Morgunblaðið - 06.06.1986, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 06.06.1986, Blaðsíða 7
Reykjavík: Breyting á afgreiðslu- tíma verslana AFGREIÐSLUTÍMI verslana í Reylqavík breytist frá og með morgundeginum á þann veg að lokað verður á laugardögum fram til 1. september. Breytingin er tilkomin í kjölfar reglugerðarbreytingar sem gerð var í nóvember árið 1983 þar sem kveðið var á um lengri afgreiðslu- tíma verslana. Kaupmannasamtök íslands og Verslunarmannafélag Reylqavíkur hafa hinsvegar gert með sér samkomulag um lengri afgreiðslutíma á fímmtudögum og föstudögum. Er samkomulagið með þeim hætti að í sumar er heimilt að hafa verslanir opnar til klukkan 20.00 á fimmtudögum, og til klukk- an 21.00 á föstudögum. Siglufjörður: Sjómannadags- messa um borð í Sigluvík Siglufirði Skenuntiatriði sjómannadags- ins á Siglufirði hefjast laugar- daginn 7. júní kl. 14.00 með kappróðri. Kl. 22.00 til 03.00 verður dansleikur á Hótel Höfn, Miðaldamenn leika fyrir dansi. Sunnudaginn 8. júní hefst dag- skráin kl. 09.00 og stendur til 10.30, verður farið í skemmtisigl- ingu frá Hafnarbryggjunni. Kl. 11.00 er Sjómannadagsmessa, sr. Vigfús Þór Amason messar um borð í skuttogaranum Sigluvík. Lúðrasveit Siglufjarðar leikur, kirkjukórinn syngur, stjómandi Anthony Raeley. Kl. 13.00 á Hafn- arbryggjunni ræða dagsins sem Kristján Rögnvaldsson hafnarvörð- ur flytur, aldinn sjómaður verður heiðraður, síðan reiptog, netaboð- hlaup og björgunaræfíng. Kl. 15.00 verður kaffísala á Hótel Höfn. Kl. 17.00 leika sjómenn knattspymu í sjógöllum. Dansleikur hefst kl. 21.00 til 03.00. Miðaldamenn leika fyrir dansi á Hótel Höfn, skemmt- iatriði. í tilefni dagsins verður í fyrsta sinn gefíð út Sjómannablað á Siglu- fírði. Fréttaritari Wterkur og kJ hagkvæmur auglýsingamiðill! MORGUNBLÁfilÓ'.I^é'fÚÓA(ÍÚlí'6./jÚlÍÍÍ986 Ráðherrafundur EFTA: Engar tálmanir á milliríkj avið skipti - meðan ný lota viðræðna GATT-ríkja stendur yfir Ráðherrafundi EFTA, Frí- verslunarsamtaka Evrópu, lauk í Reykjavík í gær. í sameiginlegri yfirlýsingu ráðherranna segir að þeir ásamt öðrum ríkjum er eiga aðild að GATT (Hinu almenna samkomulagi um tolla og við- skipti), ætli að framfylgja fyrir- heiti um að grípa ekki til nýrra tálmana á viðskiptum, á meðan ný lota viðræðna um alþjóðavið- skipti stendur yfir. I september næstkomandi verður fundur ráðherra aðildarríkja GATT í Uruguay og þar er búist við að hægt verði að taka formlega ákvörðun um nýjar alþjóðlegar við- ræður um milliríkjaviðskipti. í yfír- lýsingu EFTA-ráðherranna segir að meginmarkmið þessara við- ræðna séu efling alþjóðlegra við- skipta, m.a. með því að styrkja reglur og gera aðgang að mörkuð- um frjálsari. Benda þeir á að verði þessum markmiðum náð gæti kerfí alþjóðlegra viðskipta brugðist betur við vandamálum, stuðlað að jafn- vægi og afnámi tálmana á viðskipt- um milli landa. Ráðherrar EFTA funduðu í gær með Willy de Clercq, sem á sæti í framkvæmdaráði Evrópubanda- lagsins og talsmaður þess í utan- ríkis- og er viðskiptamálum, um samvinnu EB og EFTA. Hann sagði á blaðamannafundi í gær að náðst hefði mikilvægur áfangi á fundinum til frjálsari viðskipta. Samþykkt var að hefla þegar í þessum mánuði viðræður milli bandalaganna um notkun samræmds tollskjals, sem tekið væri í notkun 1. janúar 1988. De Clercq sagði að það yrði til þess að útrýma flókinni pappírsvinnu inn- og útflytjenda og með því væri fyrsta skrefið tekið í að tölvu- vaeða algjörlega tollafgreiðslu vara. í yfírlýsingu Willy de Clercq og ráðherra EFTA segir að nánara samstarf um rannsóknir og þróun- arstarfsemi sé nauðsynlegt fyrir framgang efnahagslífs Evrópu. Næsti fundur ráðherra EFTA verður í Genf 2.-3. desember næst- komandi. iuui^uuoiooiu/ uuua Frá blaðamannafundi sem haldinn var eftir að ráðherrafundi EFTA lauk í gær. Lengst til vinstri situr Per Kleppe, framkvæmdastjóri EFTA, þá Willy de Clercq, talsmaður framkvæmdaráðs EB i utanríkis- og viðskiptamálum, Matthías Á. Mathiesen, utanríkisráðherra og Albert Guðmundsson, iðnaðarráðherra, sem gegnir störfum viðskiptaráðherra í fjarveru Matthíasar Bjarnasonar. Heimskonan ATONLEIKUM í BROADWAY 20. og 21. júní nk Petula Clark er heims- manneskja meðal stjarn- anna, eftirsótt af frægustu kvikmyndaverum og helstu leikhúsum hins vestræna heims enda er hún fjölhæf listakona. Hún hefurfengið fleiri gullplötur en nokkur önn- ur bresk söngkona fyrir lög eins og Colourmy world, Casanova, Asign ofthetimes, Mylove og This is mysong. Plötur hennar hafa selst í meira en 30 milljónumeintaka. í dag er hún einn eftirsótt- asti næturklúbba- skemmtikraftur heimsins ognúerheimskonan Petula Clark væntanleg til íslands ásamt stórhljóm- sveit sinni til að skemmta gestum í Broadway dag- ana20.og21.júnínk. Miðasala og borðapantanir eru hafnar í Broadway. Síminn er 77500. T ryggið ykkur miða á tónleika með heimskonunni Petula Clark. B.H. HLJÓÐFÆRI Grettisgötu 13, sími 14099.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.