Morgunblaðið - 04.05.1986, Blaðsíða 30
30 B
MORGUNBLÁÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. MAÍ 1986
ffclk í
fréttum L
Lið Pjölbrautaskólans var mætt við afhendingu
gjafarinnar, f.v. Guðmundur Hannesson, deildarstjóri
IBM, Sigurður Eyþórsson, Sveinn Heigason, Lýður
Pálsson og Þór Vigfússon skólameistari.
Morgunblaðið/Sig. Jóns.
Myndaflokkurinn
um „Kjarnakonu“
Steinar hf. gefa út fram-
haldsþætti á myndböndum
S
teinar hf. hafa tryggt sér út-
gáfuréttinn á framhaldi sjónvarps-
myndaflokksins „Kjamakonu" (A
woman of substance) sem sýndur
var í sjónvarpinu fyrir stuttu. Hold
the Dream (Haldið í drauminn)
kallast framhaldið og tökur fara
nú fram í Yorkshire, London, New
York, Connecticut, Texas, Irlandi
og á Barbados, en þættimir gerast
á öllum þessum stöðum.
Þættimir um „Kjamakonu" end-
Jenny Seagrove fór með hlutverk
Emmu Harte ungrar í þáttunum
um „Kjarnakonu“.
uðu í mars 1968, eftir að Emma
Harte hefur tilkynnt ættingjum sín-
um að hún ætli að skipta fyrirtækj-
um sínum milli bamabama sinna
að sér látinni. Það er hins vegar
Paula McGill sem stjóma mun sjálfu
Harte-McGill veldinu. Debora Kerr
leikur hlutverk Emmu Harte á eldri
ámm, en Jenny Seagrove leikur
dótturdóttur hennar, Paulu McGill.
Það var einmitt Jenny Seagrove
sem lék hlutverk Emmu Harte á
yngri árum í sjónvarpsþáttunum um
Kjamakonu og í þessari mynd held-
ur hún áfram sem Paula McGill.
Framhald „Kjamakonu" fjallar
um áframhaldandi fjölskyldueijur,
baráttu Paulu við að halda Harte-
McGill-veldinu gangandi, forboðnar
ástir, valdatafl, hefndir, sorgir og
gleði. Sagan spannar þijú viðburða-
rík ár frá 1969 til 1971 og lýsir
því hvemig Paula McGill glímir við
aðsteðjandi vanda af sömu festunni
og amma hennar, Emma Harte, á
ámm áður. Vinnslu við mynda-
flokkinn „Hold the Dream" verður
lokið í október og munu Steinar hf.
þá gefa hann út á myndböndum
hér heima. Þættirnir „Hold the
Dream" verða ekki seldir til sjón-
varpssýninga á næstunni, enda
verða þeir ekki sýndir í bresku sjón-
varpi fyrr en eftir mitt ár 1987.
SKÓLAKÓR SELTJARNARNESS
Safna og1 safna fyrir
tónleikaferð til Ítalíu
Skólakór Seltjamamess mun
leggja upp í tónleikaferð til
Ítalíu hinn 16. júní í sumar og
em kórfélagar nú að safna fyrir
ferðinni. A Italíu mun kórinn
koma fram ásamt kór Landa-
kirkju í Vestmannaeyjum, fjór-
um einsöngvurum og strengja-
hljómsveit undir stjóm Guðnýjar
Guðmundsdóttur konsertmeist-
ara, og flytja m.a. G-dúr messu
eftir F. Schubert.
Skólakór Seltjamamess mun
einnig standa fyrir tveimur tón-
leikum hér heima. Af þessu til-
Fjölbrautaskóla Suðurlands
afhent tölva frá IBM á íslandi
— í tilefni af
sigrinum
í spurningakeppni
f ramhaldsskóla
Selfossi.
IBM á íslandi afhenti Fjöl-
brautaskóla Suðurlands að gjöf
tölvu ásamt fylgibúnaði að verð-
mæti 200 þúsund, miðvikudaginn
30. apríl. Tilefni gjafarinnar var
sigur skólans í spumingakeppni
framhaldsskólanna.
„Það má segja að strákamir
séu jafnvirði þyngdar sinnar í
gulli," sagði Þór Vigfússon skóla-
meistari við móttöku gjafarinnar
og lét þess getið að eftir því sem
á leið spumingakeppnina hefðu
verið að berast inn til stjómar
skólans staðfestingar sveitarfé-
Áhugasamir nemendur reyndu
tölvuna strax eftir afhending-
una, Guðmundur Hannesson
fylgist með og útskýrir eigin-
Ieika tækisins.
laga og sýslumanna á skuldabréf-
um vegna nýbyggingar skólans
og þegar spumingakeppninni lauk
hefði mátt segja að tvöfaldur sigur
væri í höfn.
Guðmundur Hannesson, deild-
arstjóri í PC-deild IBM, afhenti
Þór skólameistara gjafabréf fyrir
tölvunni og sagði að eina skilyrðið
sem fylgdi tölvunni væri að hún
yrði notuð í þágu nemenda skól-
ans.
Tölvan sem afhent var er af
gerðinni IBM PC XT einmenn-
ingstölva með litaskjá. Henni fylg-
ir innskriftarborð, tvö diskettudrif
og prentari. Vinnsluminni tölv-
unnar er 256 k. Tölvunni fylgir
forritasafn, stoð, ritvinnsluforrit,
gagnagmnnsforrit, skýrslugerð-
arforrit, teikniforrit og grafískt
forrit. Ennfremur fylgja hand-
efni verður gefinn út bæklingur
sem ásamt efnisskrá inniheldur
kveðju frá bæjarstjóra, borgar-
stjóra og forseta íslands, og
verður bæklingnum dreift á
þeim tónleikum sem haldnir
verða hér heima og á Ítalíu. En
það er að sjálfsögðu ekki auð-
hlaupið að því að fjármagna för
sem þessa fyrir lítinn stúlkna-
kór. Því hefur sú leið verið valin
að leita til stærri fyrirtækja á
Stór-Reykjavíkursvæðinu í von
um ijárhagsaðstoð.
Skólakór Seltjarnarness ásamt
kórstjóranum, Margréti
Pálmadóttur. Aftari röð f.v.
Heiðrún, Sonja, Fanney, Soffía,
Margrét Pálma kórstjóri, Reg-
ína, Líney, Þorgerður og Eygló.
Fremri röð f.v. Kristbjörg,
Dalla, Þórunn, Diljá, Kristín,
Ólöf, Andrea og Harpa.