER mjög óánægður með þessi lög. í mínum huga er Við- eyjarstofa og nánasta umhverfi hennar einn af þeim stöðum sem þjóðin öll á að eiga en ekki aðeins hluti hennar. Eg met hana til jafns við sérstaka staði þjóðar- innar eins og ÞingveUi, GuUfoss og €!eysi,“ sagði Þór Magnússon þjóðminjavörður þegar leitað var álits hans á nýsamþykktum lög- um frá Alþingi um að færa Reykjavíkurborg hluta ríkisins í Viðey að gjöf á 200 ára afmæU borgarinnar. Þór sagðist fyrst hafa frétt um þetta mál í fjölmiðlum og hafi hann mótmælt því. Þetta væru forkastan- leg vinnubrögð, meðal annars í ljósi þess að það hefði ekki svo lítið verið haft fyrir því á sínum tíma þegar ríkið keypti Viðeyjarstofu og iandið tí kring. Síðan hefði verið unnið að viðgerð stofunnar og Alþingi meðal annars samþykkt fyrir einu ári að hraða verkinu í tilefni af 200 ára afmæli Reykjavíkur. Hins vegar hefði ekki verið veitt nægjanlegt fé til verksins og nú kæmi þetta sama Alþingi og losaði sig við það sem hvem annan ómaga. Þór sagði að sér virtist þetta ekki vera heiðursgjöf heldur iiti rík- ið á Viðeyjarstofu sem óþægilegan bagga sem það þyrfti að losa sig við. Hann sagði að Viðey hefði alla tíð komið mikið við sögu landsins alls, en ekki sérstaklega við sögu Reykjavíkur. „Það er hreint bull sem fram kemur í greinargerð með frumvarpinu að Viðey sé „föðurleifð Reykjavíkurborgar". Ég fæ ekki séð hvemig menn geta sett slíka vit- leysu á blað,“ sagði þjóðminjavörð- ur einnig. Miklar óspektir unglinga í miðbæ og Breiðholti MIKLAR óspektir voru í miðbæ Reykjavíkur og Breiðholti á föstudagskvöldið og aðfaranótt laugardagsins af völdum ölv- aðra unglinga. Mikið var um rúðubrot, bæði í miðbænum og í Breiðholti, og meðal annars voru unnar skemmdir á strætis- vagni, sem flutti unglinga úr miðbænum upp í Breiðholt. Unglingamir bytjuðu að tínast niður í miðbæ um kvöldmatarleyt- ið og voru þeir famir að skipta hundruðum er leið á kvöldið. Mun ástæðan hafa verið sú, að sam- ræmdum prófum í grunnskólum borgarinnar var lokið. Er leið að Misskildir sérhagsmunir hindruðu framgang málsins - segir sjávarútvegsráðherra um umfjöllum frumvarps um selveiðar á Alþingi „ÞAÐ VAR mikill meirihluti á Alþingi fylgjandi frumvarpinu um selveiðar og ég lýsi fullri ábyrgð á hendur þeim, sem af misskildum sérhagsmunum komu í veg fyrir lýðræðislega afgreiðslu þess. Það voru ákveðnir menn, sem settu sig upp á móti því, meðal annars úr Sjálfstæðisflokknum og ég get ekki annað en áfellzt þá,“ sagði Halldór Asgrímsson, sjávarútvegs- ráðherra, í samtaii við blaðið. „Það var mjög bagalegt á ýmsan hátt, að þetta frumvarp skyldi daga uppi á Alþingi. Þetta er í þriðja skipti, sem ég legg málið fyrir Alþingi. Það voru gerðar nokkrar breytingar á frumvarpinu frá því það var lagt fram síðast og það hefði átt að taka mjög skamman tíma að fjalla um málið í neðri deild, en þar fóru fram allveru- legar umræður, sem voru nánast endurtekning á umræðum frá fyrra ári. Málið fór síðan til efri deildar, að mínu mati alveg nægilega tíman- lega með hliðsjón af því að þingmenn höfðu vitað um það mjög lengi. Það er hins vegar alveg ljóst að það voru ákveðnir menn í þinginu, sem töldu við hæfi að koma í veg fyrir lýðræðis- lega afgreiðslu þessa máls eins og áður. Hvaða áhrif þetta hefur, geri ég mér ekki grein fyrir eins og er. Það stóð til að halda áfram fækkun sels við Breiðafjörð. Þar hafa komið upp vandamál vegna gamalla laga, sem stóð til að nema úr gildi, en þar er mikið af útsel. Síðan má segja að mál þetta hafi verið hártogað á allan hátt og nánast sport hjá ákveðnum þingmönnum að þvæla það fram og til baka á grundvelli einhverra mis- skilinna sérhagsmuna. Með þessu eru þeir að koma í veg fyrir eðlilega stjórnun þessara veiða og hafa að engu mjög alvarleg tilmæli frá verka- fólki, sjómönnum og helztu hags- munaaðailum í sjávarútvegi. Það er ekkert í þessu máli, sem gengur mjög gegn hagsmunum bænda og land- búnaðinum ekki til góðs að menn skuli reka þetta mál af slíku offorsi. Vandamál hans liggja annars staðar og það væri nær fyrir viðkomandi aðila að sinna þeim betur. í efri deild voru það fyrst og fremst Egill Jónsson og Skúli Alexanders- son, sem þvældust fyrir málinu og báru því við að málið hefði komið allt of seint fram. Það er í sjálfu sér lengi hægt að vera með slík rök, en ég tel þau aðeins fyrirslátt. í neðri deild voru ýmsir þingmenn, sem reyndu greinilega einnig að koma í veg fyrir að þetta frumvarp næði fram að ganga. Ég gerði mér hrein- lega ekki grein fyrir því að menn hefðu gaman af því að gera það. Ég verð í þessu máli að lýsa fullri ábyrgð á samstarfsflokk minn, því það voru fyrst og fremst þingmenn Sjálfstæð- isflokksins, sem komu í veg fyrir að málið næði fram að ganga. Ég vissi ekki betur en samkomulag væri um afgreiðslu frumvarpsins, en þegar farið var að ræða það við forystu- menn Sjálfstæðisflokksins sögðust þeir enga stjóm hafa á liðsmönnum sínum í málinu. Þetta var stjórnar- frumvarp og á ábyrgð ríkisstjómar- innar. Það var mikill meirihluti fylgj- andi málinu á Alþingi og það er mjög alvarlegt þegar nokkrir menn komast upp með það að hindra meirihluta Alþingis í löggjafarstarfinu," sagði Halldór Ásgrímsson. Hundruð unglinga söfnuðust saman í miðbænum á föstudagskvöldið. Á innfelldu mynndini er unnið að viðgerð á glugga í versluninni íkornanum í Austurstræti á laugardagsmorgun. miðnætti var ölvun orðin mjög áberandi með tilheyrandi slags- málum og rúðubrotum. Upp úr miðnætti færðust óspektimar upp í Breiðholt þar sem rúðubrotin héldu áfram. Fjórar rúður fóru úr yfirfullum strætisvagni, sem flutti krakkana upp í Breiðhoit skömmu eftir miðnætti. Margir ungling- anna hlutu meiðsli í þessum óspektum, en þau munu ekki hafa verið alvarleg. Talsvert var um að unglingam- ir sæktu í sundstaði borgarinnar og var femt tekið fáklætt í Breið- holtslauginni. Þá hafði hópur unglinga brotist inn í Árbæjar- skóla og farið þar í laugina. Fegurðardrottningar koma saman ÞÁTTTAKENDUR í keppninni um titilinn Fegurðardrottning ís- lands 1986 komu í gær saman i Reykjavík, en keppnin fer fram um mánaðamótin mai-júní i Broadway. Stúlkumar eru frá vinstri í aftari röð: Eva Georgsdóttir, Reykjavik, Rut Róbertsdóttir, Reykjavík, Dagný Davíðsdóttir, Reykjavik, Hlin Hólm, Keflavik, Þóra Þrastardóttir, Reykjavík og í fremri röð frá vinstri: Hjördis Kjartansdóttir, Reykjavík, Margrét Guðmundsdóttir, Reykjavík, Margrét Jörgensen, Hafnarfirði, Gígja Birgisdóttir, Akureyri og Kolbrún Jenný Gunnarsdóttir, Keflavík.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.