Morgunblaðið - 27.04.1986, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 27.04.1986, Blaðsíða 39
MOHQUNBIAÐID, SUNNUDAGUR 27. APRÍl, 1986 39 Einkenni MS eru mjög breytileg. Lömun — mismikil, í hvaða likamshluta sem er. Skjálfti og stjórn- leysi i hreyfingum. Ktw Þvagtruflanir — léleg stjórn á I þvaglátum. -3- ’ j/r Jafnvægisleysi — reikult göngulag <s> ./* S 63 Skerðing á sam- hæföum hreyfingum. Fætur dregnir við gang. í fyrstu þá er MS fólk er nú yfir- leitt mjög bjartsýnt. Enda þýðir ekkert annað, því að þegar MS hefur einu sinni gert vart við sig þá birtist það líklega aftur og fólk verður að vera sátt við að lifa með MS Ekki bara að líta á það sem það hefur misst heldur það sem það hefur. Yfirleitt ganga köstin aftur og þess eru dæmi að með árunum fækki þeim og þau hverfi jafnvel, þó að köstin hætti þá fær viðkom- andi ekki sína fyrri orku til baka. Með húsnæðinu hér vonumst við til að ná enn betur til félaganna, bæði með dagvistuninni og því að hér á allt MS fólk sér athvarf og getur skroppið í kaffi ef því er að skipta. Svo væri gaman ef við gætum gert eitthvað svipað og ég sá á sambærilegu MS heimili í Sviss, þar sem fólk kom og aðstoð- aði á matmálstímum og oftar, kannski í tvo þrjá klukkutíma í einu. Þarna á ég ekki endilega við að- standendur MS fólks öðrum fremur heldur alla þá sem hefðu áhuga á að styrkja gott málefni. Þeir gætu komið hingað kannski einu sinni í viku og spilað við fólk, lesið fyrir það, spjallað og þessháttar. Reynd- ar finnst mér að eitthvað í þessa veru ætti heima inni í skólakerfinu og þá ekki bara varðandi MS fólk, heldur ættu unglingar að eiga kost á að fara inn á stofnanir og að- stoða, bæði til að gera sér grein fyrir því hvemig lífíð er hjá öðrum og þá ekki síst til að sjá hvað heil- brigðið er mikilvægt." Legudeild brýnust í dag Þó að stóru takmarki sé náð með tilkomu hússins við Áland, er ekki þar með sagt að MS félagið eigi sér ekki fleiri ámóta stór í barát- tunni við að létta MS fólki lífíð. „Það segir sjálfsagt einhver að ekki megi rétta okkur litla fíngur . . .,“ segir Gyða brosandi þegar hún er spurð um það sem félagið telji biýn- ast þessa stundina. „En við stefnum ofar og lengra og nú er brýnast að komið verði á fót legudeild fyrir fólkið okkar sem er í köstum og þá erum við ekki einungis að hugsa um MS fólkið sjálft heldur líka aðstandendur, þeim veitir stundum ekkert. af því að fá hvíld, geta skroppið út án þess að fá annan til að vera heima á meðan eða að geta stundað eðlilega vinnu á J>eim tíma sem ástvinur er í kasti. Eg held að legudeild sé ekkert óraunhæf, þar sem okkur sýnist að þessi stöð hér eigi eftir að spara ríkinu miklar fjár- hæðir í legugjöldum og læknar geta bent fólki á að fara hingað í endur- hæfíngu og dagvist. En stöðin sem slík stendur líka fyrir svo mikið meira. Með því að félagið reki hana er MS fólki gert kleift að þiggja ekki bara heldur gefa líka og hér erum við að hjálpa okkur sjálfum til sjálfsbjargar," segir Gyða Ólafs- dóttir. VIÐTAL: VILBORG EINARSDÓTTIR Mögulegar orsakir MS Orsakir MS eru ekki vitaðar, en þrjár tilgátur eru á lofti um hveijar þær geti verið. 1) VEIRUR Veirur ráðast inn í líkamann og fjölga sér þar. Flestar veirur eru fljótvirkar. Sumar seinvirkar veirur birtast aftur og aftur og valda nýjum einkennum. Aðrar seinvirkar veirur eru til staðar í líkamanum mánuðum, jafnvel árum saman áður en að þær valda einkennum. MS gæti hugsanlega stafað af sérstaklega seinvirkri veiru eða verið óeðlileg viðbrögð gagnvart þekkti veiru. 2) ÓNÆMISSVÖRUN Líkaminn hefur innbyggt vam- arkerfí sem ræðst gegn „innrás" baktería og veira. Þetta vamar- kerfí truflast stundum og ræðst gegn eigin frumum líkamans. Það kallast sjálfsónæmissvömn. MS gæti hugsanlega stafað af því að líkaminn ræðst gegn eigin frumum vegna bilunar í ónæmi- skerfínu. Sambland veira og ónæmissvörunar Þegar veirur ráðast inn í líkam- ann ná þær valdi á frumunum. Vamarkerfíð gæti ruglast þar eð sumar veirur ná valdi á hluta af frumu. Það ræðst þá bæði á veir- una og frumuna sjálfa sem hýsir veiruna. (Ur bæklingnum: Það sem allir ættu að vita um MULTIPLE SCLEROSIS Minning: Erik Söderin Þann 25. þ.m. var tii grafar borinn í Östersund í Svíþjóð íslands- vinurinn Erik Söderín. Við fráfall hans minnist ég þess tíma, er hann kom hingað til að kenna Ármenn- ingum á skíðum. Það er nú svo að fólk er maður kynnist á lífsleiðinni skilur eftir sig mismunandi djúp spor í vitund manns. Erik Söderín var einn af þeim mönnum sem gott var að hafa til eftirbreytni. Kennar- ar hafa mismunandi áhrif á nem- endur sína, en mér segir svo hugur um, að þeir sem nutu tilsagnar hans hefðu í flestu viljað líkjast honum. Það var veturinn 1950, að Erik réðst sem skíðakennari hjá Skíðadeild Ármanns. Á þeim tíma var ég allar helgar í Jósepsdal í góðum hóp glaðværs æskufólks, og nú þegar ég minnist þess tíma renna fram í huga mér svo ótal margar góðar minningar um þá góðu og gömlu daga og það fólk sem þá sótti Jósepsdalinn. Öll hrifumst við af kappanum, enda var hann slíkur öndvegismaður og góður kennari aðjafnvel verstu skussartóku fram- förum hjá honum. En svo kom það nú á daginn að vissulega átti hann hingað annað og meira erindi en að kenna ungu fólki á skíðum því hér fann hann konuefnið sitt. Ástina sína, og þar með var hann ekki bara orðinn Armenningur heldur líka elskulegur tengdasonur og mágur í Eyjólfsfjölskyldunni sem var vissulega burðarásinn í skíða- deild Ármanns á þeim tíma. Sigrún Eyjólfsdóttir orðin Söderín var nú á förum til Svíþjóðar. Við sem til þekktum glöddumst af hjarta, því við vorum sannfærð um að Sigrún okkar hefði hamingjuna höndlað með svo góðum dreng. Ógleyman- leg er mér sú stund er þau lögðu frá landi með Gullfossi nýgift, svo falleg og hamingjan skein úr andlit- um þeirra. Ármenningar og annað gott skíðafólk hópaðist niður á höfn til að kveðja þau og áma þeim heilla. Vissulega söknuðum við Sig- rúnar úr okkar hópi en við samglöddumst henni þar sem hún sveif á öldum ástarinnar. Erik og Sigrún hafa síðan búið í Svíþjóð í Östersund, og þar hefur hann verið skíðakennari og var það honum ljúft starf því íþróttir og þá einkum skíðaíþróttir áttu hug hans allan. Margir eru þeir Islendingar sem þar hafa dvalið og notið gestrisni þeirra og fyrirgreiðslu. Böm þeirra em fímm, íjórir drengir og ein stúlka, öll hið mann- vænlegsta fólk, móður og föður til mikillar gleði, og hafa íþróttir og Qallaferðir alla tíð átt hug og hjarta þessarar íjölskyldu. Fyrir tveimur árum var ég gestur þeirra ásamt þrem vinkonum mín- um og nutum við þar mikillar gest- risni og umhyggju er við dvöldumst með þeim í Ijallaskála þeirra og áttum þar ógleymanlegar stundir. Erik var þá nokkuð hress en vissu- lega gerði ég mér grein fyrir að hann gekk ekki heill til skógar þó hann tækist á við veikindin með dugnaði og æðruleysi. Ég kveð Erik Söderín með þakklæti fyrir góð kynni. Blessuð sé minning hans. Þér, elsku Sigrún mín, bömum, öldruðum föður þínum, systkinum og fjölskyldum þeirra votta ég ein- læga samúð mína. Eirný Sæmundsdóttir Þeul tydrtakJ em maóal þclna Mm hota k«ypt Drabwl Sk«i|unoui VsokjnartxmkJm Ortcustotaun londnrtrtcjun Otvarptð S|ónvarplð ftokta FWcv«ið Vonlunajmannafétao Reykjavlkur vmm Útrýn ÁTVR Frjatst tromtak VkvxMlHrtn rflcblra Sv»kin EoUuon Nmco ISM Mookoup Morat HP ð Utandl VboUtand • SparUJOður vétatjóra Spartttadur Reykjavfkur og ■YKO MJðtkunamiotan HoovkkJ Somvlnnubanklnn Kostooerd Reyktavfkur Elnar Guðftrmuon Toyota umboðtð Tlmlrm •únoöartxrtcJnn BoBtartðo*<l Kðpavoo* RelknMota bankarma Orkubú VettHorða Sparttjöður Hafnartjaröar minni flarvistir... fc>akverkurinn horfinn. öllum líöur vel... ekki kvartaö síöan ... I STARFI „Minni fjarvistir.... bakverkurlnn horfinn.... öllum líður vel..., ekki kvartað sfðan.. Þannig eru ummœll ánœgðra vlðskiptavina okkar. Þeir eiga það allir samelginlegt að vera f hópi þeirra sjö þúsund sem keypt hafa DRABERT stóla á undanförnum árum. Það er liðin sú tfð, þegar œtlast var til að skrifstofustólamlr vœru notaðir þangað til menn sœtu hellsulausir á gólfinu. Stjórnendur fyrlrtœkja gera sér nú grein fyrlr mlkilvœgl þess að sltja f góðum stól. Þelr bera nú melri umhyggju fyrir starfsfólkinu og velja því DRABERT, sem er vandaðastl skrlfstofustóll sem völ er á. í húsgagnadeild okkar f Hallarmúla 2 er ávallt mlklð úrval DRABERT stóla. Lftið við og setjlst f DRABERT eða fálð hann lánaðan tll reynslu. Vlð sendum einnlg myndalista og verðlista sé þess óskað. Sérfrœðingur Pennans kemur og stillir DRABERT stóla hjá öllum sem þess óska, f samrœml vlð þarfir hvers og eins. Vlð viljum standa við kjörorðin: Ul. AAafvBrtrtakar AJnwmar Iryootooor FVonfcmKHan Oddi BETRI HEILSA, AUKIN VELLÍÐAN, MEIRI AFKÖST ALLT 1 EINNI FERÐ rrnnrr&- Wyxjholmlllð RoyKJalurxll (löludoMd) Hallarmúla 2 Sfmi 83211
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.