Morgunblaðið - 27.04.1986, Page 56
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. APRÍL1986
56
ÍÞRÓTTIR UNGLINGA UMSJÓN/Vilmar Pétursson
• Vei, okkar maður vann. Krakkar á Almenna fimleikamótinu fagna sigurvegurunum.
Morgunblaöiö/ VIP
Pabbar, mömmur, afar
og ömmur hvöttu ákaft
— á Almenna fimleikamótinu
ÞAÐ verður ekki annað sagt en
að loftið í íþróttahúsinu Digranesi
hafi verið rafmagnað laugardag-
inn 12. apríl sfðastliðinn. Þá fór
fram Almenna fimleikamótið, þar
sem alls 376 keppendur af yngri
kynslóðinni voru mættir til leiks.
Áhorfendapallar voru þéttskip-
aðir stoltum foreldrum, ömmum
og öfum sem komu til að horfa á
og hvetja afkvaemi sín. Keppendur
voru á þönum milli keppnissvæða,
búningsklefa og æfingaherbergja,
því mikið var í húfi. Þjálfarar komu
með góð ráð og skipanir um að
laga eitt og annað, því passa verð-
ur jú að allt sé á réttum stað.
Fyrirmyndir margra ungra fimleika-
stúlkna eru Hanna Lóa núverandi
íslandsmeistari í fimleikum kvenna
og erlendar stjörnur á borð við
Mary Lou Retton. Takmarkið er
þá að verða eitthvað svipaðar og
þær, og ekkert er þá til sparað og
mikið æft. Sumar verða fyrir von-
brigðum, þegar draumurinn nær
ekki að rætast en flestar halda þó
ótrauðar áfram. Mikill meirihluti
þeirra er stunda fimleika hér á
landi eru stúlkur en á þessu móti
var þó slæðingur af strákum,
mörgum mjög efnilegum.
Þetta er í fyrsta skipti sem slíkt
mót er haldið og aldrei hafa jafn
margir þátttakendur tekið þátt í
keppni á vegum FSÍ á einum og
sama deginum. Sérstaklega var
ánægjulegt að sjá hve mörg félög
af landsbyggðinni sendu keppend-
ur til þessa móts en alls voru um
70 keppendur utan af landi á þessu
móti.
Mótsstjórn á þessu móti var í
höndum íþróttafélagsins Gerplu
og sá félagið einnig um móttöku
á þátttakendum utan af lands-
byggðinni.
Kenneth Breiðfjörð, Ármanni:
„Sparkaði í
augað á mér“
EINI strákurinn sem blaðamaður
hitti að máli á fimleikamótinu var
Kenneth Breiðfjörð, 9 ára úr Ár-
manni. Hann var með stærðar
glóðarauga og aðspurður sagðist
hann hafa fengið spark í augað,
strákur hafi ætlað að sparka í
bolta, hitti hann ekki en hitti
augað i mér í staðinn, sagði
Kenneth, og ég hef unnið eitt
gull. Hringir og svifrá eru
skemmtilegustu tækin, er búinn
að keppa í þeim og gekk bara
ágætiega en nú þarf ég að fara,
sagði Kenneth, til að keppa á
bogahesti. Bætti svo við áður en
hann hljóp af stað að sér þætti
svolrtið margir keppendur á
þessu móti.
• Kenneth Breiðfjörð býr sig
undir að hefja æfingar i' hringjum
og er greinilegt að hann ætlar sér
stóra hluti enda fór svo að hann
sigraði í þessari grein.
Morgunblaðiö/ VIP
ÆT
Urslit
á mótinu
A-FL. YNGRI.
Stökk:
Telma Ámundadóttir, G. 8.35
Þóra Björnsdóttir, G. 8.10
Katrín Guðjónsdóttir, St. 7.95
Kolbrún Sigurjónsdóttir, St. 7.95
Tvíslá:
Þóra D. Jónsdóttir, G. 8.75
Hrund Hólm, ÍBK 8.70
Sædís Markúsdóttir, B. 8.65
Margrét Magnúsdóttir, B. 8.65
Heiða Agnarsdóttir, G. 8.65
Slá:
Sigurlaug Gísladóttir, G. 8.80
Brynjar Kaaber, St. 8.40
Rakel Stefánsdóttir, KR 8.35
Gólf:
Pálína Hafsteinsdóttir, B. 9.35
Ebba G. Guðmundsdóttir, G. 9.25
Rakel Stefánsdóttir, KR 9.05
A-FL. ELDRI:
Stökk:
Sara Hermannsdóttir, St. 9.25
Anna F. Gunnarsdóttir, G. 8.65
Dögg Káradóttir, St. 8.65
Tvíslá:
Margrét Viðarsdóttir, ÍBA 8.80
Svava Kristjánsdóttir, G. 8.70
Rúna MalmquistÁ. 8.35
Slá:
Stefania Þorgeirsdóttir, Á. 8.95
María Þórsdóttir, ÍBV 8.95
Anna Gunnarsdóttir, G. 8.85
Margrét Viðarsdóttir, G. 8.85
Selma Ragnarsdóttir, ÍBV 8.85
Gólf:
Rúna Malmquist, Á. 9.00
Helga G. Bjarnadóttir, G. 8.85
Anna Gylfadóttir, Á. 8.85
B-FL. YNGRI:
Stökk:
Hulda L. Jónsdóttir, Á
Tvíslá:
Eva Þorsteinsdóttir, Á. 8.55
Rut Hermannsdóttir, St. 8.45
Hrefna Ólafsdóttir, ÍBA 8.40
Slá:
Þóra B. Eysteinsdóttir, G. 8.70
Elínborg Kvaran, St. 8.35
Margrét Guðjónsdóttir, KR 8.20
Þóra Valsdóttir, Á. 8.20
Gólf:
Margrét Guðjónsdóttir, KR 9.40
Sigurlaug Gísladóttir, G. 9.05
Signý Sveinsdóttir, G. 9.00
Stefanía Williamsdóttir, St. 9.00
Kristjana Sigursteinsdóttir, St. 9.00
B-FL. ELDRI
Stökk:
Hrönn Róbertsdóttir, ÍBV 8.00
Hildur Símonardóttir, ÍBV 7.85
Elín Gunnarsdóttir, ÍBV 7.40
Tvíslá:
Hrönn Róbertsdóttir, ÍBV 9.10
Margrét Jónsdóttir, ÍBA 8.90
Anna F. Gunnarsdóttir, G. 8.75
Slá:
Hrönn Róbertsdóttir, ÍBV 9.05
Hildur Loftsdóttir, B. 8.80
Stefanía D. Hauksdóttir, Á. 8.75
HrönrrSvavarsdóttir, G. 8.75
Gólf:
Margrét Viðarsdóttir, ÍBA 9.10
Hrönn Róbertsdóttir, ÍBV 9.10
Rósa Karlsdóttir, ÍBA 9.00
Svava Kristjánsdóttir, G. 9.00
PILTAR ELDRI:
Bogahestur:
Orri Hilmarsson, G. 6.60
Kristján Kristjánsson, G. 6.60
Birgir Árnason, Á. 6.20
Hringir:
Birgir Grímsson, Á. 7.55
Kjartan Sigurbjörnsson, Á. 6.90
BirgirÁrnason, Á. 6.50
Stökk:
Þröstur Hrafnsson, G. 6.55
Jökull Pétursson, G. 6.40
Árni Geir, G. 6.35
Tvíslá:
Birgir Árnason, Á. 7.80
Birgir Grímsson, Á. 7.50
Árni Geir, G. 7.35
Svifrá:
BirgirÁrnason, Á. 8.05
Blrgir Grimsson, Á. 7.85
Kjartan Sigurbjarnarson, Á. 7.70
Gólf:
Kjartan Sigurbjarnarson, Á. 8.10
Árni Geir, G. 8.05
Birgir Árnason, Á. 7.85
PILTAR YNGRI:
Stökk:
Björgvin Jóhannesson, G. 8.55
Pálmi Þorbergsson, G. 8.40
Kenneth Breiðfjörð, Á. 8.30
Bogahestur:
Árni F. Jóhannesson, G. 7.30
Björgvin Jóhannesson, G. 7.10
Kenneth Breiöfjörð, Á. 7.10
Hringir:
Kenneth Breiðfjörö, Á. 7.40
Björgvin Jóhannesson, G. 7.00
Árni F. Jóhannesson, G. 6.90
Tvíslá:
Björgvin Jóhannesson, G. 8.20
Árni F. Jóhanness. G. 8.10
Kenneth Breiðfjörð, Á. 8.00
Svifrá:
Kenneth Breiöfjörö, Á. 8.30
Björgvin Jóhannesson, G. 8.25
Árni F. Jóhannesson, G. 7.90
Pálmi Þorbergsson, G. 7.90
Gólf:
Árni F. Jóhannesson, G. 8.80
Björgvin Jóhannesson, G. 8.40
Pálmi Þorbergsson, G. 8.10