Morgunblaðið - 04.05.1986, Síða 24

Morgunblaðið - 04.05.1986, Síða 24
 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. MAÍ 1986 Líklega lifa bændur manna lengst þrátt fyrir áhættu á lungnasjúkdómum" ViðtalviÖ Vilhjálm Rafnsson yfirlœkni um atvinnusjúkdóma og rannsóknir á þeim Að framkaila nýja þekkingu o g koma henni á f ramfæri svo að hún megi koma að gagni við að fyrirbyggja að haldið verði áfram að falla í sama brunninn, er ekki ný speki. En kannski er þetta hvergi mikilvægara en í læknisfræðinni, þar sem meðferð meina byggir á þeirri þekkingu sem aflað hefur verið um þau. Á seinni árum hafa vaknað spurningar um það hvort ekki hafi í ákafanum við að gera sér grein fyrir sjúkdóminum sjálfum orðið dálítið útundan að afla þekkingar á því hvar orsakir hans liggja. Hvort ekki sé ástæða til að beina þekkingarleitinni að því hvar sjúkdómurinn er upprunninn ekki síður en hvar hann er staðsettur í líkamanum. Þar kemur m.a. til sérgrein, atvinnulækingar. Undir hana falla þau mein sem verða til í vinnunni og vegna hennar. Undir þetta viðfangsefni bjó Vilhjálmur Rafnsson yfirlæknir sig með sémámi í Svíþjóð og það hefur verið viðfangsefni hans hjá Vinnueftirliti ríkisins eftir að hann kom heim 1981. Kannanir sem hann hefur verið að gera og er með í gangi varðandi sjúkdóma ákveðinna atvinnustétta eru einmitt liður í þeirri þekkingarleit sem byggja verður á til að skilgreina orsök sjúkdóma svo að megi forðast þá. Hann byijaði með könnun á starfsmönnum kísilverksmiðjunnar, þá á vélstjórum og múrurum og er nú að fara af stað með rannsóknir á heilsufari fiskvinnslufólks. En umfangsmesta rannsóknin sem komin er af stað er á heilsufari og banameinum bænda. Ogþað verður fróðlegt að sjá hvort bændur á Islandi eru allra stétta langlífastir eins og komið hefur í ljós í erlendum könnunum og hvort þeir mörgu áhættuþættir sem þeir búa við I fjölþættum störfum sínum valda því að þeir fá og e.t.v. falla fyrir ákveðnum sjúkdómum umfram aðra Islendinga. Um þetta og fleira var rætt við Vilhjálm Rafnsson í eftirfarandi viðtali. Vilhjálmur Rafnsson yfirlæknir á skrifstofu sinni hjá Vinnueftirliti rikisins. Sú grein læknis- fræðinnar sem við nefnum faralds- fræði fjallar um útbreiðslu sjúk- dómanna og lýsir langtímaáhrifum aðstæðna, lifnaðarhátta, mengun- ar og öðrum þáttum , sem áhrif geta haft á heilsufarið," hefur Vilhjálmur skýringar sínar á því af hveiju þessar víðtæku kannanir á heilsufari heilla stétta eru nauð- synlegar. „Auðvitað er ekki hægt að gera tilraunir með fólk. En til eru hópar manna, sem búa við þessi ákveðnu skilyrði og þá er hægt að bera þá saman við aðra hópa. Út frá slíkum upplýsingum hefur t.d. verið hægt að staðfesta að hár blóðþrýstingur er óhollur og reykingar skaðlegar heilsufari manna. I framhaldsnámi mínu í Svíþjóð var ég að búa mig undir að leita slíkra þátta og þá hugsan- lega á starfsvettvangi." Þetta var einmitt doktorsverk- efni Vilhjálms og fljótlega eftir að hann kom heim til íslands tók hann árið 1982 að vinna að könnun á starfsmönnum Kísiliðjunnar, en mengun við störf á slíkum vinnu- stöðum hafði lengi verið tortryggð. Og reyndin varð sú að mengunin reyndist hafa sett sín spor á þá sem lengst höfðu unnið við þessar aðstæður, þótt ekki sé hægt að vita hvort það kunni að leiða til sjúkdóma síðar eða ekki. Það kom fram að þeir sem lengst höfðu unnið í Kísiliðjunni og í mestri mengun höfðu flest einkenni frá öndunarfærum og verstan árangur í öndunarprófum. En enginn hafði þó enn orðið sjúkur. Og þetta leiddi til þess að gengið var í að ná menguninni niður, svo að hún er orðín viðunandi og á ekki að hafa áhrif á fleiri. „Það var býsna lær- dómsríkt að fylgjast með því hve langan tíma það getur tekið að ná mengun niður fyrir leyfileg mörk, ef ekki er séð fyrir vömunum strax þegar verksmiðjur em reistar. Þetta verkefni var raunar byijað áður en ég kom að því,“ segir Vilhjálmur. „Þama hefur maður til samanburðar Jámblendiverk- smiðjuna, þar sem er ágæt vinnu- aðstaða og séð fyrir því alveg frá upphafi. En til að svo megi verða verðum við sjálfir að vita hvemig vinnuaðstaðan á að vera áður en byijað er að byggja, annars er erfitt og kostnaðarsamt að bæta úr henni síðar.“ Asbestnálar yf ir leikarana Fyrsta starfsstéttin sem tekin var fyrir voru vélstjórar. Gerð var söguleg könnun á dánarorsök vél- stjóra og mótorvélstjóra. Undir- stiiðugögn eru þar til í góðu vél- stjórataíi, þar sem skráðir eru allir vélstjórar. Þegar um bændur er að ræða er á sama hátt notaður lífeyrissjóður þeirra. I þessum skýrslum eru að vísu ekki skráð banamein, en ýmsar aðrar upplýs- ingar. Síðan þarf að fylgja hópnum eftir, fylgjast með hvemig hann lifir og hvemig menn deyja. Hvað vélstjórana snertir kom í Ijós að lungnakrabbi er tíðara dánarmein meðal þeirra en íslensku þjciðarinn- ar í heild, sem er viðmiðunin. Vil- hjálmur Rafnsson segir að grunur hafi legið á að þama gæti verið um asbestmengun að ræða. Og það kemur heim við aðstæður, einkum áður fyrr. í gufuskipunum þurfti að varðveita mjög vel hitann í gufukatlinum og frá honum. Bæði ketillinn og hver pípa voru því vel einangruð og gjarnan með asbesti. Nú er þetta gert í miklu minna mæli vegna þess að menn þekkja hættumar af asbestinu." En Vilhjálmur segir að víða annars staðar sé mikið um as- bestnotkun. Til dæmis erum við Islendingar með mikið af asbesti í hitaveitulögnum. Brauðristar og hárþurrkur voru iðulega einangr- aðar með asbesti, en með aukinni þekkingu á því hefur víða verið dregið úr því. En þar geta as- bestnálar losnað og þá auðveldlega lent ofan í þeim sem t.d. situr undir þurrkunni. Þetta hefur komið fram í samanburðarkönnunum og orðið til þess að fjarlægja þessi efni. Aður en menn þekktu skað- scmi þessara agna voru asbestnál- ar til dæmis gjarnan notaðar sem gerfisnjór á leiksviði. Þá var þess- um fallegu glitrandi hvítu nálum ausið yfír leikarana á sviðinu. Aukin krabbameinshætta Eins og vélstjórar eiga múrarar mjög aðgengilegt félagatal. Þeim hættir til að fá exem og í gangi var rannsókn á því af hveiju það gæti stafað. Vinnueftirlitið gerði því um leið könnun á dánarmeinum múrara og í Ijós kom að tíðni lungnakrabba reyndist enn óhag- stæðari í samanburði við þjóðina í heild en meðal vélstjóranna. „Við hiifum ekki getað fest hendur á orsökinni," segir Vilhjálmur. „Við höfum velt vöngum yfir snefilefn- um sc'm eru í scmentinu. Exemið gæti stafað af þeim. Múrarar eru líka oft við vinnu sína í hálfbyggð- um húsum og hita þá upp með koksi og iiðmm brennsluefnum. Þeir flytja gjarnan með sér hita- tækin til að þurrka og em stiiðugt í nánd við þau. Þeir geta því verið útsettir fyrir hálfbmnnin sótefni, alveg á sama hátt og reykingafólk- ið. En af einhveijum ástæðum virðist aukin hætta á krabbameini í þessari stétt. Við fylgjumst áfram með þessum miinnum, enda em þeir eðlilega órólegir yfir þessu." „Hvað excmið snertir, þá er verið að kanna hvaða efnum múrararnir verða fyrir. Þeir fá til dæmis steypuslettur á hendurnar, þeir em með handverkfæri sem reyna á hendurnar og þeir em oft að vinna berhentir úti í kulda. Þeir vinna með sement sem verður þess valdandi að húðin þornar upp og í því er efni eins og króm sem getur skaðað. Nú er verið að skoða 200 manns á höfuðborgarsvæðinu, leita upplýsinga hjá þeim og of- næmisprófa þá. Þetta er unnið í samvinnu við atvinnusjúkdóma- deild borgarinnar. Ymislegt má gera. Til dæmis má minnka króm í sementi, svo að það sé ekki eins ofnæmisvaldandi. Semcntsverk- smiðjan hefur þegar gert ráðstaf- anir til þess og síðan munum við eftir nokkur ár gera mælingar til að athuga hvort við höfum náð einhveijum árangri með þeirri forvörn að íjarlægja ofnæmis vald- inn. Svona beinar aðgerðir eiga menn auðvelt með að skilja.“ Umfangsmikil könnun á bændum Og þá erum við komin að því sem upphaf.ega var ætlunin að spyija Vilhjálm Rafnsson um, athuganir á langlífi bænda. En í ljós kom að sú athugun er á byijun- arstigi, enda geysilega umfangs- mikil. Reiknað með að hópurinn sé 6.500 manns. Búið er að skil- greina hver skoðunarhópurinn er og tölvutaka gögnin. Þar eru allir bændur skv. skilgrciningu lífeyris- sjóðsins. Gengið er út frá því að menn séu við búskap á meðan þeir eru í sjóðnum. En þá á eftir að berá gögnin saman við þjóðskrá og elta uppi þá sem horfið hafa af skrá. Þá hefur að undanförnu verið unnið að því að kynna bænda- samtökunum hvað þarna er á ferð- inni og leita eftir samvinnu um það. Þá á eftir að lesa saman dán- arvíottorð, sem þarf að handvinna og leita uppi dánarvottorð utan úr heimi, sem tekur tíma. Og bera saman við alla þjóðina. „Það mundi skekkja alla niðurstöðu ef maður missir úr,“ útskýrir Vilhjálmur. „En sem kunnugt er eigum við hér á landi mjög góð gögn. Hér skolast enginn maður.niður um ristina eins og meðal stórþjóðanna, ef svo má að orði komast. Ekki væri hægt að vinna svona stóra könnun nema i tölvum og við höfum leyfi tiilvu- nefndar. Nei, ég verð ekki var við neina tortryggni. Enda eru heil- brigðisstéttinar vanar að fara með viðkvæm gögn. Sem læknir hefi ég aðgang að dánarvottorðum og með persónuleg gögn fara læknar með gát. Þarna er um dánarorsakir að ræða, en við viljum líka geta at- hugað lifandi fólk.“ Talið berst þá eðlilega að þeim kvilla sem vitað er að htjáir bænd- ur umfram aðra, heymæðinni, og Vilhjálmur segir: „Já, i minni grein er venjulega bytjað á því að athuga

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.