Morgunblaðið - 04.05.1986, Side 2

Morgunblaðið - 04.05.1986, Side 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. MAÍ1986 Hestamenn á Hellu kvikmyndaðir „Ekki verður um einn ákveðinn hest að ræða, nema þá undir lok myndarinnar og- hann hefur ekki verið valinn enn,“ segir Helmers- son. En nóg verður um hesta samt, því að tími kvikmyndatakanna markast af komandi landsmóti hestamanna á Hellu, þar sem hluti myndarinnar verður tekinn. Einnig er ráðgert að fara víðar um Suður- land, upp að Heklu til dæmis, auk þess sem kvikmyndað verður í Skagafirði. Það er engin tilviljun að Skagafjörður varð fyrir valinu, því tengsl Helmersson við Island og íslenska hestamenningu eru í mörgu upprunnin þaðan. „Eg kom fyrst til íslands 1981, eftir að hafa hitt íslending í Svíþjóð sem átti íslenska hesta sem ég hreifst mjög af. Ekki minnkaði hrifningin þegar ég fór að fræðast um landið og fyrr en varði var ég komin hingað með bakpokann minn. Gerði það mitt fyrsta verk að spyijast fyrir um hestamanna- mót og kom mér sem hraðast á Vindheimamela. Þar dvaldi ég um hríð og kynntist íslenskri hesta- menningu og hestamannamenn- ingu, sem er vissulega til og allt þetta heillaði mig mjög. Ekki skemmdi svo þegar ég ferðaðist um Skagafjörðinn og kynntist bænda- fólki, fór í útreiðartúra og sat svo á kvöldin og hlustaði á sögur um íslenska hestinn frá örófí alda. „Um þetta verð ég að skrifa," hugsaði ég og var með pennann og blokkina á lofti allan tímann. Frá Skagafírði Stina Helmersson, blaða- og kvikmyndagerðarmaður. son nefnir blaðagreinar, bækur og kvikmyndir í sömu setningunni, hún hefur reynsluna af öllu. Meðan á blaðamannaferlinum stóð og í fram- haldi af honum, þ.e. á sl. sex árum, hefur hún skrifað nokkrar viðtals- bækur. Þeirra á meðal er að fínna bókina „Börn verkalýðsstéttarinn- ar“ þar sem hún ræddi við fólk á aldrinum 40-50ára, sem átti það sameiginlegt að hafa fæðst í verka- mannafjölskyldum og velti því fyrir sér hvort fólk með þann sameigin- lega uppruna hefði átt fleira sam- eiginlegt í gegnum lífíð. „Ung í heiminum" nefndist önnur bók þar sem hún ræddi við unglinga af ýmsu þjóðerni og ólíkum uppruna og „I þinni þjónustu“ er enn ein viðtals- bók sem hún gaf út. Þar ræddi hún við fólk í hinum ýmsu greinuín atvinnulífsins, sem átti það sameig- inlegt að starfa með öðru fólki. I viðtölunum var fjallað um hluti eins og það hvaða kraftar færu í að vinna með eða í þágu annarra og hvað það gæfí viðkomandi til baka. í bígerð eru fleiri bækur og sérstak- lega ein, sem á að fjalla um íslenska hestinn. „Þá er ég ekki að hugsa um einhveija alshetjar kynningar- bók á íslenska hestinum, heldur ætla ég að skrifa bókina með Svía í huga, gagngert til að kynna þeim íslenska hestinn, sögu hans og mikilvægi í gegnum tíðina í íslensku þjóðfélagi." Af rokkstríði og af- brotamönnum Úr bókaskriftum í kvikmyndir, en myndin um íslenska hestinn Af ísienskum hestuin, sænskri konu og gjaldi ástarinnar á tyrkneska vísu „Með reistan makka, titrandi nasir og | hófana hátt á íofti kemur hann til móts við okkur í aldanna rás. Menn dýrka hann, menn óttast hann. Menn hafa sungið honum lof í Ijóðum frá fyrstu tímum. Já, alla tíð frá því að maður og hestur sameinuðust í f ullri sátt. ‘! Á [oessa leið hef st grein sem ung sænsk kona skrifaði um áhuga- málið sitt, íslenska hestinn. Reyndar er ekki um að ræða einu greinina sem hún hefur skrifað, né heldur eina áhugamálið, en íslenski hesturinn kemur víða við sögu á ferli þessa sænska blaða- og kvikmyndagerðarmanns og þegar júlímánuður gengur í garð hyggst hún bæta um betur. Þá verður hafist handa við gerð kvikmyndar sem að hluta til verður heimildamynd og að hluta til teikin kvikmynd um íslenska hestinn. Hesturinn er þó ekki í aðalhlutverki því það er 5 höndum sænskrar ieikkonu, sem kemur til með að túlka mannlegu hliðina á samskiptum konu og hests, eins og þau koma Stinu Helmersson fyrir sjónir. fór ég svo til Akureyrar og komst á hestbak með fólki þaðan. Hélt áfram að skrifa og tók ógrynnin öll af myndum. Og þegar ég loksins fór aftur heim til Svíþjóðar mánuði seinna var ég farin að hugsa enn stærra — um þetta verð ég að gera kvikmynd!" segir Helmersson, en á beim tíma sem hún kom fyrst til íslands hafði hún starfað sem blaðamaður, m.a. um tíu ára skeið sem blaðamaður á öagblaðinu Aft- onbladet. Reyndar varð hugmyndin um kvikmynd að bíða, en Helm- crsson fór til Svíþjóðar, skrifaði nokkrar greinar um íslenska hest- inn og byrjaði að skipuleggja næstu íslandsferð. Fór hana ári seinna með vinkonu sinni. Hafði þá 8 millimetra kvikmyndatökuvél í far- angrinum og festi á filmu það sem fyrir augu bar. Konan og hesturinn En það varð ekki útkoman af því fílmuefni sem verður í endan- legu myndinni um hestamenning- una. „ugmyndin að myndinni sem við gerum í sumar og handritinu á bak við hana, kom til árið 1984. Þá var ég mikið á hestbaki í Stokk- hólmi og nágrenni borgarinnar og á íslenskum hesti, auðvitað. I gegn- um hestamennskuna kynntist ég nokkrum konum á aldrinum 25-40 sem áttu þetta sama áhugamál, hestamennsku og íslenska hesta og í framhaldi af kynnum mínum við þær fór ég að velta vöngum yfír því hvaðan minn eigin áhugi á hestum og þeirra áhugi væri kom- inn. Af hverju hestar væru orðnir hluti af okkar lífí og þar fram eftir götunum. Upp úr þessum vanga- veltum skrifaði ég eins konar rit- gerð um „konuna og hestinn" og hafði þá íslenska hestinn í huga. Og um leið velti ég fyrir mér af hverju mér sjálfri leið eins og heima hjá mér þegar ég var á íslandi og innan um íslenska hesta," segir Helmersson og útskýrir í framhaldi af síðustu setningunni: „Líklega líð- ur mér vel á íslandi af því að bónda- býlin og allt sem tengist hestum minnir mig talsvert á þann stað sem ég ólst upp á í Suður-Svíþjóð. Það var lítið þorp og við vorum með hesta. Reyndar er mér sagt að fyrsta orðið sem ég sagði hátt og skýrt hafí verið „hestur“ og fyrsta setningin í beinu framhaldi af því „ég vil fá hest“. Nú, þegar ég var búin að festa þessa hugaróra mína varðandi konuna og hestinn á blað, hélt ég áfram að skrifa og byrjaði á nokk- urs konar kvikmyndahandriti. Ég umgekkst á sama tíma hestakon- umar og ein þeirra, leikkonan Kim Anderson, hafði mikinn áhuga á að sjá þessa mynd verða að veru- leika. Sumarið 1985 kom hún svo með mér og annarri úr hópnum, Birgittu Lindström, og við keyrðum frá Seyðisfírði til Skagafjarðar, þar sem þær voru í hestakaupshugleið- ingum. í leiðinni skoðuðum við landið með mögulega kvikmynda- tökustaði í huga. Annars leit ekki vel út með myndina á þessum tíma því að sænska sjónvarpið hafði hafnað handritinu 'skömmu áður, en eftir að við komum til Svíþjóðar aftur bárust þær fregnir að þeir hefðu áhuga á því og báðu mig að endurskrifa það. Þá settist ég niður, las yfír ritgerðina mína enn og aftur og endurskrifaði svo handritið í endanlegri mynd.“ Sú endanlega mynd er að hluta til leikin og að hluta til heimilda- mynd, en Helmersson ráðgerir að myndin verði um 60 mínútur í sýn- ingu. Við kvikmyndatökumar sem fara fram hér og svo í Svíþjóð á haustdögum starfa auk hennar íjór- ir kvikmyndatökumenn, auk kon- unnar sem fer með aðalhlutverkið, en framleiðandi myndarinnar verð- ur Jöran Lingström, sá sami og framleiddi mynd Lárusar Ýmis Óskarssonar, Andra dansen. En að hvaða leyti fer handritið út fyrir mörk heimildarmyndarinnar? Að flýja mann- heiminn á vit dýra „Sagan gerist hjá ungri konu á tíma þegar „fullorðinsheimurinn" er orðinn yfirþyrmandi fjarlægur og hún á í erfiðleikum með að nálg- ast hann. En hún reynir að lifa í sátt við sig og sitt líf og ein leiðin til þess er að hverfa aftur til tengsla bernskunnar og bernskutilfinninga gagnvart dýrum. Þau dýr geta verið hestar og í hennar tilviki er um að ræða hesta. Þeir skiptu miklu máli í hennar uppeldi og þeir skipta hana miklu máli sem fullorðna konu. Hesturinn er tryggur og hesturinn bregst henni ekki, ólíkt mannfólk- inu. Hesturinn er hennar leið til að flýja oft á tíðum þrúgandi mann- heiminn," segir Helmersson og brosir með sjálfri sér að spuming- unni sem kemur í beinu framhaldi af orðum hennar. Er hér um ein- hvers konar sjálfsævisögu að ræða? „Það er alveg sama hvað maður gerir, hvort það heitir blaðagrein, bók, kvikmynd, í öllum tilvikum leggur höfundurinn sitt af mörkum og það sem hann getur lagt til það er eigin reynsla að einhveiju leyti. Þessi mynd er engin undantekning þar á.“ Viðtalsbækur búnar og hestabók í bígerð Það er ekki tilviljun að Helmers- verður sú sjöunda sem Helmersson vinnur að fyrir sænska sjónvarpið. “Rokkstríðið“ hét sú fyrsta, en þá fór Helmersson með kvikmynda- tökuvélamar til bæjarins Karlshavn og beindi þeim að deilum unglinga og bæjaryfírvalda um rekstur á rokktónlistarstað, sem þeir fyrr- nefndu vildu m.a, reka með það fyrir augum r.ð atvinnulausum ungmennum yrði gert kleift að hafa eitthvað fyrir stafni. „Hópurinn á brúnni" nefndist önnur heimilda- mynd þar sem hún fylgdist með og ræddi við hóp ungs fólks sem stund- aði smærri ufbrot og hafði þannig ofan af fyrir sér. Aðstæður tyrkneskra ínnflytjenda festar á fílmu Þvínæst snéri Stina Helmersson sér að gerð heimildamynda um það málefni sem hún hefur mest sinnt á þeim vettvangi, tyrkneskum inn- flytjendum í Svíþjóð. Hún gerði þtjár stuttar heimildamyndir um ungan Tyrkja þegar hann var á aldrinum 17-19 ára. „Þessi drengur kom til Svíþjóðar mjög ungur og tileinkaði sér sænskan hugsunar- hátt í mörgu," segir Helmerssoti. „í fyrstu myndinni fjallaði ég um þau vandræði sem blasa við honum og mörgum öðrum innflytjendum, bæði það að komast inn í skólakerí- ið og að komast inn í atvinnulífíð, en atvinnuleysi er tvöfalt algengara meðal innflytjenda en á meðal Svía. í mynd númer tvö reyndum við svo að varpa Ijósi á kynþáttamis- rétti sem því miður verður að viður- kenna að er fyrir hendi í Svíþjóð og gerðum það út frá þeim punkti að þessi strákur á sér samheldinn vinahóp, sem í eru bæði aðrir Tyrk- ir, Svíar, Finnar og strákar frá latnesku Ameríku. Þeir eru skólafé- lagar, spila fótbolta saman og halda hópinn, en svo koma upp aðstæður

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.