Morgunblaðið - 04.05.1986, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. MAÍ 1986
B 21
aðferðir barokk-meistaranna,
stundum jafnvel enn eldri aðferðir,
með þeim hætti að auðvelt er að
fylgjast með því sem á seyði er.
Hann er einnig ófeiminn við endur-
tekningar, jafnt smáatriða sem
stærri þátta, og skapar þannig mjög
auðgreinanleg form, þótt ekki geti
þau talist hefðbundin. í öllu þessu
ber mikið á milli „Pólsku sálumess-
unnar" og þeirrar hugvitssamlegu
pappírstónlistar sem margir jafn-
aldrar og fyrrum samheijar tón-
skáldsins hafa lagt mesta rækt við.
Það ber ekki svo að skilja að
Penderecki hafi lagt fyrir róða tón-
smíðatækni tuttugustu aldar að
fullu og öllu. Hann virðist engu
hafa gleymt, aðeins ákveðið að nota
sér litróf tónanna allt, án tillits til
þess hvort einstök fyrirbæri hafi
verið í tísku, eða „í stflnum“, fyrr
eða síðar. Hér kemur allt fyrir:
einradda línur sem minna á foman
kirkjusöng, tónaklassar í hljómsveit
og kór sem eru algert 20. aldar
fyrirbæri og allt þar á milli, t.d.
langur kórkafli án undirleiks (Agn-
us Dei) unninn með aðferðum sem
minna helst á flæmska meistara
frá 15. eða 16. öld. Víst er þetta
stundum nokkuð furðuleg blanda,
en hún er áhrifamikil og verkið í
heild svo dramatískt að helst jafnast
á við Sálumessu Verdis. Hið eina
sem snart þennan áheyranda
óþægilega var að einsöngvurunum
(einkum sópraninum) voru stundum
lagðar í munn laglínur sem voru
svo langt sóttar og kröfðust slíkrar
raddfimi að þær virtust beinlínis
spaugilegar í þessu samhengi.
Einsöngvaramir vom frábærir:
Pólsku söngkonumar Jadwiga
Gadulanka (sópran) og Jadwiga
Rappé (alt), pólskur tenor, Wieslaw
Ochman, og enski bassinn Stafford
Dean. Einkum þótti mér altröddin
einhver hins stórfenglegasta sem ég
hef nokkru sinni heyrt. Kór og
hljómsveit Konunglegu óperunnar
skiluðu sínum erfíðu hlutverkum
með mikilli prýði.
Á stjómandapallinum stóð svo
höfundurinn sjálfur, Krzysztof
Penderecki, glæsilegur og mikilúð-
legur maður, og stýrði flutningnum
með fumlausum myndugleika og án
allrar tilgerðar.
I I
Amsterdam:
Japani hand-
tekinn með
eitt kíló af
TNT-sprengiefni
Kom með flugvél frá Júgóslavíu
Amsterdam. AP.
JAPANI var handtekinn á Schip-
hol-flugvelli í Amsterdam á
fimmtudagskvöld með eitt kíló
af TNT-sprengiefni og sex raf-
eindahvellhettur i fórum sfnum.
Hann kom með flugi frá Belgrað,
höfuðborg Júgóslavíu, að sögn
lögreglunnar.
Talsmaður lögreglunnar, Rik
Hirs, sagði, að Japaninn, sem aðeins
var tilgreindur með upphafsstöfum
sínum, Y.U., samkvæmt venju hjá
hoilensku lögreglunni, hefði haft í
höndunum miða sem gilti báðar
leiðir milli Belgrað og Júgóslavíu.
„Hann tók flugvél frá júgóslavn-
eska ríkisflugfélaginu í Belgrað á
fímmtudagsmorgun," sagði Hirs og
bætti við, að flugið til baka hefði
ekki verið dagsett á farseðlinum.
„Við höfum enga hugmynd um,
hvemig maðurinn gat komist með
sprengiefnið um borð í flugvélina,"
sagði Hirs í viðtali við AP-frétta-
stofuna.
Ekki hefur enn verið upplýst,
hvert ferðinni var heitið með
sprengiefnið eða hvort Holland var
lokaákvörðunarstaðurinn.
„Maðurinn hefur borið við yfír-
heyrslur, að hann hafí ekki vitað
um sprengiefnið og annað hefur
ekki fengist upp úr honum," sagði
Hirs.
Tónleikar í Norræna
húsinu á morgrin
DÓRA Reyndal sópransöngkona
og Vilhelmina Ólafsdóttiri píanó-
leikari halda tónleika í Norræna
húsinu næstkomandi mánudags-
kvöld, 5. maí, klukkan 20.30.
Á efnisskránni verða: Liederkreis
opus 39 eftir Robert Schuman, La
Courte Paille eftir Francis Poulenc og
Quatre Chansons de Jeunesse eftir
Claude Debussy.
Dóra hóf nám við Tónlistarskólann
í Reykjavík og var um þriggja ára
skeið við söngnám erlendis. Hún lauk
kennaraprófi við Söngskólann í
Reykjavík 1980 og hefur síðan starfað
sem söngkennari við Söngskólann og
Kennaraháskóla isianus. uóra hefur
tekið þátt í mörgum óperu- og Ijóða-
námskeiðum, aðallega í Vín og síðast-
liðin þijú sumur hjá Lore Fisher í
Weimar. Hún hefur komið fram á
mörgum tónleikum hérlendis og er-
lendis.
Vilhelmína Ólafsdóttir lauk einleik-
ara- og píanókennaraprófi frá Tónlist-
arskólanum í Reykjavík árið 1975.
Að loknu námi hefur Vilhelmína sótt
einkatíma við tónlistarháskólann í
Hamborg og hjá Ama Kristjánssyni,
auk þess að sækja hin ýmsu námskeið
í einleik og undirleik. Vilhelmína starf-
ar nú sem píanóleikari og undirleikari
við Nýja tónlistarskólann.
Dóra Reyndal,
sópransöngkona.
Vilhelmína Ólafsdóttir,
pianóleikari.
-STEINAR
Góð lausn í garðinn þinn
U-steinum má raða saman á óteljandi vegu og nota í
nánast hvað sem er: blómaker og hleðslur, borð og
stóla og útigrill, svo nokkur dæmi séu nefnd.
Með U-steinum má t.d. leysa hæðamismun á
smekklegan hátt, afmarka leiksvæði fyrir börnin og
útbúa tröppur í ýmsum stærðum og gerðum - allt á
skemmtilegan og stílhreinan hátt.
Við söluskrifstofu okkar að Breiðhöfða 3 höfum við
komið upp sýningaraðstöðu fyrir framleiðslu okkar.
Þar getur þú séð U-steina í notkun svo og
flestar aðrar gerðir af hellum og skrautsteinum sem
við framleiðum.
Söluskrifstofan er opin virka daga frá kl. 9-18, og á
laugardögum frá kl. 9-15, þar getur þú einnig fengið
litprentaðan bækling með ýmsum hugmyndum um
notkun skrautsteina og hellna.
BJHLVAIiAf
~ir
STEIN AVERKSMIÐ) A
Söluskrífstola .
Sýningarsvæði i e» \
Breiðhöfóa 3 J §
Sími (91) 68 50