Morgunblaðið - 04.05.1986, Síða 28

Morgunblaðið - 04.05.1986, Síða 28
28 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. MAÍ 1986 Gleðibankinn nr. á topp 30 Eiríkur Hauksson, Helga Möller og Pálmi Gunnarsson koma sjálfsagt til meö að sitja i efsta sœti vinsældalista hlustenda rásar tvö nœstu vikur eöa mánuði. Ágætt lag sem hefuralla burði til að vera þaulsetið á toppn- um. Ágætt lag? Jú, Gleðibanki Magnúsar Eiríkssonar. RAS2 1. (1) Gleðibankinn .................. ICY 2. ( 5) BrotherLouie ......... ModemTalking 3. ( 6) FrightNight ........... J. GeilsBand 4. ( 2) Önnur sjónarmið .. Edda H. Bachmann 5. (4) LaLíf ...................... Smartband 6. ( 3) Little Giri ................ Sandra 7. ( 9) Someone to Somebody .. Feargai Sharkey 8. (25) All the Things She Said . SimpleMinds 9. (27) Shot in the Dark ........ OzzyOsboume 10. ( 7) Absolute Beginners ..... DavidBowie 11. ( 8) WaitingfortheMoming .... Bobbysocks 12. (11) Kiss ....................... Prince 13. (—) J’taimeLaVie ............ SandraKim 14. (14) LivetoTell ................ Madonna 15. (12) A Different Comer ... George Michael 16. ( —) Can’t Wait Another Minute . Five Star 17. (15) Living Doll .... Cliff Richard og hinir ungu 18. (23) The Boy With the Thom inHisSide ................ TheSmiths 19. (22) AkindofMagic ................ Queen 20. (20) Pictures in the Dark . MikeOldfíeld 21. (21) Noeasywayout .......... RobertTepper 22. (13) Harlem Shuffle ....... RollingStones 23. (10) Moveaway ............... CultureClub 24. (—) ....... Lookaway ........ BigCountry 25. (29) Wrapherup ............... EltonJohn 26. (—) GreatestLoveofall ... WhitneyHouston 27. (18) GaggóVest ......... Eiríkur Hauksson 28. (—) TrainofThought ................. Aha 29. (—) Can’tHelpFallinginLove ... Lickthetins 30. (—) Whycan’tthisbeLove ........ VanHaien UMSJÓN JÓN ÓLAFSSON RogerTaylor er hættur í Duran Duran Roger Taylor, trommarinn huggulegi í Duran Duran, hefur sagt skilið við félaga sína í bili að minnsta kosti. Segist hann andlega og líkam- lega úrvinda og hyggst slaka á í Gloucvestershire en þar á hann bóndabæ. Taylor hefur í hyggju að taka sæti sitt að nýju þegar hann treystir sér til. Steve nokkur Ferrone mun leika í hans stað á næstu Duran Duran-plötu. Hljómsveitin Bogart: Hjörtur Howser hættur — Baldur Þórir í hans stað Hjörtur Howser hefur sagt starfi sínu lausu sem hljómborðsleikari hljóm- sveitarinnar Bogart. í hans stað er kom- inn Baldur Þórir Guðmundsson en hann var einmitt í hljómsveitinni á undan Hirti. Hjörtur leikur þessa dagana með Næt- urgölunum frá Venus ásamt Helga Björnssyni og fleirum. Hljómsveitin Bog- art hyggst gera víðreist í sumar að sögn Jóns Þórs söngvara og stefnir á hljóm- plötu. Aðrir í hljómsveitinni eru Jón Borg- ar Loftsson, trommur, Hafsteinn Val- garðsson, bassi, og (var Sigurbergsson, aítarleikari. • • • Sú besta The Housemartins — Sheep Skemmtilegur Bítlablær yfir þessu ágæta lagi Housemartins. Undirleikurinn er afar einfaldur: Trommur, bassi, kassagítar og rafgítar á stöku stað. Söngvarinn er með rödd sem er áþekk þeirri sem Nick Heyw- ard fyrrum Haircut 100 meðlimur hefur. Hór er glaðværðin í fyrirrúmi. Að lokum: Lagið er ekki nema 2ja mínútna langt. Gott mál! • • •Aðrarágætar Kid Creole and the Coconuts — Caroline was a drop out Vel samið dægurlag og ansi vel flutt. Það er birta og ylur í tónlist þessara tónlistar- manna og á vel við á vordögum. New Order — Shellshock Besta tölvupopp-sveitin í dag. Þeim tekst að gæða tónlist sína einhverju mennsku þó notkun gervihljóðfæra sé í aðalhlut- verki. Lagasmíðarnar eru líka yfirleitt aðeins djúphugsaðri en hinna tölvu- poppsveitanna. Það má segja um lagið Shellshock sem hér er til umfjöllunar. Style Council — Have you ever had it blue Mikið „gassalega" eru þeir Weller og Talbot hittnir á góð lög! Þetta lag er með suðrænum bossanóvutakti sem kemur manni öllum á ið og fyrir hugskotssjónum hefur maður fagrar meyjar og gott veður! Style Council eru sérfræðingar í að blanda saman djassi og poppi. • • • Afgangurinn Viola Wills — Dare to dream Þetta er hrein hörmung og minnst 10 ára gamalt. Hér er ekkert bitastætt nema fyrstu 10 sekúndurnar, en þá fer einhver ágætur píanóleikari góðum höndum um flygilinn. Wills þessi söng einhverju sinni í Þórscafé með Galdrakörlum. Svei mér þá ef hún var ekki betri þá! Vinsældalistar vikunnar Tvær skemmtilegar myndir úr erlendu tónlistartímariti. Önn- ur sýnir Kevin Rowland, söngvara og aðalsprautuna í Dexy’s Midnight Runners, hjá rakaranum. Og hver er svo á hinni myndinni? Jú, mikið rétt, þetta er söngvari U2. Hann heitir Bono og er þarna meö hiö vænsta andlitshár. St. Laurent og Strákarnir H ið ágæta plakat Strákanna. sem sést hefur um gjörvalla Reykjavík síðustu vikurnar, verð- ur ekki sett upp aftur í bráð þar eð stúlkan sem var á plakatinu ku vera til einkaafnota fyrir St. Laurent snyrtivörufyrirtækið. Hefur Strákunum víst verið hót- að öllu illu ef þeir láti sér ekki segjast. „Við létum okkur segj- ast,“ sagði Pjetur Stefánsson um málið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.