Morgunblaðið - 04.05.1986, Blaðsíða 20
20 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. MAÍ 1986
Jón Þórarinsson skrifar
frá Kaupmannahöfn
FISKELDISÞRÆR
Fiskeldisstöð ísiandslax hf. í byggingu
Framleiöum steinsteypueiningar í geyma
til margs konar nota.
FISKELDISÞRÆR
VATNSGEYMAR
FÓÐURGEYMAR
ÁBURÐARGEYMAR
LOÐNUÞRÆR
Þvermál 8 — 26 m
Rúmmál 200 — 2100 m
BYGGINGARIÐ3AN HF
SÍMI 36660, PÓSTHÓLF 4032
BREIÐHÖFOI ÍO, Í24 REVKJAVÍK
„Pólsk sálu-
messa“ frumflutt
á Norðurlöndum
Pólska tónskáldið Krzysztof
Penderecki fæddist árið 1933. Hann
var ekki undrabam í tónlist og var
kominn yfír tvítugt þegar hann
ákvað að gefa sig að tónsmíðum.
En nokkur verk sem frá honum
komu á næstu árum unnu honum
sess meðal hinna allra djörfustu í
framúrstefnuflokki ungra tón-
skálda. Það vakti hins vegar lítinn
fögnuð í þeim herbúðum þegar hann
lýsti yfír því, tæplega þrítugur, að
hann teldi sig kominn á leiðarenda
í tilraunastarfseminni, hin sífellda
eftirsókn eftir „nýjungum" leiddi út
í ógöngur og afkáraskap. Sjálfur
mun hann telja hljómsveitarverkið
„Fluorescences" frá 1962) loka-
punkt þessa ferils síns og hefur
kallað það „lexíkon yfir tæknibrell-
ur framúrstefnumanna". Síðan
hefur Penderecki samið tónverk
sem eru safameiri, blæbrigðaríkari,
dramatískari og kannski líka
„manneskjulegri" en flest önnur
tónlist sem fram hefur komið um
og eftir miðja öldina. Þar á meðal
eru nokkur kirkjuleg verk, svo sem
„Lúkasar-passían" frá 1965 sem
er sögð hafa verið flutt 350 sinnum
og er vafalaust einsdæmi um nú-
tímaverk — og nú síðast „Pólsk
sálumessa" sem heyrðist í fyrsta
skipti á Norðurlöndum í Oddfellow-
höllinni i Kaupmannahöfn síðasta
vetrardag, 23. apríl.
„Pólska sálumessan" er mikið
tónverk, tekur um hálfa aðra
kiukkustund í flutningi og er ákaf-
lega vandmeðfarið, bæði fyrir ein-
söngvara og kór. Það er afar fjöl-
Krzysztof Penderecki
breytilegt í stfl, að ekki sé meira
sagt — sumir mundu kalla það
stfllaust. Höfundurinn er ósmeykur
við að nota þekkjanleg, einföld og
áður margnotuð stef sem sum eiga
jafnvel rætur í fornum kirkjusöng.
Stundum virðast slíkar tónmyndir
hafa táknræna merkingu, líkt og
Albert Schweitzer sýndi fram á í
kirkjutónlist Bachs. Penderecki
hikar ekki við að nota raddfleygun-
artækni sem stundum minnir á
Athyglin beinist að
Þrjár vinsælar geröir af
Candy þvottavélum,
sem nú hafa lækkað
verulega.
Candy Aquamatic er minnsta
þvottavélin, en tekur samt 3 kg. af
þvotti. Hentar vel fyrir einstaklinga og
sem aukavéi í fjöibýlishúsum.
Alsjálfvirk vél meö 550 snúninga*
vinduhraöa.
Candy P-945 er 5 kg. þvottavél meö
stiglausum hitastilli, en það þýðir að
þú getur ráðið hitastigi á öllum kerfun-
um. 400 og 800 snúninga þeytivinda.
Tfomla og pottur úr ryðfríu stáli.
Candy P—509 er ódýrasta 5 kg
þvottavélin.
iromla og pottur úr ryðfríu stáli.
Sérstaklega einföld í notkun.
Verslunin
PFAFF
Borgartúni 20
Stykkishólmur:
Fundað um
fíkniefni
. Stykkishólmi.
LIONS-hreyfingin hefir nú hafið
varnarstríð gegn vímugjöfum og
sett sér 4—5 ára áætlun til að
byija með. Er þetta forvarnar-
upplýsinga- og hvatningarher-
ferð. Hver Lionsklúbbur í landinu
hefir rætt þetta á sínurn fundum
og fengið gögn frá aðalstöðvunum
til leiðbeiningar og umhugsunar,
merki og plaköt.
Á seinasta fundi Lionsklúbbs
Stykkishólms voru þessi mál til
umræðu, en forystumenn í þessum
forvarnargerðum innan klúbbsins
eru þeir Gunnar Svanlaugsson, yfír-
kennari, og Daði Þór Einarsson,
skólastjóri Tónlistarskólans. hafa
þeir í vetur verið með undirbúning
átaka. Það kom fram á fundinum
að í maí yrði haldin ráðstefna í
Stykkishólmi um fíkniefni og áhrif
þeirra og hættur, en fíkniefni skil-
greind af læknum eru allskonar eit-
urefni, áfengi og áfengur bjór. Munu
fyrirlesarar fengnir úr Reykjavík,
kunnáttumenn og menn sem hafa
fylgst með þróun seinustu ára. Verð-
ur vandað til þessarar ráðstefnu og
dagskrá er verið að vinna að. Er
ekki vafí á að hún verður bæði fróð-
Ieg og leiðbeinandi enda valdir menn
hér í forystu og lofar það jákvæðum
árangri, en bæði Gunnar og Daði
vinna hér ötult fyrir æskuna. Vildi ég
vekja athygli á þessum áformum.
Nánar verður svo sagt frá þessum
málum síðar.
— Árni
4