Morgunblaðið - 27.04.1986, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 27.04.1986, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. APRÍL1986 56 ÍÞRÓTTIR UNGLINGA UMSJÓN/Vilmar Pétursson • Vei, okkar maður vann. Krakkar á Almenna fimleikamótinu fagna sigurvegurunum. Morgunblaöiö/ VIP Pabbar, mömmur, afar og ömmur hvöttu ákaft — á Almenna fimleikamótinu ÞAÐ verður ekki annað sagt en að loftið í íþróttahúsinu Digranesi hafi verið rafmagnað laugardag- inn 12. apríl sfðastliðinn. Þá fór fram Almenna fimleikamótið, þar sem alls 376 keppendur af yngri kynslóðinni voru mættir til leiks. Áhorfendapallar voru þéttskip- aðir stoltum foreldrum, ömmum og öfum sem komu til að horfa á og hvetja afkvaemi sín. Keppendur voru á þönum milli keppnissvæða, búningsklefa og æfingaherbergja, því mikið var í húfi. Þjálfarar komu með góð ráð og skipanir um að laga eitt og annað, því passa verð- ur jú að allt sé á réttum stað. Fyrirmyndir margra ungra fimleika- stúlkna eru Hanna Lóa núverandi íslandsmeistari í fimleikum kvenna og erlendar stjörnur á borð við Mary Lou Retton. Takmarkið er þá að verða eitthvað svipaðar og þær, og ekkert er þá til sparað og mikið æft. Sumar verða fyrir von- brigðum, þegar draumurinn nær ekki að rætast en flestar halda þó ótrauðar áfram. Mikill meirihluti þeirra er stunda fimleika hér á landi eru stúlkur en á þessu móti var þó slæðingur af strákum, mörgum mjög efnilegum. Þetta er í fyrsta skipti sem slíkt mót er haldið og aldrei hafa jafn margir þátttakendur tekið þátt í keppni á vegum FSÍ á einum og sama deginum. Sérstaklega var ánægjulegt að sjá hve mörg félög af landsbyggðinni sendu keppend- ur til þessa móts en alls voru um 70 keppendur utan af landi á þessu móti. Mótsstjórn á þessu móti var í höndum íþróttafélagsins Gerplu og sá félagið einnig um móttöku á þátttakendum utan af lands- byggðinni. Kenneth Breiðfjörð, Ármanni: „Sparkaði í augað á mér“ EINI strákurinn sem blaðamaður hitti að máli á fimleikamótinu var Kenneth Breiðfjörð, 9 ára úr Ár- manni. Hann var með stærðar glóðarauga og aðspurður sagðist hann hafa fengið spark í augað, strákur hafi ætlað að sparka í bolta, hitti hann ekki en hitti augað i mér í staðinn, sagði Kenneth, og ég hef unnið eitt gull. Hringir og svifrá eru skemmtilegustu tækin, er búinn að keppa í þeim og gekk bara ágætiega en nú þarf ég að fara, sagði Kenneth, til að keppa á bogahesti. Bætti svo við áður en hann hljóp af stað að sér þætti svolrtið margir keppendur á þessu móti. • Kenneth Breiðfjörð býr sig undir að hefja æfingar i' hringjum og er greinilegt að hann ætlar sér stóra hluti enda fór svo að hann sigraði í þessari grein. Morgunblaðiö/ VIP ÆT Urslit á mótinu A-FL. YNGRI. Stökk: Telma Ámundadóttir, G. 8.35 Þóra Björnsdóttir, G. 8.10 Katrín Guðjónsdóttir, St. 7.95 Kolbrún Sigurjónsdóttir, St. 7.95 Tvíslá: Þóra D. Jónsdóttir, G. 8.75 Hrund Hólm, ÍBK 8.70 Sædís Markúsdóttir, B. 8.65 Margrét Magnúsdóttir, B. 8.65 Heiða Agnarsdóttir, G. 8.65 Slá: Sigurlaug Gísladóttir, G. 8.80 Brynjar Kaaber, St. 8.40 Rakel Stefánsdóttir, KR 8.35 Gólf: Pálína Hafsteinsdóttir, B. 9.35 Ebba G. Guðmundsdóttir, G. 9.25 Rakel Stefánsdóttir, KR 9.05 A-FL. ELDRI: Stökk: Sara Hermannsdóttir, St. 9.25 Anna F. Gunnarsdóttir, G. 8.65 Dögg Káradóttir, St. 8.65 Tvíslá: Margrét Viðarsdóttir, ÍBA 8.80 Svava Kristjánsdóttir, G. 8.70 Rúna MalmquistÁ. 8.35 Slá: Stefania Þorgeirsdóttir, Á. 8.95 María Þórsdóttir, ÍBV 8.95 Anna Gunnarsdóttir, G. 8.85 Margrét Viðarsdóttir, G. 8.85 Selma Ragnarsdóttir, ÍBV 8.85 Gólf: Rúna Malmquist, Á. 9.00 Helga G. Bjarnadóttir, G. 8.85 Anna Gylfadóttir, Á. 8.85 B-FL. YNGRI: Stökk: Hulda L. Jónsdóttir, Á Tvíslá: Eva Þorsteinsdóttir, Á. 8.55 Rut Hermannsdóttir, St. 8.45 Hrefna Ólafsdóttir, ÍBA 8.40 Slá: Þóra B. Eysteinsdóttir, G. 8.70 Elínborg Kvaran, St. 8.35 Margrét Guðjónsdóttir, KR 8.20 Þóra Valsdóttir, Á. 8.20 Gólf: Margrét Guðjónsdóttir, KR 9.40 Sigurlaug Gísladóttir, G. 9.05 Signý Sveinsdóttir, G. 9.00 Stefanía Williamsdóttir, St. 9.00 Kristjana Sigursteinsdóttir, St. 9.00 B-FL. ELDRI Stökk: Hrönn Róbertsdóttir, ÍBV 8.00 Hildur Símonardóttir, ÍBV 7.85 Elín Gunnarsdóttir, ÍBV 7.40 Tvíslá: Hrönn Róbertsdóttir, ÍBV 9.10 Margrét Jónsdóttir, ÍBA 8.90 Anna F. Gunnarsdóttir, G. 8.75 Slá: Hrönn Róbertsdóttir, ÍBV 9.05 Hildur Loftsdóttir, B. 8.80 Stefanía D. Hauksdóttir, Á. 8.75 HrönrrSvavarsdóttir, G. 8.75 Gólf: Margrét Viðarsdóttir, ÍBA 9.10 Hrönn Róbertsdóttir, ÍBV 9.10 Rósa Karlsdóttir, ÍBA 9.00 Svava Kristjánsdóttir, G. 9.00 PILTAR ELDRI: Bogahestur: Orri Hilmarsson, G. 6.60 Kristján Kristjánsson, G. 6.60 Birgir Árnason, Á. 6.20 Hringir: Birgir Grímsson, Á. 7.55 Kjartan Sigurbjörnsson, Á. 6.90 BirgirÁrnason, Á. 6.50 Stökk: Þröstur Hrafnsson, G. 6.55 Jökull Pétursson, G. 6.40 Árni Geir, G. 6.35 Tvíslá: Birgir Árnason, Á. 7.80 Birgir Grímsson, Á. 7.50 Árni Geir, G. 7.35 Svifrá: BirgirÁrnason, Á. 8.05 Blrgir Grimsson, Á. 7.85 Kjartan Sigurbjarnarson, Á. 7.70 Gólf: Kjartan Sigurbjarnarson, Á. 8.10 Árni Geir, G. 8.05 Birgir Árnason, Á. 7.85 PILTAR YNGRI: Stökk: Björgvin Jóhannesson, G. 8.55 Pálmi Þorbergsson, G. 8.40 Kenneth Breiðfjörð, Á. 8.30 Bogahestur: Árni F. Jóhannesson, G. 7.30 Björgvin Jóhannesson, G. 7.10 Kenneth Breiöfjörð, Á. 7.10 Hringir: Kenneth Breiðfjörö, Á. 7.40 Björgvin Jóhannesson, G. 7.00 Árni F. Jóhannesson, G. 6.90 Tvíslá: Björgvin Jóhannesson, G. 8.20 Árni F. Jóhanness. G. 8.10 Kenneth Breiðfjörð, Á. 8.00 Svifrá: Kenneth Breiöfjörö, Á. 8.30 Björgvin Jóhannesson, G. 8.25 Árni F. Jóhannesson, G. 7.90 Pálmi Þorbergsson, G. 7.90 Gólf: Árni F. Jóhannesson, G. 8.80 Björgvin Jóhannesson, G. 8.40 Pálmi Þorbergsson, G. 8.10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.