Morgunblaðið - 04.05.1986, Síða 36

Morgunblaðið - 04.05.1986, Síða 36
36 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. MAÍ 1986 © 1986 Universal Press Syndicate T^R'MX/ÖPílK’ 'i y, So^ðirðu „ -feiti" -eáa. „ hi/eiti" ?" ást er... U ... að fylgja merkj- um ástarmnar. TM Rea. U.S. Pat. Off.—all rights reserved c1985 Los Angeles Times Syndicate Hann er af svonefndu flughundakyni. HÖGNI HREKKVlSI „HAMN 5-K AV tVZiNQJA í Vý&A'JBfZPl'HAK- FÉLACjIO'" Utanbæjarmanni finnst skátarnir gefa út alltof marg-a happdrættismiða. Upplag happdrættis- miða allt of stórt Kæri Velvakandi. Þessa dagana flæðir inn á heim- ili fólks enn ein bylgjan af happ- drættismiðum, að þessu sinni frá Landsambandi hjálparsveita skáta, og eru vinningar hinir glæsilegustu, ekki vantar það. En það sem mér ofbýður í þetta skipti er miðaverðið og fjöldi útgefinna miða. Eg vil benda á til dæmis, að í happdrætti Handknattleikssam- bandsins voru útgefnir miðar 150.000 og hjá skátunum eru þeir hvorki meira né minna en 290.000, já, tvö hundruð og níutíu þúsund. Samkvæmt minnisbókinni 1986 frá Fjölvís, eru ekki nema 240.443 íbú- ar á öllu landinu, þannig að hver heilvita maður sér, að ekki er nokk- ur glóra í þessum miðafjölda. Þá þætti mér gaman að vita hvað á að gera við íbúðarvinningana, sem ekki gengu út í happdrætti Slysa- vamafélags Islands. Og hvað verð- ur yfirleitt um vinninga, sem ekki ganga út í svona happdrættum? Sitja viðkomandi happdrætti að þeim eða er þeim skilað? Svo við víkjum aftur að skátun- um, er ekki nóg fyrir þá að hafa flugeldasöluna? Þurfa þeir happ- drætti líka? Manni gæti skilist, að maður ætti að kaupa miða hvort sem áhugi væri fyrir hendi eða ekki, eða peningar til að borga þá. Eg átti nokkra miða í Happdrætti Háskólans í tíu ár en losaði mig við þá góðu heilli. I þessi tíu ár fékk ég einhverja vinninga tvö fyrstu árin en síðan ekki söguna meir. Eg lagði númerið á minnið þegar ég lét miðana, og hef fylgst með vinninga- skránum síðan, en þau hafa aldrei komið upp. Ég held að tölvan, sem notuð er við dráttinn, hafi veirð mötuð þann- ig, að sum númer komi oftar upp en önnur, og þá í þeim flokkum sem gefa meira af sér, þ.e. vinninga á bilinu 10-50 þúsund. Persónulega er ég ekkert á móti happdrættum hjálparsveitanna og Handknattleikssambandsins, en þó fínnst mér miðafjöldi vera í litlum tengslum við raunsæi og því sér fólk sig um hönd. Þökk fyrir birtinguna. Utanbæjarmaður. Veski týndist í byrjun apríl týndist í Reykjavík veski með öllum skilríkjum manns frá Ólafsvík. Hann hefur leitað veskisins um allar trissur en ekki fundið, og eftirgrennslan hjá lög- reglunni hefur heldur ekki borið árangur. Veskið sjálft er merkt Hjálmur hf. Eigandinn biður finnanda vinsamlegast láta vita um fundinn í síma 78277 og heitir fundarlaunum. Víkverji skrifar Erlendur maður hafði orð á því við Víkveija fyrir skömmu, að ótti Bandaríkjamanna við ferðalög til Evrópu vegna hryðjuverka þar opnaði mikil tækifæri fyrir Islendinga. Bandaríkjamenn ætluðu á þessu sumri að ferðast fyrst og fremst til Mexíkó, Hawaii og Kanada til þess að eiga það ekki á hættu að verða fómarlömb hermdarverkamanna frá Miðjarðar- hafslöndum. Með einhveijum hætti þyrftu Islendingar að koma því til skila í Bandaríkjunum, að ísland væri land, sem óhætt væri að ferðast til, þar sem engir hryðjuverkamenn væru á ferð. Að vísu kynni að vera hæpið fyrir Islendinga að birta auglýsingar í bandarískum fjölmiðlum þessa efnis: komið til Islands — þar eru engir hryðjuverkamenn! En ef til vill væri hægt að koma þessum staðreyndum á framfæri með öðrum hætti. Sjálfsagt er sitthvað til í því, að við gætum af þessum sökum laðað fleiri bandariska ferðamenn til landsins en ella. En þá er spurningin auðvitað sú, hvort við höfum gistiaðstöðu til þess að taka við fleiri ferðamönnum að ráði, en hingað áforma að koma nú þegar. Ef rétt er, að erfitt sé að fá hótelherbergi í Reykjavík nú í maí- mánuði verður ástandið sjálfsagt ekki björgulegt, þegar kemur fram á sum- ar. Og ekki dugar að hefja mikla auglýsingaherferð í Bandaríkjunum, ef engin er aðstaðan til þess að taka á móti fólki- eða hvað segja ferðamála- menn okkar um það? XXX Hvað ætli valdi því ófremdar- ástandi, sem ríkir í póstsam- göngum milli íslands og Bandaríkj- anna? Það er ómögulegt að byggja á því að bréf komist til móttakanda eftir tiltekinn dagafjölda. Stundum tekur það viku fýrir bréf að ná til móttak- anda á austurströnd Bandaríkjanna, stundum hálfan mánuð og Víkveiji þekkir dæmi þess að það hafi tekið allt upp í 3 vikur. Þetta er ómögulegt að reikna út og bersýnilega á engu að byggja. Á dögunum fékk Víkveiji svo bréf frá Utah, sem hafði verið 4 daga á leiðinni. Af einhveijum ástæðum virðast dagblöð berast fyrr en bréf — a.m.k. stundum. Áskrifandi Morgunblaðsins í Flórídaríki fær blaðið stundum tveggja daga gamalt, en áskrifandi á svæðinu í námunda við Boston fær Morgunblaðið 7-10 daga gamalt. Þessi langi tími veldur því, að fólk skirrist við að eiga bréfaskipti milli íslands og Bandaríkjanna. Tíminn sem líður er of langur til þess að samskipti með bréfum hafi nokkra þýðingu. Senni- lega eru það póstsamgöngur innan Bandaríkjanna, sem valda þessum ósköpum. Þeir eru kannski orðnir svo tæknivæddir þar vestra, að bréfasend- ingar séu að leggjast niður. Póst- þjónusta af þessu tagi flýtir alla vega fyrirþeirri þróun. XXX Víkveiji hefur orðið þess var, að viðskiptavinir Áfengis- og tób- aksverziunar ríkisins eru óánægðir með þá verðhækkun, sem varð á dögunum á söluvörum fyrirtækisins. Þeir eiga erfitt með að skilja, hvers vegna þessi neyzluvara má hækka, meðan mikil áherzla e1- lögð á að aðrar haldist óbreyttar í verði eða lækki jafnvel. Þá hefur verið orð á því haft, að verðlagning áfengra drykkja sé að breytast á ný á þann veg, að létt vín séu hlutfallslega dýr en sterk vín hlutfallslega ódýr. Þess vegna stuðli ríkið að því að neyzla sterkra drykkja aukizt að mun Nú er auðvitað sá kostur fyrir hendi og mörgum mun þykja hann beztur að hætta alveg viðskiptum við þetta fyrirtæki en lifa í þess stað heilbrigðu lífi. En þeir, sem ekki velja þann kostinn eiga náttúrlega þá kröfu á hendur ríkinu, sem rekur þessa starf- semi, að vöruúrval sé mikið og gott og þjónusta viðunandi. Hvorugu er til að dreifa. Erlendur maður, sem er búsettur hér og þekkir vel til vína, segir að söluvörur ÁTVR séu „skepnu- fóður“. Sjálfsagt er það nokkuð sterkt til orða tekið en staðreynd er, að miklir smekkmenn á vín panta það sjálfir — með aðstoð ÁTVR að sjálf- sögðu — en láta sér ekki nægja þær tegundir, sem fyrirtækið hefur á boð- stólum. Hitt er svo annað mál, að lík- lega verða íslendingar aldrei ánægðir með verðlagningu á áfengum drykkj- um. En hvað sem um hana má segja er ekkert, sem afsakar það fornaldar- fyrirkomulag, sem ríkir á afgreiðslu- háttum í ÁTVR nú á seinni hluta 20. aldarinnar. Höskuldur Jónsson getur orðið eins konar „þjóðhetja" með því að breyta því.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.