Morgunblaðið - 06.06.1986, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 06.06.1986, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. JÚNl 1986 l MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 1986 25 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fróttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, simi 83033. Askriftargjald 450 kr. á mánuöi innanlands. i lausasölu 40 kr. eintakiö. Reiði Alþýðublaðsins Vakin var athygli £ því hér á þessum stað á miðviku- dag, að Svavar Gestsson, fomað- ur Alþýðubandalagsins, lítur þannig á, að atkvæði greidd Alþýðuflokknum í sveitarstjóm- arkosningunum, hafí verið at- kvæði greidd Alþýðubandalag- inu. Flokksformaðurinn telur bæði eðlilegt og sjálfsagt, að í famhaldi af fylgisaukningu Al- þýðuflokksins f kosningunum leggi „félagshyggjuöfl í landinu, sem einkum er að fínna í Al- þýðubandalaginu, Alþýðuflokkn- um og Kvennalistanuih, áherslu á að vinna meirihluta í næstu kosningum." Eftir að Alþýðu- flokkurinn jók fylgi sitt, segist Svavar Gestsson ekki telja það eins Qarlægan möguleika og áður, að þessir þrír vinstri flokk- ar geti sameinast um stjóm landsins. í tilefni af þessum orðum Svavars Gestssonar eiga kjós- endur Alþýðuflokksins heimt- ingu á því, að forystumenn flokksins taki af öll tvímæli um það, hvort Svavar talar fyrir munn þeirra, þegar hann túlkar úrslit kosninganna sem fyrirheit um nýja vinstri stjóm í landinu. Það þarf að liggja skýrt fyrir, hvort atkvæði greidd Alþýðu- flokknum séu atkvæði greidd vinstri stjóm. Um allt þetta var rætt í for- ystugrein Morgunblaðsins á miðvikudag. Alþýðublaðið bregst hið versta við af þessu tilefni. Forystugrein þess í gær heitir Dónaskrif Morgunblaðs- ins um kjósendur Alþýðuflokks- ins. Stóryrði um pólitískan dóna- skap duga ekki fyrir forystu- menn Alþýðuflokksins í rökræð- um um það, hvemig þeir ætla að nota eða misnota það traust, sem kjósendur hafa sýnt þeim. Enginn vafí er á því, að ástar- játningar Jóns Baldvins Hannib- alssonar í garð Sjálfstæðis- flokksins vom ofarlega í huga þeirra, sem kusu Alþýðuflokkinn og litu til landsmála um leið. Eftir kosningar kallar Alþýðu- blaðið það „dónaskap" að vekja athygli á þessari staðreynd. Af hveiju? Skýringin kemur fram í hinni reiðilegu forystugrein. Þar segir m.a.: „Á síðustu misseram hefur eflst til muna öll samvinna al- þýðuflokksmanna og alþýðu- bandalagsmanna innan Alþýðu- sambandsins. Alþýðuflokkurinn hefur jafnframt hvatt til aukins samstarfs jafnaðarmanna og verkalýðssinna innan launþega- samtakanna. Ekki leikur á því vafí að þessi samvinna á eftir að aukast og eflast." Orðið „verkalýðssinni" í þessu sam- hengi á að skilja sem vísan til alþýðubandalagsmanna. f lok forystugreinarinnar segin „Jafnaðarmenn og verkalýðs- sinnar ætla sér að verða það stjómmálaafl, sem lítilsvirðandi og móðgandi ummæli Morgun- blaðsins geta engin áhrif haft á.“ Skýringin er einfaldlega sú, að þeir sem stjóma Alþýðublað- inu taka undir það með Svavari Gestssyni, að atkvæði Alþýðu- flokks og Alþýðubandalags eigi að skoða sem heild og kröfu um vinstri stjóm. Hvatti Alþýðu- blaðið raunar til samstarfs þess- ara tveggja flokka í fyrstu for- ystugrein sinni um kosningam- ar. Gera verður kröfu til þess, að Jón Baldvin Hannibalsson, for- maður Alþýðuflokksins, taki sjálfur af skarið í þessu máli á opinberam vettvangi. Er sú rit- stjómarstefna Alþýðublaðsins, sem hér hefur verið lýst, mótuð með hans samþykki? Er Jón Baldvin sammála Svavari Gests- syni um það, að atkvæði greidd Alþýðuflokknum á laugardaginn hafí verið stuðningur við Al- þýðubandalagið og vinstri stjóm í landinu? Nýtt hræðslu- bandalag? Fyrir réttum þijátíu árum gerðu Framsóknarflokkur og Alþýðuflokkur með sér kosn- ingabandalag. í stjómmálaum- ræðum þá var þetta bandalag kallað hræðslubandalagið. Yfír- lýst markmið samvinnunnar var að ýta Sjálfstæðisflokknum til hliðar f íslenskum stjómmálum. Ætlunin var að félagshyggjuöfl- in sameinuðust og stjómuðu landinu í samvinnu við verka- lýðshreyfínguna. Ferli vinstri stjómar Alþýðubandalags, Al- þýðuflokks og Framsóknar- flokks, sem mynduð var eftir kosningar sumarið 1956, lauk á þingi Alþýðusambandsins í des- ember 1958. Hermann Jónasson, forsætisráðherra, leitaði eftir stuðningi við efnahagsstefnu stjómarinnar, fékk hann ekki og baðst lausnar. 1959 var viðreisn- arstjómin mjmduð, þar sem Sjálfstæðisflokkur og Alþýðu- flokkur störfuðu saman í 12 ár. Nú tala þeir, sem kenna sig við hið losaralega hugtak félags- hyggju, um það, að ýta þurfí Sjálfstæðisflokknum varanlega til hliðar. Þeir hengja sig aftan í fylgisaukningu Alþýðuflokks- ins. Sumir vilja raunar stofna nýtt bandalag f þessu skyni: hræðslubandalag á móti Sjálf- stæðisflokknum. Sjónarmið Noregs sett neðanmáls innan NATO eftirAme Olav Brundtland í Noregi hafa enn á ný orðið heitar umræður um stefnuna í öryggismálum. Ástæðan er sú, að í fyrsta skipti í sögu aðildar Norð- manna að NATO hafa þeir gert fyrirvara við eitt atriði í yfirlýsingu fundar vamarmálaráðherra Atl- antshafsbandalagsríkjanna. Fyrir- varanum var komið á framfæri í neðanmálsgrein við þá grein yfirlýs- ingarinnar, sem er um geimvopnaá- ætlun stjómar Reagans Banda- ríkjaforseta. Rætt er um, hvort með þessu ætli Norðmenn sér að fylla flokk hinna svonefndu „neðanmáls- greinaríkja" þ.e. þeirra ríkja, sem á undanfömum árum hafa haft fyrirvara á afstöðu sinni til ein- stakra mála innan NATO og lýst afstöðu sinni í neðanmálsgreinum. Káre Willoch, fyrmrn forsætisráð- herra Noregs, hefur eindregið varað við slíkum vinnubrögðum. Telur hann, að samningsstaða NATO gagnvart Sovétríkjunum verði veik- ari fyrir bragðið og að áhrif Norð- manna innan NATO dvíni. Hinn nýi forsætisráðherra minnihlutastjóm- ar Verkamannaflokksins, Gro Harl- em Brundtland, hefur valið fyrir- varaleiðina. Hún telur, að sjónarmið Norðmanna þurfí að koma skýrt fram. Neyðarúrræði Ríkisstjóm Gro Hariem Bmndt- land sá engan annan kost en að gera athugasemd við ákvæðið um geimvamir í neðanmálsgrein. Stjómin vildi, að sjónarmið Norð- manna varðandi geimvopnaáætlun Bandaríkjamanna kæmu fram f sjálfri yfírlýsingunni. Þetta náði ekki fram á fundinum einkum vegna harðrar andstöðu Banda- ríkjamanna. Sjónarmið Norðmanna vom á engan hátt nýstárleg eða byltingar- kennd. Þeir fóra þess einfaldlega á leit, að í yfírlýsingu fundar vamar- málaráðherranna yrði sagt hið sama um viðræður stórveldanna í Genf og í ályktun fundar utanríkis- ráðherra ríkja NATO, sem haldinn var síðastliðið haust. Utanríkisráð- herramir höfðu einnig komið sér saman um að ítreka þessi sjónarmið á fundi sínum í Halifax. Norðmenn vilja samræma málflutning Atlants- hafsbandalagsins, auk þess sem þeir telja, að leggja beri meiri áherslu á óskina um afvopnun. Hinum nýja vamarmálaráðherra Norðmanna, Johan Jörgen Holst, tókst þó ekki að sannfæra starfs- bræður sína í NATO. Segja má að George Schultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, móti sína yfírlýs- ingu og Caspar Weinberger, vam- armálaráðherra, sína. Yfírlýsingar þeirra era ekki samhljóða. Deilur ráðamanna í Bandaríkjunum koma sem sagt einnig fram í störfum NATO. Þegar ljóst var, að Johan Jörgen Holst myndi ekki takast að koma sjónarmiðum Norðmanna á fram- færi, fór hann þess á leit við fundar- menn, að sú skýring fylgdi yfirlýs- ingunni, að stuðning Norðmanna við samninganefnd Bandaríkja- manna í Genf bæri að skilja í ljósi óskar þeirra, um að takast mætti að koma í veg fyrir vígbúnaðar- kapphlaup í geimnum. Þetta hlaut ekki heldur stuðning fundarmanna. Þá ákvað norska ríkisstjómin að grípa til þess neyðarúrræðis að setja fyrirvara í neðanmálsgrein. Rökin gegn tillögu Norðmanna vora m.a. þau, að þær gæfu til kynna óeiningu innan Atlantshafs- bandalagsins, sem gæti veikt samn- ingsstöðu þess í Genf. Deilt um stefnu í afvopnunarmálum í Noregi hafa Hægriflokkurinn og Verkamannaflokkurinn deilt um, hver skuli vera stefna Noregs í afvopnunarmálum á vettvangi Atl- antshafsbandalagsins. Bæði er deilt um innihald þeirrar stefnu og hvemig öryggi Noregs verði best tryggt í ljósi aðildarinnar að NATO. Hægri menn hafa varað við því, að Norðmenn leggi slíka áherslu á að koma sjónarmiðum sínum fram, að það valdi deilum innan NATO. Svenn Stray, fyrrverandi utanríkis- ráðherra, lagði einatt áherslu á að innan bandalagsins hefðu Norð- menn mest áhrif með því að stuðla að samstöðu og einingu út á við, þótt þeir væra ekki alltaf fyllilega sammála ákvörðunum Atlants- hafsráðsins. Þessi afstaða kom í veg fyrir að Norðmenn gripu til neðan- málsgreina. Á síðasta fundi vamarmálaráð- herra ríkjanna, sem Anders C. Sjaastad sat fyrir hönd Noregs, komst norska ríkisstjómin næst því að skerast úr leik innan NATO. Þá tókst Sjaastad, eftir snarpar deilur við fulltrúa Bandaríkja- manna, að gera breytingar á yfír- lýsingu fundarins, þar sem nokkuð var dregið úr stuðningi við geim- vopnaáætlun Bandaríkjamanna. Verkamannaflokkurinn vildi þó, að Sjaastad hefði gengið lengra. En framganga hans á þessum fundi, sem haldinn var undir síðustu ára- mót, var þó Iofuð samanborið við þær skammir, sem hann fékk frá Verkamannaflokknum að afloknum fundi vamarmálaráðherranna í Lúxemborg vorið 1985, þar sem lýst var yfir stuðningi við geimvopnaá- ætlunina. Danmörk í öryggismálaumræðum f Noregi er Danmörk hið dæmigerða „land neðanmálsgreinanna" innan NÁTO. Það er ekki rétt að bera Norðmenn og Dani saman að þessu leyti. Danska ríkisstjórnin hefur ekki mótað eigin stefnu í öryggismálum, sem nýtur meirihlutastuðnings á danska þinginu. Hún hefur orðið að kyngja því að þurfa að boða aðra stefnu á alþjóðavettvangi en hún mótar sjálf. Meðal annars sökum þessa hefur danska ríkisstjómin ekki verið tekin alvarlega. Ríki Atlantshafsbanda- lagsins hafa gagnrýnt Dani fyrir að sinna ekki skyldum sfnum á sviði vamarmála. Þetta hefur veikt stöðu Dana innan bandalagsins og gert neðanmálsgreinar þeirra tortryggi- legri en ella. Gro Harlem Brundtland, f orsætisráðherra. Johan Jörgen Holst, varnarmálaráðherra. Efnislegur ágreiningnr Sá ágreiningur, sem orðið hefur innan NATO vegna afstöðu Norð- manna nú er tvíþættur. Hann snert- ir efni málsins og kynningu á því. Efnislega era Norðmenn ósam- mála stefnu Reagan-stjómarinnar að því er varðar geimvamir og hlut þeirra í viðræðunum um afvopnun- armál. Mestu skiptir, að uppi eru ólík sjónarmið um það, hvemig best sé að haga samningaviðræðum við Sovétmenn. Þessi ágreiningsefni hafa verið til staðar allt frá því deilt var um framkvæmd hinnar tvíþættu áætl- unar um Evrópueldflaugar Atlants- hafsbandalagsins frá árinu 1979. Ágreiningurinn snýst m.ö.o. um, hve langt þurfí að ganga í vígbúnaði til að Sovétmenn setjist að samn- ingaborðinu, eða hvort afvopnunar- vilji hjá NATO sé vænlegri til árangurs. Því er deilt um, hvort halda beri áfram að vígbúast eða hvort fryst- ing þeirra vopna, sem stórveldin ráða nú yfír, sé fyrsta skrefíð í átt til afvopnunar. Hið sama gildir um efnavopn Bandaríkjamanna. Ekki reyndist þó nauðsynlegt að gera athugasemdir varðandi þau í neðan- málsgrein, þar sem þau vora ekki nefnd í yfírlýsingu vamarmálaráð- herranna. Einnig var ljóst að Dan- mörk, Holland, Lúxemborg og ís- land vora sömu skoðunar og Norð- menníþvímáli. Deílt um framsetningn Þegar rætt er um framsetning- una hefur það sem sagt komið í Ijós, að önnur NATO-ríki undir forastu Bandaríkjamanna hafa ekki viljað, að sérsjónarmið Norðmanna varðandi geimvopnaáætlunina komi fram í texta yfírlýsingar vamar- málaráðherranna. Hins vegar var bent á það á fundinum, að hvorki neðanmáls- grein né hugsanlegur fréttamanna- fundur Norðmanna, þar sem þeir skýrðu sjónarmið sín, myndu vega jafíi þungt og sjálf yfírlýsingin. Bandaríkjamenn virðast því telja, að sjálf yfírlýsingin sé mikilvægari en þær athugasemdir, sem gerðar era við hana neðanmáls. En Káre Willoch, fyrrverandi forsætisráð- herra, telur að neðanmálsgreinar skipti einnig miklu. Hann telur einnig, að ekki hafí verið nauðsyn- legt að ganga lengra en Anders C. Sjaastad, fyrram vamarmálaráð- herra, gerði síðasta haust, þegar honum tókst að knýja fram nokkrar breytingar á texta yfirlýsingar fundar vamarmálaráðherra ríkja NATO. Á opinberam vettvangi er vafa- laust betra að láta líta út fyrir, að full eining ríki, einkum þegar óánægjuraddir koma ekki fram í lokayfírlýsingunni. En ríkisstjóm Noregs telur, að ráðamenn í Sovét- ríkjunum muni ekki láta blekkjast, einkum þegar við blasir að sjónar- miðum Norðmanna var hafnað. Samstaðan rofin Nú era Norðmenn ásakaðir um að hafa rofíð samstöðu ríkja Atl- antshafsbandalagsins. Þetta er rétt að því leyti, að ný sjónarmið hafa verið kynnt. Þessi staðreynd þarf ekki að raska hugarró manna. í flestum lýðræðisríkjum má vænta breytinga af og til. Þegar stjóm Reagans Banda- ríkjaforseta tók við völdum, lagði hún mikla áherslu á, að almenning- ur i Bandaríkjunum hefði valið breytta stjómmálastefnu og innan bandalags lýðræðisríkja væri eðli- legt, að þeirra breytinga gætti í stefhu Bandaríkjastjómar gagnvart NATO. Norðmenn geta stutt sjónarmið sín með sambærilegum rökum. Eftir kosningamar á sfðasta ári missti öryggismálastefna stjómar Káre Willoch, fyrram forsætisráð- herra, meirihlutafylgi á norska Stórþinginu. Breytingar þær, sem Sjaastad, fyrram vamarmálaráð- herra, knúði fram varðandi geim- vopnaáætlun Bandaríkjamanna vora bein afleiðing þessa, þó svo að núverandi ríkisstjóm Verka- mannaflokksins þætti þá ekki nógu langt gengið. Stjómarskiptin, sem urðu fyrir fáeinum vikum í Noregi, fóra einnig fram samkvæmt leikreglum lýð- ræðisins. Við þau færðist stjóm utanríkismála Norðmanna eilítið til vinstri. Jafn-rétthá ríki? Spumingin er, hvort sömu reglur eigi að gilda um Noreg og Banda- ríkin innan NATO, sem er bandalag jafn-rétthárra lýðræðisríkja. Einhveijir kunna að halda því fram, að vissulega séu öll ríki Atl- antshafsbandalagsins jöfn, en þeg- ar öllu sé á botninn hvolft séu Bandaríkin ,jafnari“ en önnur, og að því eigi þau rétt á að vera leið- andi, t.d. hvað varðar orðalag opin- ben-ayfírlýsinga. I. Noregi gera menn sér almennt grein fyrir pólitískri sérstöðu Bandaríkjanna, sem felst í því, að þau era stórveldi og tiyggja öryggi Vestur-Evrópu. En í aðildarríkjun- um leggja menn hins vegar mis- mikla áherslu á, að framlag allra ríkja NATO stuðli að sameiginlegu öryggi heildarinnar. Sérstaða Noregs Því má einnig halda fram, að full ástæða sé að taka tillit til sjón- armiða Norðmanna, hvað varðar stefnuna í afvopnunarmálum og slökun á spennu í ljósi þess, að Noregur er eina aðildarríki NATO í Evrópu, sem á landamæri að Sovétríkjunum. Hin síðustu ár hafa umræður um öryggismál í Noregi einnig leitt í ljós, hve ólíkar skoðanir menn hafa á mikilvægi stefnu Noregsstjómar í þessum málum með tilliti til sameiginlegra vama ríkja Atlants- hafsbandalagsins. Þeir, sem telja má til hægri í norskum stjómmálum, hafa haft tilhneigingu, til að álíta Noreg litið land, sem gegni takmörkuðu hlut- verki í sameinuðum vömum aðildar- ríkja NATO. Þeir hinir sömu telja, að hagsmunir Norðmanna verði best tiyggðir með því að norsk stjómvöld forðist í lengstu lög að taka afstöðu sem sé hinum öflugri ríkjum bandalagsins lítt að skapi og túlka megi á þann veg, að sjónar- mið Norðmanna raski öryggi heild- arinnar. Þeir, sem era á vinstri væng stjómmálanna, líta einnig á Noreg sem lítið land, sem legu sinnar vegna er hemaðarlega mikilvægt. En vinstrimenn telja einnig, að framlag Norðmanna til sameigin- Iegra vama aðildarríkjanna sé það mikilvægt, að Norðmönnum eigi að leyfast að koma sjónarmiðum sínum á framfæri þótt þau veki ekki einatt almenna hrifningu. Þar sem öryggishagsmunir Bandarfkjamanna og Norðmanna fara saman, er fráleitt að gera ráð fyrir, að Bandaríkjamenn skaði hagsmuni sína í því skyni „að refsa" Norðmönnum. Nú um stundir era sjónarmið vinstrimanna ráðandi á norska Stórþinginu. Þau njóta stuðnings mikils meirihluta þingheims og er sá stuðningur ekki einskorðaður við vinstrimenn heldur nær hann einnig inn í herbúðir borgaraflokkanna. Þessi meirihluti glatast ekki, þó svo að Norðmönnum hafí ekki tekist að koma sjónarmiðum sfnum á framfæri í sameiginlegri yfírlýsingu vamarmálaráðherra ríkja Atlants- hafsbandalagsins. Höfundur er sérfræðingur í öryggis- og af vopnunarmálum við Norsku utanríkisstofnunina. Hann er ritstjóri tímaritsins Inter- nasjonal Politikk. Hlaut verðlaun fyrir fram- úrskarandi námsárangur ÞÓRÐI G. Haraldssyni, sem stundar nám í endurskoðun og rekstrarfræðum við John Carrol University í Bandaríkjunum, hafa hlotnast æðstu verðlaun þess háskóla. Verðlaunin era veitt fyrir fram- úrskarandi heildamámsárangur við skólann. Þann árangur þykja þeir hafa sýnt sem fá yfír 3,5 í meðalein- kunn, en 4 er hæsta einkunn við bandaríska háskóla. Verðlaunin era kennd við deildarforseta háskólans og skipa þeir sem þau hljóta svokall- aðan “Deans list“. Þórður hlaut einnig önnur verð- laun, sem fyrirtæki í háskólaborg Þórður G. Haraldsson hans, Cleveland í Ohio, veita þeim háskólastúdentum sem bestum árangri ná í bókhaldsgreinum. í spjalli við Morgunblaðið sagðist Þórður hafa lokið stúdentsprófí frá Menntaskólanum á Akureyri vorið 1983 og haldið utan strax það haust. Hann hefur búið í Cleveland sfðan. Næst vor lýkur hann fyrri- hlutanámi í greinum sínum og hyggst þá halda áfram á efra stig. Hann gerir ráð fyrir að ljúka prófí í endurskoðun eftir þijú til fjögur ár._ í sumar vinnur Þórður í alþjóða- deild Bank One í Cleveland. Sagði hann það gott starf og gagnlegt fyrir sig í náminu. Fegrunarnefndin við skoðun trjáplantna í Grasgarðinum í Laugardal, en þeim verður dreift f þúsunda- vís til borgarbúa við uppliaf fegrunarátaksins. Á myndinni eru talið frá vinstri: Ólafur Ragnarsson, útgefandi, Gerður Steinþórsdóttir, formaður nefndarinnar, Jóhann Pálsson, garðyrkjustjóri, Maria Gómez, starfsstúlka i Grasgarðinum, Pétur Hannesson, forstöðumaður hreinsunardeildar, og Stefán Kristjánsson. Fegrunarvika í Reykjavík: Þúsundum trjáplantna dreift til borgarbúa VIKUNA sjöunda til fimmtánda júni verður efnt til sérstaks fegrunarátaks í Reykjavík. Að baki þessu framtaki stendur Fegrunarnefnd Reykjavíkur, en það er undimefnd afmælisnefnd- arinnar. Tilgangurinn er að hvetja borgarbúa til að taka höndum saman um að fegra og snyrta borgina. Er þetta þáttur i þeirri viðleitni borgaryfirvalda á 200 ára afmælinu að gera Reykjavík sem fegursta og snyrtilegasta. Þá daga sem fegranarvikan stendur yfír verður margt gert á vegum Reykjavíkurborgar til að vekja athygli fólks á nauðsyn þess að ganga vel um. Við upphaf vikunnar, laugar- daginn sjöunda júni, verður nokkur þúsund plöntum dreift ókeypis til borgarbúa frá Ræktunarstöð borg- arinnar. Dreifíngin mun fara fram á fjóram stöðum í borginni, við Ársel klukkan 10.00, við Gerðu- berg klukkan 11.00, við Laugar- dalshöll klukkan 13.00 og við syðstu tjömina í Hljómskálagarð- inum klukkan 14.00. Er plöntu- dreifíngin hugsuð sem táknræn hvatning til bæjarbúa um að hlúa sem mest og best að umhverfi sínu. Frá og með mánudeginum 9. júni og út vikuna, frá klukkan 13.00 til 15.00, verður hægt að hringja á skrifstofu garðyrkjustjóra borg- arinnar og verður eftir föngum reynt að liðsinna þeim er óska upplýsinga og leiðbeininga um gróður og ræktun. Hreinsunardeild borgarinnar mun einnig veita íbúum borgarinn- ar margháttaða þjónustu og verða starfsmenn hennar á ferðinni út í borgarhverfín til að sækja rusl sem safnað hefur verið saman og koma því á haugana. Þá hefur stórum raslagámum verið komið fyrir á átta stöðum í borginni; við Meist- aravelli, Vatnsmýrarveg neðan Miklatorgs, Grensásveg, Klepps- veg, Dalbraut, Súðarvog, Stekkjar- bakka, endann á Breiðholtsbraut og við Arsel við Rofabæ. Á fundi sem fegranamefndin hélt með fréttamönnum kom fram að undirbúningur fyrir þetta fegr- unarátak hefði hafist fyrir talsvert löngu síðan og snemma f maf var efnt til svonefndra hreinsunardaga og söfnuðust þá um 2.000 tonn af rasli og um 8-10 þúsund plast- pokum hafði verið dreift til borgar- búa. Sögðust nefndarmenn vonast til að borgarbúar létu sitt ekki eftir liggja í þessari fegrunarviku og áttuðu sig á því til hversu mikils væri að vinna. Til þess að létta undir með borgarbúum hefur Reykjavíkur- borg sett á laggimar lóðasjóð sem er ætlað það hlutverk að aðstoða húseigendur við frágang lóða. Er aðstoðin veitt með þeim hætti að hægt er að fá að láni efni frá malbikunarstöð borgarinnar, Gijótnámi og Pípugerð Reykjavík- ur. Lánin era veitt til nokkurra ára og er hægt að sækja um þau til skrifstofu borgarverkfræðings. Á fundinum kom fram að mikil- vægt væri að sem flestir tækju þátt í bæta umgengni og auka snyrti- mennsku í borginni og að menn yrðu ætíð að vera vakandi fyrir þessum þáttum því átak sem þetta yrði ekki gert í eitt skipti fyrir öll. Hvöttu nefndarmenn því borgar- búa til þátttöku og vonuðust þeir til að allir borgarbúar mættu sameinast um að gera borgina hreina og snyrtilega. Fé safnað til Noregsfarar MÓTETTUKÓR Hallgrímskirkju heldur flóamarkað f Hallgríms- kirkju í dag, Iaugardag, klukkan 14.00. Tilgangurinn er að afla fjár fyrir ferð kórsins til Noregs um miðjan júní. Þar tekur hann þátt í norrænu kirkjutónlistarmóti fyrir íslands hönd og flytur meðal annars nýja fslenska kirkjutónlist.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.